Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eyðsla á díselbílum
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.01.2005 at 10:32 #195302
AnonymousGóðan daginn
Mig langar aðeins að forvitnast um það hjá ykkur dísel köllunum hvað bílarnir hjá ykkur eru að eyða miklu. Og svo er reyndar annað, hversu mikið á díselolían eftir að hækka þegar þungaskatturinn verður felldur inn í olíuverðið?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.01.2005 at 10:46 #514102
Patrol 1998 á 38" dekkjum er með meðaleyðslu eftir 25 þús km. 16,2 l/100 sem er auðvitað töluvert, en maður getur nú varla búist við öðru en að bíll sem er 2420 kg. eyði einhverju. Hækka olían ekki um 45 kr ?? . Það verður gott að losna við þetta mælavesen.
kv. jsk
21.01.2005 at 11:35 #514104Jón, miðað við lítraverð hjá Atlastolíu 20.01.05. 44,7 kr./L. og aukaálag 45kr. + VSK. á lítrann, eyðsla 16,2L/100km. 25.000 km./ár þá hækkar þinn árlegi kostnaður um 82.454kr.
Áfram FÍB.
kv. vals.
Es. dísillögin: http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl? … l&leito=olíaolíanolíannaolíuolíumolíunaolíunnarolíunniolíunumolíurolíurnar#word2
21.01.2005 at 11:44 #514106Þessir útreikningar eru miðaðir við að bílarnir sé með mæli, ef miðað er við fastagjaldið verða forsendurnar nokkuð flóknari og erfiðara verður að fá klára niðurstöðu. Ef ég man rétt þá er hagkvæmara að vera með mæli ef akstur er undir 24.500 km./ár. ef kostnaður við sjálfann mælinn er ekki tekin með.
kv. vals.
21.01.2005 at 11:45 #514108Reyndar eru þessir 25 þús km. á 15 mánuðum. Ég veit að þetta kemur til með að hækka kostnað hjá mér og auðvitað vil ég hafa olíuna sem ódýrasta. Hinsvega finnst mér eðlilegt að skattlagning á díselolíu sé eins og á bensíni, sé bara ekki nein rök fyrir öðru.
kv. jsk
21.01.2005 at 12:29 #514110Leggst virðisaukaskattur ofan á 45 krónu olíugjaldið? Ef svo er þá sýnist mér það stangast á við það yfirlýsta markmið að díselolían verði á sviðuðu verði eða aðeins ódýrari en 95 oktana bensín. EF VSK er bætt ofan á 45 krónur gerir það 56,43
sem er meira en verðmunur á bensíni og dísel hefur oftast verið, og þá er ekki tekin með álagning.-Einar
21.01.2005 at 12:53 #514112
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eftir þessar breytingar verður þá díselinn orðinn jafn dýr og bensínið???? fer þá ekki að verða spurning hvort það er hagstæðara að reka bensín eða dísel jeppa sem er notaður til fjallaferða?
21.01.2005 at 13:50 #514114Fjárhæð olíugjalds skal vera 45 kr. á hvern lítra af olíu.
Lög 2004 nr. 87 9. júníLítraverð Atlantsolíu 44,7kr./L. 20.01.2005
Lítraverð + Olíujald * vsk. = FÍB verðlag
44,7 + 45 * 24,5% = 100,7kr./L
Öll gjöld eru lögð á vöruna áður en virðisauki er reiknaður ofan á.
kv. vals.
21.01.2005 at 23:59 #514116
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
eru þið ekki að bæta vask á 44,7 sem er þegar með vask
einhverjar 9 krónur svo líterinn væri um 90 kallinn
22.01.2005 at 00:22 #514118[code:mgsembtw]
Líter hjá AO: 44,7
án VSK (44,7/1,245): 35,9ríkið: 45
samtals: 80,90
með vsk (80,90*1,245): 100,73kr
[/code:mgsembtw]-haffi
22.01.2005 at 00:23 #514120Hvernig er það, er ekki eitthvert gjald á dísilnum nú þegar sem fellur út við nýja kerfið?
-haffi
22.01.2005 at 00:46 #514122
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir mig langaði aðeins að benda á smá. Að þeir sem eiga ekki mikið af pening eiga að fá sér disel þó að þetta fari ígegn sama hver segir,þá hef ég ekki mikin pening til að jeppast og kemur disel vel við þar ef ú vilt eiga jeppa og komast einhvert án þess að eyða tugi þúsunda í bensín! En jú eflaust er gaman að eiga bensín jeppa með nóg af afli en þá þarftu að eiga pening disel eyðir minna:) Þó að diselolía verði hækkuð þá er það samt ódyrara ef þú hefur ekki þykka buddu eins og aðrir, þú getur þó farið í ferð.
22.01.2005 at 01:05 #514124
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
til að skifta sér að útreikningum annarra heimskur ég
skáál
22.01.2005 at 01:49 #514126Svona til gamans stillti ég kostnaðar forsendum upp í töflur. Þar er hægt að sjá hvað mann græða og hvað þeir tapa á nýju kerfi miðað við forsendur eins og þær eru í dag, 22.01.05.
Í mínu tilfelli kem ég til með að hafa kostnaðarauka upp á 47.242 kr. á ársgrundvelli eftir breytingar. Ég er að keyra ca. 23.000knm/ár og bíllinn er að eyða um 16L/100km.
kv. vals.
22.01.2005 at 01:50 #514128Töflurnar eru í myndaalbúminu mínu.
kv. vals.
22.01.2005 at 02:32 #514130Minn er að eiða að jafnaði sirka akkúrat svona um það bil 15 lítrum á hundrað km/h, ef maður miðar við 90 km/h+. Er ekki búinn að eiga hann nógu lengi til að fá út gildandi tölur en ef bíllinn tekur 90 lítra(orginal) og fer sirka 600 km á tanknum þá reyknast mér akkúrat 15 lítrar. Þessi tala á eftir að detta eitthvað niður þegar fer að hlína.
Það er miklu hagstæðara að ferðast á dísel jeppa í snjó á fjöllum heldur en bensín. Það er hægt að segja að þessir "gömlu" bílar sem eru með olíuverki séu eiginlega með FORSTILLTA innspýtingu, þannig að það gengur að meðaltali jafnara á eldsneytið þar á móti bensín bíl sem breytir innspýtingunni í takt við hitastig (álag) vélar-útihitastig og inngjagargleði ökumanns. Eini raunhæfi bensín-bíllinn til að breyta á fjöll er nýlegir suzuki; Þeir eru svo léttir miðað við afl (sem er meira í 2000CC Grand Vitara en í 2400CC Hrælúx).
22.01.2005 at 02:44 #514132En Guðjón, (Goosfoot) ég á handa þér alveg topp bensín jeppa á míkroskornum 38" GroundHawg-II og með loftlás að aftan. Hann er meira að segja með aukatank og alles. Hvað segirðú um að bjalla í mig og ræða málin. Ég kemst bara ekki inn í auglýsingarnar út af einhverjum ástæðum og get heldur ekki sett inn myndir.
Hafþór Atli: GSM> 848-4807
e-mail: Haffibesti@simnet.is
22.01.2005 at 09:18 #514134Jæja, félagar. Það er nú komið í ljós að það sem við óttuðumst margir, þegar loksins var samþykkt að breyta úr innheimtu sérstaks þungaskatts á diesel bíla yfir í lítragjald, að verð diesel olíu yrði hærra pr. lítra en bensínverð, öfugt við það sem gerist t.d. í Þýskalandi, sem menn hafa oft verið að vitna til. Ástæðan? Jú, það eru nokkrir pótintátar í fjármálaráðuneytinu, tekjudeild, sem hafa þá sannfæringu, að eigendur diesel bíla megi ekki njóta þess hagræðis, sem er af minni eldsneytisnotkun pr. orkueiningu/vegalengd í dieselvél en í bensínvél.Svo bætist við rótgróið hatur ákveðins hóps í garð jeppa og jeppaeigenda. Sá hópur vill gjarnan sérsköttun jeppa umfram önnur samgöngutæki, ef ekki banna þá alveg. Telur sig e.t.v. vera að ná einhverjum áfangasigri í þessu efni. En það er alveg ljóst að jeppar, sem daglega er ekið á 35" og upp úr, eru með meðaleyðslu yfir árið frá 14 – 15 lítrum pr. 100 km og auðvitað sumir talsvert meira. Hafi maður verið að aka það mikið að fastaskattur hefur verið hagkvæmur, er alveg ljóst að kostnaður mun aukast talsvert. Svo er reyndar fleira í þessu, það er meiningin að sérskatta flutningabifreiðir umfram þetta með mælaskatti. Það mun hafa veruleg áhrif á kostnað okkar á landsbyggðinni, en við eigum gott ráð við því; við flytjum bara til mannabyggða. Hvað um það; ég er ákveðinn að fá mér Suzuki XL7 með 6 cyl. bensínvél. Góður bíll, hagkvæmur í rekstri, þokkalegt afl – hvað vilja menn meira?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.