FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Eyðsla

by Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eyðsla

This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Arnór Magnússon Arnór Magnússon 21 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.01.2004 at 09:19 #193451
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant

    Hvað eru menn að fara langt á tankinum á 38 Patrol? (1994, org. hlutföll) Hvað er hann annars stór? Mér sýndist fara ca. 80L á hann.

    -haffi

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 21 through 35 (of 35 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 16.01.2004 at 18:16 #484216
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    sæll Gunnar

    Ég er ekki að tala um að þú sért að ýkja þessar tölur bílar eyða mismikið,ég er aðeins að tala um mína reynslu og fannst mér bíllinn sem ég átti ekki sparibaukur á bensín.Ég fór reglulega með þennan bíl í tékk til brimborgar og bað þá að reyna eða athuga hvort það væri hægt að stilla hann betur til að ná eyðslunni niður en því miður fyrir mig var það ekki hægt.
    Það er rétt að þetta eru þrælfínir bílar að öllu leiti en hann hentaði bara ekki lengur í þá keyrslu sem er keyrð núna svo að hann var látinn fara,en ef ég fengi mér fólskbíl aftur yrði focus sjálfsagt fyrir valinu.

    kveðja Jóhannes





    17.01.2004 at 00:11 #484218
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    það er og verður alltaf 47 hö fyrir 1000 kg hvort sem er 1967 eða 2000 árgerð til að halda 100 km hraða og það verður alltaf 1 liter fyrir hvert hundrað kg





    17.01.2004 at 03:54 #484220
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    120 Chruser er að fara með í snatti hér í bænum 12-13,5 á langk. 8,5-11 og í snjónum á 3 psi á bilinu 20-35 eftir færi.

    Kv.
    Benni





    17.01.2004 at 11:08 #484222
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Það eru komnar flestar bíltegundir hérna inn svo ég verð að bæta pajeró við þetta. ég er búinn að eiga þrjá og þetta eru tölurnar á þeim

    Stuttur 2,5 turbo-int. árg. 99 32" dekk beinsk. er með 12 – 15 lítra

    Langur 3,0 bensín árg. 94 32" dekk sjálfsk. sá bíll fór aldrei undir 16 var oftast nær 18.

    Langur 2,8 turbo-int. árg. 98 35" dekk sjálfsk. Þessi er að eyða um 17 í innanbæjar akstri og mjög lítið minna á langkeyrslu.

    Mér finnst þessir bílar allir eyða óþarflega miklu, sérstaklega þar sem að ég er svo sem ekkert með pinnan í gólfinu öllum stundum. En Maður lifir með þessu þar sem að Pajero er slíkur snilldar bíll að öllu leiti :)

    Benni





    17.01.2004 at 12:03 #484224
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Hiluxinn hjá mér er að eyða svona ca 12-14 lítrum sýnist mér, og skiptir litlu hvort það er innanbæjar eða á langkeyrslu (enda á 5.71 hlutföllum). Hef þó náð að eyða 18 lítrum frá Selfossi í Hrauneyjar, sem mér skilst að séu um 100 km. Eyðslan minnkaði töluvert við að setja túrbínuna í.
    Í snjókeyrslu, fer ég með ca einn tank á dag, og skiptir þá litlu hver vegalengdin er. T.d. fór ég með 60 lítra frá Skálafellsjökli yfir á Grímsfjall í Dömu túrnum fræga, sem er í beyglaðri loftlínu rúmir 70 kílómetrar. Sem sægt rétt tæplega 100 á hundraðið. Þannig finnst mér 35 lítrarnir hans Benna vera frekar hæpnir.
    Annars er miklu skynsamlegra að reikna eyðsluna út frá tíma frekar en vegalengd, þar sem vélin brennir jú eldsneyti út frá áreynslu og tímaeiningu en ekki ekinni vegalengd.

    Kveðja
    Rúnar.





    17.01.2004 at 12:38 #484226
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er best að bæta við öðrum eyðslutölum.

    Iveco 4×4 2.5 turbo á 35" með 10 manns og stóra kerru í drætti var með ca 15 lítra í blönduðum hálendis-þjóðvegaakstri.

    M.Benz Sprinter 2.7 með 13 manns og farangur í 2000km hringtúr um landið var með 7,8 lítra á hundraðið.

    M.Benz Ateco 36 farþega rúta með 280ps 7,3 lítra vél er venjulega með ca 22 lítra á hundraðið.

    Þetta sýnir manni að hrísgrjónadollurnar eyga langt í land með að ná sömu eyðslutölum og vel hannaðar vélar frá evrópu.

    Hlynur





    17.01.2004 at 18:30 #484228
    Profile photo of Andri Guðmundsson
    Andri Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 60

    Sælir,ég er nógu klikkaður til þess,að mér finnst í sjálfu sér eyðslan ekki meginmálið,í þetta eina skipti sem ég þorði að mæla hlunkinn hjá mér eyddi hann ca.27 lítr/100km, af bensíni það er að segja,og megnið af tímanum með krampa í hægri fæti innanbæjar.En hvað með það? Þetta er GAMAN,og þegar menn spyrja hvað hann eyði,fá allir sama svar: Öllu sem ég dæli á hann. Þetta er leiktæki,og ef ég á ekki fyrir bensíni þá keyri ég hann bara ekki. Einfalt, ekki satt?

    Dönsum úrkomudansinn og munum eftir smáfuglunum.
    Kveðja, Andri G H1871





    28.01.2004 at 21:15 #484230
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Jæja, ég mældi loks heilan tank eða þar um bil, 76 lítrar fóru á hann eftir 540km, sem gerir 14,1L/100km. Hann var rétt kominn á rauða strikið þ.a. að ég held að tankurinn sé 95L.

    Patrol 1994, 2.8L Turbo, EKKI intercooler, 38", óbreytt hlutföll.

    Um helmingur af þessum km var langkeyrsla vel að merkja.

    -haffi (keypti náttúrulega hjá AO í Kópavogi!)





    28.01.2004 at 21:48 #484232
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    4Runner ’91 V6 3000 er að eyða 17-20 innanbæjar á 33" (með fremur þungan fót)

    s600 ’93 v12 6000 er svipaður á 19"

    svo ég verð að taka undir með Hlyn að hrísgrjónabrennararnir eru ekki alveg að ná því sama út og vel hannaðar Evrópskar vélar





    28.01.2004 at 22:22 #484234
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    það virðist enginn þora að nefna LC80. Allavega er minn óbreyttur ’91 4,2 TD sjálfskiptur á 33" að eyða 16,5-20 innanbæjar og ca 13 á langkeyrslu. Virðist litlu breyta hvort maður aki á 90 eða 120 utanbæjar, en meiru munar um hitastig úti.

    Ég hef aldrei skilið hvernig menn fá gríðarlega lágar eyðslutölur út á 2000+kg bíla á 38", kannski sjálfsblekking, 60psi í dekkjum og meðvindur á sunnudagsrúnti ?





    29.01.2004 at 13:40 #484236
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Sælir félagar.
    Er á Pajeró Árg. 98 2,8 tdi.
    38" dekk, org. hlutföll, beinsk.
    eiðslan er 13-15 L/100 km. í blönduðum akstri.
    Félagi minn "Vals" er á eins útbúnum bíl nema að hanns er
    sjálfsk. og er hann að sjá mjög svipaðar eiðslutölur.
    Mjög sáttir Pajeró eigendur.
    Kveðja Halli E-1339





    29.01.2004 at 14:15 #484238
    Profile photo of Ólafur Davíð Guðmundsson
    Ólafur Davíð Guðmundsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 22

    Mín reynsla af eyðslu á breytra jeppa i blönduðum akstri er:

    Patrol 91 á 38" ,með lækkuðum hlutföllum og búið að bæta aðeins við hann, eyddi um 14l/100km

    Nissan doublecab 99 á 35" eyddi um 12l/100km

    Musso 98 á 38" m/turbo/cooler eyddi um 9-10l/100km

    P.S fór vestur á Ísafjörð um helgina með fullan bíl af fólki og fóru 45l á hann þegar vestur var komið. Reyndar keyrt frekar rólega vegna hálku á leiðini. Þetta geriri eyðslu í kringum 8l/100km. Hefði ekki trúað þessu sjálfur nema það var ég sem setti oliuna á hann :) .





    29.01.2004 at 14:23 #484240
    Profile photo of Hafsteinn Sigmarsson
    Hafsteinn Sigmarsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 119

    Sælir félagar.

    Ég er með Musso á 35" dekkjum og orginal hlutföllum.
    Ég er mjög ánægður með eyðslu hans en í honum er 5 cyl díselvélin með 155 hestafla kittinu (tölvustýrt olíuverk)og í blönduðum akstri er hann að fara með milli 9 og 10 l/100 án þess þó að vera eitthvað endilega að spara hann. Náði honum niður í 8.5 í sparakstri í Norge(það mátti ekki keyra hraðar en 80 þar). Hann sýpur þó aðeins meira í fjórhjóladrifinu og getur farið yfir 20 l/100 ef færið er erfitt en það gerist reyndar allt of sjaldan.

    Kv Hafsteinn
    R2475





    29.01.2004 at 14:42 #484242
    Profile photo of Hjörleifur Jóhannesson
    Hjörleifur Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 209

    Ekki veit ég hversu vísindalegar mælingarnar gerast, en á klunnalegum dísiljeppum munar oft gríðarlega hvort ekið er á 80 eða mun hraðar. Loftmótstaðan eykst ekki línulega við aukinn hraða og ég finn verulega fyrir því í eyðslu hvort ég er að dóla mér rólega um sveitir landsins eða þeysi uppað vikmörkum hins löglega hámarkshraða. Þess vegna held ég að meira eða minna allir hér geti haft rétt fyrir sér. Þetta er spurning um aksturshraða og ekki síður loftþrýsting.
    Ég get látið jeppann minn eyða 18-19 á langkeyrslu með 20psi og á 99 km/klst. Einnig hef ég farið í lengri ferðir með 25psi (heldur meiri leiðindi á möl) og aldrei yfir 90. Þetta þýðir að jafnaði 13,5 í eyðslu og að haugur af 4×4 meðlimum fara framúr mér í leit að leiðum til að brenna meiri olíu :)

    Kv,
    Lalli





    12.02.2004 at 01:21 #484244
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Góða kvöldið (eða daginn þegar flestir sjá þetta…)

    Var að rekast á þennan skemmtilega þráð núna rétt áðan.
    Ýmislegt athyglisvert hér.
    Minn bíll stangast illilega á við bílinn hjá GDG sem skrifaði hér ofar að hans bíll á 36", með næstum sömu vél og minn, færi með um 20/100 við erfiðar aðstæður.
    Ég á 4L Cherokee á 35" dekkjum. Þegar ég keyri við erfiðar aðstæður með kanski 2 pund í dekkjunum og er eitthvað að böðlast þá fer hann með alveg ægilegt magn af bensíni.
    Ég hef nú ekki mælt hann nákvæmlega við þær aðstæður en er að giska á svona 40-50 á hundraðið allavega ekki minna.
    Þá erum við reyndar kominn út í þetta með að mæla á klst, en það er sama.
    Mér finnst reyndar rosalega gaman að gefa hressilega í öðru hvoru en það er aldrei neitt ægilega mikið með svona lítið loft í dekkjunum.
    En svo á vegi heldur hann sér í rúmum 15 í blönduðum akstri.

    Kveðja
    Izeman





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 21 through 35 (of 35 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.