This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.05.2002 at 17:30 #191514
Þið sem fóruð á Eyjafjallajökul um síðustu helgi, hvernig var færðin ? Þá meina ég bæði á jökli og að jökli. Engin drulla á vegi ?
Erum að spá í að skella okkur á 3-4 bílum á sunnudag. Spáð fínu veðri.
Kveðja, Valdi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.05.2002 at 10:26 #461106
Sæll Valdi.
Við fórum þarna uppeftir á sunnudaginn var. Það var smávægileg bleyta á veginum efst, en ekkert til að tala um. Færið var gott. Við keyrðum um jökulinn eins og okkur sýndist og fórum yfir á Mýrdalsjökul. Enduðum með að fara niður að Skógum.
Það eru nokkra myndir úr ferðinni í myndaalbúminu mínu.
Emil.
15.05.2002 at 12:31 #461108
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er hægt að fá að fljóta með ef þið farið eða er þetta bara vinaferð????
15.05.2002 at 12:44 #461110Sama spurning hér…
Ég ætlaði einmitt að fá mér rúnt á sunnudaginn og á Eyjafjallajökul eftir þannig að gaman væri að fá að skrölta með. Gaman væri ef þið eruð til í að gefa upp stað og stund brottfarar, þ.e.a.s. ef þið viljið hafa fleiri með.
15.05.2002 at 13:51 #461112
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir drengir
ég er að spá í að fara með valda á jökul og þið eruð velkomnir með.
eigum við ekki bara að stefna á select á sunnudaginn kl.9
við skulum melda okkur saman á laugardaginn,þ.e. ég skal setja tímasetninguna hérna á laugardaginn(seinnipartinn)
kv.Elvar
16.05.2002 at 08:25 #461114Sælir,
mig myndi nú langa til að vera aðeins fyrr á ferðinni. Að minnsta kosti vera lagður af stað klukkan 9. Hittast kannski 8-8:30 og leggja af stað uppúr því. Gaman að hafa daginn fyrir sér á jöklinum.
Líklegast verður ekkert opið því þetta er jú Hvítasunnudagur og ég vil því benda mönnum á að kaupa allt sem þeir þurfa í síðasta lagi á laugardaginn.
Verðum í nánara sambandi á laugardaginn.
Kveðja, Valdi
17.05.2002 at 18:49 #461116
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er sammála því að vera frekar snemma á ferðinni og að leggja af stað alls ekki seinna en 9. gaman væri líka að vita hvað það verða margir bílar sem ætla að skella sér. er ekki allir sáttir við að vera komnir á select hálf 9???
17.05.2002 at 21:10 #461118
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir drengir.
þið eruð nú ekki alveg í lagi, láta mann vakna um miðja nótt, en jæja ég skal reyna.
líst vel á að mæta 8:30 og leggja af stað kl 9.
ætli við verðum ekki á ca.5 bílum nema ef einhverjum fleirum langar í bíltúr.
kv.Elvar
18.05.2002 at 00:03 #461120
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir drengir. Getum við fengið að slást í för með ykkur á sunnudag. Það er einn Patrol 39,5" og Terracan 38"
Kveðja Gretar.
18.05.2002 at 11:10 #461122Jú Gressi minn, þú og þínir eru velkomnir með. Reyndar eru allir velkomnir með. The more, the merrier.
Ég held að þetta sé fín tímasetning og ég verð þá mættur hálf níu á Select með Patrol-spottann minn.
Locked and loaded,
Valdi
18.05.2002 at 13:00 #461124
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sé, að margir hafa hug á að bregða sér upp að Goðasteini í fyrramálið.
Ég hefði gaman af að bregða mér með. Er reyndar búinn að skipta af 38 á 35" á Mússónum, en ætti það ekki að sleppa?
Hafa menn á móti því að ég hugsanlega brygði mér með?Vigfús
18.05.2002 at 17:45 #461126
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir
ég er líka búinn að setja 35" undir og ætla að fara á þeim. þú skellir þér með, það er ekki spurning.Svo sá ég Terracan á Langjökli í dag, ætlar Gressi ekki að skella sér líka á morgun?
kv.Elvar
18.05.2002 at 19:05 #461128
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Ef ég verð ekki á Select skulið þið ekki bíða eftir mér. Þó væri gott að hafa símanúmer til að hringja í, ef e-ð breyttist.
Kveðja,
Vigfús
18.05.2002 at 21:54 #461130
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er engin spurning að maður dembir sér á morgun. Ég var á langjökli í dag, og þvílík sæla. Við keyrðum á sjö bílum með börnin í rólegheitum á snjósleðum hangandi aftan í inn að þursaborgum. það var heiðskírt 15 stiga hiti og nánast logn. Þegar við komum inn í þursaborgir var pulsum skellt á grillið. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst í grillveislu upp á jökli. Þegar við komum í Húsafell voru allir á einu máli, að engin var búinn að fá nóg. Þannig að ég reyni að vera mættur kl 0830 á select í fyrramálið.
Í sólskinsskapi Gretar
18.05.2002 at 23:12 #461132Á hjál. vefsíðu eru myndir og upplýsingar um hita í sprungum Eyjafjallajökuls í janúar 2002 sem ekki sakar að lesa. http://www.raunvis.hi.is/~mtg/emyndir/9121836c.jpg
21.05.2002 at 13:36 #461134
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta eru athyglisverðar myndir. Mér skilst á Magnúsi Tuma að sprungan sjálf sé bundin við kollinn þarna suðvestan í öskjunni. Menn ættu því ekki að eiga á hættu að lenda í sprungunni ef þeir sleppa því að fara upp á kollinn, en hann er reyndar ekki langt frá algengri leið.
Kv – Skúli
25.05.2002 at 13:09 #461136
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér leikur hugur á að vita, hvernig ferðin á jökulinn gekk. Því miður sauð á Mússónum svo ég varð að snúa við. Mér er ekki alveg ljóst, hvað olli, en athygli manna beindist að rafviftunni, síðast þegar ég frétti, en ég hef ekki frétt um það frekar. Allavega er bíllin nú í sínu gamla góða formi.
Kannski einhver ferðalanga svali forvitni minni.
Vigfús
25.05.2002 at 13:34 #461138
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sæll vigfús.
þú misstir sko ekki af miklu. það var ekki mikið útsýni, það rigndi, færið var ekki gott og við vorum heillengi að koma okkur upp að jökli. þegar við komum að jöklinum var klukkan orðin það margt að við snerum við.fúlt að bíllinn þinn skyldi bila en gott að hann er kominn aftur í lag.
mér fannst gaman að sjá hvernig terracan var að koma út. var oft aðeins á eftir honum og fjöðrun og drifgeta fannst mér bara fín,allavega betri en mín:)
kv.Elvar
25.05.2002 at 14:54 #461140
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll,
ég er búinn að fara tvær helgar í röð (laugardaga) og skyggnið hefur verið hreint ómótstæðilegt á Eyjafjallajökli. Í bæði skiptin þokuhattur á Mýrdalsjökli.Í fyrra sinnið fórum við upp frá Seljalandsfossi og niður við Skóga og hið seinna upp sömu leið og niður Sólheimajökul. Það var ekki mikið varið í að fara Sólheimajökulinn, ókum gegnum þoku, að vísu bara á hápunktinum, en þegar dró varð snjórinn svo blautur að það var hundleiðinlegt.
Hins vegar eru Eyjafjöllin slík paradís hvað landslag og fjölbreytni varðar að Langjökull er bara prump miðað Eyjafjallajökulinn.
Það er því ekki spurning að þú skalt fara á Eyjafjallajökul séu líkur á góðu skyggni.
BV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.