FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Eyjafjarðardeild , fjölskyldudagur

by Jóhann G. Hauksson

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Eyjafjarðardeild , fjölskyldudagur

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jóhann G. Hauksson Jóhann G. Hauksson 15 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.04.2010 at 10:47 #211944
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant

    Félagar nú hittumst við allir uppi á Súlumýrum laugardaginn 10.04.2010 kl.13.00 og skemmtum okkur með fjölskyldum okkar.
    Á staðnum verður kolagrill og geta menn komið með pylsur eða annað góðgæti og sett á grillið.
    Síðan ættu allir að geta fundið sér brekkur við hæfi annað hvort til að keyra upp eða bara renna sér á niður á sleða.
    Þetta er flott svæði til að leika sér á , bæði fyrir börn og jeppamenn.Er ekki nema 2km frá bænum.

    Allir eru velkomnir og athugið að það komast flestir jeppar upp á Súlumýrar, líka óbreyttir.
    Nú fjölmenna allir því að það er góð veðurspá og það er mikill snjór.

    Kveðja
    Skemmtinefnd Eyjafjarðardeildar 4×4

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 07.04.2010 at 22:30 #689634
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Hæ öll.

    Tek undir með Jóa Hauks. Allir að mæta. Ef veðurspáin gengur eftir þá grillum við bara neðan við vörðu. Þar er fínt sleða, slöngu, bretta og skíðafæri og grillið á staðnum.

    Eigum góðan fjölskyldudag.

    Kveðja, Elli.





    07.04.2010 at 22:40 #689636
    Profile photo of Sindri Thorlacius
    Sindri Thorlacius
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 542

    já væri liklega alveg til i að koma en bíllinn er víst véla vana að venju

    góða skemtunn

    kv sindri





    08.04.2010 at 00:01 #689638
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Það passar eins og venjulega, dóttir mín að keppa á siglufirði þessa helgi ….ALLTAF þegar eitthvað er um að vera hittir þetta svona á, er ekki hækt að fresta þessu um eina helgi grrrr….





    08.04.2010 at 14:07 #689640
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Já svona er þetta Benni ,maður verður stundum að
    velja og hafna, en þú veist að Súlumýrar eru betri en
    Siglufjörður (með fullri virðingu fyrir þeim ágæta stað).

    En þó að Benni komi ekki þá skora ég á alla 4×4 félaga að
    fjölmenna á Súlumýrar á laugardaginn kl.13.00 og skemmta
    sér.

    Kv
    Jói Hauks





    08.04.2010 at 20:06 #689642
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    Sælir félagar. Aldrei þessu vant er ég á sjó þessa helgi og þó svo væri ekki þá er bíllinn í lamasessi vegna #%&"#$#%&&/%$$ helvítis ARB lás sem gaf sig. En skora á alla að mæta, var fín stemming í fyrra.

    Kv, Stefán





    09.04.2010 at 01:41 #689644
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Ef þið sjáið einhvern stóran og myndalegan karlmann á leið þarna uppeftir á puttanum í gulum múmbúts og með rauða rós í hnakka þá kannski takið þið hann með, það er ég! Konan ættlar að taka af mér jeppan um helgna (sigló) ogskilja mig einan eftir með fólskbílinn, ekki nógu mikið pláss í honum fyrir skíðaferðalög segir hún. Ég verð að kaupa stærri konubíl!





    09.04.2010 at 19:51 #689646
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Benni ef þú ert svona til fara þá er ég ekki
    hissa á því að konan vilji ekki hafa þig með á
    Siglufjörð og ég geri ekki ráð fyrir því að félagar
    þínir í Eyjafjarðardeild taki þig með í þessu dressi.
    Nema að hann Erlingur frændi þinn taki þig með.

    kv
    Jói Hauks





    09.04.2010 at 21:57 #689648
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Benni minn.
    láttu mig vita ef þú ætlar uppeftir, þú veist að Patrol sér um sína.
    Kv.elli.





    09.04.2010 at 22:56 #689650
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Elli ekki ferðu að eyða góðu sæti í Patrol
    í einhvern Toyotu-pésa ?
    Hann getur bara labbað er það ekki ?

    Kv
    Jói Hauks





    09.04.2010 at 23:11 #689652
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Jói minn.

    Þú veist það að Benni er innst inni Patrolmaður. Hann átti því óláni að fagna að kaupa einhverskonar jeppa sem síðar urðu innkallaðir og ég held að þeir heiti togíota sem þýðir á íslensku einhvernvegin svona " toga í ota" þ.e.a.s. samkvæmt orðabók háskólans "vinsamlegast dragðu mig upp"

    Benni verður aldrei "lens" ef patrol er á ferðinni.

    Kveðja.
    Elli.





    10.04.2010 at 09:30 #689654
    Profile photo of Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 553

    Ég mæli allavega með því að Benni taki með sér sér Stiga sleða svo hann geti allavega rent sér eitthvað og jafnvel rent sér heim ef því er að skipta. Allavega komin með öruggt far heim. Ég vona að fari bara að létta á þokunni sem lúrir yfir núna en við látum hana ekki draga úr okkur kjarkinn. Kosturinn við að vera á jeppa umfram önnur leiktæki er að þar er yfirleitt hlítt sama hvernig viðrar úti…..nema kannski í Land Rover…..humm…ætla samt ekkert að vera starta neinum leiðindum en svona er þetta nú samt.

    kv,

    HG





    10.04.2010 at 11:39 #689656
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Breytt plan…í stað gulu múmbúts og rauðrar rósar í hnakka verð ég í vöðlum og með regnhlíf!

    Ég geri ráð fyrir að labba alla leið, og Elli ég þakka gott boð en ég hef ENN mitt stollt og get ekki látið sjá mig í Patrol.





    10.04.2010 at 11:41 #689658
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    er Benni búinn að fá far í Land rover?





    10.04.2010 at 11:49 #689660
    Profile photo of Pétur Róbert Tryggvason
    Pétur Róbert Tryggvason
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 66

    Bubbi er brjálaður yfir að geta ekki skrifað hér…..

    En hann mætir að sjálfsögðu.





    10.04.2010 at 12:05 #689662
    Profile photo of Pétur Róbert Tryggvason
    Pétur Róbert Tryggvason
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 66

    Ja ætli maður líti ekki þarna upp eftir með hor og slef..

    Datt nú í hug að deila þessari sem að skaut upp kollinum.

    Bíðst honum Benna ekkert far
    Bugast á mýrum hann!

    Einhver eflaust ætti þar
    að aumkast þennan mann.





    10.04.2010 at 21:21 #689664
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Skemmtinefnd Eyjafjarðardeildar 4×4 vill þakka öllum
    þeim fjölmörgu sem komu á fjölskyldudaginn á Súlumýrum
    í dag.Flott veður var (smá gola) og flott færi.

    Kveðja
    Skemmtinefnd Eyjafjarðardeildar 4×4
    Ragnar Jónsson
    Jóhann Hauksson
    Jóhann Björgvinsson
    Haukur Stefánsson

    p.s. minnum á að næst er það óvissuferðin,en það verður settur inn
    þráður fyrir hana í næstu viku.





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.