This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Pálsson 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
…já mikið og núna ætlum við að blóta Þorrann!
Það er sannarlega komið að því að fá almennilegan mat. Eins og flestir hafa líklehga tekið eftir þá eru Þorrablót um allt land. Þau blót eru náttúrulega bara prump á við það sem við Eyfinðingar ætlum að halda í Dreka um næstu helgi. Núna er stemmingin að verða óbærileg og vil ég hvetja menn til að skrá sig sem fyrst. Það eru allar upplýsingar um það hvernig það er gert á forsíðunni.
Það verður tekið á því og við rægjum hvern þann sem ekki mætir niður í rassgat. Það er verið að skrifa öfluga gagnrýni og níð á alla meðlimi klúbbsins (aðalega sunnlendinga) nei bara grín …
Annars verður ýmislegt að gera þarna uppfrá:
Í fyrsta lagi að komast uppeftir, það eru nokkur ljón í veginum. (síðast tók það 8-10 tíma)
Í öðru lagi þé verður boðið upp á dorgveiði í næsta vatni. Það er auðvitað bannað eins og annað en það er allt í lagi. Það kemst enginn til að skamma okkur og þyrlan hans Óla Helga er víst bensínlaus!
Við getum gengið í Drekagil (boring) nú eða keyrt að Öskjuvatni eða Nautagili (boring). Svo er hægt að skreppa í Kverkfjöll, eða bara að Svartánni þarna austan við. Menn geta einngi spreytt sig í…. í.. hérna.. ja bara einhverju.
Það ert vatnsklósett á staðnum (segir Raggi, hann verður niðursturtari) svo að allir ættu nú að vera rólegir yfir því.
Siddi ætlar að flytja níð um okkur hina, stubburinn sá.
Annars er hugmyndin að leggja af stað á föstudaginn klukkan 16:00 og aftur síðar þann dag klukkan 19:00 (.. í matartímanum???) Síðan verður farið á laugardaginn eld snemma eða klukkan 10:00
Þeir sem hafa skráð sig eru:Eiður + 1
Halli Gulli + 1
Raggi + 1
Jói Hauks + 1 ?
Gísli Óla + Siddi
Ellarnir já báðir
Landis + 1
Jörundur + 1Ég veit að það ætla miklu fleirri að koma en aftur, endilega látið vita af ykkur. Húsið tekur bara n mans.
Kveðja:
Erlingur Harðar
You must be logged in to reply to this topic.