This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.04.2005 at 13:14 #195870
Fórum nokkrir á Eyjafjallajökul á Laugardag um Hamragarðaheiði. Heiðin var drullulaus og alveg þokkalegt að þræða sig yfir grjótið að jöklinum á snjó. Færið að Goðasteini var frábært en svo þegar átti að fara „þjóðleiðina“ niður á Fimmvörðuháls var keyrt í sprungu um 500 m austan við Goðastein. Þegar við fórum að pikka í snjóinn komumst við að því óhugnalega grunt er niður á sprungurnar og mæli ég öllum frá því að fara þarna!
Við vorum ekki niðri í gígnum heldur á þessari vanabundnu leið uppi á barminum.
Kv. Davíð
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.04.2005 at 20:51 #521702
Það er vanin að gefa upp hnit á svona hættustöðum, ef þú hefur þau þá væri það vel þegið ef þú gætir sett þau á vefinn.
En þakka þér fyrir að láta okkur hina vita af þessu, það er aldrei af varlega farið.
kv. vals.
26.04.2005 at 22:52 #521704Sælir
Ég var að taka upp hnit af sprungunni, og þau eru:
63°37,5952
19°38,8554
Datum: WGS 84
Deg, MinSprungan liggur ca 130° réttvísandi, eða s.s nokkunveginn eftir brúninni sem er oft keyrt upp eftir þegar farið er yfir jökulin austur að fimmvörðuhálsi.
Ég vill benda mönnum á að merkingar á kortum eru mjög ruglandi, hvað er merkt Goðasteinn, Guðnasteinn og fleira, – er hreinlega vitlaust merkt t.d inn á 1:50.000 kort
og því vill ég forða mönnum frá því að tala um "rétt sunnan/austan við Goðastein", því það er ekki rétt merkt á kort.Það eru margir sem ekki vita af þessu misræmi í kortunum, og einnig í ljósi frétta í gær um kort landmælinga, og hugsanlegar skekkjur í þeim, – bið ég fólk að fara varlega á þessu svæði, – Það sem er merkt "Goðasteinn (Guðnasteinn) 1497m hæð" er t.d ekki rétt á 1:50.000 korti , og ef menn stefna þangað frá Hamragarðaheiði þá eru menn komnir í stór hættu því þarna eru sprungur sem rúma marga strætóbifreiðar.
Kveðja
Marteinn S.
27.04.2005 at 23:37 #521706mér skyldist að þeir höfðu verið með sitthvort datum á tölvunum og gps tækjunum.
greyin.. takk fyrir að gefa upp datum þannig að við vitum miðað við hvað á að miða þegar við skellum þessu í gps tækin og tölvuna
KVeðja Fastur
28.04.2005 at 08:27 #521708Ég verð að viðurkenna fávisku mín í þessu þar sem ég skil ekki eða veit ekki hvað þetta datum er. Ég miða við Hjörsey og þessi venjulegu hnit, er einhver misvísun í þessum datum miðaða við þetta "venjulega" ??. Ég get örugglega fundið út úr því ef ég fer að vinna í GPS tækni en ef einhver spakur maður getur útskýrt þessi fræði í stuttu máli væri það vissulega gott.
kv. vals.
28.04.2005 at 10:07 #521710Það er allveg sannað að þessi kort hjá LM eru ekki rétt enda eru þetta eldgömul skönnuð kort sem við erum að nota í tölvum í dag. Það er með ólíkindum að það sér engin sóma í sér að gera þetta almennilega fyrir okkur hvorki almenur félagsmaður né ríkisfyrirtæki á borð við LM, jú reyndar gáfu þeir út þennan flugdisk en hann er valla nothæfur þar sem helstu fídusar eru ekki til staðar s,s trakk og fleira.
Ef einhver er með betri kort í tölvunni fyrir Nobeltek en þessi sem allir stálu frá R Sigmunds má hinn sami hafa samband við mig, ég skal meira að segja borga fyrir það.
P:S eru menn ekki búnir að stilla tækinn á wgs 84? það eru flestir að nota það að ég held, var slóðaverkefnið ekki tekið í 84?.
28.04.2005 at 21:37 #521712Í vinnslu með kort og annað fleira eru fullt af vörpunum DATUM og allskonar svoleiðis leiðundum. Oft eru sett kort í hugbúnað sem eru ekki með réttar kortavarpanir plús síðan ekki réttar varpanir á milli viðmiðunarstaðsetninga(DATUM).
Þetta væri enginn vandi ef jörðin væri flöt og eða alveg kúlulaga sem hún er nún hvorugt og því marg sem þarf að hafa í huga.
Ekki er víst að hugbúnaðurinn sem þeir voru varpi kortinu rétt nema í nánd við brúnir þess vegna þessara eiginleika jarðarinnar.
Kveðja Fastur
28.04.2005 at 21:44 #521714[b:25gnsg6o]Beggi skrifaði:
,,[/b:25gnsg6o][i:25gnsg6o]Það er allveg sannað að þessi kort hjá LM eru ekki rétt enda eru þetta eldgömul skönnuð kort sem við erum að nota í tölvum í dag. Það er með ólíkindum að það sér engin sóma í sér að gera þetta almennilega fyrir okkur hvorki almenur félagsmaður né ríkisfyrirtæki á borð við LM, jú reyndar gáfu þeir út þennan flugdisk en hann er valla nothæfur þar sem helstu fídusar eru ekki til staðar s,s trakk og fleira.[/i:25gnsg6o][b:25gnsg6o]´´[/b:25gnsg6o]Landmælingar eru jú ríkisfyrirtæki sem er ætlað að hafa tekjur af sölu og gerð landakorta. Ef við myndum kaupa kortin af Landmælingum í stað þess að vera allir með stolin kort þá myndu þeir kannski eyða meira púðri í okkur.
Ríkið þarf líka að ákveða hvort þetta sé tekjuleið eða þjónusta sem það er með við borgara sína.
Síðan myndi ég líka spyrja mig hvort þessi sem hvartaði undan því að kortið væri ónákvæmt hefði borgað fyrir það og þar af leiðandi eignast rétt á því að rífa kjaft.
Einnig hvort hann hefði borgað fyrir hugbúnaðinn sem hann var að nota og þannig fengið rétt til að hvarta undan honum.
28.04.2005 at 23:27 #521716Sælir
Varðandi Datum, og kort, þá er það í flestöllum tilfellum sem kort eru merkt með í hvaða datum þau eru. En kort landmælinga eru mismunandi, t.d eru flest eldri kort landmælinga (1:100.000, 1:250:000) í Hjörsey 1955, en t.d 1:50.000 kortin eru í WGS84
Svo eru nýrri kort sem eru merkt isnet-93, sem er íslenskt datum, en það er nokurnvegin eins og wgs84, en isnet datumið er uppfært (held að það sé að koma nýtt), miðað við landrek og hreifingar í jarðskorpunni, – t.d á 10 árum getur landið færst til um einhverja cm.. (verkfræðingar notað þetta kerfi t.d við alla teikningavinnu þegar mannvirki og hús eru teiknuð)
en hvað um það, – kort eru með mismunandi datum, gps eru með þessar styllingar, forritin eru með það líka. –
Það sem skiptir máli í þessu er að notandinn þarf að vera meðvitaður um hverning kortin eru sem er verið að nota, – gps/tölvan þarf svo að vera styllt í samræmi við það.
t.d eru öll garmin tæki default styllt á wgs84, og öll samskipti milli tölvu og garmin gps eru á wgs84, – þannig svo er hægt að stylla í kortaforritum hvaða datum er sýnt upp á skjánum.
Ég tók til gamans stikkprufu, og sá að punktur sem ég tek niður á 1:50:000 korti með wgs84 datum, er ca 200m frá, ef ég færi kortið yfir í hjörsey1955,
skekkjan er, og getur verið umtalsverð ef menn eru ekki með þetta á hreinu., smá copy/paste úr help úr oziexplorer varðandi datum.
What is a Datum?The latitude and longitude of places on a chart or map depend on what mathematical shape is used to represent the Earth when the chart or map is drawn. Different shapes get used for mapping different areas of the world and these are known as ellipsoids. A datum references a particular ellipsoid known as the reference ellipsoid. Different datums can also have different origins and rotations. Both these factors affect the numerical representation of a position.
Datums affect the positions of Latitude/Longitude and local grid systems (UTM, British National Grid etc).
So how does this affect me?
If you have two charts of the same area and they have been drawn on different datums, then the latitude and longitude for the same place is likely be different on each chart. In Australia the difference between an AGD66 and a WGS 84 charted position can be up to 200 meter’s (0.1 miles). This could be the difference between one side of a reef and the other!
If you plot a GPS latitude and longitude on a chart which uses a different datum, you must apply some corrections otherwise you will plot your position in the wrong place. Mapping software such as OziExplorer will usually do these corrections for you.
CHECK YOUR DATUMS CAREFULLY- all latitudes and longitudes which you use for navigation must relate to the SAME datum.
Varðandi kaup á kortunum, – þá er náttúrulega fáránlegt að fólk sem stelur kortum fari svo með í fréttirnar að þau séu ónákvæm, – ég veit náttúrulega ekki um hvort það var svoleiðis í þessu tilfelli, en ef svo er þá er það bara asnalegt. Ef þessir aðilar hafa keypt kortin, – þá flott, og um að gera að koma með ábendingar um skekkjur til LMI
Sú leið sem ég hef farið er að kaupa landmælingadiskana, kosta ca 3000 kr, og eru 3 diskar = 9.000kr, og ég hef yfirfært kortin úr þeim yfir í ozi explorer sem kostar í kringum 8.000, samtals 17.000kr kostnaður, – þar hef ég 1:100.000, 1:250.000, 1:500.000, 1:750.000, – svo einnig öll sérkortin sem eru í ýmsum skölum. meðal annars 1:25.000 kort af suðvesturhorninu.
Svo t.d eru kortaveitur á netinu, t.d eins og orkustofnun, sem er með allt landið i 1:50.000, hæðarlínur, vatnafar, vegir og fleira, – ég hef unnið kort upp úr því og sett inn í ozi í sértilfellum. það er önnur saga, og kemur eyjafjallajökli lítið við.
en, góðar stundir,
kv. Marteinn S.
06.05.2005 at 10:31 #521718
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við vorum nokkur á ferð austur yfir Eyjafjallajökul í gær (5 maí 2005) og rákumst á sprungu sem varað var við hér á þessum þræði fyrir nokkru. Ég vil ítreka þau aðvörunar orð sem koma fram hér ofar, þarna er um að ræða stóra og hættulega sprungu mörg hundruð metra langa, sem lyggur nokkurnvegin norður suður. Sprungan er lokuð, en aðeins með þunnu skæni og er ekki greinileg. Fremsti bíll lenti í henni en náði að klóra sig einhvern veginn yfir og ljóst að þarna hefði getað farið verr, (N63 37.692 W19 38.887 tekið á brúninni austan við sprunguna!). Ég fæ ekki betur séð en að þessi sprunga loki leiðinni frá Goðasteini yfir á Fimmvörðuháls. Setti nokkrar myndir í [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/533:34dsbkti]gamalt albúm[/url:34dsbkti] (gat eða kunni ekki að stofna nýtt), sjá einnig kortið og myndirnar hér fyrir neðan.
[img:34dsbkti]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3312/24091.jpg[/img:34dsbkti]
[img:34dsbkti]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/533/24092.jpg[/img:34dsbkti]
Breiddin á hjólfarinu er nálægt 45cm, lengdin á gatinu líklega tæpir 2 metrar.
[img:34dsbkti]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/533/24094.jpg[/img:34dsbkti]
En annars var færið upp að Goðasteini fínt, aðeins erfiðara síðasta brattan. Hamragarðaheiðin var þurr eins og á sumardegi og nægur snjó upp að jökli.
ÓE
06.05.2005 at 15:29 #521720Sælir félagar,
Ég hef heyrt af gefins kortum erlendis og hefur það verið mikil vítamínsprauta fyrir marga aðila, bæði einstaklinga og fyrirtæki?
Ég sjálfur væri til í að fá kort ókeypis en hugbúnaðurinn mætti svosem vera á sanngjörnu verði eða kortin mættu passa inní open source kortaforrit. Ég hefði áhuga á að vita hver er stefna Landmælinga í þessum efnum?
Kveðja
Elvar
06.05.2005 at 15:46 #521722Maddi (held ég) sagði: "en t.d 1:50.000 kortin eru í WGS84"
ég er að skoða eitt þessara korta og þar stendur "Horizontal Datum / Hnattstöðuákvörðun : Hjorsey 1955"
-haffi
06.05.2005 at 17:43 #521724Öll kortin í Nobeltec pakkanum eru með Hjörsey sem datum, nema 1:500 000, þar er datum sagt óþekkt.
06.05.2005 at 19:02 #521726
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kortaviðmið (Map Datum) sprungu hnitsins sem ég gaf upp hér fyrir ofan er að sjálfsögðu WGS84 (gg mm.mmm), það er búið að leggja Hjörsey55 niður. Það kortaviðmið sem er í gildi er [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/0/80e8e774c564008b00256a0800330ed3?OpenDocument:291wi48z]ISN93[/url:291wi48z] en mjög lítill munur er á því og WGS84. Ferðafólk á að vera með GPS tækið stillt á WGS84 (ISN93 er kannski komið í nýjustu tækin).
Ef hnitin mín hér fyrir ofan væru slegin inn í tæki sem stillt er á Hjörsey55 þá lennti punkturinn 40 metrum suð-suð austar eða í 151 gráðu réttvísandi stefnu. Þessi skekkja er tæpur millimeter (0,8mm) á korti í kvarðanum 1:50.000. Þannig að gagnvart kortunum í Nobeltec eða OziExplorer (nota sömu kortin) er lítið fengið með því að stilla tækið á Hörsey í stíl við kortin, þau eru það gróft viðmið. Það er mikilvægara að GPS gögnin séu með sama viðmið. Hinsvegar er æskilegt að fólk sé meðvitað um þennan mun sem er á milli WGS84 og Hjörsey55, einnig því að GPS tæknin er mun nákvæmari en kortin sem við erum að nota og mætti segja að kortin séu barn síns tíma, en þrátt fyrir það mikill munur að hafa þau. Verra er ef GPS tækið er stillt á eitthvað allt annað en þessi tvö viðmið því valmöguleikarnir í tækjunum eru margir og skekkjan getur því orðið mun meiri en í áður nefndu dæmi.
Aðeins meira um kort, það virðist vera að Landmælingar hafi sett örnefnið "Goðasteinn" á rangan stað á kortinu sem ég setti inn hér ofar í þræðinum, þar ætti að standa "Fremri Skoltur".
Loftmynd af Eyjafjallajökli
[img:291wi48z]http://www.raunvis.hi.is/~mtg/emyndir/loftm94b.jpg[/img:291wi48z]Meiri fróðleik má finna um Eyjafjallajökul á vefsíðu hjá [url=http://www.raunvis.hi.is/~mtg/sudurj.htm:291wi48z]Jarðvísindastofnun Háskólans[/url:291wi48z] en þaðan er myndin hér fyrir ofan.
———————–
Hér fyrir neðan er annað sjónarhorn af jökinum en þar sést Eyjafjallajökull úr norð-vestri. Ágætlega má greina Gígskálina ofan á jöklinum, dökki díllinn fyrir henni miðri er Goðasteinn.[img:291wi48z]http://www.loftmyndir.is/kort/flugmyndir/220803/storar_myndir/Img2003-08-22%20083621.jpg[/img:291wi48z]
Hér er krækja á aðra [url=http://www.loftmyndir.is/kort/flugmyndir/130803/storar_myndir/Img2003-08-13%20115751.JPG:291wi48z]mynd[/url:291wi48z] þar sem horft er austur yfir jökulinn. Á heimasíðu [url=http://www.loftmyndir.is/:291wi48z]Loftmynda ehf[/url:291wi48z] má finna loftmyndir víða af landinu.
ÓE
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.