FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Eyjafjarðardeild Þrettándagleði

by Jóhann G. Hauksson

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Eyjafjarðardeild Þrettándagleði

This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jóhann Jóhannesson Jóhann Jóhannesson 14 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.01.2011 at 18:09 #216680
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant

    Þá er komið að hinni landsfrægu þrettándagleði Eyjafjarðardeildar 4×4.
    Eins og venjulega verður hún haldin í Réttartorfu .
    Það má búast við miklum fjölda gesta eins og undanfarin ár en það er nóg
    gistirými þannig að það verður aldrei uppselt.
    Gestir sjá sjálfir um mat og drykki ,en það er að vísu ókeypis hafragrautur í
    morgunmat.

    Það verður kveikt í brennunni Kl.21.15 og kannski hlotnast okkur sá heiður að
    Elli Þorsteins segji “KÆRU FÉLAGAR”
    Eftir brennu byrjar kvöldvaka sem stendur fram á nótt , kannski syngur
    Jói Björgvins einsöng í “Óbyggðirnar Kalla”, en síðan ganga menn til
    náða þegar klukkan er ca. 05.00 en þá lýkur kvöldvökunni.

    Almenn brottför verður laugardaginn 8.janúar kl.10.00 og það verður
    farið frá Skeljungi við Hörgárbraut.
    Þeir sem ætla að fara á öðurm tímum gera það en gott væri að vita af
    ferðum manna til öryggis.

    Nú einhverjir ætla að fara strax á föstudaginn 7.janúar til að kynda skálann
    og er það hið besta mál.
    Það er engin skráningarskylda en það þarf að borga skálagjald sem er
    stillt í hóf en nóttin kostar kr.1.000 .

    Kveðja
    Skemmtinefnd og Ferðanefnd Eyjafjarðardeildar 4×4

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 05.01.2011 at 22:23 #715142
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sælir félagar.
    Nú er um að gera að láta vita hvort menn ætla að fara eða ekki þó að ekki sé skráningarskylda.
    Eins og þú veist Jói minn þá eru þessar þrettándugleðiferðir þær bestu sem klúbburinn býður upp á.
    Stjórnarmenn móðurfélagsins, Sveinbjörn, Guðmundur, Logi o.fl. ætla að mæta. vona bara að þeir hafi þúsundkall með sér til að borga skálagjaldið sem er náttúrulega bara grínverð, og það með morgunmat. (verðið er dýrara í Vladivostock)

    Ég mæli með að stjórnarmenn (Sveinbj, Guðm, Logi og þeir sem ætla norður) skoði veðurspá og komi þá High way 1 norður á föstudegi og ef veðurspá er góð fyrir sunnudag þá fari þeir Vaðið og inn á Sprengisand og suður en ef veðrið verður vitlaust eða of tímafrekt fari þeir sömu leið til baka á sunnudegi.

    Endilega að láta vita félagar.
    Kveðja,
    Elli.





    05.01.2011 at 22:42 #715144
    Profile photo of Jón Skjöldur Karlsson
    Jón Skjöldur Karlsson
    Member
    • Umræður: 21
    • Svör: 261

    Ég var beðinn um að tilkynna það að Bubbi og Eiður ætla að mæta og það strax á föstudagskvöld, enda veðurspá góð samkv. Bubba. Ég er jafnvel að hugsa um að fara líka, þ.e.a.s. ef ég finn út hvernig á að taka olíu á Patrolinn, en það er svo langt síðan það var gert að ég man varla hvar áfyllingin er.

    kv. jsk





    06.01.2011 at 00:27 #715146
    Profile photo of Finnur Ármann Óskarsson
    Finnur Ármann Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 20

    Því miður er allt gistirými yfirfullt í Vladivostok um helgina þrátt fyrir hátt verðlag. Því sé ég mig tilneyddan að flýja þaðan á Lödu brakinu mínu og skella mér í gleðina. Óvíst um brottför.

    Kveðja Finnur





    06.01.2011 at 10:53 #715148
    Profile photo of Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 553

    [quote="jsk"]Ég var beðinn um að tilkynna það að Bubbi og Eiður ætla að mæta og það strax á föstudagskvöld, enda veðurspá góð samkv. Bubba. Ég er jafnvel að hugsa um að fara líka, þ.e.a.s. ef ég finn út hvernig á að taka olíu á Patrolinn, en það er svo langt síðan það var gert að ég man varla hvar áfyllingin er.

    Skjölli þú getur litið í owners manual og komist að þessu og svo er oft ör við mælinn sem vísar á þá hlið sem áfyllingin er. En eins og þú bendir á þá fara nokkrir á föstudag eins og Eiður, Bubbi kóari, Pétur, Ölli, Ég og vonandi að Skjöldur verði búinn að finna áfyllinguna.

    kveðja, HG





    06.01.2011 at 15:29 #715150
    Profile photo of Sindri Thorlacius
    Sindri Thorlacius
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 542

    sælir ég leg liklega af stað eihverntiman eftir hádeigi eða seinni partin á laugardeigi væri gaman að vera í samfloti við eihvern





    06.01.2011 at 18:34 #715152
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Sælir félagar

    [b:13mgdyr0]Skemmtinefnd og Ferðanefnd Eyjafjarðardeildar 4×4
    hafa ákveðið að fresta Þrettándagleði Eyjafjarðardeildar
    um eina viku.

    Hún verður haldin laugardaginn 15.janúar.

    Fh.Ferðanefndar og Skemmtinefndar
    Jói Hauks[/b:13mgdyr0]





    06.01.2011 at 19:53 #715154
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    [quote="Jói Hauks":14wwl1ag]Sælir félagar

    [b:14wwl1ag]Skemmtinefnd og Ferðanefnd Eyjafjarðardeildar 4×4
    hafa ákveðið að fresta Þrettándagleði Eyjafjarðardeildar
    um eina viku.

    Hún verður haldin laugardaginn 15.janúar.

    Fh.Ferðanefndar og Skemmtinefndar
    Jói Hauks[/b:14wwl1ag][/quote:14wwl1ag]

    Jói, þú ert að grínast er það ekki? Af hverju er verið að fresta þessu?
    Eru eintómar kellingar í þessum klúbb eða hvað.

    Kveðja:
    Erlingur Harðar (jeppalausi)





    06.01.2011 at 19:55 #715156
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Hmmm… þetta hentar mér reyndar afar vel.

    Eigum við að halda bjórkvöld í staðinn ha, í byggð… :-)

    Kveðja:
    Erlingur Harðar (enn jeppalaus)





    06.01.2011 at 21:00 #715158
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Erlingu þetta var gert svo að þið jeppalausu
    kerlin… (það má vist ekki segja það) gætuð frekar komið með.
    Þið þolið ekki óveður eins og allir vita.

    KV
    Jói Hauks





    06.01.2011 at 23:24 #715160
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sælir félagar.

    Nú er botninum náð. Ég einfaldlega trúi ekki að fresta eigi þrettándugleðinni.
    Hvað er í veginum? Þarf að vera Yaris færi til að menn fari eða eru menn orðnir eitthvað, eitthvað, eitthvað,–ég skil ekki.

    kv,
    Elli.





    07.01.2011 at 00:11 #715162
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Já Elli minn. Við "Ellarnir" látum okkur fátt um finnast þegar veður og snjór er annarsvegar. Enda höfum við nú farið fram hjá "Eyfirðingum" sem voru í "neyðarbæli" í Bárðardal á leið okkar í Torfuna. Þetta eru kellingar og ættu að skammast sín að telja sig bændasynir.
    Jói minn, ertu búinn að láta Sölva sjóða Trúberinn saman í miðjunni. Þú ert auðvitað löglega afsakaður enda ekki á Tog-og-ýta (sem einhverjir kalla bíl).

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    07.01.2011 at 00:22 #715164
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Elli minn.

    Ég væri til í að að fara uppeftir á laugardeginum og við gætum þá kveikt í brennunni til að lýsa upp grillið sem við gerðum hérna um árið.
    Kellingarnar geta svo þrifið upp eftir okkur í vor þegar Yarisarnir verða komnir með útgönguleyfi.
    En að öllu gamni slepptu þá spyr ég: Er einhver munur á Yaris og 4runner þegar búið er að setja 44" undir þá?

    Kveðja
    Elli.





    07.01.2011 at 00:47 #715166
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Svar: Nei, nema að það er miðstöð í Yaris og svalur bílstjóri…

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    07.01.2011 at 01:05 #715168
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Jæja það er gott að sjá að það er eitthvað
    lífsmark með ykkur félögum,og að þið getið
    riðið fram ritvöllinn eins og hér áður fyrr
    og sýnið að þið hafið engu gleymt.

    Það er nú þannig að við viljum að sem flestir komist
    á Þrettándagleði en eftir þennan storm sem nú geisar
    og verður sennilega allan daginn á morgun líka þá
    komast sennilega bara hetjur eins og þið í Réttartorfu
    á laugardaginn.

    Erlingur það er eins gott að Raggi Jóns segji ekki
    öllum það sem ekki má hafa eftir þér varðandi bílamál.
    Ást ykkar Ella á Toy-Yaris er aðdáunarverð.

    Kv
    Jói Hauks

    PS.Þrettándagleðin VERÐUR laugardaginn 15.janúar





    07.01.2011 at 01:33 #715170
    Profile photo of Sindri Thorlacius
    Sindri Thorlacius
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 542

    ég sé ekki hvað er að ykkur ég sé valla niðrí fjós hérna í sveitini og samt er ég búinn að vera á fulu að spreingja skabla í dag á TOYOTU og komist allt





    10.01.2011 at 22:14 #715172
    Profile photo of Eysteinn Pálmason
    Eysteinn Pálmason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 109

    Komið nú öll sæl og blessuð, eru ekki allir hættir að gráta og væla eða hvað er að frétta?
    Vildi bara hysja þetta upp og von um að spáin verði eins og hún er núna.
    Góðar stundir.





    11.01.2011 at 17:54 #715174
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Já Eysteinn nú dugar ekkert væl lengur.

    [b:zzgsy7p7]Nú höldum við Þrettándagleði Eyjafjarðardeildar 4×4
    laugardaginn 15.janúar [/b:zzgsy7p7]Eins og venjulega verður hún haldin í Réttartorfu .
    Það má búast við miklum fjölda gesta eins og undanfarin ár en það er nóg
    gistirými þannig að það verður aldrei uppselt.
    Gestir sjá sjálfir um mat og drykki ,en það er að vísu ókeypis hafragrautur í
    morgunmat.

    Það verður kveikt í brennunni Kl.21.15
    Eftir brennu byrjar kvöldvaka sem stendur fram á nótt , kannski syngur
    Jói Björgvins einsöng í “Óbyggðirnar Kalla”, en síðan ganga menn til
    náða þegar klukkan er ca. 05.00 en þá lýkur kvöldvökunni.

    Almenn brottför verður laugardaginn 15.janúar kl.10.00 og það verður
    farið frá Skeljungi við Hörgárbraut.
    Þeir sem ætla að fara á öðurm tímum gera það en gott væri að vita af
    ferðum manna til öryggis.

    Nú einhverjir ætla að fara strax á föstudaginn 14.janúar til að kynda skálann
    og er það hið besta mál.
    Það er engin skráningarskylda en það væri gott að heyra frá þeim sem ætla að
    fara hér á spjallinu. Það þarf að borga skálagjald sem er stillt í hóf en nóttin kostar kr.1.000 .

    Kv
    Skemmtinefnd og Ferðanefnd
    Eyjafjarðardeildar 4×4





    12.01.2011 at 10:25 #715176
    Profile photo of Pétur Róbert Tryggvason
    Pétur Róbert Tryggvason
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 66

    Já þetta er alveg klárt, gjalkerinn og skálanenfdarformaðurinn ætlum í Réttartorfu. Við munum fara upp eftir á föstudeginum til að tryggja og fylgjast með að allir greiði skálgjöld. =)
    Samið hefur verið við félaga F-78 um að annast innheimtuaðgerðir fyrir þá sem ekki þykjast hafa pening með sér. Þykir þessi aðferð nýbreitni og verður fróðlekt að sjá ef menn kjósa þessa óhefðbundnu innheimtuaðferð.

    Hlökkum til að sjá ykkur á fjöllum.

    Þar sem að gjaldkerinn er í góðu skapi verður vegleg flugeldasýning.

    Kveðja Pétur





    12.01.2011 at 20:32 #715178
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Sælir

    Hvernig er það er ekki stemning fyrir þrettándagleðini ?
    Veðurspáin er flott og gjaldkerinn ætlar að splæsa í flugelda.
    Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig í Réttartorfu
    á föstudaginn eða laugardaginn og taka þátt í bestu þrettándagleði
    sem haldin er.

    Kv
    Jói Hauks
    ps.ætla að reyna að komast á föstudaginn.





    12.01.2011 at 21:08 #715180
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    Sælir.
    Þetta verður örugglega órtúlegt fjör og gaman og ekki spillir örlæti gjaldkerans, kanski að hann ætti að splæsa í eitthvað fljótandi líka!! Ég er að vinna í jeppanum og veit ekki hvernig það kemur til með að ganga en stefni á að mæta, hvort sem ég verð á mínum eða sem cóari hjá einhverjum, skemtun sem ómögulegt er að missa af!!!

    Kv, Stefán sem ætlar líka á föstudag, ef allt gengur upp í viðgerðum eða farsníkjum!





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.