This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 21 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2004 at 09:36 #193542
Hefur einhver farið á Eyjafjallajökul, upp hjá Hamragörðum og niður í Skóga, nýlega. Ég hef aldrei farið þessa leið en er að spá í að fara þarna annan daginn næstu helgi. Ef einhver hefur farið þessa leið nýlega, vinsamlegast upplýsið okkur hina um aðstæður.
kv. vals
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.01.2004 at 12:10 #485424
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hefur enginn verið á ferðinni nýlega á þessu svæði???
Ég talaði við fólkið sem var með snjósleðaleiguna við Sólheimajökul í gær, þau voru uppi á jökli fyrir stuttu og þá var nóg af snjó.
22.01.2004 at 20:50 #485426Það lítur út fyrir að jökullinn sé ókannaður í ár, það verður bara ennþá meira spennandi að vera með fyrstu sem fara á hann í ár og gamann að sjá hvort brekkan, sem hélt svo mörgum frá í fyrra vetur, verði eitthvað erfið.
kv. vals
26.01.2004 at 11:24 #485428Ég sem hélt að við værum með fyrstu sem færum á Eyjafjallajökul, miðað við viðbrögðin við þessum pósti en það var nú öðru nær.
Fórum á fimm bílum á sunnudagsmorgun upp Hamragarðaheiðina og yfir til Skóga. Færið með betra móti en allir vorum við á 38". Við sprautuðum upp jökulinn eins og vélarafl leyfði en fjórir aðrir bíla urðu okkur samferða upp. Þegar upp var komið og á meðan við dvöldumst þar komu á annan tug bíla vestur yfir þannig að maður varð ekkert einmanna.
Útsýnið var alveg frábært til allra átta en svolítið mistur vegna sterkra norðan vinda.
Alveg frábær dagur og vil ég þakka ferðafélögum daginn.
kv. vals
26.01.2004 at 11:51 #485430Ég veit af 5 Pæjeróum sem fóru upp á hann á sunnudaginn, hitti þá á Essó við Ártún þegar þeir voru að leggjaían, ég held að þessir menn verði að gefa sig fram hér og commenta aðeins hvernig gekk, sá t.d. að Dittó var með í för. Annars vorum við nokkrir sem ætluðum að fara þangað næstu eða þarnæstu (fer eftir verðri)
Kveðja
Georg
26.01.2004 at 12:11 #485432Á þessari slóð má sjá útsýnið af Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli um helgina.
http://www.orion.is/arni/ferdir/
26.01.2004 at 12:14 #485434Sælir
Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera kóari á Dittó í þessari hópferð þriggja Pajeróa á Eyjafjallajökul. Ferðin var frábær í alla staði, bæði veður og færi og vil ég nota tækifærið og þakka ferðafélögunum fyrir frábæra ferð og þá sérstaklega Halla fyrir að bjóða mér með.
Þessi ferð varð til þess að nú er ekkert sem getur komið í veg fyrir að Pæjan mín verði komin á 38" áður en langt um líður…
Benedikt
26.01.2004 at 12:28 #485436við fóru þar upp á sunudægin vorum ekki nema 40 mínótur frá seljlandsfoss urðum varir við pæjeróna það eru mindir her á vefnum undur jepp2
26.01.2004 at 14:49 #485438Sæll Georg, ég er sá sem tók á móti þér við ESSO og var með fimmaurabrandara um nýja öxla. En við vorum á þrem Pajero-um, eina IZUZU pikup og einum LC100. Það tók okkur örlítið lengri tíma en 20mín. að komast uppeftir, þar sem aðeins einn af okkur hafði farið þessa leið áður fyrir mörgum árum og eins og Rauðhetta forðum fórum við út af slóðinni og lentum í vandræðum með púðursnjó. Einnig með nýjar og flottar felgur á LC100 en, þrátt fyrir flottar felgurnar, vildi gúmmíi ekki tolla á, ekki bara einu sinni heldur tvisvar.
Ef engin vandræði hefðu verið, mundi ég giska á að það tæki 30mín. að komast upp eftir en ef notaðar eru bara 20mín. er hætt við að menn ækju fram af hinu megin.
Kv. Vals.
26.01.2004 at 22:10 #485440Sæll Valur,
Já þetta risti djúpt með driföxulsgrínið en eins og þú veist þá getum við Toyota eigendur verið soldið hörundsáir þegar verið er að gera grín af okkur, við trúum því nenilega að Toyotan bili aldrei, og ef þær bila þá er það yfirleitt þaggað niður

Komust þið upp á jökulinn ? eða sátið þið bara fastir fyrir neðan bröttu brekkuna í púðursnjó ? Heldurðu að það sé raunhæft að reyna við þetta á næstu tveimur vikum ?
Kv. Georg
26.01.2004 at 22:20 #485442Það er ekkert má að fara þarna upp á trakið af leiðini sem við fórum upp málið er að hleipa bara vel úr þá nær maður að bremsa þegar maður kemur upp og fer þá ekki fram af :o)
kveðja jepp 661-3800
27.01.2004 at 00:16 #485444Eftir að villunum í hæðunum fyrir neðan jökulinn var slept var leiðin greið og ekkert nema afgasmælirinn sem tafði för en það fóru aðeins fáeinar mínútur í að hækka sig um þessa 600m frá því á jökul var komið og upp á topp, alveg meiriháttar eða eins og maðurinn sagði sem kom rétt á eftir okkur "bara gamann".
En Georg hvað ertu að skoða á myndinni í albúminu hans thorstb ?? var eitthvað farið að heyrast í öxlinum.
kv. vals
E.s. aldrei friður.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
