This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Jóhannesson 14 years ago.
-
Topic
-
Þá er komið að hinni landsfrægu þrettándagleði Eyjafjarðardeildar 4×4.
Eins og venjulega verður hún haldin í Réttartorfu .
Það má búast við miklum fjölda gesta eins og undanfarin ár en það er nóg
gistirými þannig að það verður aldrei uppselt.
Gestir sjá sjálfir um mat og drykki ,en það er að vísu ókeypis hafragrautur í
morgunmat.Það verður kveikt í brennunni Kl.21.15 og kannski hlotnast okkur sá heiður að
Elli Þorsteins segji “KÆRU FÉLAGAR”
Eftir brennu byrjar kvöldvaka sem stendur fram á nótt , kannski syngur
Jói Björgvins einsöng í “Óbyggðirnar Kalla”, en síðan ganga menn til
náða þegar klukkan er ca. 05.00 en þá lýkur kvöldvökunni.Almenn brottför verður laugardaginn 8.janúar kl.10.00 og það verður
farið frá Skeljungi við Hörgárbraut.
Þeir sem ætla að fara á öðurm tímum gera það en gott væri að vita af
ferðum manna til öryggis.Nú einhverjir ætla að fara strax á föstudaginn 7.janúar til að kynda skálann
og er það hið besta mál.
Það er engin skráningarskylda en það þarf að borga skálagjald sem er
stillt í hóf en nóttin kostar kr.1.000 .Kveðja
Skemmtinefnd og Ferðanefnd Eyjafjarðardeildar 4×4
You must be logged in to reply to this topic.