Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › F4X4, Ja hérna
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Alfreðsson 12 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.09.2012 at 10:57 #224432
Svo virðist sem hratt fjari undan þeim félagskap sem heitir F4x4. Lítil umræða á spjalli félagsins er það sem segir allt. Ef menn vilja upplýsingar eða ræða eitthvað tengt jeppamennksku, (hvernig hún var eða er), er komið á Jeppaspjall.is.
Þetta skýrist a.m.k. að hluta af því að þungavigatarmenn í Klúbbnum eru í ferðaþjónustubransa. Sá bransi lýtur ekki venjulegum lögmálum hins almenna jeppamanns. Undanþágur t.a.m. fyrir þjónustu við skála og ferðamenn á Fallabaki er besta dæmið. Þeir þurfa að „servísa# kúnnann ! (Aksur utan vega á tíma aurbleytu)
Bestu dæmin er þegar grænir og nýir félagsmenn spyrja spurninga, eins og t.d. hvort vegslóðinn upp á Fimmvörðuháls sé opin. Þeir sem vita best og hafa lyklana svara engu. Þungavikatarmenn í Klúbbnum.
Klúbburinn segir að náttúruvernd og bann gegn utanvegaakstri sé einn hornsteinn félagsins. Mörgum gengur illa á því svelli að samhæfa því, viða að hafa „salt í grautinn“.
Mér er aðeins spurn, finnst hinum almenna félagsmanni í lagi með þetta?
Erum við að greiða félagsgjöld fyrir ferðaþjónustu sem ýmist getur ekki eða vill ekki t.a.m. greiða til samfélagsins?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.09.2012 at 21:57 #757961
sammála sumu af því sem þu segir.
Ég er félagsmaður í f4x4 , vegna þess að þetta er félagsskapur sem ég vil hafa virkan, ég er búinn að borga félagsgjöld í sirka fimm ár og ekki nýtt mér neitt af því sem félagið hefur upp á að bjóða ég á ekki einu sinni fjallabíl. En ég hef haft gaman af síðunni hjá ykkur viðað að mér helling af upplýsingum fyrir fyrirhugaðar jeppabreytingar og skoðað pósta frá öðrum um sín verkefni. ég hef borgað mín félagsgjöld sáttur, því ég hef notað þennan fina vef í gegn um tíðiðna. En nú er svo komið að ef mann vantar upplýsingar um eitthvað eða að mann langar til að skoða einhver verkefni sem menn eru að vinna í að þá verður maður að fara inn á jeppaspjallið.
hér koma lítil sem engin svör.
eitthvað spurði ég um hér fyrir nokkrum mánuðum síðan og ég ákvað að spyrja að því sama á J.S. ég fékk ekkert svar hér en þó nokkur þar.
ég mun borga félagsgjöldin næstu árin með bros á vör en vil þó koma á framfæri þeirri ósk minni að þeir sem hafa reynslu af jeppamennsku og breytingum verði duglegri við að miðla af reynslu sinni og tilraunum til að halda inni minni spámönnum sem vilja fylgjast með.Og þá er eitthvað til að lesa og skoða hér inni, Þá myndi væntanlega fjölga þeim sem lesa smáauglýsingar líka.m.b.k
Ólafur
23.09.2012 at 17:39 #757963Verður nú að segjast eins og er ég tók nú víða fulldjúpt í árina í innleggingu hér að ofan, vægast sagt. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir einhverri ósanngirni þarna bið ég einfaldlega afsökunar. En ég sakna þessa að hafa ekki meira líf hér á spjallinu. Þessi þráður má hins vegar lognast út af mín vegna.
Kv. Árni Alf.
23.09.2012 at 21:59 #757965Hvaða hvaða eru menn eitthvað nei kvæðir.
24.09.2012 at 05:59 #757967þessi síða er sorglega dauð !
24.09.2012 at 07:31 #757969Síðan er nánast dauð eftir að sú fáranlega hugmynd að banna öðrum en félagsmönnum að skrifa á síðunna, Þetta var eitt mesta klúður sem klúbburinn gat gert gagnvart síðunni…… það átti bara einfaldlega að henda/eyða mönnum út af spjallinu ef þeir voru með einhvern kjaft, ekki loka fyrir almenning á síðunna þ.e.a.s skifa á hana
24.09.2012 at 09:55 #757971[quote="sean":1n443itn]Síðan er nánast dauð eftir að sú fáranlega hugmynd að banna öðrum en félagsmönnum að skrifa á síðunna, Þetta var eitt mesta klúður sem klúbburinn gat gert gagnvart síðunni…… það átti bara einfaldlega að henda/eyða mönnum út af spjallinu ef þeir voru með einhvern kjaft, ekki loka fyrir almenning á síðunna þ.e.a.s skifa á hana[/quote:1n443itn]
Það náttúrulega hjálpaði ekkert heldur að myndasíðan hefur verið eitt stórt klúður undafarin ár… Þetta var mitt helsta aðdráttarafl fyrir nokkrum árum að koma og skoða jeppaferðir og breytingar hjá hinum og þessum. Spjallið var nr. 2 hjá manni.
24.09.2012 at 12:49 #757973Þetta eru ágætis vangaveltur, og hægt að spekúlera hvað sé að valda því að klúbburinn sé að lognast útaf, ef fólki finnst það. Mér finnst satt að segja vera nokkuð líf í félagsskapnum enn, að minnsta kosti sýndi nýyfirstaðin vinnuferð með Skálanefndinni uppí Setri það!
En alltaf má betur gera og klúbburinn á alveg að sæta (málefnalegrar) gagnrýni og endurskoðunar, enda verða hlutirnir ekki betri nema um það sé rætt. Þess má geta að spjallið er nú opið öllum, ekki bara félagsmönnum. Þó að Innanfélagsmál séu enn bara sýnileg þeim sem eru skráðir meðlimir.
Vil einnig skora á félagsmenn sem [b:3ixz1950]ekki sjá Innanfélagsmálin að hafa samband við Vefnend til að fá úrlausn sinna mála.[/b:3ixz1950]
Það sem gerir félagstarf í svona klúbb öflugt, er áhöfnin um borð, því veltur það einnig á félagsmönnum að taka þátt í að móta klúbbinn til framtíðar, og taka þátt í að efla hann með því að skipta sér af félagstarfinu, taka þátt í vinnuferðum, mæta á fundi og kíkja á opin hús, bjóða sig fram í nefndir og skipta sér af.Eftir því sem ég best veit er slóðinn uppá Fimmvörðuháls lokaður sökum deilna landeiganda varðandi staðsetninguna á veginum, mér skilst að hann vilji fá veginn frá heimkeyrslunni sinni, ósköp skiljanlegt sjónarmið útaf fyrir sig. En ég veit ekki nógu mikið um það til að geta fullyrt neitt um það.
Varðandi utanvegaakstur og akstur á tímum aurbleytu, þá veit ég ekki til þess að það sé mikið af þeim aðilum í stjórn eða nefndum sem eru þungaviktamenn í ferðaþjónustu akstri. Persónulega er ég á móti því að menn aki þegar vegir eru lokaðir en á hinn bóginn finnst mér Vegagerðin stundum annsi kræf á að loka vegum sem eru fullfærir. Ég ætla mér þó ekki að vera að úthúða ferðaþjónustu aðilum í heild sinni, það eru svartir sauðir á öllum stöðum þjóðfélagsins og sjálfsagt eru flestir ferðaþjónustuaðilar ábyrgir ferðamenn. Flestum þykir nú vænt um landið sitt.
Ég get tekið undir að félagslífið virkar oft dauft á köflum, opin hús hafa verið hálf dræm undanfarið. Það er stefna stjórnar Ferðaklúbbsins og Húsnefndar að efla opin hús í vetur og reyna að gera þau meira spennandi, að þau hafi það aðdráttarafl og ljóma sem þau eitt sinn höfðu.
Séu einhverjir sem hafi áhuga á að taka þátt í að hressa uppá Opin hús hvet ég viðkomandi að setja sig í samband við stjórnina og/eða Húsnefnd.Sean: Ég er alveg sammála þér varðandi þitt innlegg, persónulega fannst mér þetta mistök á sínum tíma, en athugum samt að stjórn þess tíma glímdi við erfiða ákvörðun og hér logaði allt í illdeilum. Við skulum reyna að gera spjallið að betri stað. Reyndar finnst mér þær umræður sem hafa orðið hve fjörugastar hér undanfarið hafa farið afskaplega málefnalega fram.
Jæja, ég læt þessa langloku duga í bili, áður en ég fer að þvaðra um og of.
Virðingarfyllst, Samúel Ú. Þór, stjórnarmeðlimur í Ferðaklúbbnum 4×4.
27.09.2012 at 11:20 #757975Flottar athugasemdir og gaman að sjá hvaða pælingar liggja á baki. Ég kannast ekki við að allir þunga vigtamenn klúbbsins séu í ferðaþjónustu, en veit þó að margir tengjast því á einhvern veg sem er ekki ó lógíst því að margir af þunga vigtamönnunum hafa þekkingu og mikla þróunarvinnu að baki sem nýtist ferðaþjónustu mjög vel. Varðandi lokunina á spjallinu á sínum tíma þá var það mín ákvörðun sem formann klúbbsins að loka spjallinu, á þeim tíma var spjallið full líflegt og vefurinn allur í rusli. Á þessum tíma átti nýr vefur að leysa þann gamla að hólmi en það gekk ekki eftir. Margir góðir menn yfirgáfu klúbbinn vegna óvægna orða sem þeir sættu á vefnum þegar reynt var að loka á og henda út ummælum. til að reyna að leysa það vandamál að fá ekki yfir sig þvílíkar skammir og fúkyrði var tekin ákvörðun að loka á all nema félagsmenn. Orðrétt fékk ég frá einum aðila sem ég hringdi í og bað hann að gæta sín á vefnum: [i:19kz7tyq]Halt þú kjafti ég er ekki í þessum skíta klúbbi og þarf ekki að hlusta á vælið í þér, það e ritfrelsi á landinu og þú hefur ekkert leyfi til að banna mér að skrifa það sem ég vill. [/i:19kz7tyq]. Það ver erfið ákvörðun að loka spjallinu en þurfti að gera til að taka til á því. En að öðru þá er alveg klárt mál að klúbburinn þarf stöðugt viðhald og félagsmenn verða að vera duglegir að láta í sér heyra bæði um hvað má breyta og hvað er verið að gera gott. [b:19kz7tyq]Þeir sem eru að stjórna þurfa stundum klapp á bakið, það eflir þá í starfinu.[/b:19kz7tyq]
29.09.2012 at 08:28 #757977ÞUNGAVIKTARMAÐUR Í FERÐAÞJÓNUSTU OG STOLTUR 4X4 FÉLAGI SVARA ÁRNA ALFREÐS:
Undirritaður vill hvetja Árna til að koma að uppbyggingu og vegbótum í stað þess að rífa niður og rakka það sem gert hefur verið í góðri meiningu á hverjum tíma. Legga kannski fram traktor og vagn til vegabóta upp Hamragarðaheiði þannig að bílstjórar á litlum jeppum sem stórum freistist ekki til að aka út fyrir forarvilpur. Það er jú komið að okkur Árni að leiða sauðina, með framkvæmdum og leiðbeiningum en ekki offorsi.
Oft þarf ekki mikið til, undirritaður hefur á ferðum sínum oftlega staldrað við og kastað steini úr götu, reist við fallna stiku eða lagt steina í fornar vörður. Hvet ég þig Árni svo og aðra góða félaga hvort sem þeir eru sáttir eða ósáttir við vefmál 4×4, til að leggja hönd á plóginn.Hér að neðan er pistill sem ég sendi inn 20. júli sem innlegg í umræðu um aðgengi bíla að Fimmvörðuhálsi:
Re: Slóðinn frá Skógum og upp á Fimmvörðuháls?
af tingit » 20 Júl 2012, 09:08Félagar góðir
staðan er þannig í dag að gerður var samningur við landeigendur þess eðlis að aðeins ferðaþjónustuaðilar á merktum bílum fá lykil að hliðinu við Skóga, og með kvöðum um umferð á ákveðnum tíma dags og umgengni við bæinn.
Vona ég að það verði friður um þó þessa sátt, þar til nýtt vegstæði verður græjað eða leyst úr þessum Skógahnút á annan máta. Þetta mál allt er hið leiðinlegasta, en þó er hægt t.d. að trússa gönguhópa og þar fram eftir götunum. Virðist vera nokkur uppsveifla í ferðaþjónustunni þarna eftir gos og þarf svæðið allt á stuðningi okkar og samstöðu að halda til að rétta úr kútnum eftir allt sem yfir gekk.
Hálfur sigur betri en enginn.Ingi
29.09.2012 at 20:17 #757979Þráðurinn sem ég stofnaði til, og vonaði eftirá að hyrfi sem fyrst, er orðin hin líflegasta umræða. Það er því alveg ljóst að klúbburinn er hvergi nærri lífvana.
Það er kannski eitt að hafa sterka skoðun á hlutunum en annað og heimskulegra að fella sleggjudóma yfir heilli atvinnugrein eða hópi.
Verð því að vera sammála Inga í flestu ef ekki öllu sem hann segir hér að ofan. Ekki síst því sem að mér snýr.
Ítreka að þetta var skrifað í hita leiks og lagers og því ekki mikið á mark takandi og biðst afsökunar enn og aftur.
En aðal málefnið er eins og Ingi segir réttilega er að hætta að haga sér eins og stjórnmálamaður (á netinu) og fara gera eitthvað áþreifanlegra.
Í öllu þessu samhengi dettur mér reyndar í hug vel þekkt og ævagömul hæðnis vísa.
Stórir menn í Stóru-Mörk,
stóra ljái brúka
stórir skrifa á stóra örk
stór orð látin fjúkaHeld að þetta eigi vel við suma nokkrum öldum seinna.
Kv. Árni Alf.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.