FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Eyjafjallajökull / færð

by Gísli Örn Arnarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Eyjafjallajökull / færð

This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristján Árni Jakobsson Kristján Árni Jakobsson 16 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.04.2009 at 17:13 #204194
    Profile photo of Gísli Örn Arnarson
    Gísli Örn Arnarson
    Participant

    Sælir
    Er að spá í að skreppa á Eyjafjallajökul um páskana. Ef þú lesandi góður hefur einhverja hugmynd um færðina að jöklinum frá Seljalandsfossi , væri ég mjög þakklátur ef þú fræddir mig.

    Mange tak

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 09.04.2009 at 10:09 #645330
    Profile photo of Hafsteinn Davíðsson
    Hafsteinn Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 28

    Er einginn nýlega búinn að fara þessa leið??
    langar mikið að renna um páskana.

    kv
    Haffi





    09.04.2009 at 12:41 #645332
    Profile photo of Sigurður
    Sigurður
    Participant
    • Umræður: 102
    • Svör: 373

    Verð í Fljótshlíðinni um páskanna, er einbíla og hef hugsað mér að reyna við Eyjafjallajökul upp Hamragarðaheiðina og jafnvel halda áfram yfir fimmvörðuháls yfir á Mýrdalsjökul á laugardag, lýst best á spánna þann dag. Ef einhverjir eru að fara á laugardag þessa leið væri ég til í að fljóta með.
    Verð ekki í tölvusambandi en síminn hjá mér er
    663 0522.
    Sigurður.





    09.04.2009 at 21:41 #645334
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Var að spá í að fara þessa leið á laugardag, er einbíla líka og á ekki trakk… gæti einhver sent mér trakk á lalli@slepja.com ? vel til í að vera í samfloti.

    spurning um að hittast á planinu við Seljalandsfoss svona um 9:30-10 á laugardagsmorgun?





    09.04.2009 at 22:08 #645336
    Profile photo of Magnús Bs
    Magnús Bs
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 80

    Veðurspáinn er björt og ég væri til að koma, hef aldrei farið þarna en langar rosalega að elta einhvern vanan þarna upp. síminn er 6903466





    09.04.2009 at 22:29 #645338
    Profile photo of Kristján Árni Jakobsson
    Kristján Árni Jakobsson
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 6

    Sælir

    Hefði gaman af því að vera í samfloti með ykkur, hef ekki farið þarna áður. Er ekki Seljalandsfoss málið um klukkan 10?

    Kristján
    840-2316





    10.04.2009 at 00:17 #645340
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Förum á 3 bílum á laugardag yfir eyjafjallajökul, fimmvörðuháls, mýrdalsjökul og endum á fjallabaki. Ég hef farið nokkrum sinnum þarna yfir og það er í raun ekki flókið: Upp jökulinn eftir hryggnum endilöngum (þannig að hann lækki niður til beggja handa) og þá er maður kominn upp. Ef lengra er haldið er farið austur yfir skálina eins sunnarlega og hægt er (alls ekki aka niður á sléttuna sem er byrjunin á gígjökli – STÓRAR spungur þar) og ef á að fara alla leið á fimmvörðuháls gildir sama og á uppleiðinni – halda sig efst á hryggnum.

    Það er þó sprunga á þessari leið sem hefur alltaf verið opin þegar ég hef farið þetta (eða lokuð með mjög þunnri snjóbrú). Hún er þar sem ekið er upp úr gígnum að austanverðu, rétt áður en fer að sjást yfir á fimmvörðuháls. Sjá þessa mynd:

    https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 6162/51917

    Freyr





    10.04.2009 at 00:20 #645342
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    best að benda á að þetta er bara mín reynsla af jöklinum og orðið kringum ár síðan síðast svo þetta er án allrar ábyrgðar………..





    10.04.2009 at 09:14 #645344
    Profile photo of Örn Gunnarsson
    Örn Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 158

    Sælir félagar.

    Ég hef ekki farið þessa leið frá Seljalandsfossi yfir jökull. er að hugsa um dagstúr. Er ekki málið að hitta ykkur á planinu við fossinn kl 9:30-10 og fá að fljóta með?

    Er á Hilux á 38" Hægt er að ná í mig í GSM 8667533

    Kveðja Örn.





    10.04.2009 at 09:26 #645346
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Má bæta við að svo er betra að fara varlega þegar komið er yfir á Fimmvörðuhálsinn þar sem jökulísinn þar hefur minnkað mikið og stórir svelgir myndast. Sérstaklega á þetta við í lægðinni sunnan við Fimmvörðuskála, þar fór maður áður stundum beint niður frá skálanum til suðurs, en miðað við það sem ég sá þar síðastliðið haust myndi ég ekki fara þá leið núna. Frekar að fara hrygginn sem skálinn stendur á til baka til vesturs og norður fyrir í gegnum skarðið þar sem gönguleiðin liggur. Og skoða vel hvað er framundan. Sennilega líka hægt að fara leið sem liggur enn norðar, nærri Bröttufönn. Tek þó fram að ég hef ekki farið þá leið í tvö ár.
    Rétt að hafa líka í huga að í lægðinni norðan við skálann rennur á sem áður sást aldrei, var alltaf undir jökulfönn en var öll opin í sumar. Ég á þó von á að núna sjáist ekki mikið í hana. Hún er ekki á neinum kortum.
    Kv – Skúli





    10.04.2009 at 09:46 #645348
    Profile photo of Örn Gunnarsson
    Örn Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 158

    Takk Skúli var að pæla að fara yfir Jökull og síða niður með Skógá.

    Kveðja Örn





    10.04.2009 at 11:21 #645350
    Profile photo of Kári Freyr Magnússon
    Kári Freyr Magnússon
    Member
    • Umræður: 70
    • Svör: 648

    Sælir ég er til í að fá að kíkja með ykkur hef aldrei farið um þetta svæði. Er á 38" 4runner, Kári 8987428





    10.04.2009 at 12:07 #645352
    Profile photo of Örn Gunnarsson
    Örn Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 158

    Er það þá ekki málið að hittast 09:30 – 10:00
    Og bara drífa sig á stað…

    Er búinn að tala við Sigurð og Magnús þeir ættla að mæta þá

    Kveðja Örn Gunnarsson





    10.04.2009 at 12:44 #645354
    Profile photo of Kristján Árni Jakobsson
    Kristján Árni Jakobsson
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 6

    Flott mál. Mæti ferskur við Seljalandsfoss og vonandi náum við að gera góðan dag út þessu.

    Kveðja,
    Kristján
    840-2316





    10.04.2009 at 13:09 #645356
    Profile photo of Þórarinn Þórðarson
    Þórarinn Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 98

    Sælir drengir,er ekki möguleiki að stinga einum bíl í viðbót með í þennan rúnt gæti verið skemmtileg leið…er á 44" runner kv:tóti s:6597732.





    10.04.2009 at 15:08 #645358
    Profile photo of Örn Gunnarsson
    Örn Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 158

    Sælir félagar.

    Bara að mæta Tóti og Kristján. Þetta verður ca 5-8 bílar.

    Er búinn að fá aðstoðarbílstjóa.

    Bara mætum í góðum gír…….

    Kveðja Örn.G





    10.04.2009 at 16:53 #645360
    Profile photo of Gísli Örn Arnarson
    Gísli Örn Arnarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 80

    Sælir. Ég legg ekki af stað fyrr en ca10:00 í fyrramálið úr bænum. Verðum á 3-4 bílum. Sjáumst……kanski.





    10.04.2009 at 20:50 #645362
    Profile photo of Sverrir Kr. Bjarnason
    Sverrir Kr. Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 172

    Er að spá í að fá að fljóta með yfir einn eða jafnvel tvo jökla. Stefni að því að vera við Seljalandsfoss tímanlega í fyrramálið.
    Sverrir Kr. (á hvítum Patrol)





    10.04.2009 at 21:33 #645364
    Profile photo of HELGI JÓNAS HELGASSON
    HELGI JÓNAS HELGASSON
    Participant
    • Umræður: 26
    • Svör: 518

    við vorum nokkrir a Eyjafjallajökli i dag færið
    þungt a jökli og þyngdist eftir þvi sem ofar dro
    i restina var það bara lolo færi en eg sneri við
    þegar ca 350 metrar voru upp þar sem eg var með
    turista og sa fram a að eg myndi eyða restinni af deginum við þetta en bara gaman
    kveðja Helgi





    10.04.2009 at 22:04 #645366
    Profile photo of Örn Gunnarsson
    Örn Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 158

    Sælir félagar.

    Er kominn austur á Hvolsvöll og mun gista hjá aðstoðarbílstjóranum í nótt.

    Munum mæta tímalega á morgunn er á Hilux á 38" verð með opið á rás 45 á VHF og 8 á CB. Síminn hjá mér er 8667533.

    Kveðja Örn Gunnarsson.





    11.04.2009 at 14:02 #645368
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Núna sé ég 16 eða17 bíla í slóðinni upp jökulinn frá Hamragarðaheiðinni. Þetta sé ég í um 50 km fjarlægð utan úr Holtum. Eigið gleðilega Páska. Kv. Olgeir





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.