Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › f4x4 tekin á beinið
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 13 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.07.2011 at 17:09 #219808
f4x4 tekin á beinið http://dagskra.ruv.is/ras2/4540617/2011/07/20/3/
Páll Ásgeir í ham og lætur f4x4 og Skagafjarðardeild 4×4 fá á baukinn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.07.2011 at 09:23 #734047
Í 1. grein [url=http://www.f4x4.is/bokasafn/Log_F4x4_20091107.pdf:1vstm1je]laga Ferðaklúbbsins 4×4[/url:1vstm1je] stendur "Félagið heitir Ferðaklúbburinn 4×4 og hefur aðsetur í Reykjavík. Ferðaklúbburinn 4×4 er samtök [b:1vstm1je]um ábyrga ferðamennsku á hálendi Íslands[/b:1vstm1je] og búnað fjórhjóladrifsbifreiða."
Auk þess stendur m.a. í 2. grein um markmið félagsins:
* að standa vörð um ferðafrelsið
* Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri
eftirbreytni og umræðu um náttúruverndÞegar þetta er skoðað þarf ekkert að deila um stefnu klúbbsins í þessum efnum. Klúbburinn hlýtur að fordæma utanvegaakstur sem leiðir af sér landspjöll en jafnframt að berjast fyrir að leiðum sé ekki lokað fyrir umferð ökutækja. Það má vera að einhverjir aðilar í klúbbnum hafi einhverntíman lent í því að valda einhverstaðar skemmdum, þá má vera að ferðaþjónustuaðilar hafi komið sér í þá stöðu, kannski trússarar líka, jafnvel hestamenn eða göngugarpar. Þó þessir aðilar séu í klúbbnum sem ekki er þó sjálfgefið segja lög klúbbsins sitt og athæfið ætti að fordæma af stjórn klúbbsins, enda ekki hlutverk klúbbsins að verja slíkt.
Allt þetta breytir ekki því að Ferðaklúbburinn 4×4 hefur í áraraðir staðið fyrir fræðslu, upplýsingagjöf, leiðbeiningum og áróðri gegn því að ekið sé um staði þar sem tjón verður á landi. Þetta hefur verið gert bæði í nafni klúbbsins og eins í samstarfi við ýmsa aðra aðila. Klúbburinn hefur auk þess staðið fyrir stikun leiða sem beinir ökumönnum rétta (og ávallt sömu) leið og í því samhengi beint akstri frá villuslóðum og þannig dregið úr utanvegaakstri. Landgræðsla hefur staðið yfir í fjölda ára á vegum klúbbsins, auk þess sem markvisst uppfræðslustarf er í boði á vegum Litlunefndar klúbbsins, fyrir byrjendur í jeppamennsku. Allt þetta hefur að mínu mati leitt til þess að hinir almennu íslensku ferðamenn fara mun betur með landið en áður var og landspjöll vegna þeirra heyra nánast sögunni til.
Nú skora ég á stjórn klúbbsins að boða til fundar, þá sem mestan áhuga hafa á þessum málum og þá sem hafa látið í sér heyra á þessum þræði, til bollalegginga um hvernig best sé að vinna úr þessum málum á næstunni.
Kv. Óli
29.07.2011 at 14:32 #734049Vel sagt Óli, tek undir með þér í öllu.
Logi Már.
29.07.2011 at 15:49 #734051Það þarf samt að gera miklu betur og sérstaklega í þeirri baráttu um ferðafrelsi sem við stöndum í þessa dagana. Það er ekki sjálfgefið að geta í framtíðinni ferðast um landið okkar á eigin vegum eða að leyfilegt verði að fara um þá vegi og slóða sem í dag eru fyrir hendi. Þess vegna verður klúbburinn að standa fyrir öflugri hagsmunagæslu á þessu sviði og koma í veg fyrir að stórum náttúrusvæðum ásamt vegum (sjá https://old.f4x4.is/attachments/1151_ferdafrelsi.pdf ) verði lokað fyrir aðgengi nema í gegnum fjárplógsstarfsemi aðila sem jafnvel hafi einkarétt á ferðamennsku á þessum tilteknu svæðum.
Undanfarið hefur það samstaf sem stjórnvöld hafa boðið upp á varðandi þessi hagsmunamál s.s. Vatnajökulsþjóðgarð, Þjórársver og fleiri verið algjör sýndarmennska. Síðasta dæmið um þetta er nefnd sem nýlega var stofnuð um að endurskoða niðurstöður varðandi lokanir og umgengni í Vatnajökulsþjóðgarði. Það er nokkuð víst að niðurstaða þeirrar nefndar verður eins og var í öllu undirbúningstarfinu varðandi þjóðgarðinn „haft hefur verið samráð við alla hagsmunaaðila og tekin ákvörðun um að breyta ekki fyrri niðurstöðum varðandi Vatnajökulsþjóðgarð“.
Það hefur undanfarin ár verið troðið á hagsmunum hins almenna ferðamanns í öllum málum sem snúa að hálendinu og það sýndarsamráð sem þessum hagsmunaaðilum og félagsamtökum hefur verið sýnt er yfirgengilegt ( sjá blaðagreinar frá 9 félagasamtökum og ferðaþjónustuaðilum https://old.f4x4.is/attachments/952_Ferd … es2010.pdf og http://www.ferdafrelsi.is/felagsamtok_g … rs2011.pdf ).
Ég tek því undir það hjá Óla að hvetja stjórn F4x4 til að setja á fund sem fyrst um þessi brýnu hagsmunamál sem snúa að því að tryggja freðafrelsi félagsmanna til framtíðar.
Guðmundur G. Kristinsson
30.07.2011 at 16:56 #734053
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fannst þetta eiga heima hérna sem innlegg í umræðuna
Þessar myndir eru frá leiðinni frá Þverárbotnum yfir í Krók…. fyrri myndin er brot úr video sem konan tók þegar við fórum þessa leið í Júlí 2010 og hina myndina tók ég í hálendisvakt í síðustu viku…. semsagt júlí ári seinna… þetta er barðið sem kemur rétt á eftir steinunum sem eru svo þekktir á þessari leið….. fyrir þá sem eru ekki staðkunnir þá eru það förin sem eru lengst til vinstri á neðri myndinni sem eru ný. Þetta eru því miður ekki einu ummerkin sem ég sé um utanvegaakstur frá því í fyrra… mér finnst fjallabak vera farin að verða einhverskonar alþjóðlegur spólvöllur…. för í suzuki jimny breidd eru nokkuð algeng og stundum yfir mosabreiður, þótt það sé kanski ekki uppspóluð mold eftir þá sjást engu að síður för…. utanvegaspól eftir allskonar torfæruhjól finnst mér sömuleiðis vera orðin algengari og algengari… munur ár frá ári er kanski ekki mikill en ef ekkert er gert hvernir myndi þetta þá lýta út eftir 10 ár.
[img:32ejstm5]http://www.oskarandri.com/geymsla/juli2010.jpg[/img:32ejstm5]
[img:32ejstm5]http://www.oskarandri.com/geymsla/juli2011.jpg[/img:32ejstm5]Kv.
Óskar Andri
http://www.oskarandri.com
01.08.2011 at 08:03 #734055Undirritaður biðst forláts á því hve lengi hefur dregist að svara að einhverju leiti pósti hins mæta manns Árna Alfreðssonar. Hef ég víst verið upptekinn við að " vaða um landið á skítugum skónum án nokkurra takmarkana".
Ég tek ofan fyrir þeim sem ruddu vegi um landið á sínum tíma, svo sem upp Skógaheiði og upp Hamragarðaheiði, að Langjökli við Jaka og Skálpanes. Þar sem vegur var ruddur að jökli eða vegslóðar liggja þarf að sjálfsögðu að lengja viðkomandi spotta þegar jökullinn hopar. Það er ekki krafa okkar Jeppavina sem ég er í forsvari fyrir að lagðir séu uppbyggðir heils árs vegir um hálendið, heldur er það ósk okkar að helstu ferðamannavegum sé þannig viðhaldið að þeir séu superjeppafærir helst allt árið um kring, þ.e. að vegstæðið sé sléttfyllt þannig að ekki sitji í því snjór, vatn og drulla. Hæfilega vondur vegur takmarkar umferðina um svæðin!
Að mínu mati á utanvegaakstur sér helst stað þar sem vegir eru illfærir, og vil ég taka Landmannalaugasvæðið sem dæmi, þar voru jeppar á mjóum dekkjum (væntanlega þá bílaleigubílar) farnir að reyna við Sigölduleiðina löngu áður en við í ferðaþjónustunni töldum reynandi við hana vegna aurbleytu. Þannig voru í sumarbyrjun mjög áberandi mjó og djúp hjólför fram hjá öllum pollum og sköflum og forarvilpum. Auðveldasta og ódýrasta og rökréttasta leiðin til að koma í veg fyrir þetta eru vegabætur og opna síðan leiðirnar áður en bílaleigubílarnir fara á kreik! Það þarf svo lítið til að það er bara ekki fyndið! Ég hef áður vikið að því í póstum að oft er hægt að loka þessum mjóu hjólförum með því að keyra yfir þau á hæfilega þungum jeppum á stórum dekkjum og hef ég stundað það þó nokkuð á þessu svæði.
Lokanir og takmarkanir á akstri okkar um valda vegi svo sem innan Vatnajökulsþjóðgarðs tel ég ekki fært að virða. Utanvegaakstur hefur ekki verið og mun ekki verða vandamál svo lengi sem við ökum þær leiðir sem þegar eru til!Jeppavinir hafa kosið að vinna að þessum málum í samstarfi við 4×4 og teljum að báðir hafi hag af. Persónulega tel ég vera tímabært að setja upp lokunarskilti við valda hálendisvegi þar sem segir: "Super Jeep only" eða eitthvað í þá veruna. Það að hræra upp drulluna í ónýtu vegstæði skemmir ekki veginn, -þótt við séum ekki alveg heilagir og skiljum stöku sinni eftir okkur för sem hefðu mátt missa sig þá er utanvegaakstur félaga í 4×4 og Jeppavina ekki vandamál í dag heldur undantekning!
Baráttukveðjur,
Ingi
01.08.2011 at 11:05 #734057
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fólkfjöldi sem kemur í Landmannalaugar er orðin þvílíkur að það er tæplega hægt að segja að vegurinn þangað ráði við þessa umferð. Hjáleiðir í kringum skafla eru mjög áberandi. Gróna svæðið við frostastaðavatn, jarðfallið og slóðin að ljótapolli finnst mér vera svæðin sem eru hvað verst farin. Vandamálið eru niðurgröfnu kaflarnir þar sem að snjór liggur langt framm á sumar. Það er svo ótrúlegt, það þarf ekki nema bara einn sauð til að búa til för frammhjá skaflinum og þá koma allir hinir á eftir. Ég er þeirra skoðunar að það þurfi orðið uppbyggðan veg í Landmannalaugar…. annar möguleikinn væri vegur sem þolir vorleysingar og hægt væri að fara með ýtu eða gröfu mjög snemma inn í laugar. Bara það eitt að vegurinn sé fær jepplingum myndi gera helling…. flestir útlendingar gera lítinn greynarmun á breyttum eða óbreyttum jeppa
Kv.
Óskar Andri
http://www.oskarandri.com
01.08.2011 at 13:22 #734059F4x4 hefur núna tækifæri til að bregðast við og berjast gegn utanvegaakstri, sérstaklega því tvennu sem virðist vera mest áberandi:
a. töffaraspól upp brekkur.
b. akstur út fyrir slóða til að krækja framhjá skafli eða einhverju.Sé það gert á raunhæfan og ekki síst vel [b:3dnf67m6][color=#BF4000:3dnf67m6]áberandi [/color:3dnf67m6][/b:3dnf67m6]hátt, skorar F4x4 stig í umfjölluninni og rödd félagsins hljómar sterkari þegar rætt er um lokanir á slóðum.
kv.
ÞÞ
01.08.2011 at 13:48 #734061Ég sem nýliði í jeppamennsku langar til að leggja orð í belg í þessa umræðu.
Ég kom í klúbbinn fyrir hreina tilviljun haustið 2010. Það er skemmst frá því að segja að þetta hefur verið skemmtileg upplifun og ævintýri frá fyrsta degi.
En sá þáttur starfs f4x4 sem snýr að uppfræðslu bæði í jeppamennsku og landvernd hefur komið mér mjög á óvart, hversu markviss og góð sú fræðsla er. Trúlega er þessi þáttur starfsins sá sem almenningur veit sem minnst um og tel ég því mikilvægt að mótuð sé markviss stefna í að uppfræða almenning um þennan þátt hjá f4x4. Með því mætti koma í veg fyrir þau náttúruslys sem utanvegaakstur er, því það er deginum ljósara ef fólk býr að þeirri þekkingu og reynslu sem klúbburinn er tilbúinn að veita mundi slíkt heyra til undantekinga. Slíka fræðslu þyrfti að tryggja þeim sem ferðast um hálendið, Íslendingum og ekki síður útlendingum. Í því upplýsingasamfélagi sem við búum við í dag ætti að vera hægt að koma slíku til almennings á auðveldan og jákvæðan hátt og myndi þar af leiðandi auka skilning fólks á því frábæra starfi sem unnið er.
Ef það er stefna klúbbsins að efla félagsstarfið þá er þetta kjörin leið til þess. Sú reynsla og þekking sem byggst hefur upp í tímana rás hjá félagsmönnum er ómetanlegur auður, sérstaklega þó fyrir komandi kynslóðir sem vonandi fá notið náttúru Íslands í gegnum fjallamennsku. Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fyrir alla að náttúruperlum landsins á sem fjölbreyttastan hátt og hæfi hvers og eins, við höfum jú öll mismunandi þarfir. En til þess að svo megi verða er mikilvægt að standa vörð um ferðafrelsi og að allir þeir sem búa yfir ómetanlegri þekkingu og reynslu komi að því að móta stefnu í þessum málum, því það sem eykur fjölbreytileikann er að sem flestar raddir fái að heyrast og að gagnkvæm virðing fái að njóta sín.Í lokin vil ég þakka fyrir mjög svo skemmtilegar og fræðandi ferðir og frábæra ferðafélaga og óska ég starfsemi klúbbsins alls hins besta í framtíðinni.
Laila Margrét Arnþórsdóttir
02.08.2011 at 12:03 #734063Ég fagna málefnalegri umræðu hér á vef 4×4 um umhverfismál og möguleika á að vinna í málunum.
Þegar vegurinn (18m breiður) fyrir búkollunar upp á Hamragarðaheiði var gerður undir yfirskininu "endurbætur á slóða" eins og þetta hét í gögnum Vegagerðar til UST, var bætt aðgengi ferðamanna talið mikilvægt og nú eftir gosið er aðsóknin líklega margföld miðað við áður. [url:32vq81oy]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=15&t=11728[/url:32vq81oy]
Þegar aðsókin er svona mikil verður annað hvort að takmarka umferð eða að klára verkefnið "endurbætur á slóða" sem mér þótti mjög vafasöm aðgerð á sínum tíma.
Ég hef ekki farið sjálfur þarna síðan þessar "endurbætur á slóða" voru gerðar, en ég hvet Árna Alfreðsson að taka nú myndavélina með sér og senda umhverfisnefnd@f4x4.is myndir af öllum spjöllum sem hann sér í náttúrunni.
Varðandi leiðina frá Markarfljótsbrú að Krók og svo áfram í Hungurfit, þá er þetta gömul leið og viðkvæmur jarðvegur í brekkunum og verða slóðir að giljum, þegar vatn rennur um þau.
Ég er á því að þessari leið verði lokað ef engar verða úrbæturnar, en í þessari skýrslu eru myndir af leiðinni og bent á mögulegar úrbætur: [url:32vq81oy]http://www.vso.is/islandsvegir/pdf/Slodir-halendi-des2010.pdf[/url:32vq81oy]
Ekki hefur enn verið reynt að hafa samráð við F4x4 af hálfu UST eða Umhverfisráðuneytis varðandi tilverurétt einstaka slóða á hálendinu, en mörg sveitarfélög hafa tekið vel í umsagnir okkar.
Verið er að loka gömlum góðum leiðum og halda öðrum opnum sem spjöll eru af og er því nauðsynlegt að fók nái saman um aðgerðir til verndar náttúrunni, án ofstækis.
Mikið verk er enn óunnið og hvet ég félagsmenn að vera á varðbergi og koma í veg fyrir öll náttúruspjöll eins mögulegt er, en standa jafnframt vörð um rétt ökkar til ferðalaga um landið.
kveðja Dagur
03.08.2011 at 12:22 #734065
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mig langar að koma með einfalda spurningu inn í þessa umræðu
Mega félagar í 4×4 (eða bara hver sem er) loka villuslóðum… þá er ég ekki að tala um einhverjar stórtækar lokanir með skiltum og draslu heldur bara raða steinum fyrir eitthvað sem er alveg greynilega villuslóði ?
Kv.
Óskar Andri
http://www.oskarandri.com
03.08.2011 at 12:55 #734067Hvaða íslendingur sem er má koma í veg fyrir lögbrot, svo fremi að hann noti lögmætar aðferðir.
Sjálfur tel ég mig sjaldnast (ef nokkurn tímann) vera þess umkominn að skera úr um að tilkeinn slóði sé villuslóði, en þekki menn til og séu vissir í sinni sök, kynni ég þeim góðar þakkir ef þeir lokuðu slíkum slóðum.
kv.
ÞÞ
03.08.2011 at 15:39 #734069Ég hef oft raðað steinum til að "loka" villuslóðum sem klárlega eiga engann rétt á sér. Þetta hafa s.s. ekki verið slóðar inn í einhverja dali eða þvíumlíkt heldur slóð framhjá snjóskafli að vori, slóð sem liggur stuttan hring og aftur inn á veg o.s.frv… Í einstaka tilvikum hef ég reynt að má út slóðina (bara rétt fyrstu metrana) með því að ganga niður hryggina sem myndast sitt hvoru megin við dekkin. Steinarnir sem ég nota eru ekki stærri en svo að hver sem vill getur ekið yfir þá og farið slóðina.
Einnig hef ég einstaka sinnum hlaðið litlar vörður sem leiðarvísa, t.d. í hraunum þar sem slóðin hverfur jafnvel alveg á köflum og birtist svo aftur.
Hef svosem aldrei hugsað út í það hvort þetta væri eitthvað sem ég mætti gera eða ekki, hef litið á þetta annarsvegar sem landvernd og hinsvegar leiðbeiningar fyrir þá sem á eftir koma.
Kv. Freyr
03.08.2011 at 16:09 #734071Það er gaman að fylgjast með umræðunni hér á spjallinu um utanvegaakstur, en allir þeir sem hafa tjáð sig (nema líklega Óli og Dagur) eiga það sameiginlegt að tala hér sem einstaklingar og þá hver fyrir sig. Enginn stjórnarmaður í F4x4 hefur tjáð sig um þessi mál og því spurning hver sé stefna klúbbsins í þessum málum. Er einhver stefna til og ef svo er, hvar er hana að finna?
Utanvegaakstur og ferðafrelsi er stór hagsmunaflokkur og gama væri að heyra undir hvaða nefndir í klúbbnum þessir málaflokkar heyra og verkaskiptingu ef þetta er hjá fleiri en einni nefnd. Gaman væri einnig að heyra hvaða nefndir klúbbsins hafi þessi mál í sínum verkahring og hvort það séu fleiri en ein nefnd og þá hver verkaskiptingin sé á milli þeirra? Er verið að vinna einhver verkefni eða er eitthvert samstarf fyrir hendi í Þessum málum í klúbbnum?
Það er líka spurning um ákvæði í lögum klúbbsins eins og Óli nefndi hér áður á spjallinu „samtök um ábyrga ferðamennsku á hálendi Íslands“ og „að standa vörð um ferðafrelsið“. Hver er síðan ábyrgð stjórnar hverju sinni að fylgja því eftir að klúbburinn vinni samkvæmt ákvæðum í sínum lögum? Eins og Óli sagði hér áður á spjallinu „Klúbburinn hlýtur að fordæma utanvegaakstur sem leiðir af sér landspjöll en jafnframt að berjast fyrir að leiðum sé ekki lokað fyrir umferð ökutækja“.
Klúbburinn okkar hefur eins og Óli sagði í áraraðir staðið fyrir fræðslu, upplýsingagjöf og leiðbeiningum um ábyrga ferðamennski, en aðrir aðilar hafa síðan barið sér á bak fyrir árangur sem örugglega má rekja að miklu leiti til aðgerða á vegum klúbbsins. Klúbburinn hefur lengi verið í samstarfi við Umhverfisstofnun með ferlaskráningu á vegslóðum sem mjög líklega verður grunnur að því skráningarkerfi sem opinberir aðilar hafa ákveðið að byggja upp. Munum við njóta þess að hafa unnið með hinu opinbera í þessu verkefni og hafa áhrif á þróun þessa umhverfis? Er klúbburinn að skoða þessi mál eða liggja þau bara einhverstaðar í möppu upp í hillu. Hvaða afstöðu hefur núverandi stjórn í þessu máli og ætlar hún að beita sér fyrir því að ná einhverri stöðu til að hafa áhrif.
Guðmundur G. Kristinsson (óbreyttur klúbbfélagi)
03.08.2011 at 17:30 #734073Daginn
Mig langar að nefna nokkur atriði sem ég hef hugsað út í þegar menn tala um utanvegaakstur og náttúruspjöll sem verða vegna umgengni ferðamanna.
Ég var alinn upp við að virða náttúruna eins og hún var, ég var hundskammaður fyrir að tæta upp mosa að ástæðulausu o.s.frv. Eftirá að hyggja þá gekk trúlega langstærsti parturinn af þessu uppeldu út á gróður sem er kannski bjánalegt í sjálfu sér því að náttúran á Ísland samanstendur af mun fleiri hlutum en gróðri. Eins finnst mér furðulegt í seinni tíð að ég hefi ekki fengið miklu meiri fræðslu um íslenska náttúru, veðurfar og umgengni við hana í skóla á sama tíma og ég var látinn læra dönsku og pikka á ritvél.
Pabbi tók mig oft með í Ljótapoll að veiða og annaðhvert sumar blasti við undarleg sjón þar sem hafði verið hlaðið með grjóti fyrir veginn niður að Blautaveri. Ég er þess fullviss um að þarna hafi verið mikill umhverfisverndarsinni með göfug markmið en það eina sem gerðist var að menn fóru bara framhjá grjótinu og þannig mynduðust þessi dopía af slóðum um allann hólinn. Hvers er sökin?
Síðasta vor lenti ég í samræðum við tvo menn, annan mætann 4×4 mann, mikinn ferðamann, og hinsvegar ekki 4×4 mann en jafnvel meiri ferðamann, hafði ferðamennsku að atvinnu en mér finnst það ekki skipta máli. Þeir voru sammála um að vera ósammála mér um slóða sem ég er viss um að hafi ekki verið lagður af þartilgerðum aðilum og þ.a.l. upphaflega allavega utanvegaakstur. Þetta er slóði sem liggur eða lá upp lónstæði Gígjökuls. Ég stend á því fastar en fótunum að upphaflega hafi verið um utanvegaakstur að ræða í því tilfelli en þá spyr maður sig hvenær hættir það að vera utanvegaakstur, eftir fyrstu tvo bílana eða bara ef þú ert grandlaus um að vegurinn sem þú ert að aka sé ekki viðurkenndur vegur.
Í þessu tilfelli er rétt að minna á að allir dómar sem fallið hafa um meintann utanvegaakstur hafa fallið á sama veg, sýkn ef vegur eða slóði er til staðar.
Lög um utanvegaakstur eru glerskýr og allir dómar sem hafa fallið hafa bara styrkt þau. Utanvegaakstur er bannaður nema á snæviþakinni og frosinni jörð.
Einhverntíma sá ég í sjónvarpinu frétt þar sem þáverandi formaður stóð fyrir framan myndavélar brosandi og fallegur og sagði að það væri merking félagsins að utanvegaakstur væri leyfilegur ef engin ummerki sæust eftir hann. Þegar ég heyrði þetta brá mér allsvakalega því að þetta er hreint ekki satt, frá mínum bæjardyrum séð.
Ég er sammála því að 4×4 þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum og viðurkenna upphátt að akstur utanvega er bannaður á Íslandi nema það sem fellur undir undan þáguna um snæviþakta og frosna jörð.
Það er hægt að velta upp dæminu með slóðann sem liggur eða lá upp lónstæði Gígjökuls því að klárlega var einhver þar sem braut þessi lög á þessari hugsun að það sæist ekkert eftir hann. Sá næsti hefur fylgt í kjölfarið og svo koll af kolli og þegar upp er staðið er kominn þarna slóði. Eftir þessa pælingu mína, hvað finnst ykkur um slóðann, var einhver sem gæti hafa brotið lög í þessu tilfelli og þá hver (fyrsti, fyrstu nokkrir, allir) og hver er afstaða félagsmanna 4×4 um það hvað utanvegaakstur er og eru lögin skýr eða óskýr.
Kv Jón Garðar
03.08.2011 at 19:29 #734075Sælir að takk fyrir alla umræðuna, sem fer um víðan völl. Enda af mörgu að taka. Nafni minn hér að ofan bendir á það að ekki sé hægt að dæma fyrir utanvegaakstur. Þetta er ekki rétt. Menn hafa bæði fengið dóma og sektir fyrir utanvegaakstur. Það sem hefur hinsvegar gerst að eftir að Ólafur Helgi sýslumaður fór offari hér um árið í því að taka menn fyrir utanvegaakstur, þar sem flestu var klúðrað í þeim aðgerðum sem mögulegt var að klúðra. Síðan þá hefur Göbbels trendið farið í gang, þ.e ef þú segir sömu vitleysuna nægilega oft, þá verður hún smátt og smátt að hinum eina sanna sannleika. Gúggúl getur komið mönnum á rétt spor í þessu.
[i:2qhaqb0m]Guðmundur segir: Klúbburinn hefur lengi verið í samstarfi við Umhverfisstofnun með ferlaskráningu á vegslóðum sem mjög líklega verður grunnur að því skráningarkerfi sem opinberir aðilar hafa ákveðið að byggja upp. Munum við njóta þess að hafa unnið með hinu opinbera í þessu verkefni og hafa áhrif á þróun þessa umhverfis?[/i:2qhaqb0m]
Hvað varðar mælingar á slóðum. Þá hefur f4x4 ekki verið í samstarfi við Umhverfisstofnun. F4x4 var í samstarfi við Landmælingar íslands. Í fyrstu var gerður 3 mánaða samningur sem einungis átti að ná til Rangárþings og Ásahrepps, enda var um prótotýpur að ræða. Síðar var gerður 3 ára samningu við Landmælingar um mælingar á hálendisslóðum. Aðkoman að öðru leiti var í gegnum Umhverfisráðuneytið. Þ.e slóðanefnd ríkisins sem í voru fulltrúar frá Umhverfisráðuneytinu, Landmælingum Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Auk þess var áheyrnarfulltrúi frá Samút. Það var Jón G Snæland f4x4. Formaður nefndarinnar er Sesselja Bjarnadóttir. Þessi nefnd hafði það hlutverk að klára að koma meintu skikki og skipulagi á allar slóðir ofan við miðhálendislínunnar. Þar eiga um 25 sveitarfélög landsvæði, sum eru þó nánast ekki með neitt slóðakerfi innan hálendislínunnar. Nefndin hafði í farteski sínu þann gagnagrunn sem búið var að mæla af LMÍ og F4x4, að vísu ekki fullkláraðan. Enda var samstarf við sveitarfélöginn strax í upphafi frekar lítið, þó einhverjir ráðuneytismenn og ráðherrar hafi reynt að halda öðru fram í fjölmiðlum. Sveitarfélögin funduðu að vísu með nefndinni en lögðu aldrei til nein göng. Þó með þeim undantekningum að prótotypu sveitarfélögin og Hrunamannahreppur stóðu sig. Að lokum er erfitt að segja til um það hvort klúbburinn njóti góðs af meintu samstarfi í framtíðinni, framtíðin verður bara að skera úr um það.
03.08.2011 at 19:39 #734077Sælir
Það er ekki réttur skilmissingur að ég telji ekki vera hægt að sakfella menn fyrir utanvegaakstur heldur sagði ég að enginn, að mér vitanlega, hefur verið sakfelldur fyrir utanvegaakstur sem er að aka á vegi. Ég veit að menn hafa verið sakfelldir fyrir að aka utan vega en ekki á vegum. Þeir sem hafa s.s. sýnt fram á að það sé vegur undir dekkjunum hafa ekki verið sakfelldir. Slík mál hafa líka verið til umræðu við Héraðsdóm Austurlands og ekkert þeirra kom Hr. Ólafi Helga við.
Kv Jón Garðar
03.08.2011 at 20:19 #734079Allar utanvegaaksturskærur sýslumannsinns á Selfossi voru fyrir akstur á slóðum sem voru kortlagðar áður á gömlum þekktum leiðum og hafði LMÍ kortlagt leiðirnar.
Þar var lögreglumaður sem einga reynslu hafði af fjallvegum látinn kæra út í bláinn til að prófa kerfið, enda var þetta tilraun, sem sumir nota sem ástæðu til að endurskoða vegalög, náttúruverndarlög og umferðarlög því ekki er hægt að sakefella fyrir utanvegaakstur.
Sakfelling var í héraðsdómi fyrir akstur á svokölluðum gullskipsvegi á Skeiðarársandi, en Hæstiréttur snéri því við, enda var þetta vegur sem var kortlagður og átti að sakfella ökumanninn fyrir utanvegaakstur á vegi því "landeigandi" vildi ekki heimila akstur.
Sakfelling átti sér stað þegar rjúpnaskytta ók á "aflögðum vegi" og utanvega nærri Snæfelli, en 2 voru ákærðir og annar tök alla sök í málinu og sýndi enga tilburði til varnar.
kveðja Dagur
03.08.2011 at 21:55 #734081Mig langar til að varpa fram einni spurningu varðandi vegaslóða.
Spurningin er sú hvort hugsanlega geti verið til lagaheimild varðandi hefðarétt. Þá á ég við að t.d er veiðikvóti byggður á veiðihefð og búseturéttur er í sumum tilfellum tilkomin vegna búsetuhefðar. Hvað þá með t.d eins og gamla þjóðleið sem í sumum tilfellum hefur verið notuð í árhundruð, gæti slíkt ekki leitt til umferðarétta í skjóli hefðar? Eða á slíkt ekki við um vegaslóða?En hvað með það ef algjört bann er lagt við umferð nema fótgangandi, er kannski ekki þá verið að brjóta á jafnræðisreglu, eða á hún ekki við í þessu tilfelli?
Hvað með 1. málsgrein í lögum nr.44/1999 ([url:22054a6d]http://www.althingi.is/lagas/nuna/1999044.html[/url:22054a6d] Lög um náttúruvernd) þar sem segir orðrétt “Lögin eiga að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum og stuðla að vernd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þróunar.”
Spurningin er líka sú hvers virði er náttúran ef hennar fær engin notið?
03.08.2011 at 22:48 #734083Ég er virkilega ánægður með þennan spjallþráð. Umræðan fer um víðan völl en er málefnaleg og mjög fróðlegt að lesa þetta, höldum áfram á þessari braut.
Freyr
04.08.2011 at 00:18 #734085Sælir
Varðandi hefðarétt þá var það reyndar að litlu leyti notað í máli mannanna sem voru kærðir fyrir utanvegaakstur á rjúnaveiðum á Fljótsdalsheiði fyrir nokkrum árum því að þeir báru við að hafa árum saman notað slóðina sem þeir sannlega voru staddir á en þegar Kárahnjúkavegur var byggður upp var slóðinn afmáður ca 20 metra svo að það þótti sýnt og sannað að þeir hafi gerst sekir um utanvegaakstur á þeim kafla.
Sá dómur, ásamt nokkrum sem fallið hafa á austurlandi er að þvi leyti öðruvísi að það varðar við lög um verndun og friðun á villtum dýrum og þar segir að utanvegaakstur sé bannaður án undanþágu, s.s. ef þú ert á veiðum máttu ekki aka utan vega hvort sem er á snævi þakinni frosinni jörð eða ekki.
Ég geri ráð fyrir því að það séu lögin sem var kært fyrir brot á í þessu tilfelli ekki lög um náttúruvernd.
Sammála því að það er gott að opna þessa umræðu og hrista svolítið upp í félaginu og félagsmönnum.
Kv Jón Garðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.