Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Excursion/Econliner.
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2008 at 10:25 #201881
Mig vantar smá aðstoð. Nú er hugmyndin að fara að fá sér jeppa aftur eftir smá pásu en þar sem fjölskyldan stækkaði í pásunni. Þá kemur bara stór bíll til greina. Alla vega 6 manna eða stærra. Hef verið að spá í Excursion eða Econliner og eftir að hafa talað við fullt af fólki sem er í þessum stærðar jeppa flokki þá komst maður að því að reyna að forðast 6,0 lítra diesel fordinn. Svo þá fór maður að skoða 7,3 sem eru þá eldri en 2003. En hvað segja menn um að hafa þetta bara bensín. Þetta kemur alltaf til með að vera 3 bíll á heimilinu. Mig langar að heyra í þeim sem hafa prufað þetta og ekki reyna að segja mér neinar drauga sögur um eyðslu þar sem fjölskyldu bíllinn er V8 þá geri ég mér alveg grein fyrir því hvað svona sirka mun eyða og að breitur bíll kemur alltaf til með að eyða meira en hann. Svo er það annað ef maður áhveður að taka þetta bara bensín þá stækkar nú úrvalið þar sem það er til eitthvað meira en Ford. Þó svo að þeir séu þeir einu sem hafa haldið í diesel stórum SUV.
Kv Jón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.02.2008 at 17:48 #614372
Kv Jón
16.02.2008 at 18:08 #614374Sæll Jón
Jú ég er á bensín 150 Econoline 4×4 hann er á 36 tommu dekkjum og er með 351 Windsor V8.
Kemur í staðin fyrir: sumarbústað, fellihýsi, tjald, rútu, jeppa, fólksbíl en ekki mótorhjól. Þetta er sem sagt fjölnota bíll.
Hvað viltu vita?
kv gundur
16.02.2008 at 18:29 #614376Gundur mig langar að vita, hvaða módel bíllinn er hjá þér, hvað hann er keyrður og hvað hann eyðir á langkeyrslu og líka hvort vélin sé sirka orginal eða eitthvað breytt.
kv. Axel Sig…
16.02.2008 at 18:32 #614378Sæll Axel
Hann er 1992, keyrður um 200 held ég.
Eyðsla á langkeyrslu er um og yfir 20 lítrar,
hún er óbreytt eins og er, bara fengið gott viðhald.kv. gundur
16.02.2008 at 18:42 #614380Þetta setur ýmsar hugmyndir í hausinn á manni, selja tjaldvagninn og kaupa gamlann bensín liner… ekki vitlaust sumarfarartæki.
16.02.2008 at 19:10 #614382Þú segir nokkuð
ég segi, vetur, sumar, vor og haust
alltaf heitt á könnuninni.[url=http://www.gundur.com/displayimage.php?album=15&pos=2:arao6zh0][b:arao6zh0]Landgræðsluferð 4×4 í Þórsmörk[/b:arao6zh0][/url:arao6zh0]
16.02.2008 at 19:49 #614384Það sem ég er að spá er bíll sem verður settur á 46". Er ekki bíllinn hjá Togga í kef V10 bensín og eru ekki einhverjir fleirri sem eru komnir á 44" og stærra með bensín mótor. Gaman væri að heyra hvernig þeir eru að koma út.
Kv Jón
16.02.2008 at 20:23 #614386Slökkviliðið er með einn V10 á 46"
[img:38df907n]http://www.babu.is/gallery2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=822&g2_serialNumber=1[/img:38df907n]
16.02.2008 at 21:01 #614388Er ekki sami V10 mótorinn í Excursion og Econliner. Veit einhver hvernig þeir eru að koma út í krafti, togi og eyðslu. Og hvernig eru þeir miðað við 7,3 diesel
Kv Jón
16.02.2008 at 21:51 #614390Bara svo þú getir nú ekki sagt að þú hafir ekki verið varaður við, þá er best ég geri það hér með
Ef þú ferð í svona Econoline, “sumarbústað, fellihýsi, tjald, rútu, jeppa, fólksbíl“ útgerð, þá er ekki aftur snúið.
Það tók mig talsverðan tíma að safna kjarkí í svona útgerð, en nú er ég fastur, það jafnast ekkert á að ferðast með þessum hætti, þetta er allt annað mál en að kúldrast í jepparæfli, ekkert pláss, engin eldavél, engin koja, ekkert til eins eða neins. Félagarnir kalla litla FORD minn "járntjaldið" Þægindin við að þurfa ekki að tjalda, eða taka það samann allt hundblautt, eru ólýsanleg.
Hann er 81 model, og ef ég veit rétt þá er mótorinn 10 árum yngri, 351W með injection. 36“ dekk. Eldsneytis notkun er um 20L +/- á malbiki, og 30 á fjallaslóðum. Hann er lítið sem ekkert notaður á vetrum, enda ekki byggður fyrir slíkt.
Kveðja. SBA
16.02.2008 at 22:09 #614392Já já já og aftur já.
Econoline er málið.
Ég hef verið með fingurnar í þessu talsvert, átt samtals 4stk þar af 1x 44 (89model) og einn 46 (93model).
alger draumur, besti ferðabíll sem ég hef verið í.
Eiðir reyndar alveg 20 amk, sama hvaða vél á í hlut og ekki er ég sammála með 6,0l vélina, ég myndi helst taka hana, bara nýrri en 2004.Viðhaldið á þeim er meira en gengur og gerist, en bíllinn bætir þér það svo sannarega upp.
Svo ef þú ert ekki með þetta innréttað sem húsbíl með öllu þá er þetta litlu þyngra en patrol í sama flokki….
S.s. fáðu þér 46" econline, nýrri en 2004 með 6.0 diesel.
allir aðrir econoline eru líka fínir ef sá fyrrnefndi er of dýr.
16.02.2008 at 22:56 #614394sæll
Ég verð að taka undir það með þér að forðast 6l disel Fordinn, aldurinn skiptir ekki öllu máli þar, frekar einstaklingurinn (eintakið). 7,3 disellinn hefur verið að koma mjög vel út varðandi eyðslu og endingu og reyndar vinnslu líka. Ég á eina svona rútu með 7,3 á 46" sem er mikið í kringum 24 lítrana, vinna og einkanot í bland. Bensínbíllinn kemur alltaf til með að eyða meira en disel en á móti kemur að hann er ódýrari og eitthvað léttari, veit reyndar ekki hversu mikið. Og ekki skulum við gleyma hljóðlátari…. Persónulega myndi ég velja Econoline í þetta hlutverk, hann býður uppá fleiri möguleika og er allur rýmri. Þyngd og eyðsla á Eco og Exc er svipað. Mín litla reynsla af V10 Ford er ekki nógu mikil vinnsla á móti eyðslu, V8 vélin er snarpari sérstaklega ef þú ferð í GM. Og fyrst við erum farnir að tala um GM þá er nú meira í hann lagt en Fordinn, sérstaklega að innan.Gangi þér vel
Kv hamingjusamur Ford eigandi…….
17.02.2008 at 10:50 #614396Hefur einhv. ykkar flutt inn óbreyttan bíl frá USA? og kanski tekið með ykkur framdrifið í leiðinni?
Spyr af því að það er hægt að fá óbreyttan E350 (ódýrustu útgáfu frá Ford) bíl frá árinu 2005 á um 15.000 dali (þar, gjöld hér ekki talin með), lítið keyrðan og skv. myndum amk. í góðu standi, hrár í afturrými en meiningin er hvort sem er að innrétta hann sem 4×4 húsbíl, ekki sem fjórhjóladrifinn snjósleða.
Er það risky buisness? Hvaða innflutningsleiðir hefur fólk verið að nota?
17.02.2008 at 11:14 #614398Ég hef séð mjög skiptar skoðanir á því hvað mönnum finnst um 6 lítra vélina.
Ég veit í raun ekki hvað er svona slæmt við hana gaman væri ef einhver gæti frætt mig um hvað helst sé aðsvolítið forvitinn.
17.02.2008 at 13:00 #614400Farðu á þennan þráð. Þarna er feikilegur spjallvefur um ford og allt sem honum tengist.
http://www.thedieselstop.com/forums/f23/
17.02.2008 at 23:19 #614402Pabbi er með V10 Econoline ýmist á 41" Irok fyrir sumarferðir og slíkt eða 46" MT. Eyðslan er að koma út í 25+. Þetta er 2006 módelið og var hann fluttur inn með framdrifi frá USA sem var sett í af fyrirtæki sem heitir Quigley og er í samstarfi við Ford. Síðan tók Gunni Egils hann og breytti honum en kostnaðarlega séð kom það bara mjög vel út að fá hann með hásingu og millikassa að utan. V10 vélin þykir mér vera að svínvirka og sömuleiðis 5 þrepa skiptingin, ég held líka að V8 bíll væri ekkert eyðslugrennri. Ef ég man rétt þá vigtar hann einhver tæp 3300 kg á 41".
Varðandi 6 lítra vélina þá voru sögur af veseni á heddum og túrbínum aðalástæðan fyrir því að við tókum frekar bensínbíl auk þess sem að díselbíllinn er 5000 dollurum dýrari úti og þetta er ekki það mikið notað hjá okkur… það hefur átt það til að safnast fyrir vatn í túrbínurnar þegar bílarnir standa lengi og þá byrja þær að ryðga innanfrá. Auk þess er bensínbíllinn léttari.
17.02.2008 at 23:41 #614404Það sem hefur aðallega verið að hrjá 6.0 vélina eru spíssar og túrbína. Econolinerinn er með niðurskrúfaða 6.0 vél sem er ekki að skila nema ca 250 ps. Ég er með 2004 bíl sem var keyptur nýr hjá Brimborg og núna er búið að skipta um alla spíssa í honum. Túrbínan er með breytilegan skurð á blöðum, og þau vilja festast. Reyndar er ekki stór mál að redda því, en spíssadæmið kostar marga peninga. Síðan virðast krossar og stýrisendar vera ónýtir orginal, en það er bara venjulegt í USA bílum
Góðar stundir
ps: þeir sem eiga USA bíla eru yfirleitt í stöðugri afneitun og orð þeirra má ekki taka of trúanlega þegar þeir eru að dásama þessar druslur.
18.02.2008 at 09:40 #614406Ó Hlynur minn kæri :)) þér finnst svo gaman að tala um Ford :)) Hvað er þessi Ford Ekinn sem þið eigið ?? 200 Þúsund plús er það ekki ? Er ekki alltaf sama maðurinn á honum sem hugsar um hann eins og hann eigi hann sjálfur ?? :))
En og aftur þá er mín reynsla mjög góð af F350 Ford og þessari blessuðu 6.0L Vél og það hefur aldrei farið hjá mér kross né stýrisendi.
En ég neita því ekki að ég hef heyrt allskonar sögur um slæma endingu og það getur vel verið að þær séu réttar
??Ég get bara talað af minni reynslu.
Kveðja Sæmi sem dreif allt um helgina !!!
18.02.2008 at 11:50 #614408Nú þekki ég ekki V10 vélina sjálfur en þó hef ég heyrt frá mönnum sem eru að nota þessa bíla að þær eyði dálítið hraustlega – sérstaklega undir álagi á breyttum bíl.
6.0 l vélina þekki ég vel og það er rétt sem Hlynur segir að Spíssar eru viðkvæmir í þeim – en það fer þó fyrst og fremst eftir meðferð og þeirri diselolíu sem við erum að fá. Bílar sem að reglulega er skipt um síur í og passað upp á að fjarlægja allan raka úr olíunni hafa enst og enst – en svo lenti ég í því að missa 4 spíssa núna um daginn og kenni vatni í olíunni algerlega um það, og ekki hjálpaði til að hráolíusíur voru komnar á síðasta snúning. Túrbínublöðin eiga það til að festast ef bílarnir standa lengi og þá er lítið mál að redda því. En mér skilst þó á mönnum sem þekkja vel til að þessar vélar séu í raun ekki að bila meira en aðrar, við heyrum bara meira af því heldur en öðrum þar sem að það er tíu sinnu meira af þessum vélum í umferð hér en öðrum sambærilegum – nú og svo líka hitt að ef þetta bilar þá er stórmál að laga því að það er engin leið að komast að neinu í þessu húddi nema að taka boddýið hreinlega af….
7,3l Powerstroke er einfaldlega ein af bestu díselvélum sem framleidd hefur verið fyrir bíla af þessari stærð, en hún er hávaðasöm og er ekki að skila nema 250 hp – sem er ekki nóg ef það á að vera gaman að vera á 46" eða stærra á svona þungum bíl.
Benni
P.S.
Þetta vatnsvandamál og drulla í olíunni hefur verið að hrjá mjög marga undanfarið og ég veit um slatta af Fordum, bæði 6.0 l og 7,3 l sem hafa skemmt spíssa og líka heyrt af Toyotum, Dodge, GMC, o.fl – spurning hvort að við verðum ekki að fara að sparka í þessi olíufélög…
18.02.2008 at 14:53 #614410Eftir því sem ég veit best á Ford gamli í málaferlum við Navistar vegna þessara 6.0L og 6.4L véla og þeir kumpánar eru ekki lengur vinir, lesist: Ford er að hætta að nota Navistar í sína bíla.
Seinast þegar ég vissi til var ekki vitað hvað kæmi í staðin en ólyginn sagði mér að Ford gamli eigi um 30% hlutabréfa í Cummings.PS.
Það er bannað að taka of mikið mark á þessu bulli.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.