This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórarinn Þórarinsson 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Núna um helgina hyggjumst við nokkrir fara í Gæsavötn og eitthvað á jökul ásamt því að prófa að veiða niður um ís í þeim vötnum sem kunna að verða á leið okkar.
Hugmyndin er að fara frá Akureyri á bilinu kl: 8 – 9 á laugardagsmorguninn. Keyrt austur í Bárðardal og um Sprengisandsleið í Gæsavötn Þar sem við gistum. Ef vel gengur má jafnvel athuga hvernig gengur að komast upp á jökulinn frá Gæsavötnum strax á laugardeginum. Á sunnudeginum verður reynt við jökulinn og upp á hann ef færi gefst. Farið niður Köldukvíslarjökul um Vonarskarð og vestur í Skagafjörð. Á leiðinni verða ítrekaðar tilraunir gerðar til að veiða. Leiðist einhverjum það getur hópurinn skipst og hluti hans skotist á miðjuna.
Búast má við að þessi ferð verði mjög kröfuhörð bæði við bíla og bílstjóra. Það er því ekki vænlegt fyrir minna útbúna bíla og eða bílstjóra með litla reynslu að mæta.
Ég vil taka það fram að hér er ferð án ábyrgrar fararstjórnar og er hver sjálfumsér næstur. Hver og einn verður að reikna með að þurfa að bjarga sér á eigin spítur.
Það er takmarkaður fjöldi sem kemst með vegna gistingar og ferðahraða.
Þeir sem hafa áhuga á að fara með skrái sig hér á þennan þráð!Kveðja:
Erlingur Harðar„Ef þú vilt fá eitthvað gert, gerðu það þá sjálf(ur)“
You must be logged in to reply to this topic.