Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › f4x4 tekin á beinið
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 13 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.07.2011 at 17:09 #219808
f4x4 tekin á beinið http://dagskra.ruv.is/ras2/4540617/2011/07/20/3/
Páll Ásgeir í ham og lætur f4x4 og Skagafjarðardeild 4×4 fá á baukinn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.07.2011 at 18:29 #734007
Hvernig stendur á þessari óvild hans í garð jeppamanna???
20.07.2011 at 19:21 #734009Það er nú ekki rétt að Páll Ásgeir leggi f4x4 í sérstakt einelti. Hann lætur þá sem hann telur að þurfi að fá það óþvegið fyrir umhverfissóðahátt. Honum þótti lag að taka Jöklafélagið og F4x4 fyrir sérstaklega að þessu sinni, já bændur fengu einnig smá skammir. Enda er hann búin að leiða fræga manneskju í gegnum Þjórsárver nú fyrir skemmstu. Svo hefur nú einnig peppað hann upp að meintur formaður ráðgjafarnefndara um Þjórsárver kjagaði á eftir honum þungum skrefum í sömu ferð. Sumt er rétt hjá Páli á ruv og annað ekki. Páll hefði mátt sleppa því að minnast á slóðina frá Setrinu, um Hnífá, Steingrímsöldu og að Blautukvísl. Enda er nákvæmleg ekkert ólöglegt við hana. Hann getur með réttu reitt hár sitt og skegg yfir slóðinni inn í friðlandinu. En þá verður hann að gera það á réttum forsemdum. Þ.e hvernig hún varð til og hvenær og hvernig henni hefur verið haldið við. Henni er ekki haldið við með vetrarakstri einsog hann veit þó hann gefi annað í skyn. Þ.e Skagafjarðardeild 4×4 hefði með engu móti geta skerpt á slóðinni undir Nautöldu að vetrarlagi, sama hversu oft þeir hefur ekið hana. Svo þarf að horfa í það að reglugerð um friðlandið í Þjórsárverum var sett 1981 og er hreinlega barn síns tíma. Jeppa í dag eru ekkert annað en snjóbílar. Það má líka velta því fyrir sér, til hvers að vernda eitthvað sem enginn má sjá nema fuglinn fljúgandi og stöku göngugarpur, sem er svo lánsamur að vera líkamlega hraustur.
21.07.2011 at 08:45 #734011Góðan daginn,
Páll segir að það vanti grunn sem segi hvar megi aka og hvar ekki.
Alveg rétt að einhverju leit en minnist ekki á samstarf Landmælinga Íslands og f4x4 við að byggja þennan grunn.
Eins segist hann hafa sé í gestabók við Nautöldu 2008 eða 9, þar sem forystumenn Skagafjarðar deildar eru að þakka fyrir sig.
Hann vill meina að gloppa sé í þekkingu þessara manna (innan f4x4) gegn utanvaga akstri.
Þá spyr ég Hvernig komst Páll á Nautöldu og hvernig veit hann hvernig Skagafjarðar mennirnir ferðuðust???
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/skrar/Eg_i_islenska_buningnum_01.JPG:31q5jnkt]Hjörtur[/url:31q5jnkt] og [url=http://www.jakinn.is/skrar/01JAKINN_Stor.jpg:31q5jnkt]JAKINN[/url:31q5jnkt].is
21.07.2011 at 12:49 #734013Páll hefur örugglega komið gangandi inn í Nautöldu og vissulega töluvert um það að þarna sé gengið að sumarlagi.
En hárrétt hjá Ofsa að sumt kann að vera rétt í þessu hjá Páli, allavega það að margumræddur slóðagrunnur er það sem þarf til að fá einhverjar skýrar línur í þessu. En ég spurði mig einmitt þegar ég hlustaði á þetta á hvaða tíma Skagafjarðardeildin var þarna og hvað hefur Páll fyrir sér í því að þetta hafi verið utanvegaakstur en ekki snjóakstur. Tímasetning kom ekki fram.
Eins finnst mér alltaf villandi framsetning þegar blandað er saman umræðu um utanvegaakstur og umræðu um hvaða slóða eigi að leyfa akstur á. Akstur á slóða, þó umdeildur kunni að vera, er ekki utanvegaakstur. Jafnvel má segja að akstur á slóða sem búið er að banna akstur á er ekki utanvegaakstur þó það sé vissulega brot af öðru tagi. Með því að blanda þessu saman eins og Páll og fleiri hafa gert er verið að þvæla umræðuna og flækja og það verður ekki til að auðvelda baráttu gegn landspjöllum af völdum utanvegaaksturs.
Raunverulegur utanvegaakstur sem skilur eftir sig ummerki í landinu er hins vegar til staðar, því miður. Hvort hann fari minnkandi eða vaxandi veit sjálfsagt enginn, þó ýmsir hafi eitt og annað á tilfinningunni í þeim efnum. Það skiptir raunar litlu hvort er. Ég gekk um daginn hringinn í kringum Hrafntinnuhraun og verð að segja að það olli mér vonbrigðum hvað ég sá víða bílför, langt frá öllum slóðum. Töluvert af förum sunnan eða vestan við slóðina sem dæmi. Þetta var tæplega eftir útlendinga á bílaleigubílum, heldur greinilega breyttir jeppar að finna sér leið framhjá krapa. Ég hef alltaf sagt að við sem ferðumst á jeppum eigum að viðurkenna tilvist vandans og reyna að hafa áhrif innan okkar hóps til að útrýma vandamálinu, en það verður að segjast að órökrétt sleggjudómaumræðan sem á alltaf svo greiðan aðgang í fjölmiðla er svosem ekkert að hjálpa til í þeim efnum.
Kv – Skúli
21.07.2011 at 13:37 #734015Viðhorf ráðherra samgöngumála sem birtist í þessari frétt (neðst) er athyglisvert og að því er virðist samhljóma F4x4 (þó hér sé rætt um annarskonar umhverfismál).
[url:306ti7q9]http://visir.is/ogmundur-a-moti-thvi-ad-menn-verdi-sektadir-a-stadnum/article/2011110729826[/url:306ti7q9]
kv.
ÞÞ
21.07.2011 at 13:42 #734017Ágæt og málefnaleg umræða, Páll hefur rétt fyrir sér í mörgu sem hann segir þó hann hafi augljóslega horn í síðu margra og hefur gaman af því að hnýta í hina og þessa til að fá viðbrögð. Það sem mér finnst pirrandi við Pál er að hann segist tala um hlutina eins og hann sjái þá en sleppir alveg allri sanngirni í umræðunni eins og Jón kemur inn á. Því skal þó haldið til haga að það í sjálfu sér skiptir ekki máli hvenær Skagafjarðardeild F4x4 var inn í Nautöldu, akstur er bannaður innan friðlandsins, sumar sem vetur skv fyrrnefndri reglugerð …. hvort sem það er eitthvað vit í því eða ekki.
kv / AB
21.07.2011 at 14:30 #734019Agnar ég túlka reglugerðina á sama hátt og kemur fram hjá Ofsa, þ.e. að jeppi á stórum dekkjum með úrhleypt sé snjóbíll, s.s. bíll sérstaklega útbúinn til aksturs á snjó. Eins og Ofsi segir er reglugerðin barn síns tíma og skilgreinir ekki frekar hvað sé átt við með snjóbíl. Sjálfsagt er 50/50 hvort dómstólar myndu samþykkja þessa túlkun, en ef menn kjósa að túlka þetta þannig að snjóbíll þurfi að vera bíll sem búinn er á beltum eru menn á villigötum því ég held að ef eitthvað er sé meiri hætta á að slíkt tæki valdi spjöllum heldur en mun léttari bíll á mjúkum gúmmídekkjum.
Kv – Skúli
21.07.2011 at 21:56 #734021Utanvegaakstur „breyttra“ bíla er lang mesta vandamálið þó auðvitað komi það sér vel að kenna útlendingum á óbreyttum bílum um.
Menn mega ekki falla í þá gryfju að gerast kaþólskari en páfinn og halda því fram að þyngdarlögmálið gildi ekki um bíla á blöðrudekkjum. Að halda því fram að hér séu á ferð einhverjir svifnökkvar er málstað jeppamanna varla til framdráttar.
Skúli hittir naglann á höfuðið. Menn verða að viðurkenna vandamálið. Og það verður að ræða hlutina opinskátt.
Ég veit að ég má ekki nefna þetta en hvað með ferðaþjónustuna? Hvað með pressuna á þá sem þurfa að skila ferðamönnum á tilteknum tíma á tiltekin topp eða trússara sem ég veit að oft eru undir pressu að koma farangri til göngufólks. Og það á öllum tímum árs.
Ég held að það viti allir sem eitthvað hafa jeppast að margt sem við höfum gert og gerum eru á gráu svæði.
Á öðrum þræði hér eru margir að styðja það að opna fyrir umferð „breyttra“ bíla um vegi í aurbleytu á vorin. Ég held að menn verði að hugsa það mál til enda. Undanþágur fyrir útvalda eru alltaf varhugaverðar.
Og hvernig á að skilgreina nógu „breytt“ ökutæki og hver fylgir því eftir.Páll nefnir reyndar í viðtalinu að undanþágur geti verið snúnar í framkvæmd og opnuðu í raun leið fyrir alltof marga. Hélt reyndar að Páll styddi undanþágur til handa ferðaþjónustunni í Vonarskarði.
Dettur í hug í þessu samhengi misnotkun á undanþágum kringum gosin í og við Eyjafjallajökli í fyrra. Þrátt fyrir og kannski vegna lögregluvaktar þá sást hvað kerfið var gjörspillt og ónothæft. Heilu jeppahóparnir með börn og gamalmenni sem fengu út á blaðsnepil frá einhverri ríkisstofnun eða ferðafélagi að rúlla þarna innúr meðan öðrum var meinaður aðgangur.
Kv. Árni Alf.
21.07.2011 at 23:16 #734023Ég var að hlusta aðeins betur á þennan málflutning Páls. Það eru nokkur atriði hjá honum sem allavega orka verulega tvímælis eða er beinlínis rangt. Hann fullyrðir t.d. að allur akstur sé bannaður innan friðlandsins í Þjórsárverum nema á beltatækjum. Í auglýsingunni frá 1987 er ekkert minnst á beltatæki heldur snjóbíla og það má leggja mismunandi túlkun í það eins og ég nefndi hérna að framan, má vel vera að minni túlkun væri hafnað fyrir dómi, en það breytir því ekki að það er ekki talað um beltatæki eins Páll fullyrðir. En þar fyrir utan má aka á merktum slóðum og það kemur skýrt fram. Hvað eru merktir slóðar er ekki skýrt frekar sem er auðvitað vandamál, hugsanlega þeim sem finnast á einhverjum kortum, en allavega er skýrt að það er gert ráð fyrir akstri á slóðum.
Annað sem Páll er líklega að lepja upp eftir sýslumanni sem tapaði nokkrum umdeildum málum fyrir nokkrum árum og það er að öll mál vegna utanvegaaksturs strandi á deilunum um hvar er vegur. Umrædd mál sýslumannsins strönduðu vissulega á því en sem betur fer eru allnokkur dæmi um dóma sem gengu í gegn þar sem sannanlega var ekið utan vega. Það er því út í hött og eiginlega hættulegt að segja eins og Páll að eftirlit sé tilgangslaust. Þarna komum við aftur að því að það þarf að gera greinamun á hvort verið er að kæra fyrir hreinan og kláran utanvegaakstur utan við alla slóða eða hvort kært er fyrir akstur á slóðum sem hugsanlega eru ekki að skapi einhverra aðila. Eitt er að aka einhvers staðar úti í móa, það er hægt og hefur verið kært í slíkum málum með góðum árangri. Annað er að aka á slóð sem á sínum tíma var rudd með jarðýtu þó hún sé ekki með veganúmer hjá Vegagerðinni eða hefur verið ekin áratugum saman, en fyrir þetta hvortveggja hefur verið kært og sem betur fer vil ég segja án árangurs.
Kv – Skúli
22.07.2011 at 00:03 #734025Akstur utanvega er vissulega vandamál og held ég að vanþekking sé aðal ástæða þess að ekið er þar.
Ég er ekki sammála Alfreð hér að ofan að utanvegaakstur breyttra bíla sé aðavandamálið, enda sé ég nýleg utanvegahjólför eftir minni ökutæki oftast á ferðum mínum um landið.
Hinsvegar meiga allir taka sig á til að koma í veg fyrir utanvegaakstur, og stöða þá sem ekki eru að gera rétta hluti.
En að viðtali Páls á Rás2, kemur mér á óvart að hann hafi fjallað mikið um utanvegaakstur á bloggi sínu, heldur hefur hann verið með skæting sem vart hefur verið svara verður og í engu svarað rökum , eða tekið þátt í vitrænni umræðu.
Hans málflutningur hefur einkennst af sleggjudómum og útúrsnúningum, sem engum er til gagns.
Að vinna að lausn í þessum málaflokki er nauðsynlegt og er það ekki lausn að loka af stór landsvæði fyrir akandi bara vegna þess að sjá ökutæki spilli náttúrusýn einhverra ferðalanga, eins og er gert með lokun Vonarskarðs fyrir akandi umferð og er engin rökstuðningur vegna náttúruverndar tilgreindur.
Að fullyrða eins og hann gerir í útvarpinu að eingöngu er beltatækum heimil för í þjórsárverum að vetri er skáldskapur, en í auglýsingunni um Þjórsárverin, er bönnuð umferð ökutækja nema snjóbíla, án þess að skilgreina hvað er snjóbíll.
Ábyrgu fólki er annt um sitt land og ætti auðvitað að vernda það gegn öllum spjöllum, eins og hægt er, ásamt því að gera fólki kleift að njóta náttúrunnar.
Páll Ásgeir hefði kanski betur skoðað starfsemi hans félags, en ýmislegt getur hann áorkað sem stjórnarmaður í FÍ og nefni ég hér dæmi:
Að koma í veg fyrir náttúruspjöll þegar skáli FÍ er byggður í óleifi við Álftarvatn í friðlandinu að fjallabaki.
Að hindra að skálinn við Hvítárvatn er látinn grotna niður, þótt FÍ hafi fengið miljónir í opinberan styrk til viðhalds á skálanum, einum fyrsta skála FÍ.
Að koma í veg fyrir landspjöll við Landmannalaugar vegna gesta FÍ.
Náttúrvernd og nýtingu þarf að skoða heildrænt, en ekki altaf benda á aðra um allar misfellur og reyna að koma til móts við annað fólk.
Kveðja Dagur
22.07.2011 at 10:11 #734027Gaman að sjá loksins umræðu hér á netinu sem byggir á skynsemi. Enn og aftur er það Páll Ásgeir sem setur fram sleggjudóma og ábyrgðalausa gagnrýni. Hann væri nokkuð góður ef hann héldi sig við staðreyndir og beitti skynsamlegri málefnaflutningi. Þetta er nefnilega sameiginlegt vandamál allra þeirra sem koma að ferðamennsku á hálendinu, hvort sem um er að ræða almennt ferðafólk eða aðila sem stunda hálendisferðir í ágóðaskyni.
Það sem ég hef áhyggjur af er að öll orka okkar sem ætti að fara í að leysa þetta vandamál og fleiri sem tengjast hálendinu, er að fara í karp og röfl á milli þessara aðila. Þessir aðilar eru svo uppteknir við þetta að Umhverfisráðherra veður áfram án samráðs og kemst upp með það. FÍ hefur sagt sig úr Samút og ekkert heyrist frá nýju landssamtökunum Ferðafrelsi sem stofnuð voru í desember.
Það sem ég hef meiri áhyggjur af er staða og aðgerðir í okkar félagi Ferðaklúbbnum 4×4. Er verið að vinna í okkar hagsmunamálum og mun ruglinu og bullinu í Páli Ásgeiri vera svarað? Er til einhver áætlun hjá nýrri stjórn F4x4 um aðgerðir og stefnumörkun í okkar hagsmunamálum. Því hefur verið hafnað að stjórnin ráði starfsmann til að sinna okkar hagsmunamálum á sama tíma og til er mikið fjármagn í félaginu sem hægt væri að nota til að setja í þetta. Ekkert hefur heyrst frá Ferðafrelsisnefndinni í marga mánuði og það læðist að manni sá grunur að engin vinna sé í gangi í okkar hagsmunamálum.
Við í Ferðaklúbbnum 4×4 þurfum að hafa áhyggjur af ímynd okkar í samfélaginu. Sér fólk okkur sem samtök klíkukalla á stórum jeppum sem vilja keyra hvar sem er eða eins og ætti að vera, baráttusamtök almennings sem vilja tryggja frjálsa ferðamennsku um hálendi Íslands þar sem ferðast er af ábyrgð fyrir íslenskri náttúru. Stjórnvöld eru markvisst að loka okkar umhverfi á hálendinu og koma umsjón ferða yfir á Ferðafélag Íslands. Á sama tíma er áhugafólk og landeigendur að stuðla að stofnun Geopark þjóðgarða þar sem í framtíðinni ekki verður hugsanlega ekki hægt að ferðast nema greiða aðgangseyri eða gjald fyrir leiðsögumann.
Ferðaklúbburinn 4×4 ætti að stefna að því að fjórfalda fjölda félagsmanna og stunda markvissa og stefnumarkaða vinnu í hagsmunamálum félagsmanna til að ferðast um landið okkar. Sameina hinn almenna ferðamann á fjórhjóladrifnum bílum í baráttu fyrir ferðafrelsi til framtíðar. Valið stendur um að fara norsku leiðina þar sem allt er bannað eða sænsku leiðina þar sem hinum almenna ferðamanni eru tryggð réttindi til að ferðast um landið sitt. Það má ekki leyfa vinstri umhverfisgönguöfgasinnum eins og Páli Ásgeiri með sína rugluðu hugmyndafræði færa Ferðafélagi Íslands allt hálendið á silfurfati til að græða peninga. Við þurfum alvöru hagsmunagæslu innan F4x4 og marga stuðningsaðila með sama baráttuhug eins og Pál Ásgeir sem þora að berjast fyrir eðlilegum hagsmunum hins almenna ferðamanns til að tryggja ferðafrelsi okkar til framtíðar.
Guðmundur G. Kristinsson
22.07.2011 at 14:08 #734029Stórundarlegt að einn maður nái að setja klúbbinn algjörlega á hausinn og í fleiri hringi en það sem jeppamenn hafa keyrt….
Er klúbburinn ekki í sambandi við blaðamenn eða er enginn talsmaður fyrir klúbbinn til að koma með svör á móti… það getur ekki verið hollt fyrir klúbbinn að félagsmenn karpi hér endalaust út í horni / við eða út í einn aðila sem tekur F4x4 á beinið í fjölmiðlum.Kv Dolli
25.07.2011 at 10:53 #734031Mig langar að minna félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4 á síðuna http://www.ferdafrelsi.is ( http://www.ferdafrelsi.is/index_greinar.htm ) og samantekt á þeim greinum sem skrifaðar hafa verið undanfarna mánuði um okkar hagsmunamál. Þar er t.d. ein grein "Ferðafrelsi á Íslandi er í mikilli hættu" sem ég held að alltof fáir hafi lesið. Lesið þessa grein sem birtist í Morgunblaðinu, en þar er fjallað um sjö málefni þar sem við þurfum að spyrna við fótum og tryggja eðlilega meðhöndlun og umræðu til ekki fari illa. Þessi málefni eru:
1. Ný náttúruverndarlög
2. Skipulagsmál vegslóða í tugum sveitarfélaga
3. Lokun landeigenda á vegslóðum
4. Stjórnunar- og verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð
5. Stækkun Þjórsárvera
6. Landnýtingaráætlun
7. Geopark-garðarÞar stendur m.a.:
[i:3pjx6bcu]"Eins og sést í þessari upptalningu hér að framan, þá er ferðafrelsi á Íslandi að ganga í gegnum miklar
breytingar og er í mikilli hættu. Það sem gerir þetta allt flókið og erfitt er vöntun á heildarsamræmi í þessum
verkefnum og reynsla þeirra sem vinna að þessum verkefnum er kannski ekki alltaf nógu mikil. Auka
þarf gegnsæi og efla upplýsingagjöf til almenning ásamt því hafa virka samvinnu við útivistarfélög og ferðaþjónustuaðila".[/i:3pjx6bcu]Ég sem félagi í Ferðaklúbbnum 4×4 geri kröfu til þess að stjórn klúbbsins gerir grein fyrir stöðu sinni í þessum hagsmunamálum, þeirri vinnu sem er í gangi á vegum klúbbsins og að sett verði fram stefnuyfirlýsing klúbbsins í þessum málefnum og öðrum sem snúa að því að tryggja ferðafrelsi mitt og annarra klúbbfélaga.
Guðmundur G. Kristinsson
26.07.2011 at 13:52 #734033Fór upp á Hamragarðaheiði s.l. föstudagskvöld. Trúði varla því sem fyrir augu bar. Það sem þarna er að byrja að gerast, alveg úr dalbotninum þar sem gamli slóðinn endar og alla leið upp að jökli, eru stórfelld landspjöll vegna utanvegaaksturs.
Þannig háttar til að þarna í dalbotninum byrjar snjóskafl sem liggur upp að jökli framan af sumri. Nú er hann byrjaður að slitna í sundur og þarmeð neyðast menn að keyra á auðri jörð. Þarna er klaki ekki farin úr jörðu og aurbleyta mikil.
Eyjafjallajökull hefur ekki verið söluvara að sumri fyrr en núna. Held að engin hafi neitt á móti því að menn geri út þarna á jökulinn. Það verður hins vegar aldrei sátt um það meðan það er gert með því að níðast á náttúrunni.
Það er nokkuð ljóst að menn eru að reyna sitt besta að halda sér í snjó. Snjórinn er bara að hverfa. Það er einfaldlega ekki hægt að fara þarna upp nema að valda landspjöllum í leiðinni.
Lítur út fyrir að þetta séu nær eingöngu ferðaþjónustuaðilar á mikið breyttum bílum sem þarna eru á ferðinni.
Þarna er líka útgerð á fjórhjólum á beltum. Þrátt fyrir léttleika og mikið flot og þau geti fylgt skaflinum mun betur þá spora þau tæki líka út. Það fer engin þarna yfir í þessari bleytu nema að skilja eftir sig ummerki.
Skora á alla þessa aðila að hugsa málið til enda.
Hvað getur klúbburinn gert í svona máli?
Eða eiga menn bara að líta undan, leyfa landspjöll og lögbrot og bíða þess að þarna verði komin slóði sem allir mega þá væntanlega keyra?
Kv. Árni Alf.
26.07.2011 at 15:22 #734035Byrja á að taka fram að ég hef ekki komið þarna eftir að snjórinn hörfaði frá vegendanum svo ég hef ekki séð þessar umræddu skemmdir.
Það þýðir ekki að líta bara undan og vona hið besta heldur þarf að koma í veg fyrir frekari spjöll. Nú hlýtur sveitarfélagið að hafa þokkalegar tekjur af ferðum þarna upp og ætti að vera akkur í því að tæki kæmust að jöklinum án þess að valda spjöllum svo sátt væri um ferðirnar. Það eru ekki nema innan við 4 km frá slóðaendanum að jöklinum skv. kortasjá LMÍ. Ætli það væri ekki hagur í því fyrir sveitarfélagið að lengja slóðann/troðninginn svo hann nái að jökulsporðinum, þyrfti ekki að vera góður vegur heldur bara eitthvað sem væri nóg til að menn héldu sig allir á sömu slóðinni í stað þess að dreifa sér um svæðið?
Kv. Freyr
28.07.2011 at 17:10 #734037Fyrir tilviljun rakst ég á netinu á félagskap sem nefnist Jeppavinir. Ef þessu er slegið upp á Google og skoðaður stjórnarfundur frá 1. mars 2011 kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Þar eru m.a. uppi hugmyndir um að lengja umræddan slóða á Hamragarðaheiði.
Mér finnst menn ansi sparir á upplýsingar hér á spjallinu. Margir af þungavigtarmönnum klúbbsins virðast vera innanborðs í umræddu félagi. Skil núna af hverju menn þegja þunnu hljóði. Finnst trúverðugleika klúbbsins f4x4 setja dálítið niður.
Kv. Árni Alf.
29.07.2011 at 00:01 #734039Góðan daginn,
halló halló ég held að menn verði nú aðeins að róa sig fá sér jafnvel eina Dísapan.
Er verið að brjóta lög og fremja landspjöll?? Ja nema menn séu að aka þarna um allt.
Er ekki rétt að skoða málið aðeins, ef menn hafa getað ekið að jökli fram að þessu og jökullinn hörfar er þá ekki eðlilegasta mál að framlengja slóðann að jöklinum.
Alla vega er það mín skoðun að ekki fari fram nein lögbrot það sé bara hið eðlilegasta mál að framlengja slóðanum að jöklinum. Einhvern tímann þá stækkar jökullinn aftur og þá er málið dautt.
Annars ætla þessir umræddu menn JEPPAVINIR einungis að senda inn erindi þar sem óskað verði eftir því að slóði á Hamragarðaheiði verði framlengdur þannig að hægt verði að komast á jeppum upp á jökul að sumri til.
Þeir sem að senda frá sér svoleiðis erindi eru tæplega að fremja einhver lögbrot.
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/skrar/Eg_i_islenska_buningnum_01.JPG:2wpq8uii]Hjörtur[/url:2wpq8uii] og [url=http://www.jakinn.is/skrar/01JAKINN_Stor.jpg:2wpq8uii]JAKINN[/url:2wpq8uii].is
29.07.2011 at 00:20 #734041Það er ekki takmark okkar jeppamanna að komast á eitthvern eilífðar leiðarenda. Við erum ánægðir ef við komumst framm og til baka. Þegar peningar og gróðahyggja stjórna ferðinni verður fjandinn laus. Íslensk náttúra étur þá með húð og hári sem ofbjóða henni með fávisku.
Kv. SBS.
29.07.2011 at 00:53 #734043[quote="jakinn":16gex1xg]Góðan daginn,
halló halló ég held að menn verði nú aðeins að róa sig fá sér jafnvel eina Dísapan.
Er verið að brjóta lög og fremja landspjöll?? Ja nema menn séu að aka þarna um allt.
Er ekki rétt að skoða málið aðeins, ef menn hafa getað ekið að jökli fram að þessu og jökullinn hörfar er þá ekki eðlilegasta mál að framlengja slóðann að jöklinum.
Alla vega er það mín skoðun að ekki fari fram nein lögbrot það sé bara hið eðlilegasta mál að framlengja slóðanum að jöklinum. Einhvern tímann þá stækkar jökullinn aftur og þá er málið dautt.
Annars ætla þessir umræddu menn JEPPAVINIR einungis að senda inn erindi þar sem óskað verði eftir því að slóði á Hamragarðaheiði verði framlengdur þannig að hægt verði að komast á jeppum upp á jökul að sumri til.
Þeir sem að senda frá sér svoleiðis erindi eru tæplega að fremja einhver lögbrot.
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/skrar/Eg_i_islenska_buningnum_01.JPG:16gex1xg]Hjörtur[/url:16gex1xg] og [url=http://www.jakinn.is/skrar/01JAKINN_Stor.jpg:16gex1xg]JAKINN[/url:16gex1xg].is[/quote:16gex1xg]Sammála því að það er hárrétt að framlengja slóðann/troðninginn að jöklinum svo hægt sé að komast að honum, hinsvegar er ekki í lagi ef menn eru að aka þarna margar mismunandi leiðir og spora út svæðið (tek aftur fram að ég hef ekki sé umrædd landspjöll).
Kv. Freyr
29.07.2011 at 02:49 #734045Ef lenging slóða eftir hentisemi hverju sinni telst sjálfsagt mál þá er tómt mál að tala um að banna utanvegaakstur. Fyrir utan það það þá hefur aldrei verið hægt að fara á slóða að Eyjafjallajökli að vestanverðu þegar snjóa tekur upp.
Mér finnst alls ekki sjálfgefið að ferðaþjónustan fái að vaða um landið á skítugum skónum án nokkurra takmarkana.
Skv. fundargerð Jeppavina þá að leggja uppbyggðan heilsársveg að Jaka við Langjökul. Ég reikna með að ferðaþjónustuaðilar sem geri út á jökulinn hafi gert kröfu um lagningu slíks vegar.
Hvað er þá langt í að krafan verði uppbyggður heilsárvegur upp Hamragarðaheiðina að jökli? Vænti þess að í kjölfar aukinnar útgerðar þarna fylgi húskofar og krafa um bætt aðgengi. Niðurgrafin slóði misfær t.a.m. vegna aurbleytu verður seint talin uppfylla kröfur rekstraraðila. Held að ekki verði hægt að mismuna mönnum eftir því hvar þeir gera út fyrst komin verður uppbyggður vegur á Langjökul. Held að menn ættu aðeins að hugsa þessi mál til enda.
Ekki eru mörg ár síðan FÍ og Kynnisferðir o.fl. gerðu kröfu um uppbyggðan heilsársveg inn á Þórsmörk. Sú veglagning var reyndar stöðvuð með einni blaðagrein. Sú veglagning fór reyndar svo leynt að komnir voru 5km af vegi þegar ég áttaði mig og sendi inn greinina. Mér finnst alveg sama hvar borið er niður. Ferðaþjónustan vill fá að rústa landinu með endalausum kröfum um bætt aðgengi.
Spurningin er hvað á að ganga langt. Mér finnst nóg komið af uppbyggðum vegum,varnargörðum og mannvirkjum á vegum ferðaþjónustunnar í óbyggðum. Mér finnst alveg nóg af slóðum í landinu.
Ef nýir slóðar til handa ferðaþjónustunni og hugsanlega uppbyggðir heilsársvegir í framhaldinu er eitthvað sem klúbburinn leggur blessun sína yfir eða getur ekki tekið afstöðu til þá er ágætt að hinn almenni félagi viti af því.
Held reyndar að þetta sé málstað hins almenna jeppamanns ekki til framdráttar. Hélt að jeppamenn ættu í vök að verjast með að fá að aka þá slóða sem nú þegar eru fyrir hendi.
Mér finnst að afstaða og stefna klúbbsins skyndilega orðin allt annað en skýr. Hef ég misskilið orðið ferðafrelsi eitthvað? Eða er verið að tala um alveg óheft ferðafrelsi?
Kv. Árni Alf.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.