Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eyðsla á Santa fe
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
17.12.2007 at 11:52 #201400
Jæja menn og konur hér, mig langar að vita hvort einhver geti sagt mér reynslusögur af eyðslu á Hyundai Santa Fe, þá er ér að tala um 4 cyl bensín bíl annars vegar og V6 bensín hins vegar og þá árgerðir frá ´99 til svona ´03 kannski, gaman væri að fá bæði af beinskiptum og sjálfskiptum, endilega ausið úr ykkur.
Kv Snorri.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.12.2007 at 12:31 #607146
Atti enu sinni santa fe v6 hann fór alldrei undir 18 l á hundradið.
17.12.2007 at 12:33 #607148Sjálfskiptingarnar í þessu drasli eru vægast sagt glataðar, ég ek mikið um á svona dísel bíl og hann fer ekki undir 12.7 innanbæjar! Þetta eru líka soddan djöfuls hlunkar í þokkabót. Utanbæjar fer hann mjög sjaldan undir 10 lítrana. 2.0 turbo dísel commonrail og það allt.
17.12.2007 at 15:09 #607150Keypti svona græju á B og L útsölunni og búinn að eiga hann í nokkra mánuði. Bíllinn er 2006, V6, 1,770 kg, 4×4, ca 180 ha. Langakstur; eyðsla 10,5 l, snattið er allt skapi manns, 12-16 l. Huyndai bílar eru bilanaminni en Toyota skv nýjustu neyslukönnunum enda Toyota hætt að sýna þau vísindi, sem þeir notuðu þó áður.
17.12.2007 at 19:55 #607152Ók eina viku á 4 sílindra bílaleigubíl fyrir nokkru hann eyddi 15+ í blönduðum akstri.
Ek mikið 2,0 dísil sjálfskiptum 8,5 á sumrin 9,5 til 10,5 á veturna í blönduðum akstri, á löglegum hraða!!
18.12.2007 at 10:06 #607154já mig langar svosem meira í dísel bílinn en ætla bara ekki að kaupa svo dýran bíl, er mest að skoða 4 cyl beinskipta en líka V6 reyndar, er aðallega að spá í hvort mikill munur er á þessum 2 vélum og þá bæði í eyðslu og vinnslu.
Kv Snorri.
PS: Ef einhver hérna á svona bíl til sölu endilega senda mér mail í snorri@holmavik.is
18.12.2007 at 12:25 #607156Nei frændi góður, ertu nú alveg að missa þig?
Jæja, fátt sem ég get gert í því.
Gleðileg jól
18.12.2007 at 21:35 #607158Sæll Villi frændi, varstu ekki búinn að selja Cruiserinn? maður verður alltaf að prófa eitthvað nýtt í þessum bíltegundum, er það ekki annars?
Kv Snorri.
20.12.2007 at 10:35 #607160Eru ekki fleiri sem hafa reynslu af þessu til að miðla til mín og kannski einhverra fleiri sem skoða þetta?
20.12.2007 at 11:00 #607162Ég var að vinna á svona bíl í tvö ár úti á landi, 2004 módel, 2,4 l. Í langkeyrslu (ca. 2-300 km á dag) var hann að eyða nákvæmlega 16,9/100 km. Þessar tölur voru reiknaðar út úr aksturdagbókinni á mánaðarfresti og alltaf kom sama talan. Best að taka það fram að í bílnum var kjaftakelling sem yfirmaðurinn fylgdist vel með, þannig að um hálöglegan akstur var að ræða!
Á sama tíma átti ég fjögurra lítra Grand Cherokee , og hann var að fara með þónokkuð minna á langkeyrslunni, þrátt fyrir að hafa ekki ND-kellingu. Svo fór líka svo miklu betur um mann þar.
20.12.2007 at 20:45 #607164Mér finnst þetta háar tölur sem hafa komið hér fram
Ég hef átt nokkra Hyundai og hef verið mjög ánægður með eyðsluna á þeim. Ég átti í fyrra Teracan v6 sjálfskiftan og hann var að eyða 14l/100 innanbæjar og þegar ég fór úr úr bænum með tjaldvagn í eftirdragi þá var hann í 11l/100
Í dag á ég Starex disel hann er að eyða 9.3 í blönduðum akstri fótr hæðst hjá í 10.3 þegar ég var aðeins að keyra innanbæjar á Höfuðborgarsvæðinu. Svo ég get ekki sagt að þessi bílar séu að eyða miklu.
20.12.2007 at 22:10 #607166…og hvernig í ósköpunum tengist eyðsla á terracan og starex eyðslu á santa fe? þú ert þarna að bera saman jeppa við fólksbíl sem eiga alveg örugglega ekkert sameiginlegt nema merkið, sem er nú ekki upp á marga fiska.
Þessi santa fe sem er hér á heimilinu var keyptur þar sem hann átti að vera svo hagkvæmur í rekstri, sem svo reyndist bara vera bull og í þokkabót er hann alveg hundleiðinlegur að flestu leiti nema hann þarf sjaldan að fara á verkstæði. En eins og fyrri ræðumaður segir þá fara þeir ekki vel með mann á langkeyrslu og þegar ég hef þurft að skreppa út á land hef ég fengið frekar V8 grand cherokee sem er hérna á heimilinu. fyrir 2 fleiri lítra á hundraðið þá er maður í það minnsta með nothæft bak eftir heilan dag undir stýri!
kv. Kiddi, sem er ekkert að skafa ofan af því
21.12.2007 at 07:39 #607168Það er í lagi að bera þessa bíla saman því þeir eiga mart sameiginlegt, Ég hef keyrt allar gerði af hyundai bílum og hef verið mjög ánægur með þá og eyðslan lítil. En það er hægt að láta alla bíla eyða miklu með slæmri keyrslu.
21.12.2007 at 14:10 #607170já það eru 4 hjól undir þeim, stýri´í mælaborðinu og sjálfsagt má telja margt fleira fram sem þeir eiga sameiginlegt. en ekkert í krami eða neinu sem getur tengst því hvernig þeir virka. þú getur allt eins farið að tala um hvað volkswagen polo eyðir litlu það tengist umræðuefninu svipað mikið.
21.12.2007 at 21:02 #607172Þegar V6 Terracan fer að eyða 11 á hundraðið með tjaldvagn og 14 innanbæjar þá frýs í helvíti. Ef það er eitthvað sem Hyundai menn hafa ekki getað gert almennilega þá eru það V6 vélar því þær eyða allar eins og skuttogarar með allt úti í bullandi brælu.
Snorri skáfrændi þú skalt bara sleppa þessu óbermi frá suður Kóreu og bara fá þér Cherokee eins og fleiri hafa talað um hérna. Það er þó allavegna jeppi.
P.s
Grandinn minn eyðir líka bara 12 á hundraðið, max 13,5 þegar ég er með allt í botni.
21.12.2007 at 21:18 #607174Hun er svakaleg hvað þessar drusslur eiða af eldsneyti er buinn að vera með nokkra af þessum bilum þeir minna mig a þessa amerisku hvað þer eyða
21.12.2007 at 21:24 #607176Það er ekki mikið mál að láta v6 teracan eyða litlu. Allir þeir hyundai bílar hafa eitt litlu og hef éf átt þá marga. Þess vegna finnst mér skrýtið ef santa fe er að eyða svona miklu eins og hefur komið fram hér að ofan.
21.12.2007 at 22:16 #607178….Þið segið nokkuð, og jú Stebbi ég var nú reyndar búinn að vera að pæla í Grand Cherokee en hélt bara að svona jepplingur myndi eyða minna, en eftir því sem ég kemst næst bæði hér og af reynslu nokkurra kunningja minna líka þá held ég að Grandinn sé ekki verri kostur, ég hef reyndar persónulega enga slæma reynslu af Hyundai, þetta eru fínir bílar og eru orðnir með mjög lága bilanatíðni til dæmis, svo er það Grand Cherokee, hann er jú sennilega meiri jeppi og með meira pláss, og ég er líka alltaf svolítið hrifinn af amerískum bílum, en nóg um það í bili, ég læt ykkur um þetta aðeins áfram og endilega segið sögur af fleiri tegundum ef ykkur langar.
Kv Snorri.
21.12.2007 at 22:29 #607180Ég var að tala við Aron í Breyti fyrir stuttu, en kappinn var að enda við að 49" breyta Ford fyrir sjálfan sig. Hann skrapp á Grímsfjall, og ég fór að ganga á hann með eyðslutölur. Svarið var gott.
"Veistu Hlynur það skiptir ekki máli, það er ekki verið að hætta að selja Diesel olíu"
Stundum verður nú gleðin að fá að ráða.
Góðar stundir
21.12.2007 at 23:14 #607182…og gleðina finnurðu varla hjá hyundai, það þurfa í það minnsta að vera einhverjar annarlegar kenndir þar að baki!
En ég reyndi nú aldrei að ljúga´því að Grand Cherokee eyddi litlu, það munar bara of litlu á honum og hondænum til að maður nenni að skröltast á þessu kóreska flaki þegar leðursófasett er í boði!
21.12.2007 at 23:48 #607184Ég var svosem ekkert að skjóta á þig Kristinn meira svona kaldhæðni gagnvart eyðslutölum frá S-kóreu, enda er ég að kynnast öllum dælumönnum bæjarins og dælunum sjálfum mjög vel á V8 Grand Cherokee og sé ekki eftir dropa.
Bensínkveðjur með allt í botni á jólagjöfini.
Stebbi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.