Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Eyðsla
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.01.2004 at 09:19 #193451
Hvað eru menn að fara langt á tankinum á 38 Patrol? (1994, org. hlutföll) Hvað er hann annars stór? Mér sýndist fara ca. 80L á hann.
-haffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.01.2004 at 11:35 #484176
Sælir
Minn eyðir ca 14/100km. Tankurinn er að ég held 80 l. Þessar forsendur gefa ca 570 km m.v. að þurrausa tankinn.
kv
AB
14.01.2004 at 12:54 #484178
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í blönduðum akstri 14+ l/100km. Upprunalegi olíutankurinn tekur 95 lítra.
ÓE
14.01.2004 at 13:36 #484180þetta finnst mér mikil eyðsla miða við svona saumavél..
14.01.2004 at 14:18 #4841822140kg, orginal hlutföll, ég verð mjög sáttur ef ég fæ 14l/100km. Er bara ekki búinn að keyra heilan tank ennþá. Heldur finnst mér nálin falla hratt í fyrstu, en sjáum til.
-haffi
14.01.2004 at 14:24 #484184Patrol 1994 Turbo intercooler, lægri hlutföll og 38" dekk.
Aldrei undir 17l/100……oft í kringum 20.
BO
14.01.2004 at 15:58 #484186það er bara eins og átta gata benzin! ég fer sennilega ekki yfir 10 lítra, 2.8D 4 cyl. Rocky. land rover hlutföll. það gæti breyst hjá mér núna vegna turbo olíverks.
stefán
14.01.2004 at 19:33 #484188Ég veit ekki betur en að minn sé með orginal tank og hann er 80 lítrar (´90 módel). Ég er á orginal hlutföllum og með intercooler. 14 lítrar á 100 km miðast við blandaða keyrslu…….
kv
Agnar
14.01.2004 at 19:44 #484190
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er á 35" patrol 1996 árg, Hann er með cooler og er að eyða ca 18-20 innanbæjar en um 14 á langkeyrslu.
K.K
JBS
14.01.2004 at 20:43 #484192
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég fékk minn Patrol frá Þýskalandi fyrir réttum sex árum, en hann er 1993 ágerð.
Olíutankurinn í honum er 95 lítra, bæði stendur það í eigenda handbókinni með honum, svo hef ég líka orðið olíulaus á leiðinni á bensínstöð þar sem náðist að ýta honum að dælu og þá fóru rúmir 90 lítrar á hann. Ekki veit ég hvort minni tankur er í bílunum sem IH flutti inn, en efast stórlega um það.
Ég er búinn að vera með þennan bíl á upprunalegu 31? (Dunlop), 35? BFG, 38? Mudder og núna á 44? FC. Á minnstu dekkjunum var eyðslan um 12 l/100km varla merkjanleg aukning við að fara á 35?, eyðslan var svo komin um 13 l/100km þegar á 38? var komið með lækkuð drifhlutföll (lang keyrsla í meirihta). Mesta aukningin var þegar Intercooler-inn fór í og aukið var við olíuverkið. Þá bætti hann við sig góðum lítir á hundraðið og vinnslan skánaði þó nokkuð. Ég hef ekki mælt hann eftir ég fór 44? FC (Diagonal dekk) en mér finnst hann vera að éta meira en áður.
ÓE
14.01.2004 at 21:23 #484194Ég held að þið séuð ímyndunarveikir… Patrol á 44" 2.8 björgunarsveitarbíll er með 30+ og LC 90 á 38" ekki undir 17. Hvar finnnið þið svona langar brekkur til að mæla í..
14.01.2004 at 21:51 #484196Ég er með lancruser 90 á 38" 2001 og fæ út eyðslu tölur uppá svona 14-17 lítra. Ekki veit ég hvaðan þú Atli hefur þessar svakalegu tölur (bara 17 lítrar og upp úr).Átti d/c á undann þessum og merkilegt nokk það eru bara svipaðar tölur á milli þessara bíla.
14.01.2004 at 22:10 #484198Ef Patrol 2.8 á 44" er með 30+ í meðaleyðslu þá er hann bilaður eða eitthvað mikið að hjá þeim sem keyra hann. Minn með sjálfskiptingu (3.0) er að eyða ca 14 utanbæjar og ca 17 innanbæjar á 38". Á 44" er hann með 18-20 í blönduðum akstri. Ég hef mælt hann í þungu færi með ca 20 á klukkutíma. Trúlega væri hægt að ná eyðsluni upp með því að keyra alltaf í botni, en ég er ekki að spara hann neitt. Ég er reyndar ekki með tölvukubb, en eyðslan færi eitthvað upp við hann. Tankurinn hjá mér er 95 lítrar.
14.01.2004 at 22:47 #484200Ég held að eyðslan hljóti að fara dáldið mikið eftir því hvað menn eru að pumpa mikið í þessi stóru dekk. Úr mínum vinahóp þekki ég að menn keyra dags daglega með allt frá 18-20 pund upp í 30 pund á 38".
Þetta hlýtur að hafa áhrif á eyðsluna.
Einnig hvað er búið að spila mikið á olíuverkið, eins og hefur komið fram hér að ofan.Ég sé líka töluverðan mun hjá mér á sumri og vetri.
Er á DC 2,4 á 38" með túrbínu og millikæli og er að sjá niður í 12-13 á sumrin en upp í 17-18 á veturna í blönduðum akstri.
Keyri yfirleitt á 20-26 pundum eftir því hvað ég nenni að pumpa lengi.En ég er sammála Hlyn um að 30+ á svona bíl er mjög óeðlilegt – er alltaf keyrt á 12 pundum eða ?
15.01.2004 at 01:12 #484202
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já, mér þykir nú gaman að skoða þessar tölur hjá ykkur félögunum þar sem menn súpa hveljur oft yfir því að maður sé á bensínbíl í þessu jeppastússi en aldrei heyrir maður neitt ef um dieselbíl er að ræða. En sýnist mér nú svo að ég sé bara að eyða svipuðu magni af eldsneyti á mínum 4 lítra Cherokee á 36" eins og Toyota DC 2,4 á 38"..
Ég er að eyða svona frá 14-20 lítrum sem að sjálfsögðu fer alveg eftir akstri og færi.. en vildi bara koma þessu á framfæri þar sem þetta er nú skemmtilegt umræðuefni og dempa um leið þau comment sem maður hefur fengið frá félögum..
Kv. Gunnar
15.01.2004 at 09:12 #484204
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það sem mér fannst mesti munurinn Gunnar við að fara af bensín bíl yfir á olíubrennara var að drykkjan á bensínbílnum gat rokið svo hressilega upp ef færið var þungt og einhver átök í gangi. Bæði fannst mér þessi sveifla töluvert meiri á bensínrokknum og svo náttúrulega dýrara að brenna bensíndropum svona heldur en dísel. Þetta gerði það að verkum að maður eiginlega veigraði sér við því að vera fremstur og gat jafnvel ekki leyft sér það ef bensínið átti að endast túrinn. Hins vegar í venjulegum akstri er munurinn kannski ekki stórkostlegur, það teknu tilliti til þungaskatts.
Kv – Skúli
15.01.2004 at 09:33 #484206
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú það kann nú kannski að vera rétt að sveiflan getur verið meiri eftir því sem færið er þyngra og á ég nú það svo sem alveg eftir að fara í lengri túra og gista um nótt en í þeim dagstúrum sem ég hef farið þar sem líklegast var þyngsta færið í síðustu ferð þar sem snjór var blautur og mikið um að minnst breyttu bílarnir voru að festa sig og ég því í dráttarhlutverki að þá fór hann nú ekki ofar en 20 lítra eyðslu, en enn sem komið er að þá er ég alveg sáttur þar sem þetta er nú bara leiktækið mitt en ekki minn dags daglegi bíll. Maður þarf að keyra bílinn sinn talsvert til að þungaskatturinn borgi sig og eins og staðan er núna að þá leyfi ég Focusinum mínum að sjá um þá vinnu með 6,9 lítra eyðslu.. en það má vel vera að það muni breytast í framtíðinni þegar jeppadellan verður komin á hærra stig en hún er í dag…
Kv. Gunnar
15.01.2004 at 18:41 #484208þaðr er tvennt hérna sem ég hef heyrt áður, frá vinum mínum en varla trúað.
Það er með turbolausan rocky á 38" sem var með 9-10 l.
og svo fókus, sem virðast vera mestu sparibaukar sem fyrirfinnast miðað við stærð.
sjálfur er ég með 2LT, 38", 4.88 og er 14-17 innanb. og 15 útálandi með 4×4 og mótvind
15.01.2004 at 18:59 #484210Á því herrans ári 1999 keypti ég nýjan focus Gía og sá bíll var aldrei með minna en 9 lítra með 1600 vélinni,þannig að ég er ekki sammála að þeir séu sparibaukar miðað þann bíl sem ég ek í dag með 2,5 dísel og þyngri bíl og sá eyðir á milli 10 og 11 lítrum á /1oo
kv JÞJ
16.01.2004 at 17:44 #484212
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll JÞJ, ég veit ekki hvort ég er svona ógurlega heppinn eða hvað en minn fócus fékk ég í 20þús km. og er hann núna keyrður 85km. Meðaleyðsla er svona 7,5l og er ég nú ekki að ýkja neitt. Er virkilega ánægður með bílinn og man ég nú ekki eftir því að hann hafi nokkurn tíma farið upp fyrir 8l.. en ég hef alltaf farið með hann í smurningu reglulega og nota reglulega bæti og hreinsiefni í bensín sem er þá greinilega að skila svona fínum árangri..
Kv. Gunnar.
16.01.2004 at 18:09 #484214
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég verð nú að segja að mér finnst aldrei undir 9 lítrum á ford focus 1600 ver nokkuð mikið. Þú hlýtur að keyra með pinnann niðri. Ég er nú búinn að eiga marga 1600 bíla og á einn núna. Yfirleitt með eyðslu milli 7-8,5 lítra.
Jónas
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.