This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Heil og sæl öllsömul.
Er einhver þarna úti sem veit hvernig færið er frá Húsafelli og að Langjökli um Kaldadal?
Hvað er maður cirka lengi að keyra þessa leið?
Við erum nefnilega á tveimur bílum sem langar voðalega mikið að sjá hvernig snjór lítur út, en þar sem gúmmíið undir þessum tveimur bílum er af skornum skammti 33″ þá er spurning hvað við komumst langt.
Best væri náttúrulega ef að jökullinn leifði okkur aðeins að smakka á sér en það kemur bara í ljós.
Ef að þið á stóru dekkjunum sjáið tvo bíla á 33″ alveg kolfasta viljið þið endilega kippa okkur upp svo að við þurfum ekki að dúsa þarna fram á vor. Reyndar verður sterkur spotti og skófla með í för svo að við myndum sennilega sleppa heim einhverntíman í febrúar:)Með kærri ferðakveðju
Gunnar Már
You must be logged in to reply to this topic.