Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eyðsla á Lc 90
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.03.2003 at 13:47 #192309
Getur einhvar sagt mér hvað Lc 90 er að eyða á 38″.
Minn er að eyða um 17 – 19 lítrum á hundraði sem mér finnst heldur mikið.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.03.2003 at 17:24 #470146
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sæll
er með LC90 á 38" mudderum, hann er að eyða ca 19litrum og stundum alveg uppí 22, fer alveg eftir því hvernig maður keyrir hann. Var einmitt sjálfur að spá í hvort þetta væri eðlileg eyðsla.
kv. friðrik
08.03.2003 at 17:25 #470148
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll,
ef þú ert að tala um meðaleiðslu innan og utanbæjar á 38" dekkjum, þá finnst mér þetta svona persónulega ekki mikil eyðsla. Ég átti toy D/C bensín á 33", sem var að eyða ca. 18 lítrum á 100aðið…. og þá ekki í neinum snjó…. Það er allt of mikil eyðsla.kveðja R-2862
08.03.2003 at 17:29 #470150
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já 18-20 hjá mér á 38"parnellí sjálfskiftur,enn í leik þá fer hann(hún)vel yfir 22L.Maður heirði um tölur 12-18 á hundraði.Ég næ honum niður í 12L með því að nota crus control stilt á 90kmh á leiðinni austur. Mér finnt eyðslan vera of mikil miða við stærð á vél þá vill maður hafa eitthvað frami í húddi sem skilar bílnum betur áframm enn samt er ég nokkuð sáttur hvað maður kemst áframm
08.03.2003 at 20:04 #470152Sæll AtliE.
Okkar bíll var að eyða þetta 17-18 lítrum á hundraðið þar til við fórum að pumpa 25 pundum í dekkin en ekki 20 pundum. Við það datt eyðslan niður í svona ca. 13-15 lítra á hundraðið. Það held ég nú.
08.03.2003 at 20:49 #470154en bíddu nú við Atli… þú ert ekki á landcruser… ertu ekki á double cab með landcruser vél… léttari bíll og ætti að vera auðveldara fyrir hana … ég var með tveimur um daginn lc90 á 35" dekkjum og á 100km utanbæjar keyrslu fóru þeir með um 7 lítra… djöfull munar miklu á þessum tölum… eruð þið ekki bara komnir með aukatölvukubb í bílana… meiri eyðsla???
08.03.2003 at 20:49 #470156en bíddu nú við Atli… þú ert ekki á landcruser… ertu ekki á double cab með landcruser vél… léttari bíll og ætti að vera auðveldara fyrir hana … ég var með tveimur um daginn lc90 á 35" dekkjum og á 100km utanbæjar keyrslu fóru þeir með um 7 lítra… djöfull munar miklu á þessum tölum… eruð þið ekki bara komnir með aukatölvukubb í bílana… meiri eyðsla???
09.03.2003 at 11:27 #470158er á LC90 á 35" BF AT dekkjum, eyðsla 13-15 í bæjarakstri, mikið rétt passa að hafa réttan loftþrýsting í dekkjum
kv
Jon
09.03.2003 at 14:12 #470160Ég held að menn séu oft að ljúga að sjálfum sér og öðrum, hvað varða eyðslu, og það er ekki fallegt.
Þegar ég var að spá í að fá mér dísel voru menn að tala um tölur 10 – 14 l. á hundraði.
Svo þegar gengið er á menn, þá er það miðað við einhvern Extra-sparakstur 30 psi í dekkjum og aldrei upp fyrir 90 km/h.
Hiluxinn minn með 2.4 EFI gat líka eydd 12 l á 100 ef ekin var beinn og breiður vegur, en hann fór eiginlega aldrei upp fyrir 20 l á 100 og var í blönduðum akstri alltaf í 16.6 l. á 100 með 15 psi í dekkjum.
Svo eftir að ég fékk dísel og VERULEGA aukinn kraft þá hef ég ekki fengið lægri tölur enn 17.8 l. í 70% langkeyrslu og 30% snatti.og allveg upp í 22.5 l. á snatti og langkeyrslu, en hef þó haldið mig við 15 – 20 psi í dekkjum.
Ég er samt mjög sáttur, dísel er þó ennþá 50% ódýrara en Bensín. + skattur. (ég keyrir mikið).
Niðurstaðan er samt sú að að jafnaði er dísel 3.0 turbo að eyða nokkuð meirra en 2.4 bensín miðað við svipaðan akstur í sama bíl, og verður bara að kyngja því, bæði ég og aðrir.
kv. Atli E.
09.03.2003 at 15:29 #470162
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Minn eyðir 15l innanbæjar yfir veturinn. Hann fer með heldur minna yfir sumarið. Keyri á 38" mudderum með 27 pund lágmark. Það er sama eyðsla í utanbæjarakstri. Ég keyri líklega of hratt utanbæjar.
kv.
eyjolfur
09.03.2003 at 16:04 #470164Sæll AtliE.
Hvað þarft þú að keyra mikið á diesel til að vera farinn að spara miðað við bensín?
Runnerinn hjá mér er að eyða 20l í snattinu hérna í Eyjum en í langkeyrslu er hann með 16l . Ég er að keyra 1500-2000 á mánuði og miðað við þessa keyrslu er kostnaðurinn svipaður og var meðan ég var á DC diesel.
Maður fær semsagt mikið fleiri hross fyrir sama pening miðað við þessar forsendur.Kveðja HarSv.
09.03.2003 at 18:06 #470166
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er með LC 90 2002 á 38" Mudder og er hann að eyða 14,5 l/100 Km.í blönduðum akstri, ekki sparakstri með 20 psi. Eyðsla í snjóakstri er um 6 lítrar á tímann
10.03.2003 at 16:15 #470168Félagar
Eruð þið þessir sem eyðið svona littlu á hundraði ekki bara með skekkju í hraðamæli?
Ég fór frá 35 yfir í 38 jókst eyðslan um 1 líter á hundraði sem er ekki mikið. En samkvæmt vottun sýnir kílómetrateljarinn hjá mér 4% of lítið eftir breytinguna. Sem segir mér að bílinn minn eyða ca 18 á hundraði innnan bæjar.. og sem segir mér það líka að ég hafi ekki haft hugmynd um það hvað hann var að eyða á hundraði áður ég fékk vottunina.
Og svo er líka eitt ef þú býrð í Grafarvogi og vinnur í Hafnafirði .. þá telst daglegur akstur þinn ekki innannbæjar keyrsla heldur utanbæjar keyrsla.
Við að flytja í 101 rvk veit ég að eyðslan fór alveg í rugl núna er ég stundum með 30 á hundraði og stundum með 18 alveg eftir því hversu oft ég yfirgef miðbæinn.
Þannig að mínar forsendur að eysðlu eru ekki þínar forsendur.
Þó ég eigi ekki LC 90 þá á þetta samt við um allar bifreiðar.
Kveðja Fastur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.