This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 13 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Í tilefni af 20 ára afmæli Eyjafjarðardeildar F4x4 nú í apríl ætlum við að hafa félagsfundinn með öðru sniði en vant er.
Fundurinn sem vera ætti að vera þriðjudagskvöldið 5. apríl verður haldinn
föstudagskvöldið 8. apríl kl. 19:30 í Golfskálanum Jaðri.Byrjað verður á venjulegum fundarstörfum og þegar því er lokið býður deildin félagsmönnum upp á léttan kvöldverð sem borinn er fram af Jóni Vídalín. Eftir mat verða sagðar sögur og gamlar myndir skoðaðar. Þá verður einnig kaffi á eftir matnum ásamt afmælisköku í boði Ingólfs í Kexsmiðjunni. Barinn verður opinn og getum við setið og spjallað fram eftir kvöldi.
Við vonumst til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta og eiga skemmtilegt kvöld saman.
Stjórn Eyjafarðardeildar 4×4
You must be logged in to reply to this topic.