FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Eyðsla í Nýjadalsferðinni

by Örn Guðmarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eyðsla í Nýjadalsferðinni

This topic contains 43 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 19 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.11.2005 at 10:50 #196730
    Profile photo of Örn Guðmarsson
    Örn Guðmarsson
    Member

    Jæja ég vill byrja á að þakka öllum fyrir frábæra ferð um helgina og sérstaklega þá þorgeiri og helenu.
    En svona til að forvitnast á eyðslu.
    Þá vorum við feðgar á tveimur „bensínhákum“ eins og flestir vilja kalla 8 gata jeppa.
    En Annar bíllinn Jeep Grand Cherokee 5.2 lítra á 39.5 eyddi 150 lítrum frá hrauneyjum á föstudagskvöldi og til hrauneyja á sunnudags eftirmiðdegi.
    Hinn bíllinn Jeep Wrangler 4.7 lítra á 38″ eyddi 140 lítrum á sömu leið.
    Auðvitað má taka það fram að færið var sérstaklega létt og ekki reyndi mikið á drifgetu.
    Eknir voru sirka 105 + 135 + 120 eða 360 kílómetra.
    Hvað voruð þið hinir að eyða ?
    kv
    Gunnar (wrangler)

    ps Frábær ferð

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 43 total)
← 1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 30.11.2005 at 00:12 #534228
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er fullkomlega eðlilegt að bensínbílar noti svipað eldsneytismagn og díselbílar sem eru 20-30% þyngri. Eldsneytiseyðsla á díselbílum fer fyrst og fremst eftir þyngd og loftmótsöðu, en lítið eftir stærð eða afli vélar, að því gefnu að vélin sé í lagi og rétt stillt.
    Eyðsla bensínvéla fer meira eftir vélarstærð, en sá munur hefur minnkað eftir því sem tækni hefur farið fram.

    -Einar





    30.11.2005 at 09:37 #534230
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    ekki eitthvað öfugt hjá þér eik, reiknuð innri töp í disel vél eru meiri (miðað við rúmtak)en í bensínvél þannig að eyðslan hlýtur að vera meira háð mótorstærð í disel en bensinvél. Ég held líka að þessi munur hljóti að vera eins í dag og fyrir 100 árum þegar otto gamli og diesel gamli voru að finna upp vélar til að breyta varmaorku í hreyfiorku.
    Bensínbílarnir hér fyrir ofan eru allir með verulega stærri vélar en díselbílarnir bæði í cc og hö
    kv Guðmundur





    30.11.2005 at 10:02 #534232
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    það er alveg rétt að lögmál eðlisfræðinnar eru þau sömu nú og fyrir 130 árum þegar þessar vélar litu fyrst dagsins ljós.
    Það hlutfall varmaorku sem hægt er að breyta í hreyfiorku er því hærra sem eldsneytið brennur við hærri þrýsting og hitastig. Dísel vélar eru með hærra þjöppunarhlutfall sem gefur betri nýtingu undir fullri inngjöf, og nýtingin minnkar minna en á bensínvél þegar slegið er af, vegna þess að loftmagnið inn á Díselvélina er ekki takmarkað, bruninn í díselvél í lausagangi gerist því við mkilu hærri þrýsting en í Bensínvél vegna þess að loftið sem bensínvél fær inn á sig er minnkað í hlufalli við bensínið. Það er aldrei vakúm í díselvél.

    Tækniframfarir hafa fyrst og fremst orðið til þess að nútíma vélar hafa góða nýtingu yfir víðara snúníngshraðasvið, vegna betri tækni við að stýra eldsneytismagni og tímum fyrir kveikju, innspítingu og jafnvel ventla, og í Díselvélum vegna hærri þrýsings á innspítingu sem gefur jafnari og hraðari bruna. Ein af forsendum góðrar nýtingar, er að allt eldsneytið brenni meðan stimpillinn er í topp stöðu.

    -Einar





    30.11.2005 at 11:38 #534234
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    gleymist sennilega að núningstöpin og önnur töp verða meira ráðandi en varmatöp þegar vélarnar ganga undir litlu álagi.
    Guðmundur





    30.11.2005 at 12:02 #534236
    Profile photo of Tómas Guðmundsson
    Tómas Guðmundsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 34

    Eg er á 4Runner 3l td á 38", hann var að eiða 115 Llítrum frá hrauneyjum á föstudagskvöldi og til hrauneyja á sunnudegi

    Tommi





    30.11.2005 at 12:22 #534238
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Maður þorir nú vart að koma inn í þessar umræður þegar svona vísindamenn eru komnir á flug, enda hefur maður nú ekki mikið til málanna að leggja á þessum tæknivettvangi. Hvað þá í eðlisfræðinni. En þar sem við erum komnir út í eldsneytis umræður almennt. Þá hef ég verið að skynja viðhorfsbreytingu hjá jeppamönnum til bensímjeppa. Þ.a.s bensínjepparnir eru ornir þeim hugleiknari en fyrr. Og er ekki svo langt síðan þegar menn leiddu ekki einu sinn hugann að því að kaupa bensínjeppa. Hvað þá V8. En þetta virðist hafa gerst með afnámi þungaskattsins og öll fögur markmið ríkistjórnarinnar hafa snúist upp í andhverfu sína. Allavega hvað varðar jeppamenn. Nú er t.d Flugsveitinn öll að fara yfir í bensín, Beggi, Ingvi, og Lúffi að fá bensin Tacomur og Óskar í V8 bensín. Ég sjálfur farinn að ganga með þetta í maganum og farinn að heyra V8 soundið í dolby. Og finns manni umræðan orðin svolítið á þann veg að Holly 850 sé að komast í tísku, allavegar er Fjalli kominn í tísku á ný á V8 togaravélinni. En kalinn sagði mér einmitt einu sinna í trúnaði að herstöflin hjá honum væru svipað mörg og í meðal skuttogar. Ég kinkaði að sjálfsögðu kolli. En hvað halda menn erum við á leiðinn aftur til fortíðar





    30.11.2005 at 12:42 #534240
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    það er rétt að núningur í vélinni vegur tilltölulega þyngra undir litlu álgi. En það er ekki verulegur munur á núningi í bensín og díselvélum. Það er þygra að starta dísel vél, vegna þess að þrýstingur í henni er hætti, en það er líka ástæða þess að það þarf miklu minna eldsneyti til þess að yfirvinna núninginn. Þessvegna eyðir díslevél í lausagangi miklu minna en jafnstór bensínvél, þetta er ástæðan fyrir þeirri kvörtun að miðstöðvar hiti lítið þegar díselvélar ganga undir litlu álagi.

    -Einar





    30.11.2005 at 13:02 #534242
    Profile photo of Davíð Örvar Hansson
    Davíð Örvar Hansson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 426

    Ekki ætla ég að spökulera í því af hverju bílar eyða mismiklu eldsneyti m.v. hitt og þetta. Það er þó mjög merkileg staðreynd sem Ofsi bendir á að 8 cl. bensín jeppar eru að verða algengari og áhugaverðari kostur heldur en díseljeppar í kjölfar þungaskattsbreytinga. Það væri gaman að sjá sölutölur bílaumboða hvort að sala á díselbílum hafi aukist eða dregist saman við þessa breytingu.
    Fyrir mína parta myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um heldur fá mér bensínjeppa ef ég væri í þeim hugleiðingum. Munurinn er hverfandi á hagkvæmni díselvélanna og þó svo að maður spari 1-2 lítra á 100 km. þá er það ekki neitt í samanburði við brosið sem kemur á smettið á manni þegar maður hefur hestöflin með sér í liði.

    Kv. Davíð





    30.11.2005 at 13:09 #534244
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Las það einhversstaðar að diesel vél eyðir ca 30% af því sem samsvarandi bensín vél eyðir, þegar þær eru í lausagangi….

    Allavega getur maður alveg látið ljósavélina ganga heila nótt án þess að mikið sjáist á tanknum (giska á svona ca 10-12 lítrar fyrir 2.4 toy).

    kv
    Rúnar (sem dreymir einnig svona V8 drauma í 5-rása sterió).





    30.11.2005 at 13:38 #534246
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Jæja strákar, hvað er í gangi, díselkallarnir loksins farnir að sjá ljósið, en eitt vil ég benda ykkur á í sambandi við að fara úr 1 hestafli í grilljón hestöfl. Þetta er pínu vesen ef þið farið ekki rétt að. Viðgerðartíminn hjá mér hækkaði allverulega þegar ég fór úr dísel yfir í bensín, en fjandakornið hvað það er þess virði!

    Hver vill ekki vera eins og Birgir(Fjalli) með 504 Big Block sem gengur fyrir flugvélabensíni og eyðir reyndar ekkert svo miklu enda þarf hann aldrei að gefa í, því aflið er svo mikið að vélin er aldrei þannig séð undir álagi.
    En það er ekki nóg að fá sér stóra bensínvél, drifrásin þarf að þola það. Ég hef aldrei brotið öxul því miður þótt ég sé búinn að reyna það MJÖG oft, en fyrir suma er þetta eins og drekka vatn.

    350 vélar liggja hérna útum allt og fást fyrir lítið. Hellið ykkur út í þetta kallarnir mínir, þá fáiði kannski að koma með okkur stóru strákunum í jeppaferð 😉

    Bensínkveðja, Ásgeir





    30.11.2005 at 14:02 #534248
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þetta er eiginlega svo stórmerkileg pæling að hún hefði verðskuldað sér þráð. Þetta var það sem við vöruðum við þegar í ljós kom að fjármálaráðuneytið ætlaði að passa vel upp á á ná sem mestum aur inn á olíugjaldinu í stað þess að kunna sér hóf og hafa díselinn ódýrari. Í framhaldi af aðgerðum okkar átti ég í löngum tölvupóstsamskiptum við framkv.stjóra FÍB um þessi mál. Hann gat svosem alveg sýnt fram á að rekstur díseljeppa væri almennt séð ódýrari þrátt fyrir þetta, en hann gat ekki skilið áhrif gleðistiganna. Svo bætist við að díselvélar og díselbílar eru almennt dýrari og það eru engin áþreifanleg merki um að það breytist. Þegar munurinn á rekstrarkostnaði er þetta lítill hættir hann að hafa áhrif á valið, þá fara menn að velja eftir öðrum þáttum. Fyrir þá sem eru bensíndraugar að eðlisfari er því ekkert annað að gera en að gerast uppvakningur og fá sér sprækan bensínbíl eða skipta um vél. Sjálfur er ég það mikill kolakyndari í mér að ég hugsa að ég haldi mig við olíubílinn. Ég sakna ekki benínvélarinnar með þeim gangtruflunum og veseni sem vill fylgja þeim og finnst einfaldlega olíurokkar skemmtilegri. En það er auðvitað smekksatriði.
    Það væri mjög fróðlegt að sjá tölur um þetta, t.d. þegar ár verður liðið frá breytingunni og svo til samanburðar árið á undan. Ekki nóg að taka þá tölur frá umboðunum heldur þarf að vera úr bifreiðaskrá, því margir eru að flytja þessa bensínbíla inn sjálfir.
    Kv – Skúli





    30.11.2005 at 16:39 #534250
    Profile photo of Örn Guðmarsson
    Örn Guðmarsson
    Member
    • Umræður: 2
    • Svör: 28

    Ertu nú ekki aðeins og mikið af gamla skólanum. Ertu þá ekki að tala um blöndungsvélar og árgerðir 80 og undir. Ég sjálfur er með 4.7 lítra, Grand cherokee vél 2001 árgerð þar sem bæði vélin og 5 gíra sjálfskiptingin eru tölvustýrðar í wranglernum mínum. Og er það nú svipað með þessar nýju díselvélar, þetta er allt orðið tölvustýrt og gangtruflanir eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Lýstu menn ekki þessu sem tölvuskápar á fjöllum. Ég er með original dana 30 rev að framan og næstum því original dana 44 að aftan og aldrei brotið neitt. Er á 38" túttum og vélin er að skila einhverjum 250 hrossum og 320 í togi. Giska að upptakið sé um 7 sekúndur en það er bara wild guess. En reyndar er bíllinn bara tæp 1600 kíló. En gaman að sjá hvað menn hafa að segja um eyðslu á bílum. Ég myndi sjálfur nota dísel vél ef þær væru jafn léttar og bensínvélar og skiluðu einhverjum hestöflum. án þess að þurfa fá sér 6 lítra vél sem vigtar 500 kíló.
    kv Gunnar





    30.11.2005 at 18:23 #534252
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Dollarinn og olíugjaldið vinna þungt á dieselinn þéssa dagana.

    Sem sést nú einna helst á fjölda nýrra Ford Explorer og pickupa, mjög væntanlega á kostnað LC120
    (þjóðfélagið í hnotskurn)

    …næsti jeppinn minn verður allaveganna bensín!





    30.11.2005 at 19:43 #534254
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    ég verð nú sem eðlifræðinörd að taka þátt í þessari umræðu. Ég vil meina nýtnin í diesel vél er meiri heldur en í bensín vél. Og til að vera alveg viss þá flétti ég þessu upp í ‘benson’ sem er kennslubók í eðlisfræði á háskólastigi. Þar stendur skýrum stöfum að ‘thermal efficincy’ í bensín sé 20% á meðan nýtin sé 30% í diesel (sennilega miðað við ótölvuvæddar vélar).

    Svo spurði ég félaga minn út í þetta, en hann er einmitt að stúdera efnaverkfræði og vann meðan annars einhverja skýrslu í skólanum við að bera saman bensín og dísel vélar. Og þar kom í ljós að er alltaf sama nýtni í bensínvél óháð aflinu en nýtni diesel vélar fer minnkandi eftir því sem aflið eykst.
    Þannig að þetta segir okkur að dieselinn er með meiri nýtni á hægagangi heldur en undir álagi og nýtnin í bensín vél haldist svipuð.

    Enda hef ég alveg tekið eftir þessu með miðstöðina og ljósavélarnar eins og einhver benti hér á.





    30.11.2005 at 19:56 #534256
    Profile photo of Hannes Jón Lárusson
    Hannes Jón Lárusson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 173

    hæ öll og takk fyrir frábæran túr.

    Ég var að fara með 190 L frá hrauneyjum upp í nýjadal og svo aftur til reykjavíkur. Það voru uþb 550 km.
    = 34L / 100 km

    miðað við að 170 km eru á malbiki þá hækkar talan örugglega í 40 L / 100.

    Bara á laugardeginum fór ég með 90 L.
    Enda díselPattinn staðinn í eins og ég gat frá morgni til kvölds.





    30.11.2005 at 19:58 #534258
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Jú ég er örugglega af gamla skólanum en samt var síðasti jeppi sem ég átti með bensínvél og tölvustýrðri beinni innspýtingu. Gangtruflanirnar voru kannski af öðrum toga en í blöndungsbílum og þær verstu mátti rekja til tölvunnar. Díselrokkurinn er kannski engar 7 sek í 100 enda ef það væri markmið hjá mér að ná þeim tíma sem mest niður dytti mér ekki í hug að fá mér díselbíl og raunar bara ekki jeppa yfir höfuð.
    Kv – Skúli





    30.11.2005 at 20:18 #534260
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Það sem var nú meint með þessum 7 sek, er það að hæfni jeppa til að komast upp brekkur án þess að þurfa að nota lolo felst í því að hafa nógu mikinn kraft til þess að hendast upp brekkuna. Einfaldlega fljótur og skemmtilegur ferðamáti. Og það er nú ekkert skemmtilegra en að planta sér við hliðina á sportbílum ekki þó ofur, en mörgum og snýta þeim á 38" dekkjum. En það er nú bara mín skoðun á ferðamáta á jeppum að það sé nú eitthvað í húddinu sem fær mann til að brosa soldið.

    kv Gunnar Aðalstuðningsmaður bensínháka





    30.11.2005 at 23:17 #534262
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Alltaf gaman af þessu. Á síðustu 5 árum hefur náttúrulega orðið bylting í diesel vélum. "litlar" fólksbílavélar eru farnar að toga (sem er hin eina sanna krafttala) hreint út sagt fáranlega. 2.4 lítra vélar komnar yfir 400 nm, sem er meira en 24 ventla LandCruiser vélin var gefin upp.

    Nokkrar sætar tölur.
    Land Rover V6, 2.7 litra 190hp og [b:2gjpzki2]440nm/1900[/b:2gjpzki2]
    Benz V6, 3,0 litrar, 225 hp, [b:2gjpzki2]510nm/1600-2800 [/b:2gjpzki2]
    VW, L5, 2.5 litrar, 174 hp, [b:2gjpzki2]400nm/2000[/b:2gjpzki2]
    VW. V6, 3.0 litrar, 225 hp, [b:2gjpzki2]500nm/1750[/b:2gjpzki2]
    VW, W10 5.0 litrar, 313 hp, [b:2gjpzki2]750nm/2000[/b:2gjpzki2]
    Volvo, L5, 2.4 litrar, 185 hp, [b:2gjpzki2]400 nm/200-2750[/b:2gjpzki2]

    Allt vélar í 2 tonn+ bílum, eyðslan ca 11-13 l/100 km innanbæjar (uppgefið). Bensínvélarnar sem í boði eru í sömu bílum komast alveg með tærnar að tánum á díselnum hvað kraft varðar en eru ekki einu sinni nálægt í eyðslu.

    Það versta er að Þessi kynnslóð af vélum er bara ekki í boði í neinum alvöru bílum enn sem komið er, en það er svo sem allt í lagi, maður hefði hvort eð er ekkert efni á að eiga svoleiðis :(

    kv
    Rúnar





    30.11.2005 at 23:41 #534264
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Ég er að minnsta kosti með það á hreinu að mig langar alls ekki til þess að viðhalda svona útúrpeppaðri díselvél þegar hún fer að eldast.

    kv Kristinn annar stuðningsmaður bensínháka en vantar samt aðeins stærri rokk í húddið til að vera sáttur.





    01.12.2005 at 00:31 #534266
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Það er eingin b[b:2ypy707d]Y[/b:2ypy707d]lting í diselvélum frekar en bensinvélum þetta er enn sem draslið og menn voru að nota fyriri rúmun 100 árum. vélaframléðendur eru bara endalaust að auglýsa nýungar sem eru í raun engar nýungar til að selja sama gamla ruslið sem eithvað nýtt. Nýast uppfinning bmw er að láta diselvel brenna bensini og kalla hana einhverju fínu nafni setja hana í bíl og markaðsetja bílinn sem umhvrfisvænann bensinbíl. Ég gæti talið endalaus svona dæmi.og þau er líka að finna í listanum þínum Rúnar
    guðmundur





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 43 total)
← 1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.