Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Explorer breytingar
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.12.2002 at 13:23 #191858
AnonymousSæl öllsömul.
Ég er á Explorer sport ´91 módeli og var að velta því fyrir mér hvort þessir bílar henti til breytinga, þ.e. meir en 33 tommur. Fróðir menn geta e.t.v frætt mig og fleiri um styrk sjálfskiptingar, hvort nauðsynlegt sé að skipta um hásingar, hvort einhver smíði kanta á þessa bíla,hvort notast eigi við hækkunarkit (rancho eða sambærilegt?) o.s.frv. o.s.frv.
Nokkuð er til af þessum bílum, jafnvel á ágætu verði þannig að það er allt í lagi að velta þessu fyrir sér.
Af gefnu tilefni þá er vert að taka það fram að menn þurfa ekkert að vera að benda á kosti og galla annarra tegunda… hægt að lesa um þau mál í flestum öðrum þráðum
Bestu kveðjur, Gummi. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.12.2002 at 13:52 #465000
Hann Steini á breytingaverkstæðinu hjá Benna getur leytt þig í allan sannleikann um þessi mál.
vertu ófeiminn við að hafa samband við hann.
siminn er 590-2081
06.12.2002 at 17:29 #465002
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður, þessir Explorer bílar eru að sulleiða óbreyttir og þegar maður er kominn með stærri dekk, þá er þetta bara búið. Ef þú ætlar í langar ferðir þá verður þú að hafa 200-300 lítra tank og keyra undir 80. Þekki einn sem er með svona á 44" og hann passar blýfótinn.
Kveðja Jónas
06.12.2002 at 19:31 #465004Sælir félagar, ég á explorer á 38" eyðslan breyttist mjög lítið, bættist við 1-2 lítrar innanbæjar og er í 15 á þjóðvegi á 5:13 hlutföllum. Tankurinn endist alveg heila helgi í svona fjallaferð búinn að reyna það. Reyndar þarf að styrkja skiptinguna.
Óskar
06.12.2002 at 20:05 #465006Sælir. ég er með explorer á 38" dana 44 framhásingu þar sem burðurinn í 35 hásinguni er ekki nægur að sögn þeirra hjá frumherja hann vigtar 2070kg og eyðslan hjá mér er 16l á þjóðvegi á 5,13 hlutföllum
Kantar fást t.d hjá Samtak og eru mjög vel smíðaðir.
það er kælir á skiptinguni hjá mér en ég veit ekki hvað menn hafa verið að gera meira við hana.
Nú vantar bara snjóin til að geta prófað hvort hann virkar eða snúi sér aftur að súkkuni til að vera fyrstur.
06.12.2002 at 20:13 #465008
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Eyðslan hlýtur auðvitað að fara að miklu leyti eftir aksturslagi. Maður verður líklega að passa fótinn góða jafnt á þessum bílum sem öðrum.
Óskar þú segir að styrkja þurfi skiptinguna. Með hvaða hætti þá? Er þá ekki rétt að vera með aukakælingu og mælir eða þess háttar? Sé að þú ert á ansi breyttum bíl. Ef þú breyttir sjálfur, hvernig gekk þá að fá það sem til þurfti og hvernig reynist breytingin góða?
kv. Gummi
07.12.2002 at 00:28 #465010Sæll Gumsi
Félagi minn breytti bílnum fyrir mig, það gékk mjög vel að fá allt í hann, hásingar með hlutföllum og læsingum á sama stað og ný liðhús með diskabremsum í vöku. Ég er kominn með mæli og stærri kæli, reyndar er ekkert búið að reyna á hann eftir að kælirinn fór í en áður var maður oft kominn nálægt því að grilla skiptinguna samkvæmt mælinum. Mér er sagt að lock-upið sé að fara í þessum skiptingum en þeir á ljónsstöðum segjast getað reddað því. Einu vandræðin sem ég hef lent í er þegar það var sett allt of mikil olía á skiptinguna þá flæddi hún útum allt og það var rauð slóð á eftir bílnum. En hún er búin að vera til friðs síðan það var lagað.
07.12.2002 at 14:40 #465012
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hringdu í síma 5571454 og ég skal bæta við nokkrum stað reindum í sambandi við explorer af eginn reinslu. Þetta eru nefnilega engin hrísgrjóna búr, þetta eru eðalvagnar sem vert er að huga að til breitinga. kv. S.B.
07.12.2002 at 17:35 #465014‘Eg var á Ford Ranger en er nú búinn að skipta yfir í Explorer og þetta er bara tóm hamingja. Það er ekki mikil eiðsla á þessum bílum miðað við það sem þeir skila í afli og togi. Aftur hásinginn er 8,8" ford með 31 rílu öxlum og er mjög góð, ekkjert vesen með hana. Framm hásinginn er Dana 35 rewers drive og er sambæri leg í styrk og dana 44. Það sem er vesen með framm hásinguna eru legurnar það eru bara 5mm á milli frammhjólalegana og það er ekkjert mál að breita þessu þannig að þetta sé alveg sólid búnaður, það er einginn sem kémst nálægt því í fjóðrunn og þessar klof hásingar sem eru bara draumur. Það er hægt að fá mjög góð sett í þessar skiptingar þannig að þær séu allveg pottþéttar og ekkjert vesen en ford hefur svosem ekkjert verið frægur fyrir neinar afburðaskiptingar en það má alltaf gera gott betra. Ef einhver getur bent mér á bíl í svipuðum verðflokki sem eru jafn öflugir og jafn þægileigir þá endilega gerið það. Það eina sem Japaninn getur td sett á móti þessu er Land Cruserinn og hvað er verð á td 91 módelinu af svoleiðis bíl? margfallt miðað við Fordinn.
Jæja Bara Ford kveðjur og munum að hverjum þykir sinn fugl fagur.
07.12.2002 at 18:21 #465016
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þótt hann sé bæði ljótur og magur.
07.12.2002 at 18:28 #465018
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Komdu sæll . Eg er enn af þessum hamingju sömu explorer eigendum og á við þessi lager vanda mál að etja . Þú segir að það sé hægt að laga þetta og bæta skiptinguna. Mig langar til að biðja þig um að gefa mér upls. um hvernig sé hægt að bæta þetta. þú vildir kænski senda mér meil um þetta og síman hjá þér ef ég mætti hafa samband frekar um þetta svo leiðis. Netfangið mitt er 0909@isl.is og sími 5571454. Með explorer kveðju. Stefán Baldvinsson.
08.12.2002 at 20:15 #465020
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ja takkk
09.12.2002 at 05:48 #465022
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér langar að benda á eitt sniðugt (sem er kannski ekkert svo sniðugt fyrir þá sem eru solid ford menn).
þessar skiftingar sem eru í Ford Explorer þetta eru ekki ford skiftingar heldur möztu skiftingar (þó þær séu merktar ford) og þær heita A4LD.
stendur líka í user´s menual
í explorer með 4.0 L kemur þessi skipting í bílum árg 90 og upp úr þessi sama skifting er í Ford Bronco II eddi bover
og ef menn vilja fræðast meira um hana þá er til bók í bílanaust sem heitir FORD A4LD HANDBOOK og líka FORD A4LD UPDATE HANDBOOK og er gefin út af ATSG (Automatic Transmission Service Group).
En burt séð frá því þá á hann faðir minn einn explorer 91 árg og er búin að eiga hann síðan 2000 og líkar mjög vel (óbreitur á 31") og eyðslan hjá honum hefur farið niður í 12 á 100 km en er að eyða svona 14-15 allment.
Ég þekki ekki sjálfur breitingar á þessum bílum en kannast við mann sem á svona bíl á 38" og er með orginal hásingar og skiftingu og að sögn annara þá er sá bíll ekkert að bila neitt og þetta "skæradót" hefur ekkert verið honum til trafala í jeppaferðum
09.12.2002 at 09:21 #465024
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Menn hafa eitthvað verið að brjóta upphækkunarsettin frá Rancho og Superlift. Allavega hafa myndast sprugur í slánum
sjá, http://www.therangerstation.com/BrokenLiftBrackets.htmÞegar Bronco2 Ranger og Explorer eru annarsvegar er
http://www.therangerstation.com toppsíða með helling af upplýsingum.En Ford, og þið hinir sérfræðingar, ég var að spá í hvort það væri hægt að setja Dana 44 nástúta að framan og fá meira bil milli framhjólaleganna, og halda um leið sömu boltagötum fyrir felguna? Þetta kemur með 5 göt á 4.5 tommu hring, en er hægt að fá þannig ná fyrir Dana 44 nástúta?
Það væri nefnilega hálfasnalegt að vera með sitthvora boltauppsetningu að framan og aftan.
11.01.2003 at 18:03 #465026Þessar sjálfskiptingar í Explorernum eru frá ford. Þetta eru C-3 með overdrive. Það sem er frá mözdu eru gírkassarnir sem eru í explorer og ranger
11.01.2003 at 18:43 #465028
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki sniðugt fyrir þig að fá þér kram úr Gömlum Bronco sem fæst fyrir lítið? 351 eða 302, C4, 9" að aftan og Dana 44 að framan og ef ég man rétt að það voru Dana 20 millikassar í þeim og í sumum stærri Broncum 205 sem á að vera sá besti sem gerður hefur verið. Þá ertu kominn með styrkinn úr gömlu jálkunum og glæsileikann og plássið sem fylgir óneitanlega Explorer-num.
12.01.2003 at 11:08 #465030
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Äeg held að það sé lítið sniðugt að taka kramið úr gömlum bíl
og setja í ’91 explorer. 4-lítra vélin er að skila helling
enda með beinni innspýtingu og ég hef ekki frétt a neinum gírkassa
eða millikassavandamálum í þessu krami. Þar að auki er getur
maður lent í vanda við að rífa ABS dótið undan.
Ég held að styrkurinn í kraminu sé nóg fyrir vélina, og
vélin er nokkuð öflug.
12.01.2003 at 16:00 #465032Abs er ekkert vandamál það var skipt um hásingar hjá mér og þá logaði abs ljósið alltaf, maður tekur bara peruna úr og þá virkar þetta allt eins og nýtt
12.01.2003 at 17:09 #465034Það er ekkjert ABS í þessum bílum! Það er eingöngu bremsujöfnunn á aftur hjólnum og það er ekkjert vandamál með það eins og framm hefur komið ein pera og búið ef menn hafa löngunn til að skipta út góðum búnaði sem eru hásingarnar.A4LD skiptingarnar sem eru í þessum bílum eru franskar að ætt þannig að það sé á hreinu. Læt hér fylgja með link með upplysingum um þetta mál. http://www.therangerstation.com/AutoTrans.html
Kveðja Sveinn
12.01.2003 at 21:14 #465036í explorernum er abs að framan og aftan, í rangernum er bara svona bremsujöfnun að aftan.Það kemur fram á þessari síðu að A4LD er byggð á þriggjaþrepa c-3.
12.01.2003 at 22:04 #465038Tek hér beint uppúr greininni" The French-built A4LD was created by adding overdrive to the front of the C-3 three-speed unit. The A4ld has a 2.47 first gear and a 0.75 overdrive." ABS er ekki standarbúnaður í Explorer en bremsujöfnunn að aftann er í þeim öllum en eflaust hefur verið hægt að fá þá með ABS.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.