This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Erlingur Harðarson 13 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Nú er komið að því.
Þorrablót Eyjafjarðardeildar 4×4 18-20 febrúar 2011Þorrablótið verður haldið á Hótel Seli á Skútustöðum í Mývatnssveit
Verð á þorramat og gistingu er kr.11.250 fyrir manninn og þá er morgunmatur innifalinn .
Ef fólk vill koma á föstudegi þá kostar aukanóttin með morgunmat
Kr.3.900 á mann
Og fyrir þá sem vilja bara koma í þorramatinn og fara heim um kvöldið þá kostar það Kr.5.300 fyrir manninn.
Þannig að heildarverð með aukanótt er kr.15.150 á mannÁ laugardeginum stendur til að fara í stutta jeppaferð en hvert farið verður fer eftir veðri en það eru margar skemmtilegar leiðir þarna á svæðinu.
Farið verður í ferðina um kl.10.00 þannig að þeir sem koma á laugardaginn
og ætla að koma með verða að vera komnir fyrir þann tíma.
Við gerum ráð fyrir að koma til baka um kl.16-17.00 .
Síðan verður hægt að fara í Jarðböðin eftir jeppaferðina eða slaka á uppá herb.fyrir matinn.
Þorrablótið hefst síðan um kl.20.00 og stendur fram á nótt með söng og dansi.Nú drífa menn í því að skrá sig.
Skráning hér á þræðinum eða hringja í Jóa Hauks sími 8945307Skemmtinefnd Eyjafjarðardeildar 4×4
You must be logged in to reply to this topic.