Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › F-150 breytingar
This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.12.2007 at 19:52 #201304
Sælir félagar
Hvernig er það er ekkert verið að breyta F150 2004 og yngra á 38″ dekk eða stærra, hef ekki orðið var við neinn svoleðis bíl, bara gamla lúkkið.
Það er einhver umræða um þetta hérna á síðunni en hun er síðan í lok árs 2005. hefur ekkert gerst síðan?
Það getur ekki verið svo mikið mál að breyta þessum bílum.
Var að kaupa 2005 bíl en það er bara svona malarvegabreiting á honum bara 35″.
En þessar Tacomur spretta upp eins og gorkúlur um allar trissur á 38″
Ef einhver hefur einhverjar upplýsingar um svona breytingar endilega látið heyra í ykkur hérna. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.12.2007 at 15:25 #605252
Það eru margir svona bílar á götunni og munu örugglega nokkrir koma til með að láta breyta þeim, fyrr en seinna. Það virðist bara sem að enginn þori að byrja.
Að mínu mati er þetta einn hentugasti pallbíllinn til að breyta í fjallabíl og myndi FX4 týpan henta best.
Ég er mikið búinn að pæla mikið í þessu og er kominn niður á 2 möguleika.
Mér reiknast svona lauslega til að 41" breyting myndi kosta rúma milljón, en 38" breytingin væri nokkru ódyrara.
Munar þar um að það þarf ekki að hækka bílinn upp fyrir 38", það ætti að vera nóg að skera úr, setja kanta og hlutföll (4.56/4.88). Ég reikna með að kantar þurfi ekki að vera breiðari en ca. 4" í þessum uppsetningum.
41" (Irok eða önnur 40" dekk) þurfa smá lyftu (spurning með 6" liftkit), skera minna úr, kanta og hlutföll (4.88). Fjöðrun er þokkaleg original, svolítið stífir að framan. Það er yfirleitt LSD að aftan (axlecode B6) og væri loftlæsing kostur, en sökum lengdar ekki nauðsynleg.
Þessir bílar koma með tvenns konar pöllum, Styleside og Flareside, og er ég sjálfur með Flareside úggáfuna. En framendinn er eins á báðum.Bíllinn minn er nánast óbreyttur á 35" og er bara nokkuð seigur í snjó og öðrum torfærum. Snilldar akstursbíll og eyðir líklega minna en F-350 og er bensín í þokkabót. Það vantar bara aðeins meiri hæð, flotið kemur í stærri dekkjum.
( sjá myndir á heimasíðunni minni: [url=http://www.trukkurinn.com/index.php?option=com_rsgallery2&Itemid=30&catid=1:3mya30zh][b:3mya30zh]www.trukkurinn.com[/b:3mya30zh][/url:3mya30zh])
Svona bíll á 38" væri nokkuð öflugur fjallabíll og myndi ég ætla að 41-2" myndi henta honum best miðað við breytingarkostnað og sem "alvöru" fjallabíl. Spilar þar líka inní dekkjaval.
Svo virðist sem flest 37-39.5" dekk séu 10 striga laga, nema 38" MTZ á 18" felgur(LoadRange C). Ég er mjög heitur fyrir því dekki, mikið grip og góð keyrsludekk.
Æskilegast væri 13" breiðar felgur, 18" fyrir 38" en 17" fyrir 41". Reyndar væri 18" skynsamlegri ef menn vildu hafa alla möguleika opna varðandi dekk.
Og þeir sem myndu vilja komast "allt" þá væri ráð að röravæða með D60 að framan og smella 46" undir. Afturdrifið er 9.75" eins og D60.Það þarf ekki mikið til að breyta svona bílum og ég skil ekki afhverju menn hafa ekki skoðað hann frekar en RAM eða F-350 sem eru mun þyngri og klossaðri. Einnig þurfa þeir 46"+ til að komast eitthvað.
Ég kem til með að breyta mínum og ætlaði að vera löngu búinn að því, en það er eins og það er, ýmislegt sem spilar þar inní.
04.12.2007 at 16:54 #605254Þetta kallar maður góð svör. Mikið væri gaman ef þetta væri reglan, en ekki undantekningin, þegar maður hefur einhverja tækjaspurningu hér.
Eiríkur R
04.12.2007 at 20:44 #605256Ég átti svona bíl, og skv. skráningarskýrteininu var hann 2.670kg.
Fyrir þá þyngd myndi ég vilja eitthvað stærra 38". Og ef mig minnir rétt, þá er það bara Fx4 týpan sem er með tregðulæsingu að aftan.
Bragi hefuru vigtað þinn?
04.12.2007 at 21:14 #605258Það er rétt, að 38" er á mörkunum, en það væri mjög góð slyddujeppabreyting, eins fyrir þá sem myndu bara vilja 37" eða mjóa 38" og komst upp í sumarbústaðinn eða á veiðislóð.
Minn bíll er að mig minnir 2535 kg, nær ekki 2600kg en SuperCrew (DCab) er eitthvað aðeins þyngri.
Það er ekki rétt að LSD sé bara í FX4, heldur einnig í öðrum týpum. Þetta er hægt að lesa á miðanum á hurðastafnum, þar sem stendur axlecode og er "B6" fyrir 3.73 LS en "26" er t.d. opinn 3.73. Einhverjir eru síðan með 3.55 (opinn í flestum tilfellum) en það eru yfirleitt XLT og Lariat.
04.12.2007 at 21:15 #605260Gleymið því aldrei að 150 bílar þyngjast verulega, eins og svosem allir bílar, við verulegar breytingar. Og þá fer að verða stutt í hámarks leyfilega þyngd. Og fari menn yfir hana verður ekkert tryggingafélag sérlega æst í að greiða út tjón, hvernig sem þau eru til orðin. Margur bíllinn er nefnilega þannig að þegar kominn er einn farþegi um borð verður að sleppa nestinu og biðja einhvern annan að flytja eldsneytið. Kannski er það allt í lagi, en ég held samt að 250 eða 350 bíll sé hentugri.
Þ
04.12.2007 at 21:31 #605262Er það þyngd í skráningarskírteini (án breytingarskoðunar) eða raunþyngd með einhverju í t.d. fullur af bensíni?
Svona F150 er skráður 2610kg og heildarþyngd 3265kg sem gefur okkur 655kg í burðargetu.
Það er alveg (nýlegur) Patrol þyngd er það ekki?
04.12.2007 at 21:42 #605264…Tacoman er undir 2 tonnunum… það ásamt því að það er tiltölulega lítið mál að breyta þeim svarar kannski spurningunni hvers vegna hún sé svona vinsæl?
04.12.2007 at 21:45 #605266Takk kærlega fyrir þessi viðbrögð og góð svör.
Er rosa heitur fyrir að breyta mínum eitthvað.
Er með SuperCrew kingranch og er hann 2650 að mig minnir þannig að 39,5" er sennilega alveg lámark kanski.
En takk kærlega fyrir þessi svör Bragi verð kanski í sambandi við þig ef ég fer út í einhverjar breytingar.
04.12.2007 at 22:01 #605268Það er einmitt ein rökin fyrir þessum breytingum, að reyna að halda þyngdinni niðri.
Er þetta ekki sama vandamál með alla bíla þegar farið er í frekari og meiri breytingar á þeim.
Mér skilst nú að Patrol sé gott dæmi um slíkt.Þegar ég hef farið í ferðir, þá er bíllinn um ca. 3tonn hjá mér, þ.e. 2 manneskjur og búnaður.
Þannig að það eru ca. 500 kg eftir fyrir annað
Burðargetan hjá mér er ca.750kg. SuperCrew er eitthvað minni (ca.100kg).
Þið verðið að athuga það að það eru til alla vega 49 mismunandi útgáfur af þessum bílum, sem byggðar eru á 5 grunngerðum; XL, STX, XLT, Lariat og FX4. Þar til viðbótar eru týpur eins og HD og KR sem eru sprotnar út af Lariat (meira króm, leður og fínheit).
04.12.2007 at 22:01 #605270Eitt er þó víst að það ætti ekki væsa um mann í F-150 fjallabíl, þetta verður svo verulegalega spennandi 2009, því þá kemur hann með V6 eða V8 díselvél, þá sömu og er í RangeRover.
Sú vél ætti að snýta þessari 5.4 bensín rellu.…góðar stundir
04.12.2007 at 22:12 #605272Það er ekki hægt að líkja Tacoma við F-150, hún er í öðrum (lægri) klassa. Það er Tundran sem keppir við F-150 bílinn og segja mér vitrari menn að jafnvel Tundran standi langt á eftir F-150 í styrk og gæðum.
Ég hef ekki betur heyrt og séð að það sé ekkert varið í Tundruna nema að skipta fyrst um hásingar á henni (sjá BSV Akraness) og er eins um Tacomuna (veikur framendi).
Annað sem eykur á vinsældir Tacoma er þessi Toyotu dýrkun á Íslandi. Það er ekkert auðveldara að breyta henni en öðrum bílum (lesist F-150just my $.02
04.12.2007 at 23:10 #60527405.12.2007 at 02:21 #605276Það væri gaman að smella D60 undir F-150 að framan og 4-link Hann færi ALLT á 46" 😉
Þetta er btw flott Tundra og ég veit ekki betur en hún sé að gera góða hluti, enda varla Toy lengur 😀
(Varð að koma með smá skot)
05.12.2007 at 09:34 #605278Það er nú ekki oft sem maður heyrir orðin "Ford" og "gæði" í sömu setningunni. Bara svona tók eftir þessu og varð að minnast á þetta
kv
togogíta-kallinn.
05.12.2007 at 10:43 #605280Allir bílar hafa sína kosti og galla. Persónulega finnst mér stórir jeppar ekki henta fyrir breytingar nema fyrir björgunarsveitir eða ferðaþjónustuaðila. Miklar breytingar þarf til og lágmark 44" dekk undir svo að þeir verði frambærilegir í snjóferðir. Ef drullutjakkur ræður ekki við bílinn, án þess að vera að skíta á sig, að framan þá of þungur.
05.12.2007 at 18:48 #605282Frá ’83-ca. 2003 gengu flestar pælingar út á að finna sem léttastan bíl per styrk til breytinga.
Þá skyndilega ar engin með pung nema að eiga vörubíla á 46"+ á fjöllum. Bílar sem eyða gríðarlega og skemmast mikið að virðist.
.
Ég er með Patrol á 44" sjálfur vegna vinnu, en væri ekki á stærri bíl en max Barbí Cruiser ef ég væri bara að spá í þægilegan ferðabíl sem drífur vel. Barbí Cruiser á 38" fer ekki mikið minna en t.d. Patrol á 44".
.
Auðvitað er cool að vera á vörubíl sem drífur, en að mínu mati afar ópraktískt og dýrt.
11.12.2007 at 17:23 #605284Baldi, ég er að hugsa um að láta verða af þessu á komandi ári.
Skrapp aðeins í GVS og [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=197753:boik4gjj]mátaði 41" undir.[/url:boik4gjj]
Mér sýnist 6" upphækkunarsett og smá úrklippa koma þessu leikandi undirHverjir væru bestir í kantasmíði ??
12.12.2007 at 10:06 #605286Kemur maður 15" felgu undir hann án nokkurra breytinga á bremsum?
12.12.2007 at 11:38 #605288Nei, 17" er lágmark.
Það er ekki einu sinni hægt að koma 16" undir vegna stærðar á bremsudiskum (13" að framan og 13,2" að aftan)
12.12.2007 at 12:14 #605290Þannig að Ground HawG 38 / 15,50 R 16,5 passar ekki undir hann nema að það séu gerða breytingar á bremsum?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.