This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Eyberg Halldorsson – R4598 11 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég ákvað að vekja umræðu á muninum á milli vefsvæðanna hjá Ferðaklúbbnum 4X4 og Jeppaspjallsins.
Nú er það þannig að umræðurnar eru mikið til þær sömu og oft sömu hlutirnir auglýstir á báðum síðunum.
Það eru margir einstaklingar (þar á meðal ég) sem eru skráðir á báðar, enda viljum við margir hafa sem besta yfirsýn yfir „bransan“.Þvi miður var ein af ástæðum þess að menn skráðu sig á Jeppaspjallið sú að heimasíða f4x4 var óaðgengileg, erfitt að stofna nýja þræði og innsetning mynda var ekki auðveld.
Þetta hefur flest (ef ekki allt) lagast á undanförnum mánuðum.Önnur ástæða virtist mér vera sú að yngri jeppamenn fengu upp í kok af umræðum um ferðafrelsi sem voru ríkjandi á síðu f4x4.
Ég er alls ekki að meina að sú umræða hafi verið of mikil, síður en svo, en heimasíða klúbbsins hefur í augum yngri manna líklega litið út eins og umræður á alþingi í miðju málþófi.
Þeir hafa því frekar viljað ræða um sína jeppa og það sem var að gerast í skúrnum á Jeppaspjallinu en látið reynsluboltana sjá um pólitíkina.
(Enda var umræðan og deilurnar eins og versta hundahreinsun á köflum).
En ég held að margir ef ekki flestir þeirra hafi skrifað sig á undirskriftalistana um ferðafrelsi.
Ég setti reyndar inn smá skoðanakönnun á Jeppaspjallið þar sem spurt er um það.Ég vil hinsvegar benda á það að klúbburinn þarf e.t.v. að stunda svolítinn áróður gagnvart meðlimum Jeppaspjallsins og reyna að fá þá inn í klúbbinn sem ekki eru þar nú þegar.
Fyrir utan eldsneytisafsláttin er varahlutaafslátturinn örugglega stór gulrót, enda þarf ekki að taka nema eitt drif í gegn og þá er árgjaldið búið að borga sig í formi afsláttar.
Einnig er um að gera að benda á mikilvægi VHF fjarskiptakerfisins og hve mikil vinna liggur þar að baki í uppbyggingu og viðhaldi.
You must be logged in to reply to this topic.