Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Færð á Gjábakkavegi
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.04.2007 at 15:21 #200121
Hefur einhver hér farið Gjábakkaveg alveg nýlega? Það sem mig vantar upplýsingar um er hvort allt sé á floti á Laugarvatnsvöllum, svipað og var hérna á dögunum þegar jeppinn fór þarna á kaf. Er bæði með í huga hvort það sé aksturs- og göngufært þar yfir.
Kv – Skúli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.04.2007 at 18:23 #588238
ég er ekki með það alveg á hreinu en mér kæmi ekki á óvart að hann sé lokaður vegna leysinga og án efa krapadrulla þarna og þvíumfylgjandi ef allt sé ekki bara bráðnað í stórt fljót en með öllum líkindum skemmiru bara umhverfið á að keyra þarna núna og mundi ég ráða þér frá því meira vit væri að fara húsafell-jaka-langjökul ef þér langar á fjöll en reykna ég samt með að það sé engannvegin færi þar samt sem áður og vil ég benda á að gaman er að keyra reykjanesið og skoða hella eins og stefí segir hér í öðrum þræði því samkvæmt tilkynningu vegagerðar sem kom hér fyrir nokkrum dögum þá eru fjallavegir lokaðir núna vegna aurbleytu og leysinga og hvet ég alla til að virða það! sérstaklega þar sem ég hef heyrt af ferðum nokkura á vegum sem algjört akstursbann er á!
Virðum Hálendið!!!!!
vona að þetta gagnist eitthvað og allar ábendingar og gagnrýni tekin góðum höndum:D
Kv Davíð Karl Hinn Umhverfisvæni:D
13.04.2007 at 18:42 #588240Dabbi minn…
ég held að þetta hafi bara akkúrat ekkert hjálpað honum Skúla okkar. Ég held að hann gerir sér alveg grein fyrir hvar á að keyra og ganga eftir aðstæðum… og hef trú á því að hann hafi farið í eina eða tvær ferðir út á land. Þess vegna er hann að spyrja hvort að einhver hafi séð með eigin augum aðstæður á Gjábakkavegi.
Þannig að útgangspunkturinn er … ef maður veit ekki svarið að bíða þangað til sá sem veit … svari.
vona að þetta hafi hjálpað þér Dabbi minn.Kv. stef. ;-> sem sér ekki neitt
13.04.2007 at 18:43 #588242Bullustampur.
Sennilegt hefur þú aldrei fengið annan eins bull pistil Skúli minn.
En gott að einhver sófariddarinn hvetur formann umhverfisnefndar 4×4 að virða hálendið, enda góð vísa ekki of oft kveðinn. En Dabbi Sófi, þá er Gjábakkavegur malbikaður, þú veist svona hart svart lag af einhverju sulli sem sett er ofaná malarvegi.
En Dabbi leggur til að þú sendir gönguhópinn á Langjökul, ég mæli hinsvegar. Með því að það verði tekinn strædó niður í bæ, enda vist með eindæmum umhverfisvæn farartæki. Síðan mætti ganga í kringum tjörnina, jafnvel öfugan hring, svona til tilbreytingar.
Svo er bara að muna eftir því að taka með brauðpokann til þess að gefa máf greyjunum.
13.04.2007 at 20:27 #588244er það ekki rétt að gjábakkavegur vegurinn sem kemur upp frá lyngdalsheiði þ,a,s sá sami og ég hef oft farið til að fara á skjaldbreið/langjökul??? og malbikaður??? er gjábakkavegur kannski lyngdalsheiði??? upplýsið mig nú
og auðvitað er ég svo bráðlátur og kjaftamikill hérna á spjallinu að ég tók ekki eftir að verið væri að tala um gönguleið (enda er ég nú smá lesblindur líka en þykist ekki vera það:D)
svo er ég ekki alveg með 4,1,1 á slóðamál og örnefni eins og þið (ég viðurkenni það nú) en maður er nú alltaf að læra þótt smá misstig komi inn
en þar sem ég á nú sumarbústað á hinu fína Laugarvatni og hef því ferðast yfir Lyngdalsheiði frá blautu barnsbeini þá hálf skammast ég mín að hafa þetta ekki á hreinu en maður verður nú að kyngja stoltinu endrum og sinnum:D og viðurkenna að maður er ekki alvitur:P
en nú fræðið mig lömbin mín um hin réttu nöfn á því sem ég skil sem Lyngdalsheiði og Gjábakkaveg en mín viska segir að Lyngdalsheiði sé frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn og Gjábakkavegur liggi upp af miðri Heiði (í nokkurnvegin norður að ég held) í átt að Langjökli og frammhjá vörðunni sem margur maðurinn kannast við en nú skal ég þegja og læra betur um þetta svæði
og áætlun mín var aldrei að vera neitt betri/vitrari/þekkingarmeiri en einhver annar og reyndi ég að vera eins hjálpsamur og ég gat (en jú ég á auðvitað margt ólært því lífið er skóli og hvað þá þetta sport:P)
en ég segi þetta gott að þessu sinni og bíð spenntur eftir upplýsingum frá ykkur sem og öðrum sem fróðari eru en ég en ég er farinn í sófanní bili að horfa bara á teiknimynd:D
látið í ykkur heyra nú
Kv Davíð Karl skólastrákur
P,s það er myndin Cars sem ég er að tala um og hún er rosa góð 😀 og þurfum við endilega að sýna hana á opnu húsi einn daginn því jú allir hafa gott af smá teiknimyndum og smá barndóm:D
p,p,s Birt án ábyrgðar um að nokkurntímann verði sýnd teiknimynd á opnu húsi:D
jæja nú er ég hættur……………. jahh í bili
13.04.2007 at 20:53 #588246Dabbi minn…
Bara svo að þú áttir þig aðeins á því sem verið er að tala um.
Skúli spyr hvort að einhver hafi farið um Gjábakkaveg nýlega og viti um aðstæður þar. Nýlega túlka ég sem sl. sólarhring eða svo miðað við þessar aðstæður sem hafa verið í veðurfari.
Dabbi minn sama hvað þessi blessuð gata heitir… ef þú hefur ekki ekið leiðina sem liggur milli Þingvallar og Laugarvatns sl. sólahring þá ert þú ekki sá sem verið er að leita að…
Ég veit að þú ert mjög hjálplegur og það er gott að eiga þig að en stundum er besta hjálpin að gera sem minnst eða í þessu tilfelli að skrifa sem minnst.
Less is more…. stundum.
kv. Stef. ;-> sem er more or less.
13.04.2007 at 21:02 #588248He he, Dabbi minn við elskum þig öll, blessaður láttu Skúla koma sér í vandræði.
13.04.2007 at 21:16 #588250Jæja það er gott að þið elskið mig enda er það gagnkvæmt 😀 en já það hafa auðvitað allir gott að því að koma sér í vandræði því annars er ekkert gaman en nú er ég orðinn svoldið forvitinn um færðina á gjábakkaveg og enginn hefur svarað honum Skúla nema auðvitað ruglið í mér eins og vanalega svo er ekki einhver með stöðuna þarna?? svo get ég örugglega reddað kanó ef einhverjum langar að kíkja á fjöll:D
Kv Dabbi rugl:P
13.04.2007 at 21:26 #588252Dabbi minn ekki láta þessa fanta ná þér niður ég stend með þér .!!! Og svo tökum við Ofsa við tækifæri og bu..um hann jafnvel þó hann sé skítsæmilegur náungi, því hann þolir það örugglega.
kv:Kalli ofbeldishneigði.
13.04.2007 at 21:32 #588254Sælir félagar,
þar eð mér tókst ekki að finna svar við spurningunni um vatnamálin á Laugarvatnsvöllum á Gjábakkavegi (vonandi fer ég rétt með) þá vil ég upplýsa að vegurinn er bæði rútu- og göngufær.
Ingi
13.04.2007 at 22:02 #588256Hva Kalli enn vakandi.
Já ég er til í það Kalli að buffa helvítið. Ég legg til að við komum honum á óvart í vinnunni á mánudaginn, enda er karl fauskurinn aldrei vaknaður fyrr en eftir 5 kaffibolla og 10 stk Winston.
13.04.2007 at 22:09 #588258Ofsi ég held að það væri erfitt að koma þér á óvart því ég held að þú sofir aldrei kvikindið þitt.
kv:Kalli hætturvið
13.04.2007 at 22:31 #588260Kalli minn það er gott þú hættir við því ég verð að hafa hann góðann þar sem ég ætla mér að mæta með myndavélina og taka afrit af bílnum hans og teikningum og sv smíða ég minn ennþá betri en hans:D og þegar það er búð mun ég selja allar teikningar og tæknilegar upplýsingar um slóðrík á uppsprengdu verði í singapore og búdapest og kollverpi öllum ríkisbubbunum hér á landi þegar ég verð þrefalt ríkari en baugskallarnir á þessu svaka vel meistaralega útpælda plotti mínu og þegar það verður komið í gegn gef ég öllum félugum í 4X4 Ford F-350 á 49" nema honum benna formanni þar sem hann er nú æðsta vald læt ég sérbreyta Ford F-650 fyrir 58" dekk og öllum tilheyrandi gírum og aukahlutum (hann verður nú að vera stærri karlinn þar sem hann er formaður) og eftir það kaupi ég kjalveg og banna umferð á honum á bílum sem ekki eru búnir millikassa! og að því loknu kaupi ég grænland og ferju til að ferja íslenska jeppa á milli og sel þeim sem ekki eru í okkar fína klúbb aðgang í ævintýrajeppaferð en auðvitað fá félagsmenn frítt far uppihald og tilheyrandi svo eins og þú sérð Kalli minn verðum við að bíða aðeins áður en við förum að vera vondir við karlgreyið
Kv Dabbi litli sem hugsar stórt!!!!!!!
13.04.2007 at 22:42 #588262MIg langar nú smá í 58" líka!!! er sjéns að þú myndir breita tveimur f650 og gefa mér annan.???
kv:Kalli formaður
13.04.2007 at 22:53 #588264Værir þú ekki til í að hafa bílinn handa mér svona Ford Econoline 350,væri flott að hafa DVD og 7 skjái,2 svona 15" og hina 8",tala nú ekki um lúxusinnréttingu með bar og captain stólum,svo væri nú toppurinn að hafa nudd í bílstjórasætinu og rúm aftast.
Nú af því þú ætlar að ferja okkur á Grænland,þá væri nú alveg snilld að fá tvær olíumiðstöðvar í gripinn.
Þar sem þetta verður líklega svakalega flott ferja sem flytur okkur yfir hafið,yrði alveg glymrandi að fá svona svítu með heitum potti og þernu til að færa mér drykki og ýta á fjarstýringuna á sjónvarpinu,bara svona svo ég hafi það nú sem allra best á leiðinni.Kv Jóhannes.
Semerfarinnaðsjáþettafyrirséroglagðurafstaðíhuganum
13.04.2007 at 23:08 #588266Dabbi..
ég vona að þú eigir ekki sök á þessu….
Svo virðist sem að einhver hafi tekið þig á orðinu…[url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1264604:2z032qcn][b:2z032qcn]göngugarpar[/b:2z032qcn][/url:2z032qcn]
Kv. stef. ;-> say no more.
14.04.2007 at 02:20 #588268það er ekkert annað ég trúi nú ekki að þessir hafi hlustað á mig enda vitleysingur mikill:P en hehe þetta er svoldið spes sko hehe
Kv Dabbi
14.04.2007 at 08:34 #588270Er virkilega búið að malbika frá Þingvöllum og yfir á Laugarvatn um Gjábakkaveg???
14.04.2007 at 08:57 #588272Af því að ég sé ekki að neinn hafi tekið að sér að svara spurningunni æinni Davíð, þá heitir vegurinn sem þú kallar Lyngdalsheiði einmitt Gjábakkavegur.
Kv Beggi semhefuraldreiáðurnenntaðskrifasvonalanglokuánþessaðhafastafabilámilliáeftirnafninusínu:-)
14.04.2007 at 09:26 #588274Já Ella mín, það var nú gert í tengslum við verndaráætlun um Snæfellsnesþjóðgarð.
En í reglugerðu um Snæfellsnesþjóðgarð grein 23 segir: Öll lausaganga búfjár er bönnuð í garðinum og Gjábakkavegur skuli malbikaður ekki seinna en í mars 2007. Tilvitnun líkur. Þarna sérð þú það svart á hvítu. Ég átta mig svosum á því að það er ekki alltaf auðvelt fyrir ykkur dreifbýlisfólkið að fylgjast með hraðanum hérna fyrir sunnan. Fleira hefur nú gerst hérna fyrir sunnan annað en malbik. T,d er einhver færeyingur að byggja rosalegan turn við Smárann og eru þegar komnar 6 hæðir, en turninn á víst að verða 20 hæðir. Ja það sem þessum mönnum dettur í hug Ella. Ég man nú ekki eftir öðrum merkis viðburðum í augnarblikinu, nem þá helst að Agnes og húsnæðisnefndin er búin að koma fyrir þessum fína sófa í Mörkinni. Enda ekki van þörf á: Því sófariddurum fjölgar hratt í klúbbnum. Ég ætla nú að hætta þessu pári Ella mín, en ég get sent þér myndir með mjólkurbílnum af framkvæmdunum við Gjábakkaveg. Kærar kveðjur úr borginni.Viðbót. Þar sem uppi hafa verið háværar deilur manna á meðal, um heitir þessa ágæta vegar. Hefur skipulags nefnd sveitafélagsins ákveðið að banna með reglugerð, nafnið Lyngdalsheiði og Gjábakki. Og verður í framhaldi af því óskað eftir hugmyndum að nýjum nöfnum, en Hlynsstræti hefur þó heyrst nefnt í reykfylltum bakherbergjum.
14.04.2007 at 11:41 #588276Er hægt að keyra Gjábakkaveg á slyddujeppum þessa dagana?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.