This topic contains 4 replies, has 2 voices, and was last updated by Erlingur Harðarson 9 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Hér í þessum þræði verða sagðar fréttir af Stórferð Eyjafjarðardeildar um Austurland.
Nú það er helst að frétta að flestir þeir sem ætluðu að koma í Möðrudal í kvöld voru mættir þar,
það voru allir í góðum gír og gleðin var mikil hjá flestum.
Einhverjir voru þó að kvarta yfir því að maturinn var ekki kominn á borðið og töldu að um væri að
svik af hálfu ferðanefndar (enda er hún skipuð þannig mönnum).Nú ferðalagið frá Akureyri gekk vel hjá flestum en þó er undantekning þar á þar sem að 54″ Ram náði að festa sig á leiðinni í Möðruda (ekið var um þjóðveg no.1).
Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um hvernig þetta gat skeð en heimildarmaður
ritara sagði að um væri að ræða byrjenda mistök.Nú ef að frekari fréttir berast þá verða þær birtar um leið.
kv.
ritari Eyjafjarðardeildar 4×4
Jóhann Hauksson
You must be logged in to reply to this topic.