Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eysla LC 80 TD
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Ómar Már Pálsson 20 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2005 at 17:09 #195169
Mig vantar uppl um eyðslu á LC 80 Dísel á 38″ beinsk og sjálfsk.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.01.2005 at 12:51 #512456
Jæja góðan dag.
þar sem mig hefur lengi dreymt um að fá mér LC 80 dísel bíl breyttan fyrir 38"-44" langar mig að forvtnast um eyðslu og þyngd og hversu vel þessir bílar þoli 44" breytingu þeas legur og hásingar með tilliti til felgubreiddar og svoleiðis eða hvort það er nóg að vera með 38" undir svona bíl.
Með kveðju og von um einhver svör.
Snorri.
06.01.2005 at 15:24 #512458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef maður les lýsingu á núverandi bíl þínum, þá held ég að þú verðir ekki óánægður með eldsneytis kostnaðinn miðað við lúxusinn sem LC80 býður upp á og af sömu ástæðu held ég að þú komist flótlega að því að 38" sé ekki nóg.
ÓE
06.01.2005 at 18:37 #512460Daginn.
Ef við byrjum á eyðslunni þá hef ég verið talsvert á svona björgunarseitarbíl með 24 ventla vélinn og hefur hann verið með svona 16-18 lítra í langkeyrslu en er yfirleitt verið lestaður af búnaði og mannskap og veður og færð verið misjöfn. Bíllinn er beinskiptur á 38? dekkjum og original drifhlutföllum(3,58).
Ef við tökum svo þetta bull um að þessir bílar drífi illa á 38? þá held ég að það sé til komið vegna þess að yfirleitt eru 38? bílarnir nánast óbreyttir á meðan 44? bílarnir eru hlaðnir búnaði. Þessi bíll sem ég er á er hækkaður vel á undirvagni en ekkert á boddíi til að hann setjist ekki á kviðinn sem er stórt vandamál á flestum nýrri jeppum, aftur hásingin er færð aftur og í honum er milligír sem gerir kraftaverk í erfiðu færi, hann er síðan á 38? mudder og 15,5? breiðum felgum sem kemur mjög vel út. Á svona útbúnum bíl ertu mjög vel staddur og ég held að hann sé talsvert léttari í viðhaldi heldur en 44? bílarnir. Legur hafa ekki verið vandamál en það þarf að bera virðingu fyrir framhásingunni sem mætti vera með sterkara drifi, það virðist þola fullt átak áfram en lítið afturábak og er góð regla að draga aldrei með bílnum afturábak og þá ertu í góðum málum.
Mér finnst þessi bíll alveg snilld og á vélin þar stóran þátt, ólíkt annari bíltegund sem ég ætla ekki að nefna en byrjar á P og björgunarsveitin á líka og reyni ég að komast hjá að aka svoleiðis vögnum ef fara þarf til fjalla.
Kv. Smári.
06.01.2005 at 20:20 #512462
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er nú ekki með 38", ég er bara á 33" óbreyttum og er með sjálfskiptan 12 ventla bíl.
Innanbæjar, ekki undir 17,5 og ekki yfir 21. Þá er ég að tala um hreinan innanbæjarakstur, oftast er ég að sjá 20,5 fyrir frekar harðan akstur.
Utanbæjar, 90-100 jafn hraði, 12,5-13.
Olíuverk hefur ekki verið tekið upp og gæti ég trúað að það sé eitthvað farið að tapa nákvæmni og jafnvel tíma. Ég skipti þó um dísurnar fyrir um ári og það hafði ekkert að segja.
ég ók á vikt í fyrra og þá var hann um 2600 kg með verkfærum, mér og hundinum…
06.01.2005 at 21:07 #512464Kvöldið
06.01.2005 at 21:19 #512466Kvöldið
Ég er sammála Smára, að vissu marki allavega:)
Ég er með svona LC 80 91 árgerð. Hann er á 38" og 14" breiðum felgum. Hann er um 2700 kg með slatta af olíu, verkfærum og varahlutum sem ég tek með mér á fjöll og spottanum og öllu því. Ég er búinn að taka gríðarlega á þessum bíl og notan hann eins og ég vil nota hann það er orginal hásing undir honum að framan en ég hef passað mig mjög mikið í afturábak átakinu og dreg ALDREI afturá bak. Ég færði afturhásinguna aftur um 25 cm í vor og er lítið búinn að prófa hann í snjó eftir það en það litla sem ég er búinn að prófa kemur bara nokkuð vel út. Ég er mikið búinn að hugsa um 44" og það kemur sjálfsagt að því að maður fer í svoleiðis pakka. Hjólalegur hafa ekki verið til vandræða en ég fylgist mjöööög grannt með þeim og kíki á þær amk einu sinni á ári og skipti þá um feiti á þeim ef ekki þarf að skipta um legurnar, nauðsynlegt að fylgjast með þeim en ekki endilega annað en það.Og svo er það eyðslan. Bíllinn er sjálfskiptur, 3"púst k&n síu og svo er búið að bæta við olíuverkið. Þrátt fyrir það er ég mjög sáttur við eyðsluna, hef að vísu ekki mælt hann nema tvisvar í þjóðvegaakstri, Reykjavík-Akureyri-Reykjvík með fullan bíl af fólki (7 manns) og allan farangur sem því fylgdi var hann með 12,6 lítra á hundraðið. Mjög sáttur við það. Innanbæjar eyðir hann að sjálfsögðu meira, en ekkert sem mér blöskrar.
Kveðja
Einsi
06.01.2005 at 23:24 #512468Já takk fyrir þessar upplýsingar sem komnar eru og maður verður enn heitari fyrir vikið en að öðru því ég hef heyrt að skipta þurfi um legur í mótor á ca 120 – 190 þús km fresti og ef svo er hvaða legur eru það þá og er mikið mál að skipta um þær og mikill kostnaður.(miðað við að gera það sjálfur).
Er búinn að finna beinskiptan bíl sem mig langar í en hann er ekinn 370 þús km. Er það of mikið eða getur svona mótor kannski farið annað eins í viðbót?Kveðja Snorri.
PS: það er búið að skipta amk einu sinni á þessum 370 þús km.
07.01.2005 at 00:44 #512470Snorri……. ertu búin að fá leyfi hjá Mæju???? annars eru þetta LANG bestu bílarnir og komast allt sama hvað er fyrir þeim 44" NEI Snorri !!!!!!!
07.01.2005 at 00:52 #512472Já og svo gleimdist nú aðal efnið það er ekki spurning um eislu heldur gæði! :Þ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.