This topic contains 6 replies, has 6 voices, and was last updated by Davið Eyfjörð Reynisson 8 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sæl verið þið.
Dagana 19. og 20. mars ætlum við að skoða Skagann og dýralífið, sérstaklega ísbirnina. Á laugardaginn keyrum við þjóðveginn upp á Þverárfjall og svo sem leið liggur út á Skagatá, Kálfshamarsvík, Bakkafjall, Katlafjall svo eitthvað sé nefnt. Gist verður í svefnpokaplássi í Skíðaskálanum fyrir ofan Skagaströnd og er upplagt að fara í kvöldmat á veitingastaðinn Borgina (áður Kántrýbær). Sunnudagurinn ræðst af mætingu, stemmingu og veðri, ef til vill verður farið út af Þveráfjalli til suðurs eða Vatnsskarð til suðurs og niður Mælifellsdal. Það væri gaman að fá einhverja úr deildum Húnvetninga og Skagfirðinga.
Skráning er fyrir kl. 22.00 á fimmtudag hér á síðuna eða í síma 659-1541 (Davíð)
Mæting er við Shell á laugardagsmorgun kl 8.45 og lagt af stað kl 9:03
Gisting kostar 1.000 kr á haus sem þarf að greiða í upphafi ferðar, Davíð tekur á móti greiðslum.
Ferðanefndin
You must be logged in to reply to this topic.