This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Gunnlaugur Hauksson 13 years, 3 months ago.
-
Topic
-
í byrjun langar mig að þakka félögunum í eyjafjarðardeildinni fyrir frábært kvöld.
En í sömu andrá verð ég að lýsa yfir vonbrygðum mínum með tvo af meðlimum klúppsins sem ásamt mér fóru á eitt af virðingarverðum öldurhúsum bæjarins.
Það er hinsvegar skemmst frá því að segja ð þessir félagar voru til lítils gagns þegar að því kom að ég varð að berja frá mér ákveðð kyn og að reyna að koma mér skaðlaust á brott frá ágangi þess. Hugsuðu þeir þá eingöngu um eigin skinn og skyrtu og skeyttu lítt um fatlaðan félagan sem kvað eftir annað sendi þeim neyðarkall af gólfinu í höndunum á tröllgerðu eintaki af hinu kyninu sem augljóslega hafði slegið eign sinni á vikomandi aðila.
Tel ég nokkuð víst að ef um hefði verið að ræða eiganda að japönskum grútarbrennara hefði sá hinn sami lýst sig sigraðan þegarístað og látið draga sig heim af tröllgerða eintakinu fyrrnefnda, en sökum yfirburða hins ameríska gæððastáls og mekanisma komst viðkomandi aðili undan án nokkurrar aðstoðar þar sem hún var hvort eð er ekki fyrir hendi þar sem þesskr eigendur japanskra grútarbrennara töldu sig ekki eiga nokkurn séns í björgunaraðgerðir og ákváðu að láta fatlaðan vesalinginn lönd og leið.
Með þökk fyrir gott kvöld
Trausti Bergland
You must be logged in to reply to this topic.