FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Eyðsla

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eyðsla

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 20 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.12.2004 at 06:53 #195125
    Profile photo of
    Anonymous

    Var að forvitnast hvort einhver gæti sagt mér meðaleyðslu
    á Double cab 2,4 á 38 og 35 tommu í innanbæjarakstri?

    Kv
    Spori

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 29.12.2004 at 09:15 #511904
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Þessu hefur verið svarað á nokkrum þráðum hér áður og heyrst hafa tölur niður í 8 lítra á hundraði eða eitthvað sambærilegt. Þessu trúir náttúrulega enginn en hefur talsvert skemmtigildi því þá sér maður hver þarf að réttlæta eyðsluna fyrir t.d. sjálfum sér eða buddunni. Í þessari umræðu má finna menn sem einnig hafa gaman af almennri sprænukeppni, að vísu snýst þessi keppni um að pissa lítið en mjórri og langri bunu :=)

    Mér er sama hvað menn bulla um eyðslu sinna bíla hér, þú munt ekki fá heiðarlegt svar við þessari spurningu og menn virðast vera duglegir að rúnna af tölur til að hagræða úrslitum eða þá kunna ekki að reikna og hvað þá nú að mæla.

    Eyðslukveðjur
    Elvar





    29.12.2004 at 10:26 #511906
    Profile photo of Daníel Emilsson
    Daníel Emilsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 6

    Ég átti svona bensín bíl og ég mældi hann í tæp þrjú ár, þetta var svona 13,8 – 14,2 pr/100 á 35".
    Ég var ekki með þennan bíl á 38" nema í stuttan tíma í fyrra og þá var þetta ca 16 pr/100
    ….þetta er innanbæjar akstur…

    kveðja
    DE





    29.12.2004 at 21:18 #511908
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    Hæbbs…

    Ef þú ert að tala um 2,4 bensín þá er hér sanleikurinn sem ég get sagt þér um minn bíl sem er á 35" með 5/29 hlutf.

    Sumar akstur með c.a. 23 pund í dekkjunum virðist innanbæjareyðsla vera nokkuð standard 14 komma eitthvað semsagt c.a. 14-15 L/100.

    Vetrarakstur með c.a. 17-18 pund í dekkjunum eykst eyðslan innanbæjar um 3-4L þá er líka miðað við að bílinn er í lokunum og verið að hita hann á morgnanna og svona..
    Í síðustu þrjú skipti sem ég tankaði bílinn mældi ég eyðslu á bilinu 17-18 L

    Kv.
    Óskar Andri





    29.12.2004 at 21:36 #511910
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Eftir þessa tilfinningaþrungnu ræðu Elvars þorir maður ekki annað en að svara samviskusamlega 😉

    Égg er með dísel á 38" með 5/29 hlutföll, en ég get tekið undir eyðslutölur Óskars Andra á bensínbílnum hér að framan, þ.e. 13-16 á sumrin, og 16-20 á veturna. Ég keyri reyndar yfirleitt mjög stuttar vegalengdir í bænum.

    Vetrarferðirnar eyða svo að sjálfsögðu meiru.
    T.d. eftir nýliðaferðina í Setrið um síðustu mánaðarmót, þar sem var í sjálfu sér ekkert sérstaklega erfitt færi, en þeim mun meira spænt í brekkur í góða veðrinu, þá fyllti ég á leiðinni uppeftir í Hrauneyjum og svo aftur í bænum nokkrum vikum síðar, þannig að það er þjóðvegaakstur og einhver bæjarakstur inní þessu en ekki mikill.
    Eftir fyllingu mældist eyðslan ca. 26 lítrar/100 km.

    Arnór





    30.12.2004 at 10:52 #511912
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Arnór

    Ertu ekki alltaf með 35 pund í dekkjunum?
    Lætur þú hann ekki alltaf renna niður brekkurnar í bænum?

    En ég veit að þetta er eðlileg eyðslutala fyrir Arnór á fjöllum.

    Arnór þakka þér fyrir heiðarlegt svar.

    Kveðja Fastur
    ps. Ég eyddi sára littlu bensíni þessa helgi.. aðalega dísel … hjá Arnóri 😀





    30.12.2004 at 11:12 #511914
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Sælir,

    Gaman að heyra tölur í efri kanntinum.

    Ein besta réttlætingin á eyðslu sem ég hef heyrt var á þann veg. Ónefndur aðili á stórum bensínbín leiddi hóp minni bíla á Hveravelli í þungu færi. Þegar þangað var komið var viðkomandi spurður um kostnað við eyðsluna í þessari leið, en bíllinn hafði drukkið marga lítra af bensíni og ljóst að raunverulegur kostnaður var þó nokkur, þá var svarið á þessa leið. Ég keyrði hingað FRÍTT því ég borga ekki þungaskatt og á afgang.

    Spræni nú hver sem betur getur.

    Eyðslukveðjur
    Elvar





    30.12.2004 at 12:37 #511916
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Miðað við þessa staðhæfingu þá hefur maðurinn farið með bílinn heim á vörbílspalli og ekki notað hann meira þetta þungaskattstímabil.





    30.12.2004 at 14:33 #511918
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    ég er með 38" dísel með 5.29. Ég er búinn að mæla hvern einasta tank síðan í ágúst, og er meðaleyðslan 11.5 l/100 km fyrir utan torfæruakstur. Ef einhver vill kalla þetta lygi hjá mér, þá vil ég benda þeim aðila á það að prófa að lækka í olíuverkinu, þar sem bíllinn minn reykir lítið sem ekkert. Ég hef samanburð við bílinn hans pabba sem er reyndar með 2L-T vélina en hann reykir meira og eyðir líka um 13 l/100 km

    reyklausarkveðjur
    Baldur





    09.01.2005 at 02:03 #511920
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mér er sama hvað hver segir en 2,4 bensín bíllinn fer ekki undir 15 á 35" ég átti svona bíl og hann var alltaf í 16-18 lítrum og maður er alltaf jafn ósáttur við þessa bíla á fjöllum, hundmáttlaust og fullt af bensíneyðslu (20-24 í aksjón)





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.