FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ey4x4 Heljardalsheiði.

by Elías Þorsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Ey4x4 Heljardalsheiði.

This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Elías Þorsteinsson Elías Þorsteinsson 13 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.10.2011 at 23:38 #220846
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant

    Sælir félagar.

    Nú fer að styttast í næstu helgi og stefnt er að dagsferð yfir Heljardalsheiði n.k. laugardag og heim um Siglufjarðarskarð.
    Veðurspá er góð n.k. helgi en spurning er um hve mikið snjóað hefur nú í hretinu sem gengur yfir. Ég „starta“ þessum þræði til að heyra í mönnum og einnig að við fylgjumst með spánni, uppfærum þráðinn og að menn séu í góðum tengslum við ferðina og spána.

    Þið ágætu félagar í öðrum deildum hefðuð gaman af að koma með.
    „Skagfirðingar“ þið hefðuð eflaust gaman af að koma á móti okkur.

    Endilega að skrá sig hér á spjallinu, og áfram nú.

    Bestu kveðjur,
    Elli.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 18.10.2011 at 20:29 #739727
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    Sælir
    Við ætlum í ferðina, veðurhorfur eru góðar
    Halldór Halldórsson (Akureyri)
    Björn Pálsson jr





    18.10.2011 at 20:49 #739729
    Profile photo of Sindri Thorlacius
    Sindri Thorlacius
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 542

    humm smá pæling er hægt að far þetta á hjóli þar að seigja 4×4 hjóli





    18.10.2011 at 22:02 #739731
    Profile photo of Hilmar Ingimundarson
    Hilmar Ingimundarson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 227

    ég er til í að koma með ef ég þarf ekki að vinna





    19.10.2011 at 14:46 #739733
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Heil og sæl.

    Hvenær ætlar ferðanefnd að koma með nánari tilhögun ferðarinnar, sem og brottför o.s.frv.

    Kveðja,
    Elli.





    19.10.2011 at 14:53 #739735
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    Lagt verður af stað frá Shell kl. 9 á laugardagsmorgun
    kv
    Bjössi





    19.10.2011 at 17:56 #739737
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sælir.

    Uni Unason mætir.
    Björn formaður. Hvernig væri að koma með ferðaáætlun. Þessi ferð var ekki skráð sem óvissuferð.

    Kveðja,
    Elli.





    19.10.2011 at 18:38 #739739
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    sæll Elías
    ferðaáætlun er á forsíðu vefsins með yfirskriftinni: Eyjafjarðardeild á Heljardalsheiði-Siglufjarðarskarð.
    kv
    Bjössi





    19.10.2011 at 18:43 #739741
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Sælir

    Elli ferðaáætlunin er á forsíðu F4x4.is og heimasíðu Eyjafjarðardeildar ey4x4.net en ef það dugar
    þér ekki þá er hún eftirfarandi.

    [i:y16b2c39][b:y16b2c39]Næsta laugardag verður farin dagsferð á vegum ferðanefndar Eyjafjarðardeildar. Lagt verður af stað kl.9.00 frá Shell Hörgárbraut. Ekin verður leiðin yfir Heljardalsheiði, tekinn sundsprettur í sundlauginni á Hofsósi og stefnt að því að fara Siglufjarðarskarð til Siglufjarðar áður en haldið verður heim á leið um göngin. [/b:y16b2c39][/i:y16b2c39]

    Held að það þurfi ekki að útsýra þetta nánar.

    kv
    Jói Hauks





    19.10.2011 at 20:08 #739743
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sælir.

    Þetta dugar fínt.
    Ég ætla til Hafnarfjarðar þessa helgi.
    Góða ferð félagar.

    Kveðja,
    Elli.

    P.S. Sé Jói minn að þú varst að svara í sömu andrá og formaðurinn.
    Það er ekki nauðsynlegt fyrir ykkur að endurtaka fyrir mér það sem stendur á forsíðu f4x4.is
    Ef það hinsvegar nærir ykkur á einhvern hátt þá er það í lagi mín vegna.





    19.10.2011 at 20:57 #739745
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Sælir

    Eins og þú veist Elli minn [i:2twx7hsn]þá er góð vísa aldrei of oft kveðin[/i:2twx7hsn]
    það sama á við um góðar og gagnlegar upplýsingar.

    kv
    Jói Hauks

    p.s.Það nærir okkur ekkert gefa þér upplýsingar Elli
    en það nærir okkur mikið að vera með þér.





    20.10.2011 at 00:16 #739747
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    Jói, þú ferð með ran mál, það er "gott vísa er aldrei of oft straujað"!!! Nei vildi bara koma þessu að, er ekki með bílinn til taks, er og stuttur tími sem ég hef til að græja hann eftir að ég kom af sjónum, nema ég reddi mér bíl með öðrum leiðum,eða fari, sjáum til!! Líst allavega vel á planið!
    Kv Stefán





    20.10.2011 at 19:58 #739749
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sæll Jói minn.

    Nærumst við ekki á hvorum öðrum?
    Er ekki vinskapur þannig?

    Kveðja Elli.





    20.10.2011 at 21:38 #739751
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sælir félagar.

    Eru einhverjar fréttir af Siglufjarðarskarði.
    Hér áður fyrr, þá varð skarðið ófært vegna hliðarhalla í fyrstu snjóum.
    Eru einhverjar upplýsingar varðandi úrkomu tiltækar fyrir ferðina.

    Kveðja,
    Elli.





    21.10.2011 at 08:32 #739753
    Profile photo of Halldór
    Halldór
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 72

    Sæll Elli.
    Varðandi veðurspá er örlítil úrkoma ef hún nær þá á annað borð svona norðarlega samkv úrkomuspá hjá veðurstofunni, úrkomu á að vera lokið kl. 6 um morgunin en byrjar aftur undir kvöld sjá hér http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/#teg=urkoma, skýjahuluspáin er ekki góð ( skýjað ) en gæti létt til á Siglufjarðarskarði síðdegis ég held að engin viti nákvæmlega um ástand þessara vega sem við stefnum á að fara, það kemur bara í ljós. mbk Haddi





    21.10.2011 at 10:58 #739755
    Profile photo of Halldór
    Halldór
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 72

    Jóhann Gunnar hafði samband og tjáði mér að Siglufjarðarskarð væri ófært heimildir starfsmaður á Skíðasvæðinu. Jörð var hvít í Svarfaðardal í gær, Jóhann Gunnar taldi í góðu lagi að reyna við Helju, sem og við gerum, munið skóflur, hlý föt, nesti og sundföt. Haddi





    21.10.2011 at 15:07 #739757
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    Eftirfarandi hafa tilkynnt sig í ferðina, fleiri gætu bæst við á Shell kl.9 í fyrramálið
    Bjössi
    Haddi
    (Hilmar)

    http://www.yr.no/sted/Island/Norðurland_Eystra/Heljardalsheiði

    kv
    Bjössi





    21.10.2011 at 18:15 #739759
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Við Ellarnir komum líka til að halda uppi standardinum.

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    21.10.2011 at 18:46 #739761
    Profile photo of Hilmar Ingimundarson
    Hilmar Ingimundarson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 227

    ég kemst ekki þarf að vinna





    21.10.2011 at 19:33 #739763
    Profile photo of Björn Pálsson
    Björn Pálsson
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 527

    Halli à Hauganesi kemur með





    21.10.2011 at 19:49 #739765
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Heil og sæl.

    Gunni Júll á Siglufirði er búinn að kanna Siglufjarðarskarð og er það ófært. Í sneiðingnum er snjór sem þarf þá að moka ef bílar eiga að komast þar um vegna hliðarhalla.

    Nú er bara spurningin hvað margir verða með til að moka. Það hinsvegar vitum við ekki þar sem að skráning er frjáls.
    Gunni bauð okkur að koma við hjá sér á Siglufirði í kaffi og eins og Gunna er einum lagið segir hann okkur frá einhverju skemmtilegu.

    Til að taka saman þá sem ætla að koma og eru e.t.v væntanlegir.

    Koma:

    Halldór Ak.
    Halldór Hauganesi
    Uni Unason
    Siddi rakari
    Björn Páls Jr.
    Elli Harðar
    Elli Þorsteins

    Væntanlegir ef þeir komast.

    Hilmar Ingimars
    Sindri Torlasíus
    Hói Hauks.

    Þetta verður fín ferð en hvernig er með ferðanefndarmenn, ætla þeir ekki að koma, Halli Gulli og Eysteinn?

    Vil svo minna menn á að lögboðið kaffi er kl 09:30. Hádegisverður kl 12:00. Kaffi hjá Gunna á Siglufirði kl 16:00.
    Ef þið viljið breyta tímanum eitthvað örlítið þá vinsamlegast hafið samband við Erling Harðarson.

    Bestu kveðjur.
    Elli.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 26 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.