Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eyðsla í Nýjadalsferðinni
This topic contains 43 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.11.2005 at 10:50 #196730
Jæja ég vill byrja á að þakka öllum fyrir frábæra ferð um helgina og sérstaklega þá þorgeiri og helenu.
En svona til að forvitnast á eyðslu.
Þá vorum við feðgar á tveimur „bensínhákum“ eins og flestir vilja kalla 8 gata jeppa.
En Annar bíllinn Jeep Grand Cherokee 5.2 lítra á 39.5 eyddi 150 lítrum frá hrauneyjum á föstudagskvöldi og til hrauneyja á sunnudags eftirmiðdegi.
Hinn bíllinn Jeep Wrangler 4.7 lítra á 38″ eyddi 140 lítrum á sömu leið.
Auðvitað má taka það fram að færið var sérstaklega létt og ekki reyndi mikið á drifgetu.
Eknir voru sirka 105 + 135 + 120 eða 360 kílómetra.
Hvað voruð þið hinir að eyða ?
kv
Gunnar (wrangler)ps Frábær ferð
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.11.2005 at 11:54 #534188
Sæll Örn og takk fyrir aðstoðina í skurðinum:)
Ég fór frá Hrauneyjum með 210 lítra og kláraði þá alla.
29.11.2005 at 12:40 #534190Ég var með 240L og fékk 20L lánaða og átti hálfan tank eftir þegar við komum í Hrauneyjar, að vísu var tekin aukarúntur bæði á föstudagskvöld norður í Kiðagilsdrög og á sunnudag að Lambafelli norðan Túnafelsjökuls. Aksturinn á föstudagskvöld hefur verði hátt í 150 km og á sunnudag um 40 km sem bætast við áður upp gefnar tölur.
Kveðja Þorgeir
29.11.2005 at 12:41 #534192Menn eru sko ekkert að fíflast þegar þeir tala um Big-Block Patrol….
kv
Rúnar.
29.11.2005 at 13:00 #534194Við Rotturnar voru þarna á ferðinni og þvældumst 280 km á Sprengisandi og eyddi ég 105 lítrum, þó var einhver smá lögg eftir. Gaman væri að heira frá Hlyn, Gulla, Kalla og Kjartani á þessum Patrollum í yfirþungavigt, Hvað þeir hafa verið að eyða
PS gott að vera í litlu deildinni
29.11.2005 at 13:19 #534196Við sem fórum að aðstoða Benna í hjólaleguskiptum ókum ca 100 km lengra en hinir. Þannig hef ég ekið ca 450 km í túrnum. Þar af var ég fremsti bíll eða ekki í förum a.m.k. helminginn af þessari vegalengd og í ofanálag var ég með Óskar í bandi eða gandi ca 50 km.
Olíljósið kviknaði þegar ég átti ca 2 km eftir í Hrauneyjar og því hef ég sennilega farið með ca 200 lítra.
Benni
29.11.2005 at 13:23 #534198
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Athyglisverðar tölur, var færið upp á 10 psi, eða hvaða loftþrýsing voru menn með í dekkjunum þessa helgina?
Gunnar brattur að starta þessu ég hélt að þessir á bensínhákunum vildu sem minnst um þetta vita og létu gamla frasann "hann eyðir öllu sem sett er á hann" duga.
Svona lítur eyðslan út per 100 Km:
Örn: 39,5" 150/360*100 = 41,2 l/100km
Gunnar: 38" 140/360*100 = 38,8 l/100km
Lúther: 44" 210/360*100 = 58,3 l/100km
Lella & Þorgeir: 44" 220/550*100 = 40,0 l/100km
Ofsi: 44" 105/280*100 = 37,5 l/100km
Benni: 44" 200/450*100 = 44,4 l/100km
Ágúst: 44" 262/997*100 = 26,3 l/100km
Hlynur: 44" 130/280*100 = 46,4 l/100km
Jón Þór: 38" 140/690*100 = 20,3 l/100km
Tómas: 38" 115/360*100 = 31,9 l/100km
(L&Þ …gef mér að notaðir lítrar séu 220)
(í km. tölunni hjá Gústa eru ábyggilega yfir 500Km á malbiki)
(JÞG, tæpur helmingur á malbiki)ÓE
29.11.2005 at 13:27 #534200Ég var með 3-4 pund í dekkjunum og var aldrei ekið í förum.
29.11.2005 at 13:58 #534202Ég var að lang mestan tímann í 3 – 4 pundum – Fór einu sinni niður í 2 pund til að komast í gegnum smá leiðindi en pumpaði fljótlega í aftur.
Færið var almennt frekar létt – þó voru einstaka púðurpittir sem tóku aðeins í – sérstaklega í neðrihluta Vonarskarðs og norður af Nýjadal.
En svo er þetta með eyðsluna svolítið sérstakt – ég held að eyðsla og skemmtanagildi haldist oft í hendur – enda finnst mér allavega meira gaman að keyra um á 44" bíl með nægjanlegt afl og drífa allt sem ég vil drífa – þó það kosti einhverja þúsundkalla í viðbót í olíu – ég er ekki í þessu sporti til að spara pening – ef svo væri keypti ég mér Lancer og væri í bænum.

Benni
P.S.
Ég er nokk viss um að Lúther keyrði meira en 360 km – hann fór allavega á móti þeim sem komu seinna uppeftir.
29.11.2005 at 14:02 #534204Ég fór með ca 35 lítra og ekki orð um það meir…
Benni
29.11.2005 at 14:13 #534206Sælir félagar
Já þetta virðist vera nokkuð svipað hjá mér og Benna hmm, við fórum svipaðar slóðir og þar sem hann ekki var fremstur þá var ég það.
kv gundur annar
29.11.2005 at 15:01 #534208það gengur náttúrulega ekki að gráta það sem bílarnir eyða, ef að menn vilja vera lausir við eyðsluna verða menn bara að vera heima hjá sér þannig eyða menn engu.
Það er hins vegar mjög fróðlegt að sjá hvað menn eru að eyða af eldsneyti í þessum ferðum og sýnist mér skemtilegasta framtíðin vera í 8 gata Grand Cheroky.
29.11.2005 at 18:26 #534210Munurinn er sá að bensínhákar skila lítrunum til að snúa hjólunum en kolatogarar nota þá (svipað magn greinilega) aðalega til að búa til svartan reyk

29.11.2005 at 18:52 #534212Sælir. Frá Keflavík og aftur til Keflavíkur ók ég 997km í þessari ferð. Í þessa 997 fóru 262 lítrar af díesel. Var þeim öllum vel varið, hverjum og einasta, og væri til í að eyða þeim margoft aftur í samskonar ferð og færi.
Ágúst
29.11.2005 at 19:32 #534214Ég fór með ca 130 lítra frá Hrauneyjum–Íllugaver–Sprengisandshringur–Íllugaver–Hrauneyjar.
Reyndar var ég bíl í bandi frá Íllugaveri í Hrauneyjar, en ég mældi ekki hvað þetta voru margir km.
Góðar stundur.
29.11.2005 at 20:55 #534216Getur þú ekki líka hækkað og lækkað í sjónvarpinu með hugarorkunni?
29.11.2005 at 21:05 #534218Það væri gaman að sjá raunverulegan samanburð við bensínbílana – var enginn díselbíll á 38 eða 39,5 sem mældi eyðsluna ?
Annars sýnist mér að þessir 44" bílar séu allir að eyða svipuðu á 100 km í þessu færi og það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart við þessar tölur – Ég sagði einhverjum fyrir helgina að reikna með 50 l/100 km og það var greinilega ekki fjærri lagi.
En ég tek undir það með Gústa að ég sé sko ekki eftir einum einasta lítra – og hef reyndar aldrei gert eftir að ég fór að ferðast á þessum bíl….
Benni
29.11.2005 at 21:23 #534220
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gundur er nú aldeillis með bensínvél má ekki bera það saman.
Stefán bensínkall
29.11.2005 at 21:47 #534222Ég er á patrol 98 á 38" og fór með 135-140l í púrinn Rvk-Nýidalur-Vonarskarð-nýid-Rvk og er ég bara sáttur við eiðsluna hjá mér enda er bíllinn í þyngri kantinum. Annars er ánæjan það mikil að ekki er nú mikið spáð hvað þessir drekar eyða.
kv Nonni
29.11.2005 at 22:33 #534224Sælir
Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst undarlega lítill munur á öllum bílunum nema tveimur sem ég ætla að draga í efa eyðslutölur á. Það er sá sem eyddi mest og sá sem eyddi minnst.
Annars finnst mér lítill munur á þessum tölum og núna þegar dísillinn en af og til að rugga upp fyrir benzínið í verði þá fer maður að pæla.
5,2 eða 5,8 V8 mótor er að skila ólíkt meira afli en 2.8 Patrol diesel.
Kv Izan
29.11.2005 at 23:06 #534226ég á þann sem eyddi minnst, það sem ég held að útskíri það að ég eyddi minstu eldsneyti var það að ég ók á Sprengisandi á meðan jepparnir í nýliðaferðinni voru í Vornarskarði og voru þá meira í brekkuakstri og auk þess er jeppinn hjá mér aðeins 2240 kg á móti rúmlega þriggja tonna Pöttum. Og hjá Benna sem eyddi mest þá var hann með jeppa í drætti, svo þetta gæti útskírt eyðsluna hjá okkur að nokkru leiti. En samt skemmtilegt að bera þetta svona saman
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
