This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sæl öllsömul.
Ég er á Explorer sport ´91 módeli og var að velta því fyrir mér hvort þessir bílar henti til breytinga, þ.e. meir en 33 tommur. Fróðir menn geta e.t.v frætt mig og fleiri um styrk sjálfskiptingar, hvort nauðsynlegt sé að skipta um hásingar, hvort einhver smíði kanta á þessa bíla,hvort notast eigi við hækkunarkit (rancho eða sambærilegt?) o.s.frv. o.s.frv.
Nokkuð er til af þessum bílum, jafnvel á ágætu verði þannig að það er allt í lagi að velta þessu fyrir sér.
Af gefnu tilefni þá er vert að taka það fram að menn þurfa ekkert að vera að benda á kosti og galla annarra tegunda… hægt að lesa um þau mál í flestum öðrum þráðum
Bestu kveðjur, Gummi.
You must be logged in to reply to this topic.