This topic contains 25 replies, has 14 voices, and was last updated by Adam Örn Þorvaldsson 9 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ferðatilhögun 4X4 Eyjafjarðadeild , Stórferð, 19 -22.03.20115, Austurland
19.03 Fimmtudagur
Lagt af stað á ýmsum tímum frá Akureyri og nærsveitum , haldið í Möðrudal þar sem verður kvöldmatur frá kl.20:00 – 22:00 fyrir þá sem það vilja.20.03 Föstudagur
Kl.09:00 verður lagt af stað frá Möðrudal, þar er hægt að hitta hópinn og verða samferða áfram.
Frá Möðrudal verður haldið í Grágæsadal þaðan í Hveragil þar sem fólk getur farið í bað, eftir baðið verður stefnt á Brúarjökul að Töfrafossi og síðan verða Íshellar skoðaðir. Frá Íshellunum verður farið í Fjallaskarð þar sem gist verður þá nótt. Dagur 1 ca. 200 km.21.03 Laugardagur
Kl.08:30 verður farið frá Fjallaskarði í Snæfell, að Geldingarfelli um Tröllakróka, Þrándarjökull, Eyjabakka og aftur í Fjallaskarð. Dagur 2 ca.140 km
(Plan B fyrir Laugardag ef veður verður slæmt þá stefnum við í Dyrfjöll og fengin önnur gisting.)22.03. Sunnudagur
Kl.08:30 Ef við verðum í Fjallaskarði áfram þá nótt sem stefnt er að þá verður farið í Jökuldalinn , þaðan á Smjörvatnsheiði og í Möðrudal í Kaffi dagur 3 ca. 130 km og síðan heim. Menn greiða kaffið sjálfir í Möðrudal. Akstur heiman og heim miða við Akureyrir er um 800 km.Skráningu líkur 13.03.2015 kl.22:00 á vef 4X4, Greiðsla staðfestir skráningu greiða skal inn á reikning 4X4 Eyjafjarðardeildar fyrir kl.22:00 þann 13.03.2015, reikningsnúmer deildarinnar er 0566-26-44044, kt.620796-2399 athugasemd Austurland. Tilgreina skal fjölda við skráningu á vef 4X4. Einnig má tilkynna sig í tölvupósti á gunnirun@internet.is og láta vita hvort menn muni nýta sé aðstöðina í Möðrudal.
Möðrudalur fimmtudagskvöld og föstudagsmorgum fyrir þá sem það vilja.
Gisting í uppábúnu rúmi 5000 kr.pr.mann miða við 2 í herbergi
Svefnpokapláss 3500 kr pr.mann
Kvöldmatur 4000 kr. Pr.mann ( Grillað lamb og desert )
Morgunverður 1200 kr.pr. mann
Gisting í Fjallaskarði 2 nætur er kr.2000 pr. mann pr. NóttFyrir hönd ferðanefndar 4X4 Eyjafjarðardeildar,
Gunnar Rúnarsson A-979
You must be logged in to reply to this topic.