Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Færa millibilsstöng fram á LC70
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.01.2009 at 18:53 #203451
Sælir félagar, gleðilegt nýtt ár, ég er eins og alltaf í eilífum breytingum og pælingum.
Núna er nýjasta hugmyndin að færa millibilsstöngina framan við hásinguna í staðinn fyrir að hafa hana að aftanverðu. Því hún er að aftanverðu í LC70.
Ástæðan er sú að koma fyrir stýristjakk þarna fyrir aftan er alveg fáránlega mikið maus, ég smíðaði festingu á stífuna en ég _sveigi_ stífuna þegar ég beygi á jafnsléttu, og mér líður ekkert rosalega vel með það.
.
Nú er spurningin, get ég rifið stýrisarmana af liðhúsinu og bara ‘snúið’ stönginni með örmunum og öllu, og fært þá hægri yfir til vinstri og öfugt? Eða þarf ég að breyta stýrisörmunum, eða jafnvel finna mér af hilux? (minnir að liðhúsin séu eins á hilux og LC70)
.
Er ekki einhver sem hefur staðið í þessu þarna úti sem væri til í að ausa úr viskubrunni sínum?
.
‘yota kveðjur, Úlfr
E-1851 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.01.2009 at 20:12 #635998
þú vixlar þeim bara hef gert þetta,reyndar ekki til að koma fyrir tjakk heldur til að geta notað venjulegann köggul ur hilux,en það er minni hætta a að skemma hana ef hun er að aftan! getur lika sett tjakkinn a annað liðhúsið og so i rörið sa það eithvern tima gert en veit ekkert hvort það virki kveðja björninn
01.01.2009 at 20:25 #636000Okay, þannig að ég get fært þetta með að víxla þessu bara (hélt það, langaði bara að vera viss áður en ég færi að rífa draslið í sundur…)
.
En svo er það önnur leið, Get ég fundið mér einhvern orginal arm eða verð ég að smíða hann sjálfur? (með vottunum og tilheyrandi vandamálum)
.
En já, það er betra að hafa stöngina að aftan hvað varðar að beygja þetta drasl á grjóti eða ís, en þegar ég þarf að velja á milli þess að brjóta langstífuna í einhverjum látum (og tala nú ekki um jeppaveikina sem getur myndast við þetta slag í ‘tjakknum’) að þá er skárri kosturinn af tveim illum að setja þetta að framan.
01.01.2009 at 20:37 #636002Þegar stöngin er fyrir aftan þá er hún höfð styttri en "hásingin", en þegar hún er fyrir framan þá verður hún að vera lengri en "hásingin". Þetta er vegna þess að hægra og vinstra dekk beygja ekki jafn mikið þegar lagt er á bílinn (innra dekkið þarf að fara þrengri hring en það ytra, og þarf því að beygja meira). Kallast á útlensku "Akermann angle" ef ég man rétt.
Stýrisarmar að aftan halla því inn (frá dekkinu) en séu þeir hafðir að framan þurfa þeir að halla út (að dekkinu). Hornið er ekkert meka heilagt en þarf að vera svona sirka rétt.Bara passa þetta.
kv
Runar.
01.01.2009 at 21:23 #636004Úff, það hlaut að vera eitthvað við þetta.
Takk fyrir góð svör og skemmtilegar pælingar.
En ég átta mig sam ekki fyllilega á ‘ackerman angle’. Þeas, ertu að tala um stýrisarmana sjálfa? Að þeir þurfi að vísa út að dekkinu? Held að það sé enginn möguleiki á að færa það neitt nær en það er… Sem setur mig aftur á byrjunarreit. En það mætti svosem alltaf prófa og ef hann verður hundleiðinlegur í stýri þá verð ég sennilega að finna aðra lausn.
.
Samkvæmt [url=http://www.rc-truckncar-tuning.com/ackerman.html:20rq2nsg]þessari[/url:20rq2nsg] síðu þá er ‘ideal’ að stefna armana sé í áttina að miðju afturhásingar… Sem ég myndi túlka sem svo að ég þyrfti að fara að standa í því að beygja armana eitthvað út á við ef ég ætlaði að nota þá að framan, eða hreinlega að víxla þeim? Er eitthvað til fyrirstöðu að snúa þeim hreinlega bara beint við?.
kkv, Úlfr
E-1851
01.01.2009 at 22:55 #636006Ég gæti jafnvel átt allt í þetta fyrir þig úr HD 70cruiser.
Ankerman angle þarf ekki vera svo nákvæmur, en slæmt að hafa hann öfugan.
Aflögun á dekkjunum breytir þessu öllu saman á ferðinni. Ef það ýskrar í dekkjum þegar þú ert á beygja á bílaplani, þá er það því ankerman anger er ekki fullkominn.Kristjangretarsson@hotmail.com
01.01.2009 at 22:58 #636008þegar eg gerði þetta þá var ekkert vandamál með armana þeir sneru enn inn að hásingu það þurfti nátturulega að minnka bilið á millibilsstöngini við það að færa hana framan á! en er ekki auðveldast a’ smíða bra eira fyrir tjakkinn a drifköggulinn og hafa þetta aftan á eða lemst það kannski saman þegar tjakkurinn er alveg saman,bara hugmynd! og illa fer og allt verður ómögulegt þá færðu bra arma af hilux og kaupir arm hja árna brynjólf fyrir togstöngina kveðja björninn!!
02.01.2009 at 04:26 #636010Getur líka sett arm framaná hásinguna bílstjóramegin, og látið tjakkinn koma þar í. Nú eða látið tjakkinn koma frá grind og í togstöng
02.01.2009 at 08:37 #636012Getur verið að þú getir víxlað örmunum þannig að þeir snú rétt að framan og þá ertu bara í góðum málum. Nú veit ég ekki hvort armarnir skrúfast orginal ofaná eða neðaná liðhúsin en með að vixla hægri armi við vinstri arm, og skúfa þá hinu megin á liðhúsið (ofan vs neðan eða öfugt) þá ætti þetta að koma rétt út.
Það má ekki lögum samkvæmt hita armana og beygja eða snúa þeim. Veikir þá.
En fyrir utan það þá hefði ég nú haldið að þú ættir að koma tjakknum fyrir þarna fyrir aftan hásinguna ???
Þetta er jú hægt á bæði patrol og 80-crúser.kv
Runar.
02.01.2009 at 09:18 #636014[b:16r8of21]1. janúar 2009 – 22:55 | Kristján Grétarsson, 383 póstar
Ég gæti jafnvel átt allt í þetta fyrir þig úr HD 70cruiser.
Ankerman angle þarf ekki vera svo nákvæmur, en slæmt að hafa hann öfugan.
Aflögun á dekkjunum breytir þessu öllu saman á ferðinni. Ef það ýskrar í dekkjum þegar þú ert á beygja á bílaplani, þá er það því ankerman anger er ekki fullkominn.
[/b:16r8of21]
.
Já, þannig skildi ég ackerman angle m.v. þessa síðu sem ég vísaði á. En ágætt að geta miðað við að ef það ískrar ef ég beygi á plani þá sé það of illa uppsett. heh.
.
[b:16r8of21]
1. janúar 2009 – 22:58 | Sigurbjörn Sófanías Hansson, 20 póstar
.
þegar eg gerði þetta þá var ekkert vandamál með armana þeir sneru enn inn að hásingu það þurfti nátturulega að minnka bilið á millibilsstöngini við það að færa hana framan á! en er ekki auðveldast a’ smíða bra eira fyrir tjakkinn a drifköggulinn og hafa þetta aftan á eða lemst það kannski saman þegar tjakkurinn er alveg saman,bara hugmynd! og illa fer og allt verður ómögulegt þá færðu bra arma af hilux og kaupir arm hja árna brynjólf fyrir togstöngina kveðja björninn!![/b:16r8of21]
.
Okay, þá myndi ég sennilega prófa það fyrst, það er alltaf hægt að snúa þessu við ef þetta fer til andskotans. Og já, það þyrfti náttúrulega að breyta millibilinu, er kominn með góða reynslu af því (endaði í -5mm millibili, hann virðist vera skemmtilegastur í stýri þannig, eða eins skemmtilegur og þeir verða á þessum dekkjum)
En varðandi við að mixa þetta á köggulinn, tjakkurinn er bæði of langur til að passa þar með góðu móti, ég ætlaði að smella þessu þar fyrst en endaði á þessari festingu eftir að hafa skoðað undir að mig minnir stuttum krúser sem var með tjakk.
.
En ég ætla ekki að setja hilux ‘stýrisgang’ því ég tími hreinlega ekki fleiri tugþúsundum í það, sérstaklega af því að hitt virkar ‘fínt’ fyrir utan þetta vesen með tjakkinn.
.
[b:16r8of21]
2. janúar 2009 – 04:26 | Kristinn Magnússon, 747 póstarGetur líka sett arm framaná hásinguna bílstjóramegin, og látið tjakkinn koma þar í. Nú eða látið tjakkinn koma frá grind og í togstöng
[/b:16r8of21].
Ég var að velta því fyrir mér, en hvernig arm ég kem fyrir þar er spurningin…
.
[b:16r8of21]Stýri2. janúar 2009 – 08:37 | runar, 1212 póstar
Getur verið að þú getir víxlað örmunum þannig að þeir snú rétt að framan og þá ertu bara í góðum málum. Nú veit ég ekki hvort armarnir skrúfast orginal ofaná eða neðaná liðhúsin en með að vixla hægri armi við vinstri arm, og skúfa þá hinu megin á liðhúsið (ofan vs neðan eða öfugt) þá ætti þetta að koma rétt út.
Það má ekki lögum samkvæmt hita armana og beygja eða snúa þeim. Veikir þá.
En fyrir utan það þá hefði ég nú haldið að þú ættir að koma tjakknum fyrir þarna fyrir aftan hásinguna ???
Þetta er jú hægt á bæði patrol og 80-crúser.
kv
Runar.
[/b:16r8of21]
Þeir koma neðan á liðhúsin og vísa inn náttúrulega, en ef ég víxla hægri við vinstri þá vísa þeir enn inn, ég ætla að mæla þetta á eftir og skoða hvort ég geti látið þá vísa út án þess að þeir rekist í felgurnar.
Annars var ég nú að fíflast með það að hita armana, nógu viðkvæmir eru þeir orginal þó ég þurfi ekki að fara að storka fjáranum með að hita þá og lemja, hehe.
En svo er það, ef einhver á mynd af svona útfærslu á LC80 eða patrol væri það vel þegið.
Reyndar grunar mig að munurinn sé sá að hásingin mín er orginal 55" en HZJ80 t.d. er með 60" eða 62" hásingu (man ekki hvort) þannig að það er væntanlega töluvert meira pláss fyrir tjakk. Svo er nátturulega hugmynd að skella bara hásingu undan 80 bílnum undir og þá er nóg pláss. Verst að ég er nýbúinn að breyta köntum af HZJ80 fyrir drusluna og nenni varla að breikka þá um 3" í viðbót. 😀
.
Takk fyrir svörin,
kkv, Úlfr
E-1851
02.01.2009 at 14:30 #636016ég og frændi minn gerðum þetta í einum bíl og það var fundið allt að þessu, semsagt að armarnir ættu að vísa út ef þetta væri framan á hásinguni, en í samráði við eigandan var ákveðið að prófa þetta og þetta var bara allt í lagi, dekkin misslitna ekki, ískrar ekkert í þeim eins og einhver nefndi og hann er góður í stýri, eina sem við gerðum var að snúa öllu draslinu, takk og bæ kv dúddi
03.01.2009 at 02:46 #636018Það ætti að vera tiltölulega hentugt að koma tjakknum fyrir bílstjóramegin að framan. Bara finna gamalt "hrútshorn", má sennilega vera brotið, og skella því ofaná liðhúsið. Þá er kominn armur, sem laganna armur hefur ekkert með að setja útá.
Eina sem þarf að athuga er hvort þetta rekst í þverstífu eða togstöng í samslagi….gæti náttúrulega eyðilagt þennan möguleika, hef ekki grandskoðað undir þennan bíl.Ég man heldur ekki hvernig þetta er á akkúrat þessum bíl, hvort það er laust pláss fyrir svona arm hægramegin, það er auðvitað smá smuga og vel athugandi í plássvandræðum.
Annars er oftast hægt að koma tjakk inná millibilsstöng án teljandi vandræða ef hann er vel samsíða henni, liðurinn sem næst stönginni, og sem næst enda. Það fást t.d. stýrisendar með gati (original í Hilux minnir mig) sem henta þokkalega til að setja tjakk inná millibilsstöng.
Varðandi millibilsstöng aftan/framan við hásingu…þá er mín skoðun sú að hún sé heldur betur staðsett fyrir framan ef kostur er. Millibilsstangir aftan við hásingu hafa leiðinda tilhneigingu til að kikna (Land Rover Syndrome). Hitt er annað mál að ef verið er að slást við að koma felgum innarlega og/eða finna pláss fyrir togstöng og þverstífu framanvið, þá getur verið hentugt að vera laus við hana.
Það er nebbbbla oft ansi mikið kraðak framan við rörið þegar allt er komið á sinn stað og þarf að sleppa nokkurn veginn nuddlaust hvert við annað í öllum mögulegum stöðum…
Niðurstaðan er sú að ef millibilsstöngin er aftan við, þá borgar sig a.m.k. að velja hraustlegt efni í hana. Að framan er þetta ekki eins krítískt.Ég vona að eitthvað af þessu þvaðri mínu sé skiljanlegt. Ef ekki, þá verður bara að hafa það
kv
Grímur
03.01.2009 at 05:11 #636020Af hverju er meiri hætta á að beygja millibilsstöng sem er fyrir aftan hásingu en framan??
Er ekki málið bara að Land Rover er bara ónýtt drasl frá verksmiðju??? Er þetta vandamál í Cruiser eða Patrol?
03.01.2009 at 10:14 #636022Ef hún er að framan og þú keyrir á stein þá er átakið á stöngina togátak og stál er jú miklu sterkara í togi heldur en ef þrýst saman. Ef stöngin er fyrir aftan er átakið "samanþýstiátak…" og stöngin gjörn á að bogna. Svo fyrir utan það þá eru togstangir sem eru fyrir aftan hásingu yfirleitt hafðar mjög neðarlega til að sleppa við drifköggulinn. Oft svo neðarlega að þær eru bókstaflega neðar en hásingarrörið (land-rover, patrol) og hafa því frekar gaman af því að krækja í steina og annað sem hásingin skoppar yfir.
kv
Rúnar.
03.01.2009 at 14:54 #636024Mín reinsla er sú að ég hef beygt þessar stángir að mig minnir 3-4 í geggnum árinn ef þær eru fyrir framan hásingu, þá helst í krapa og klaka en síðasliðin 4 ár hef ég verið með hana fyrir aftan hásingu og ekki tekist að beygja hana enþá, tel að það se betra.
03.01.2009 at 15:30 #636026Jæja, ég reif draslið í sundur í gærkvöld, komst að mjög áhugaverðari staðreynd þegar ein spindillegan hrundi hreinlega úr… (vatn í liðhúsinu, mín sök að vísu) En hvað um það, prófaði að máta þetta við, og útkoman varð hræðileg. Ef ég víxlaði þeim þannig að Ackerman Angle yrði réttur, komst þetta engan veginn fyrir, og ef að ég föndraði þetta með þá vísandi inn, þá rakst helv. millibilsstöngin í togstöngina, samanber mynd:
[url=http://www.ulfr.net/img/Undanfari_II/img_007.jpg]
[img:39kpjali]http://www.ulfr.net/img/Undanfari_II/img_007_r640.jpg[/img:39kpjali][/url]
Armarnir eru btw ekki alveg í, púslaði þessu bara svona ‘cirka’ saman til að máta.
.
Nú á ég þrjá kosti í stöðunni, færa stöngina aftur fyrir og reyna að troða tjakknum þar, snitta fyrir ískrúfanlegum kón oní stýrisarminn á hásingunni fyrir togstöngina og færa hana ofaná, fyrir plássið, eða hreinlega troða þessu á liðhúsið vinstra megin að ofanverðu (sem mér sýnist allt stefna í).
.
Edit:
Ráfaði á síðuna hans Atla Eggertssonar, (rámaði í að hann ætti einhverjar fyndnar myndir af þessu) og sá þá [url=http://www.uppsveitir.is/knarrarholt/Myndir/rorun/15.jpg:39kpjali]þetta[/url:39kpjali]!
Nú er ég alveg kominn á haus, því bilið þarna er engan veginn líkt því sem er hjá mér, enda stýrisendinn ofanfrá þarna, en kemur að neðanverðu hjá mér, ég trúi varla að ég hafi aulast til að snúa þessu öfugt á sínum tíma…
Komu stuttu krúserarnir (BJ 70 minnir mig) með eitthvað mismunandi stýrisgang, eða er ég með einhverja afdala arma?
.
Allavegana, ætla að skoða þetta eitthvað nánar, annars stefnir allt í að hafa hana að aftanverðu og mixa arm á liðhúsið vinstra megin, hvernig sem það gengur upp, eða smíða svaðalega festingu fyrir tjakkinn að aftan og reyna að láta það ganga upp.
Á einhver myndir af svona útfærslum úr Patrol eða HZJ80?
.
Annars er ég hrifnari af því að hafa þetta að aftan, þó að það séu meiri líkur á því að beygja þetta ef ég keyri á stein, þá eru þessar stangir örlítið styrktar hjá mér og virðast þola þannig högg ágætlega, meiri áhyggjur af því að beygja þetta þegar ég er að brjótast í gegnum ís og uppá árbakka…
.
kkv, Úlfr
E-1851
03.01.2009 at 15:43 #636028Eeeeehh…… Elsku kallinn minn 😉
Það er ekki nema vona að þú sjáir þetta ekki, en mér tókst að sjá í hverju munurinn lyggur.
Hann er með stýrisendann ofaná og millibilsstöngina undir, en þetta er akkúrat öfugt hjá þér og þar af leiðandi töluvert minna bil á mill hjá þér hehe.
Kveðja
Haffi
03.01.2009 at 19:08 #636030Ég tók eftir því þegar ég skoðaði það nánar, enda skrifaði ég það í færsluna líka…
[b:36sa8kj1][…]Nú er ég alveg kominn á haus, því bilið þarna er engan veginn líkt því sem er hjá mér, enda stýrisendinn ofanfrá þarna, en kemur að neðanverðu hjá mér, ég trúi varla að ég hafi aulast til að snúa þessu öfugt á sínum tíma… […][/b:36sa8kj1]
.
Reif endann úr og kónninn hjá mér er að neðanverðu, þannig að þetta gengur ekki upp, niðurstaðan er sú að stöngin verður að aftan (nenni ekki að mixa skrúfaðan kón í þetta dras) og tjakkurinn verður bara að vera föndraður á arm eða vera neðan á millibilsstöngin að aftan til að komast fyrir. Er of langur til að passa milli kögguls og demparafestingarinnar. Vil helst ekki hafa hann skakkann m.v. stöngina.
.
braskveðja, Úlfr
E-1851
11.01.2009 at 22:56 #636032[img:f4blytjj]http://lh3.ggpht.com/_mo1xXpEDzCQ/SWp3ZuUGCCI/AAAAAAAADrQ/qwH3aZ29Ebw/s640/HZJ73%20017.jpg[/img:f4blytjj]
Svona er þetta hjá mér
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.