Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Eyjafjallajökull
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjörn H. Magnússon 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.02.2006 at 22:13 #197428
Sælir félagar
Hefur einhver hugmynd um hvernig Eyjafjallajökull er núna? er hann fær/ófær ??
Er að reyna að ákveða hvað ég á að gera af mér næstu helgi…
Kv.
Óskar Andri -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.02.2006 at 09:00 #544972
Sæll félagi,
ómögulegt er að segja um hvernig færi verður á jöklum um næstu helgi. Hins vegar þá ættir þú kannski að leita upplýsinga hvort þekktar séu öruggar leiðir yfir jökulinn, -ef svo er talið að fá feril og færa yfir í þín tæki. Vera má að þegar séu aðgengilegar upplýsingar til á vefnum, ég þekki það bara ekki.
Full þörf er á að hafa svona upplýsingar aðgengilegar á formi sem við tölvuidiótarnir getum sótt af 4×4 vefnum, og leiðréttar af kunnáttumönnum ef þurfa þykir. Með því má auka öryggi allra ferðalanga um jöklana.
Bestu ferðakveðjur,
Ingi
28.02.2006 at 09:46 #544974Minn skilningur er sá að ég það er talsverður munur á færi og færð. Færið er síbreytilegt og virðast menn seint verða þreyttir að svara mönnum því. Hins vegar er færð allt annað t.d. færð á Eyjafjallajökul ræðst af því hvernig aðkoman er að honum. Þarf maður að keyra á grjóti að jökulrönd? Þá er spurning hversu grunt er á sprungunum, sjálfur lenti ég í sprungu á svipuðum slóðum og tíma fyrir ári síðan og væru upplýsingar um það ástand nauðsinlegar. Þar af leiðandi gæti verið gagnlegt fyrir þann sem spyr að vita aðkomuna og hvort að menn hafi orðið varir við sprungur sem síðan hjálpar honum að ákveða hvort hann ætti að fara á Eyjafjalljökul eða eitthvað annað.
Datt þetta bara í hug.
28.02.2006 at 10:37 #544976Sprungan sem var að þvælast fyrir mönnum í fyrra er alltaf þarna – það er bara spurning um hversu mikill snjór er yfir henni núna – miðað við tíðarfarið þá myndi ég ekki veðja á að það sé mikið yfir henni.
Á mynd frá Óskari Erlings sést þetta ágætlega – ég birti hana hér og vona að það sé í lagi Óskars vegna.
[img:7w758y35]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3312/24091.jpg[/img:7w758y35]
Ég setti framhjól ofan í þessa sprungu í fyrra.
Benni
28.02.2006 at 12:42 #544978Gígur Eyjafjallajökuls er vægast sagt mjög vafasamt svæði. Mér hefur því oft blöskrað kæruleysið í mönnum sem keyra um allan gíg stundum með alla fjölskylduna innanborðs. Þarna eru oft hundruðir bíla á góðviðrisdögum og slóðir bókstaflega alls staðar. Ég held að margir átti sig ekki á því að þeir eru að keyra á mjög, mjög stórum sprungum. Til að skilja hversu stórar þær eru er best að fara þarna um að sumar og haustlagi. Reyndar sést þetta oft glögglega í lágri sól að vetrarlagi. Í guðs bænum farið varlega þarna um það er engin góð leið þarna yfir, bara misslæmar.
Kv. Árni Alf.
28.02.2006 at 14:45 #544980´Hef heyrt að það sé mikill snjór á Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. Held það hafi snjóað á norðanverðan jökul á sunnudaginn? En eins og ég segi, bara eitthvað sem ég heyrði.
28.02.2006 at 23:14 #544982
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Aðeins að halda þræðinum gangandi til að fá fleiri svör um færð.
Kv
Kobbi
01.03.2006 at 00:47 #544984Er þessi sprunga ekki þvert á akstursleiðina þegar maður er að verða kominn upp? Keyrði fyrir nokkrum árum yfir sprungu þarna sem var hulin snjó og þegar maður fór efst upp sunnanmegin og leit niður þá sá maður herlegheitin. Ekkert smá langt kvikindi..
01.03.2006 at 08:35 #544986Þessi umtædda sprunga sker akstursleiðina þegar þú ekur eftir gígbarminum. Jökullinn er náttúrulega krosssprunginn og stórvarasamur og ekki hægt að ræða um "sprunguna" á Eyjafjallajökli
Kv. Davíð
01.03.2006 at 10:36 #544988Ég kom upp Hamragarðaheiði og tók svo strauið beinustu leið upp og svo á hæsta punkt til hægri. Þaðan sá ég sprunguna sem lá frá norðri til suðurs.
Svo var önnur opnari rétt áður en maður fór niður aftur á leið inn á fimmvörðuháls.
01.03.2006 at 10:57 #544990Var á ferð þarna f. ca. tveim árum. Hópurinn stoppaði við steininn sem liggur Norðanmegin stundum nefndur Goðasteinn. Fyrsti bíll var búinn að fara ca. 75-100 metra beint í austur og datt með framdekkinn ofan í stóra sprungu. Þessi sprunga lá þarna lengst til hægri og vinstri. (norður suður) Mjög djúp sprunga og mér finnst að hámarks kæruleysi ef menn eru að þvælast þarna og jafnvel að hleypa börnum út úr bílunum til að hlaupa þarna um. Á alls að gerast. Við fundum leið yfir sprunguna sem við töldum færa s.s. nær syðri steininum. Málið var að þessi sprunga kannski myndi ekki gleypa bíl en snjólagið yfir henni var ekkert og hélt ekki manni. Ef einhver fullorðin eða tala nú ekki um barn færi niður í svona sprungu þá er alveg eins hægt að koma með kistuna á staðinn strax. Það kemur engin lifandi upp úr svona sprungu aftur eftir svona fall og síðan smella í á milli ísveggja eins og tappi í vínflösku. Ekki beint spennandi dauðdagi þannig að menn eiga að taka þetta ALVARLEGA.
Agust
01.03.2006 at 11:17 #544992Ég setti tvær myndir í albúmið mitt sem segja allann sannleikann um hvað er Guðnasteinn og hvað er Goðasteinn. Myndirnar eru teknar af vef jarðvísindastofnunar og því nokkuð öruggar. Sprungan sem ég lenti í var rétt neðan við þann stað sem sprungan er merkt inná mynd 2, ath. ég lenti í sprungunni fyrir ári síðan ekki núna.
Kv. Davíð
01.03.2006 at 12:30 #544994
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér er [b:3n6t5o3t][url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=ferdir/5149:3n6t5o3t]þráðurinn[/url:3n6t5o3t][/b:3n6t5o3t] frá í fyrra, hann virðist í góðu gildi enn, gott hjá Benna að skella myndinni inn til áminningar.
Þegar ég fór yfir sprunguna í fyrra brá mér fyrst almennilega þegar við fórum að skoða þetta nánar og maður áttaði sig á því hvað maður var að aka yfir. Þegar komið er 2 – 3 metra ofan í sprunguna getur 44" Patrol verið í fríu falli, þetta er stór sprunga.
Það var einfalt að taka þá ákvörðun að ekki skildi lengra haldið, því maður gaf sér það að þetta yrði ekki eina sprungan sem grunnt væri niður á, á fyrirhugaðri leið okkar. Ég var fremsti bíll og góður tími var tekin í það að finna helda snjóbrú fyrir mig til baka, engin hjólför voru á jöklinum þennan dag og við fyrstir upp en við sáum til skíðagöngumanna, svona sprungur eru einnig þeim hættulegar.
Ég hef ekki komið á þenna stað síðan og þekki ekki aðstæður nú, en tel þó að mjög varasamt sé að fara þarna um. Hann er eitthvað að breytast þarna jökullinn, hugsanlegt að ísinn í gígnum sé að síga fram, Gígjökull er orðinn svo lítill og veitir engan stuðning eða eitthvað annað enda bara vangaveltur leikmanns.
Eftir því sem ég hef lesið mér til, þá er Eyjafjallajökull samansettur af ís flekum sem eru allir á hreyfingu og af þeim sökum er jökullinn víða sprungin. Það fer síðan eftir snjóalögum og tíðarfari hvernig aðstæður eru til ferða um jökla, en ferðalög á jöklum eru ALDREI HÆTTULAUS að mínu mati. Þar sem hæðarlínur eru þéttar eru jöklar örugglega sprungir.
ÓE
01.03.2006 at 12:41 #544996Þið segið það…
Spurning með að vera bara heima í skúr að dunda eitthvað…
01.03.2006 at 13:43 #544998Í fyrra vor fórum við á nokkrum jeppum á jökulinn og planið var að fara yfir hann. Það var ekki neitt skyggni svo gangandi maður var settur í band þar til við fundum sprunguna, sem var opin. Það hefði verið hægt að finna sér leið yfir hana, en við gerðum það ekki. Hinnsvegar var sigið ofaní hana og hún skoðuð aðeins. Hún breikkaði niður, en var ekki neitt rosalega djúp, ca 7-10 metrar, þar sem við vorum. Það þarf ekki að hætta að ferðast um jökulinn, heldur fara bara varlega og ef það er ekki neitt skyggni að láta sér nægja að fara bara upp, en ekki yfir. Það er alment talað um að sprungur í íslenskum jöklum verði ekki dýpri en 20 metrar, vegna þess að þeir eru þíðjöklar. Eflaust er hægt að finna svelgi og vatnsrásir sem eru mikið dýpri en 20 metrar.
Hlynur
01.03.2006 at 18:59 #545000Mér finnst umræðan eins og hún er hér að ofan villandi. Þetta er einmitt svona sem hún á ekki að vera. Hér eru menn fastir í að tala um eina sprungu og gefin eru upp hnit.
Einhver óreyndur og sem ekki þekkir til heldur hugsanlega að þetta sé nánast eina hættan á þessum slóðum. Á öðrum þræði er talað um að merkja inn á kort og "sprunguna á Eyjafjallajökli".
Þetta er falskt öryggi því í og við gíginn er allt krökkt af sprungum enda ísinn eðlilega á sífelldri hreyfingu.Kv. Árni Alf.
01.03.2006 at 19:05 #545002Ég fór á eyjafjallajökul á laugardaginn var og færið var hreint frábært. Ákoma á jökulinn hefur verið nokkuð mikil í vetur en snjórinn hefur bráðnað og frosið aftur þannig að það er þikk ísskel yfir öllu. Við sáum eingar sprungur á vanalegri leið yfir jökulinn. Við fórum upp að vestanverðu og keirðum sem leið liggur niður á Fimmvörðuháls. En að sjálfsögðu verða menn alltaf að fara að öllu með gát þegar keirt er á jöklum og keira þekktar leiðir.
Árni Bald
01.03.2006 at 20:39 #545004vel er rýnt í myndina frá Dabba má greina slatta af sprungum sem teygja sig upp gígin í þetta líka fallegum bogum.
En þetta lokast allt af snjó þegar ákoman er mikil.
Eins má nefna það að Langjökull verður ófær vegna sprungna á sumrin. Þessar sprungur fara ekkert, þær lokast bara á veturnar og birtast aftur á næsta sumar.
kv
Rúnar.
01.03.2006 at 21:21 #545006Ég get ekki verið sammála Árna Alf um það að umræðan sé villandi. Auðvitað þarf að safna upplýsingum um áhættusvæði sem eru alltaf til staðar og koma þeim á síðu. Ef að menn skilja það ekki eða neita að skilja það að jöklar eru hættulegir þá er bara ekkert við því að gera. Þá ferðast þessi menn bara uppá guð og lukku og sleppa vonandi við vandræði.
En það sem er mikilvægara ef að svona síða kæmist á lappirnar er að uppfæra hana reglulega. Ég er alveg sannfærður um að það er þörf á þessu því að það er í hverri viku yfir vetrartíman og sumrin stundum sem er þráður sem hefst á spurningu um færð á jöklum og beiðni um track.Til dæmis mætti síðan opnast á viðvörunarorðum frá klúbbnum sem útskýrir það hversu hættulegt þetta getur verið.
22.03.2006 at 17:15 #545008Sælir, er eitthvað nýtt í þessu? Einhver sem hefur farið þarna nýlega? Er að spá í að skreppa á sunnudaginn ef blessað ferða veðrið verður gott.
Ekki verra ef einhver ætti nýlegan feril í GPS tækinu.Kveðja, Steini
24.03.2006 at 13:35 #545010Aðeins að bömpa þennann þráð. Það stefnir í geggjað veður á sunnudaginn.
Getur enhver sagt eitthvað nýtt af þessari sprungu? Er ekki óhjákvæmilegt að fara yfir akkúrat á þessum stað?Kv. Steini
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.