FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Eyðsla utanvegakerfis

by Skúli Haukur Skúlason

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Eyðsla utanvegakerfis

This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl Magnús Hallur Norðdahl 17 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.01.2008 at 15:00 #201583
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant

    Hafa menn hér einhverja hugmynd um hvað þeir aka marga km. á ári utan vegakerfis, þ.e. samtals akstur á snjó og vegslóðum sem ekki tilheyra vegakerfi Vegagerðarinnar (ekki númeraðir, s.s. ekki F-vegir)? Og kannski í beinu framhaldi, hvað menn eyða mörgum lítrum af eldsneyti í þessum akstri? Þetta er örugglega mjög mismunandi milli manna en gott að fá fjölbreytt svör, allt frá þeim sem alltaf eru á fjöllum til þeirra sem fara einstaka sinnum. Ekki verra að sjá forsendur útreikninga (hve margir túrar, hve margir km i hverjum túr, eyðsluforsendur etc.). En NB ég hef aðeins áhuga á þeim akstri sem er utan vegakerfis Vegagerðarinnar.
    Spurt er vegna pælinga um eldsneytisskatta, en of snemmt að fjalla mikið um það hér. Meira síðar.
    Kv – Skúli

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)
  • Author
    Replies
  • 10.01.2008 at 16:57 #609862
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Já þú segir nokkuð – ég er með einn eða tvo aukatanka sem þyldu vel að vera fullir af vænni grænni og notaðir utanvega.

    En ég hef þessar tölur nokkuð skilmerkilegar hvað mig varðar og vetur inn í fyrra. Þá ferðaðist ég nokkuð mikið og var um 35 – 40 daga á fjöllum á tímabilinu frá september og fram í lok maí. Flestir mínir túrar voru a.m.k. í 2 daga í senn og því lítið um dagsferðir.

    Á þessu tímabili ók ég bílnum mínum um 12.000 km og að meðaltali Þá er um 50 – 60 % þess aksturs utan þjóðvegakerfis. Ég hef mælt að í dagsferðum frá Reykjavík þá er að jafnaði um 60 – 70 % ekið innan þjóðvegakerfis en í lengri ferðum þá getur þetta hlutfall farið niður í 20 – 30 %, a.m.k í mínum tilfellum.

    Mér reiknast til að ég hafi ekið u.þ.b 6500 km utan þjóðvegakerfis og þá nærri 5500 á þjóðvegum.

    Á þessu tímabili keypti ég nálægt því 4500 lítra af olíu á bílinn. Í þjóðvegaakstri eyðir þessi sparibaukur um 26 l/100 og því hafa farið um 1500 l í þann akstur og því fer nærri að 3000 l hafi verið notaðir utan vegakerfis síðasta vetur.

    Og fyrir áhugamenn um bíla og bilanir þá er þetta allt ekið á 2005 árgerð af Ford F350 á 49" dekkjum. Á þessu tímabili var skipt um Spindla og eina framhjólalegu. Framdrifið braut ég einu sinni og einn framöxul braut ég líka.

    Í sumar ók ég síðan tæplega 8000 km á bílnum á 49" hjólum – nánast allt á malbiki og mikin hluta tímans með 10 m langt hjólhýsi á eftir mér – við slíkar aðstæður eyði ég um 33 l/100. Og í viðbót við fyrri bilanir fór ein framhjólalega í viðbót í sumar og svo önnur í haust – alltaf sömu meginn og nú síðast kom í ljós að vatn komst inn í leguna og það orsakaði bilanirnar – legan hinumeginn er sú sama allan tímann.

    En þá er komin smá eyðslusaga og bilanasaga í kaupbæti…

    Benni





    10.01.2008 at 22:39 #609864
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ok, 3000 lítrar þarna á einum bíl á einu ári og í klúbbnum eru þrjú þúsund félagsmenn þannig að þá margfalda ég bara 3000×3000 og fæ út að klúbbmeðlimir brenna níu milljón lítrum utan vegakerfisins!!! Nei líklega er þetta ekki alveg svona einfald, en hér erum við allavega komnir með eitt dæmi úr extreme flokki.
    Ekki láta Benna slá ykkur út af laginu, við þurfum líka tölur meðal fjallamanns og raunar alveg niður úr.
    Fínt að fá þessar hlutfallstölur yfir skiptingu km í túr, þe hve mikið á þjóðvegum og hve mikið utan vegakerfis. Ég hefði giskað á hærra hlutfall þjóðvega þar sem helv. malbikskeyrslan getur verið svo drjúg, en auðvitað eru ekki nema kannski 170 km upp fyrir Vatnsfell svo dæmi sé tekið eða 340 km ef það er farið þar niður aftur.

    Kv – Skúli





    10.01.2008 at 23:03 #609866
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Mér reiknast til að ég hefi ekið 5500km. á utanvegakerfi. hann er að eyða ca. 26L/100km. í svoleiðis akstri sem gera er um 1430 lítrar eyðslu.
    kv vals.





    11.01.2008 at 00:50 #609868
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Það er kanski ekki mikið að marka mina eiðslu, en keirðir um
    5oo km í sumar og 2oo utanvega og 3oo malbik, hér er hvað
    ég keifti marga lítra 320 og lítið notaður í bænum eiða um
    18 l/100 og þjóðveg um 15 l og keirt á 85 til 95 km og utanvegar 120 lítra á bilinu 16 L/1oo til 19 L/1oo oftast á hægum hraða.
    kv,,, MHN





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.