This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 11 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Þorrablót Eyjafjarðardeildar verður haldið 9.febrúar í Skúlagarði Kelduhverfi (N66 04.587 W16 42.512). Fundur Samút er á föstudagskvöldinu og því munu einhverjir leggja í hann á laugardegi annars er tilboð í gistingu á föstudagskvöldi.
Frá skemmtinefnd:
Brottför frá Akureyri á laugardagsmorguninn 9.febrúar kl.9:00 ekið í strollu sem leið liggur til Húsavíkur og síðan Tjörnesið í Skúlagarð í Kelduhverfi. Áætlað að mæta í Gljúfrastofu við Ásbyrgi kl.12 skoða ýmislegt þar. Einnig að skoða Ásbyrgi og fleiri staði í Kelduhverfi þennan dag.
Borðhald í þorrablóti hefst kl.20:00Tilboðið frá Skúlagarði:
Þá fyrst fyrir þá sem koma á laugardeginum og gista eina nótt 10.500.pr.mann innifalið í tilboði gisting m/morgunverði þorrahlaðborð og þið hafið svo aðgang og afnot af húsinu þ.e. litla salnum og ef þið viljið stóra salinn til að grínast og dansa.Það er skjávarpi þar.
Þau ykkar sem koma á föstudeginum borgið þá 5000.pr.mann fyrir gistingu og morgunverður innifalinn.
Við gerum ekki athugasemdir við það þó þið hafið með ykkur (vatn og orkudrykki) en við erum með barinn opinn ef þið viljið nota ykkur það.
KV. Halla JensSkráið ykkur hér á þræðinum og látið vita hvenær verður lagt í hann
You must be logged in to reply to this topic.