Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › F4X4 leigir skála í Nýjadal
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 12 years ago.
-
CreatorTopic
-
24.10.2012 at 15:31 #224737
Er þetta satt. Og var samnigs drögunum breitt?.
Slóð http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/24/4x4_leigir_skala_i_nyjadal/Kveðja jökli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.10.2012 at 06:06 #759785
Vonandi og eflaust verður þessi samningur kynntur á félagsfundinum í byrjun nóvember. Samt væri nú gaman ef stjórnin gæti eitthvað kommentað hér á spjallinu um þetta.
26.10.2012 at 09:59 #759787Er þetta ekki bara flott ?
Reyndar væri áhugavert að fá að sjá samninginn þar sem að sögusagnirnar af honum eru allt annað en góðar.
En það er þó rétt að segja frá því hér að þennan samning var búið að undirrita þegar ég var formaður 4×4 og fátt eftir annað en að byrja að skipuleggja vinnu. En næsta stjórn á eftir þeirri sem ég sat í ákvað að rifta þessum samning – hvers vegna veit ég ekki og tel að það hafi verið afar ógáfulegt. Það væri væntanlega nýr skáli í Nýjadal í dag ef staðið hefði verið við þann samning og 4×4 hefði af honum afnot í 25 ár ef ég man rétt, án uppsagnarmöguleika af hálfu FÍ.
En þegar sá samningur ver gerður fór ég með aðra sérfræðinga á sviði endurbygginga á staðinn og við gerðum mat á húsunum og okkar niðurstaða var þá að það svaraði ekki kostnaði að gera húsin upp í núverandi mynd. Ég á ekki von á að það hafi breyst á nokkurn hátt.
En ég fagna því heilshugar að það eigi að gera eitthvað þarna, ég tel að það sé mikill fengur í því fyrir okkur jeppamenn að hafa góðan skála þarna. Staðsetningin er frábær og margt spennandi í nágrenninu til að skoða.
Ég treysti hins vegar FÍ mönnum mátulega til að nýta ekki uppsagnarmöguleika þegar búið er að mjólka allt út úr 4×4 sem hægt er. Þess vegna vona ég að þeirr hafi ekki slíkan möguleika.
Ef samningurinn er ekki tóm vitleysa þá er ég tilbúinn til að leggja fram vinnu við þetta verkefni og ég er viss um að félagar mínir hér á Verkfræðistofunni Víðsjá hefðu einnig gaman að því að koma að þessu á einhvern hátt…
Benni
26.10.2012 at 11:12 #759789Það er nú málið Benni það þetta með að blóðmjólka 4×4 sem við í Suðurnesjdeildinni höfum áhyggur af. En það er ekki kanski ekki að mark okkur þar sem við erum brendir af Fi . Við erum ekki á móti því að hafa aðgang að skála í Nýadal erum frekar spenntir fyrir því verkefni og taka þátt í því, en ekki með þessum samningi
26.10.2012 at 16:13 #759791SælIr félagar
Já Benni samningur á sínum tíma, hann var einmitt þannig að það átti að mergsjúa F4x4 að mínu mati, og sá samningur sem ég sá hjá Páli var hreint ekki til fyrirmyndar og allt mjög óljóst, en get verið sammála því að stað’setningin er flott á þessum húsum og vonandi að þessi samningur sé góður.
En annað, mér hefur ekki fundist ganga svo vel að manna vinnuferðir í Setrið sem er nota bene okkar eign, þá yrði ég hissa ef menn fara mæta þarna í bunkum.
Kv Bjarki
26.10.2012 at 20:15 #759793Þetta þykir mér mikil bjartsýni að halda að félagar í F4x4 fari að reysa skála fyrir Ferðafélag Íslands. Ég gapti af undrun þegar ég heyrði þetta fyrst. Það eru bara þeir hörðustu og áhugasömustu sem fengust til að fara upp í Setur skála F4x4 til að vinna við nýsmíði og viðhald. Til að svona takist þarf eignarhald að vera jaft á báða vegu, ekkert uppsagnarákæði og einungis sala á eignarhluta komi til greina. Ég hef lagt af mörkum lítilræði í vinnuferðum upp í Setur og gert það fyrir félagsmenn og félagsandann sem ríkir hjá F4x4. Að fara í samstarf og vinnuframlag við FÍ. með skálabyggingu er og verður aldrei í kortunum hjá mér. Framkoma FÍ við okkur í F4x4 í gegnum árin hafa verið með þeim hætti.
Kv. SBS.
27.10.2012 at 03:10 #759795Benni áttu gamla samninginn til hjá þér…? það væri gaman að fá að glugga í hann ef hann er til staðar í möppu hjá þér.
27.10.2012 at 14:01 #759797Ég veit að ég á gamla samninginn einhverstaðar – líklega í gögnum á gamalli tölvu… En ég þarf að leita dálítið til að finna hann, var búinn að leita aðeins þegar núverandi stjórnarmaður óskaði eftir þessu fyrr á þessu ári, en án árangurs. Kannski ég fari að róta eftir þessari tölvu.
Ekki að það breyti neinu í þessu máli. En Bjarki, í minningunni var þetta ágætur samningur fyrir báða aðila – en þú skoðaðir þetta líka og manst kannski betur… En vissulega var ætlast til vinnuframlags af hálfu 4×4, en einnig átti að leggja það fram af hálfu FÍ.
Þetta fyrirkomulag, þ.e. að aðilar/félagasamtök séu með skála til afnota í ákveðinn tíma á ári og leggi í staðinn fram greiðslur í formi vinnuframlags og /eða með peningum er vel þekkt. Ég skil því ekki hvers vegna menn rjúka upp þegar ætlast er til að við greiðum fyrir "leigu" á skála með vinnuframlagi. Það er einfaldlega fullkomlega eðlilegt. Það sem þarf hins vegar að vera til staðar er nægjanlega langur tími, án uppsagnarmöguleika, til þess að vinnuframlagið og leigan jafnist út. Að ætlast til þess að fá á móti eignarhlut í skálanum er í besta falli kjánalegt að setja fram.
Nú leigir minn ferðahópur eigin skála yfir vetrartímann, þetta höfum við gert í þrjú ár núna og er sá leigusamningur upp á ákveðna fjárhæð á ári – sú fjárhæð hefur einnig verið greidd með efni/vinnu sem við lögðum til og var til endurbóta á skálanum sem nýtist eiganda hans lítið en okkur þeim mun meira.
Það sama má segja um skála FÍ í Nýjadal. FÍ hefur alla burði til að ráða einfaldlega góða hönnuði, sem þekkja vel til fjallaskála og hafa hannað fjölmarga. Einnig ráða verktaka til að reysa skálann og hugsa hann eingöngu til sumarreksturs líkt og verið hefur með flesta þeirra skála til þessa. Það að 4×4 komi að þessum endurbótum / uppbyggingu er fyrst og fremst til hagsbóta fyrir 4×4 – þannig getum við, með framlagðri þekkingu og vinnu, tryggt að skálarnir verða boðlegir yfir vetrartímann líka. FÍ hefur til þessa ekki haft mikinn hag eða tekjur af því að leigja sína skála að vetri og er mér til efs að vetrarleiga geri meira en að standa undir kostnaði, nema hugsanlega inni í Laugum.
Félagsmenn 4×4 ættu því að fagna því að fá þarna möguleika á því að bæta fleiri áfangastöðum með góðum skálum inn í flóruna. Það að það sé greitt með framlagðri vinnu og / eða þekkingu ætti einmitt að vera meira gleðiefni heldur en ef skálinn væri einfaldlega leigður.
Það eina sem ég set eftir sem áður fyrirvara við er að ef að í þessu samkomulagi er gagnkvæmur uppsagnarmöguleiki og ef samningstíminn er of stuttur – þá er þetta ónýtt samkomulag. En ef ekki þá er ég meira en tilbúinn til að leggja fram bæði vinnu og þekkingu til að af þessu geti orðið – skal meira að segja vera í skálanefnd um þetta ef menn vantar hendur
Benni
27.10.2012 at 19:33 #759799það er nú eitt það er hvergi minnst á hvernig á að meta vinnuframlag félagsmanna.
Og það er annað að ef Ferðakúbburinn 4×4 leggur fram fé í framkvæmdina fái það endurgreitt með 10% rýrnun á ári.Í mínum huga er það vaninn þegar er lánað er fé til bygginga eða viðhalds sé það greitt til baka með vöxtum og vísitölu.
Þriðja það er ekkert um leiguverð. Fjórða það er ákvæði um að FÍ félagar fái sömu afsláttarkjör og 4×4 félagar í skálanum en ekkert um að 4×4 njóti sömu kjara á sumrin í sama skála.Það getur vel verið að ég misskilji eitthvað en ég er þeirrar skoðunar að maður geri ekki samninga með lausum endum hvort sem um er að ræða Ferðafélag Íslands eða aðra sem samið er við. Það hefur ekki reynst 4×4 klúbbnum sérstaklega vel í gegnum tíðina að treysta stjórnarmönnum í FÍ.
27.10.2012 at 20:20 #759801Að beiðni stjórnar kom ég með nokkrar athugasemdir við samninginn áður en hann var undirritaður.
Sumt var hlustað á annað ekki svona eins og gengur og gerist.
27.10.2012 at 20:32 #759803Það væri þá rétt að láta menn vita hvaða breitingar voru gerðar en ég hef bara samninginn frá landsfundinum undir höndum og hlít að miða mínn skrif út frá honum, en kanski kemur stjórnum landsbygðadeildum þetta ekkert við
27.10.2012 at 20:41 #759805Ágætu stjórnarmenn.
Til þess að geti farið fram vitræn umræða um samninginn verða félagsmenn að fá eintak og getað lesið hann vel fyrir næsta félagsfund. F4x4 eru jú við félagsmenn og okkur er ætlað vinnuframmlag samkvæmt samningi. Næsti fundur er verndipungtur um áframhaldandi samvinnu. Formenn deilda hafa fengið afrit og eru aðilar einnar farin að tjá sig um hann hér. Það á að sjálfsögðu ekki að vera fyrr en allir vita hvað í honum felst. Ég vil að allavega nefndir klúbbsins fái samninginn sendan en helst að hann verði settur hér á þráðinn. Það er hægt að kynna samninginn og tildrög hans þótt hann hafi verið lesinn af væntanlegum fundarmönnum. Sjálfur er ég mótfallinn samvinnu við FÍ. Ef þeir vilja fá tekjur fyrir væntanlegan skála að vetri til þá geta þeir innheimt gjöld af honum sjálfir.
Kv. SBS.
27.10.2012 at 22:10 #759807SBS formaður Suðurnesjadeildar kveðst ekki hafa nýasta samninginn ef honum hafi veriðbreitt eftir landsfund. þannig að við verðum að miða við þann samning. ég og stjórn suðurnesjdeildar erum mjög hlyntir vetra fóstri skálans í nýadal, en við viljum skodheldan saming og við héldum að það ætti að fara skoðunar ferð í nóvember og taka ákvörðun eftir það.
27.10.2012 at 22:47 #759809Jökull!? Ég er ekki formaður suðurnesjadeildar;) Hún móðir mín er suðurnesjamaður á níræðisaldri og kann málfræðina betur en við báðir nýgræðingarnir.
Hér er fullyrt að suðurnesjadeild hefur fengið samninginn sendan. Hefur ykkar deild fundað um hann? Það er ekki hægt að fjalla um það sem aðeins formenn deilda hafa fengið.
Kv. SBS.[quote="hsm":fdocvcgb]Það er búið að senda formönnum allra deilda samninginn til kynningar í sínum deildum og líklega verður hann kynntur á félagsfundum þar. Í móðurfélaginu munum við kynna samninginn á næsta félagsfundi á Hótel Loftleiðum (Natura), mánudagskvöldið 5. nóv. Það er fjöldi manns innan félagsins sem hafa komið að þessu og komið með innlegg í vinnuna.
Endilega fjölmenna á næsta félagsfund til að taka þátt í kynningunni.
Kveðja,
Hafliði[/quote:fdocvcgb]
27.10.2012 at 23:36 #759811Suðurnesja menn eða ekki, skiptir ekki máli. Það hlýtur að vera sjálfsagt mál að menn fái að skoða þetta og spá i það, eins og þeim sýnist. Ég var ekki á þessu landsfundi og hef ekki séð einn eða neinn samnnig, hvorki núna eða fyrri. En mér finnst áhugavert að taka Nýjadal í fóstur, sérstaklega ef sama elíta hugsar um þá skála og Setur síðustu ár (Logi Már og ofurgengið hans) og þarf varla að skýra það nánar Nýidalur er áhugaverður staður með miklum möguleikum en það vita það allir að við höfum ekki stóst eftir að sofa þar, (blautttt og kallllllllttttt) en það er vissulega áhugavert að breyta því, staðsetningin er góð þótt vanti heita pottinn. (hvað með Hveravelli). Ég treysti stjórn til að gera það sem okkur kemur best og er áhugavert og vil taka þátt í uppbyggingu eins og nokkkur er kostur en við verðum líka að hlusta á þá sem setja spurningarmekri við saminga, það er í lagi að skiptast á skoðunum. Fer ekki bráðum að snjóa annars. ?
28.10.2012 at 00:13 #759813Ég biðst afsökunar á því að ég skildi ekki setja púnt eftir skamstöfun á nafni þínu (.SBS.) En nýr samingur hefur ekki borist formanni Suðurnesjadeildar.En ég áskil mér rétt til þess að hafa skoðun á þeim samningi sem var birtur á landsfundi, það er mitt hlutverk sem gjaldkeri Suðurnesjadeildar að hafa hag deildarinnar að leiðarljósi.
28.10.2012 at 02:03 #759815Í sinni einföldustu mynd er ég mótfallinn öllu samstarfi við FÍ, slík hefur framkoma þeirra gagnvart okkur verið. Hinsvegar er ég þannig gerður að ég get kyngt stolltinu og skipt um skoðun á hverju sem er sé nógu rík og rökstudd ástæða til þess. Ég tel nauðsynlegt að birta samninginn hér á þræðinum eða ef það þykir "of opinbert" þá geti félagsmenn nálgast hann hjá stjórn sinnar deildar. Með því móti geta menn kynnt sér samninginn í tíma fyrir næstkomandi fund og vegið og metið hann á yfirvegaðan hátt. Ekki undir tímapressu á fundi þar sem menn jafnvel æsast upp og hópurinn hefur tilhneigingu til að fylgja skoðunum fárra en sterkra einstaklinga sem eru vel máli farnir og hafa sig í frammi.
Auk þess er fyrir mitt leyti er óforsvaranlegt að ég sem aðrir almennir félagsmenn fáum fyrst veður af þessu gegnum fjölmiðla.
Eins vildi ég óska þess að stjórn væri sýnilegri í umræðum sem þessari til að miðla upplýsingum sem og sínum skoðunum.
Kveðja,
Freyr Þórsson
r3671
28.10.2012 at 10:58 #759817Mér sýnist svona á umræðunum hérna og á "ferðafrelsi" að menn séu nokkuð sammála í stórum dráttum um þetta mál. Í fyrsta lagi eru menn skeptískir á samstarf við FÍ og verður það í sjálfu sér að teljast eðlilegt. Með þessum samningi er stjórnin kannski að reyna að byggja brú milli Ferðaklúbbsins og FÍ og það finnst mér af hinu góða. Hins vegar verður að gæta þess að svona samningur geri á endanum ekki illt verra í þeim efnum.
Mér sýnist menn vera jákvæðir fyrir því að fá nothæfan vetrarskála í Nýjadal og virðist það gilda jafnt um landsbyggða deildir og móðurfélag. Samningur við FÍ kann að gera þann draum manna að veruleika. Sjálfur er ég mjög jákvæður fyrir nothæfum vetrarskála þarna.
Það sem hinsvegar stendur í mér er þessi samningur sem ég er með undir höndum. Ég vildi gjarna sjá hvaða breytingar hafa verið gerðar á honum áður en hann var undirritaður og hvet stjórnina til að birta hann hér svo við getum tekið afstöðu til hans. Tjáning mín á samningnum hér á eftir miðast því við samninginn eins og ég er með hann.
Í fyrsta lagi. Samningur upp á 10 ár er allt of stuttur og þar að auki getur FÍ stytt hann þar sem uppsagnarákvæði eru í honum. Fræðilega séð gæti því FÍ rekið okkur úr samstarfinu þegar verkefninu er lokið, segjum eftir sjö ár. Kannski paranoja í mér að hugsa svona en sagan segir manni ýmsa hluti. Ef ekk, þái væru aðeins þrjú ár eftir af nýtingartímanum sem er allt of stutt að mínu mati. Ef tímasetja á þennann samning eru 25 ár nærri lagi. Best væri þó ef FÍ og ferðaklúbburinn ættu skálann saman að hálfu og sumar og vetrarnýttu hann samkvæmt samkomulagi.
Í öðru lagi. Eins og lýsingin á verkefninu er í samningnum þá hljómar hún að mínu viti upp á nýjan skála. Ég get ekki séð fyrir mér að núverandi skáli geti fallið undir þá lýsingu. Eins og Benni Magg nefnir hér að ofan var búið að gera úttekt á skálanum á sínum tíma og mönnum sýndist hann ekki á setjandi. Það er svo sem hægt að gera kraftaverk en það útheimtir mikið meiri vinnu og tíma en að byggja nýjan skála og verður aldrei nema hálfkák. Best væri að mínu viti að byggja nýjan skála í þéttbýlinu, flytja hann uppeftir í einingum og raða honum upp á nýja sökkla. Rafmagns og vatnsmálum þarf einnig að koma fyrir á fullnægjandi hátt og víst er um það að nægileg þekking er á slíku í röðum okkar jeppamanna. En eins og áður sagði, þetta tekur allt tíma og framkvæmdatíminn telur inn á nýtingartímann okkar og styttir hann með hverju árinu.
En þegar öllu er á botninn hvolft er best að við látum þetta fara af stað og sjáum hvað er í spilunum. Farið verður af stað með úttekt á húsinu og skoðað hvort eitthvert vit er í þessu öllu og hvern pól á að taka í hæðina með þetta allt. Ef allt um þrýtur má segja samningnum upp í maí á hverju ári og tekur sú uppsögn gildi í september sama ár. Þannig að við erum ekki að stefna í eitthvert hyldýpi með þetta. Sjáum hvað setur. L.
28.10.2012 at 11:20 #759819Logi ég er nánast 100% sammála þér,en það er samt þetta með hverni á að meta vinnuframlag 4×4 ef samningum væri td sagt upp eftir þrú ár. Það færi væntalega mikil vinna í þetta verk fyrstu árin.
Svo það komi skírt fram þá lýstum við í Suðurnesadeild yfir stuðning við þessa hugmynd á vorfundinum en þá lá þessi samningur ekki fyrir
28.10.2012 at 15:07 #759821Ég er líka sammála því sem Logi segir hér. Síðan er þess getið hér að ofan að skálanefnd taki þennan skála í fóstur og jafnvel smíðar. Ég sé ekki betur en skálanefnd sé nánast úrvinda eftir vinnu sumarsins og þeir hafi lagt á sig hundraða þúsunda kr. kostnað í vinnutapi og af eigin fé. Mér finnst að menn ættu nú að byrja á réttun enda og kanna vinnulegan grundvöll áður en farið er að skrifa undir samning út í loftið. Það er nú oft þannig að þeir sem tala mest um ágæti, vöntun og þörf eru yfirleitt síðastir á staðinn til verklegra framkvæmda. Síðan þarf að hafa sama aðgangslyklakerfi og er upp í Setri sem útheimtir mann allan sólarhringinn. Þegar þetta er allt frágengið og þróað verður leigutíminn útrunninn eða búið að segja honum upp.
Kv. SBS. Þetta gengur ekki orðið með mig. Ég er alltaf að rífa kjaft ;(
28.10.2012 at 16:35 #759823Held að klúbburinn okkar þurfi að stíga varlega til jarðar þarna. Í fyrsta lagi eru þessir skálar orðnir mjög lélegir og óvíst að hægt verði að gera þá nothæfa allt árið nema með miklum tilkostnaði, bæði í formi efnis og vinnu. Í öðru lagi – og það er ekki síður umhugsunarvert – þá bendir flest til þess að engin byggingaleyfi hafi verið veitt fyrir skálunum á sínum tíma, og því muni einhver yfirvöld koma til með að krefjast þess að farið verði í gegn um allt hið flókna ferli sem tilheyrir slíkum framkvæmdum á hálendinu, áður en hægt verður að hefjast handa við nauðsynlegar endurbætur. Menn verða því að huga vel að réttarstöðu sinni sem framkvæmdaaðila áður en farið er að leggja í umtalsverðan kostnað þarna. Sú ábyrgð og skuldbinding, sem fylgir rekstri á gisti- og áningarskálum á þessum stað, er líka talsvert mikil og spurning, hvort sú ábyrgð á ekki að hvíla á herðum Vegagerðarinna, ekki síst þegar knúið er á um gerð heilsársvega yfir hálendið?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.