Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › evrópusambandið
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 16 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2008 at 17:32 #203359
http://visir.is/article/20081212/FRETTIR01/64436945/-1
vildi bara vekja örlitla athygli á þessari grein. slóð
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.12.2008 at 18:28 #634638
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Tek undir með Vals og Loga!!!! við höfum ekkert að gera þarna inn,þetta bákn er bara að horfa í auðlindir okkar og þeir koma ekki til með að hjálpa okkur næstu árin nema að láta okkur borga í sinn glæpasjóð og það mikið.Ef ég skil reglurnar rétt er tekið mið af stöðu þjóðar síðustu 5 ár og þá komum við ekki illa út fjárhagslega og ekki fáum við mikið frá þeim þá nema einsog ég sagði ofar hér,við þurfum að borga og borga en ekki fá pening frá ´þeim.Hvað höfum við við einhverjar reglur að gera sem kannski eiga við í öðrum löndum sem einhverjum EXCEL bjánum í Brussel finnst svo flottar að það skulu allir fara eftir þeim.
Kveðja Matti
Sem ekki vill í ESB
16.12.2008 at 20:48 #634640ég er alveg sammála ykkur, ég lít esb ekkert neinum bjartsínis málum, og lít á það eins og við séum að kasta frá okkur sjálfstæðinu. en ef þaðverður raunin eins og verðum við að berjast fyrir okkar hefðum og berjast fyrir áframhaldandi líferni.
16.12.2008 at 21:38 #634642Hálf sorglegt að lesa sumt einsog innlegg Skúla, sem er búinn að gefast upp. Og sér engar lausnir aðrar en ESB. Skúli ESB er ekki björgunarfélag fyrir óreiðuíslendinga. Þannig er það nú bara. Evra verður ekki kominn í seðlaveski íslendinga daginn eftir aðildarumsókn.
Evran gæti verið kominn í seðlaveski íslendinga eftir 4-10 ár. Og 4 ár ef vel gengur.
Þær þjóðir sem hafa farið í flýtimeðferð um upptöku evru eru í tómu tjóni. T.d Eystrasaltslöndin. Íslendingar hafa aðeins einusinni uppfyllt skilyrðin til upptöku evru og því miður fyrir landráðaliðið í ESB væluhópnum var það fyrir daga evrunnar.
.
.
.
Það er rétt sem Valur bendir á að það er mjög margt sem við vitum ekki um ESB.
En þó vitum við allt um hvert vægi ísland innan verður. Það er það sama og Malta. Eða nánast ekki neitt. Og í nánast öllum tilfellum undir 1%. Reyndar mælist vægið eða áhrif okkar í 0. einhverjum prósentum ef maður á að vera nákvæmari. Í náinni framtíð kemur það til með að minka t.d ef Tyrklandi tekst að komast inn. En þeir eru búnir að naga þröskuldinn lengi í Brussel. Einnig er ætlunin að fækka í ýmsum ráðum t.d er ætlunin að aðildarfélög sé ekki alltaf með fulltrúa í æðstu stofnunum ESB Þar er átt við að fulltrúar verði utan ráða og nefnda í ákveðinn árafjölda.
.
.
Því er ansi þreytandi að hlusta á Samfylkinguna reyna að halda því fram að við eigum að vera með til þess að hafa áhrif á stefnu ESB. Þar er ekki hlustað meira á okkur en sveitarstjórn Raufarhafnar. Sem þó hefur örugglega og getur haft meiri áhrif á íslensk stjórnmál en við hefðum innan ESB. Fleiri hafa byrjað að apa upp bullið í Samfylkingunni og eru það aðalegt pólitíkusar sem eru komnir gjörsamlega upp að vegg og liggja í pólitísku blóði sínu eða þeir sem vilja hasla sér völl og telja ESB afli sér vinsælda og fram inna flokka. Þar er t.d Bjarni Ben. Þorgerður Katrín sem er í lífróðri.
Einnig óvinsælasti stjórnmálamaður landsins Árni Matt 4-5% maðurinn, Hann gefur undir fótinn með aðildarviðræður. Og framsókn sem leitar með logandi ljósi að einhverju vinsælu en áttar sig ekki á því að flokkurinn þarf að þrífa Halldórs og Finns liðið af sér með klór og það í það minnsta í tvígang.
.
.
Hvað varðar þær fréttir frá Benna og tækninefnd um það að það megi smíða bíla í svíþjóð. Já þá er það þekkt að það megi og hefur mátt allar götur síðan fyrstu bíla voru framleiddir. En það segir ekkert um jeppabreytinga. Ég hef ekki fundir neitt bitastætt um jeppabreytinga á vefsvæðum í svíþjóð og hef þó leitað talsvert. En ég hef sé að þar er verðið að setja stóra jeppa á 33 eða 35 tommu og hækka þá upp einhvern helling. Því virðist mér að þeir fái að aka á vegum landsins á 33 tommu einsog var á þeim tíma sem ég bjó þar. En jeppar á stærri dekkjum voru fluttir á milli á vögnum. Það væri gaman að fá upplýsingar um það hjá tækninefndinni hvar þeir leita fanga um reglugerðir. Einnig um það hvernig þetta er í UK. Ég datt þó um eitt í leit minna að norðmenn voru að létta eitthvað á sínum reglugerðu um bílasmíði og voru þeir búnir að nýskrá 100 faratæki í ár og voru samtals 400 í smíðum. En þeir leituðu oft yfir til svíþjóðar áður til þess að fá nýskráningar.
16.12.2008 at 23:04 #634644Það er gott að hafa svona svarinn ESB andstæðing eins og Ofsa til að minna okkur á hætturnar, við sofnum þá síður á verðinum. Og ég er alveg á því að það er full ástæða til að halda vöku sinni því bara kalt mat á stöðunni og þeirri umræðu sem er í samfélaginu segir mér að við endum innan ESB hvort sem það verði innan skemmri eða lengri tíma. Allavega klárt að leyfi til að aka breyttum jeppum í umferðinni kemur ekki til með að ráða úrslitum þar um. Hugsanlega sjávarútvegsmálin en þar sem það verður líklega á oddinum í samningaviðræðunum þá má búast við að einhver lausn finnist þar.
.
En nú er Ofsi búinn að neyða mig til að fara út í enn frekari skrif um krónur og gengismál. Það er örugglega rétt hjá Ofsa að ESB bjargar ekki öllu því klúðri sem þjóðin er komin í. Það er svo margþættur vandi sem að okkur steðjar og það er mikil einföldun að halda að þetta sé allt krónunni að kenna eða allt óreiðunni að kenna eða allt einhverjum útrásarplebbum að kenna. Það verður að greina á milli mismunandi vandamála og orsakavalda. Lausafjárvandi bankanna var ekki gjaldmiðlinum að kenna né heldur alltof mikil skuldsetning þeirra og tengdra fyrirtækja. Það liggur hins vegar alveg á borðinu að sú verðlagsþróun sem núna ríkir hér verður að skrifast á alltof veikburða gjaldmiðil. Innkaupsverð vöru erlendis frá hefur nánast tvöfaldast einu ári (m.v. gengisvísitölu) og það er vegna falls krónunnar. Þetta hreinlega á ekki að vera hægt. Sveifla af þessari stærðargráðu segir raunar allt sem þarf og raunar ótrúlegt að menn hafi getað stunda einhvern rekstur við þessar aðstæður. Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem þessi barátta við krónuna er að kosta okkur, við getum farið 40 ár aftur í tímann og fundið fjölda dæma þó það sé sérstaklega slæmt núna. Sá tími sem krónan var hvað sterkust var líka óeðlilegt ástand, orsakaði mikla innanlandsneyslu (sem við erum jú að súpa seyðið af núna) og skapaði útflutningsfyrirtækjum mikla erfiðleika og neyddi þau til að flytja starfsemi úr landi. Það er eiginlega tómt kjaftæði þegar menn tala um jafnvægisgengi krónunnar, hún er yfirleitt í öðrum hvorum öfgunum því hún hefur enga festu og þekkir ekki neitt jafnvægi. Það sem er skuggalegra er að ástandið ætti að vera enn verra núna, en með því grípa til gjaldeyrishafta tókst að koma í veg fyrir það . í bili. Þau virkuðu auðvitað vel hérna í denn ásamt handvirkri stýringu gengisskráningar, en heimurinn hefur breyst mikið síðan þá. Fjármálamarkaðir orðnir opnari og alþjóðlegir og ef við ætlum að stunda einhver viðskipti við útlönd á annað borð gengur ekki upp til langs tíma að hanga á höftunum til að koma í veg fyrir að allt fari til fjandans. Það geta hugsanlega komið tímabil þar sem krónan er sterk svona ef við náum okkur í tímabundinn uppgang en niðursveiflan kemur alltaf líka og hún er alltaf líkleg til að koma þegar síst skildi, semsagt þegar atvinnuástand er slæmt í landinu. Það þýðir að þegar þjóðin hefur það hvað verst kemur krónan alltaf til með að sparka í okkur svona rétt til að gera ástandið verra og verðlagið hærra. Nákvæmlega eins og er að gerast núna. Enn einn þátturinn í þessu er svo auðvita vísitölutrygging lána. Menn halda að það sé hægt að afnema hana bara sisvona, en í efnahagsumhverfi sem mótast af svona sveifluekenndum gjaldmiðli er það býsna hæpið. Það er ekki tilviljun að við erum líklega eina landið í vestrænum heimi sem notum þessa aðferð, það er í beinu samhengi við að við erum eina landið sem notum gjaldmiðil sem byggir á 300 þús manna samfélagi. Svipað og ef evrópskur smábær væri með sjálfstæðan gjaldmiðil. Verðtryggingin er því bara enn ein afleiðingin.
.
Ofsi má alveg kalla það uppgjöf að horfast í augu við þetta, en ég held að raunsæi sé nær lagi. Þessi skellur núna er að gera það að verkum að æ fleiri komast á þá skoðun að þetta ástand sé eitthvað sem þurfi að finna lausn á og þó svo það megi sjálfsagt velta fyrir sér fleiri leiðum en aðild að ESB þá heyrist mér flestir vera á því að það sé eina raunhæfa leiðin út úr þessu. Það er örugglega rétt að aðildarviðræður við ESB kemur ekki til með að redda næstu mánaðarmótum né heldur þarnæstu. Menn eru hins vegar að horfast í augu við endanlegt skipsbrot sjálfstæðs gjaldmiðils á Íslandi og það verður að finna lausn á því, jafnvel þó sú lausn þýði aðild að ESB. Ég er nokkuð viss um að þessir þingmenn sem Ofsi nefnir (IÞorgerður og Bjarni Ben, má bæta Illuga við þann lista) eru með nett óbragð í munninum, enda er þetta 180° stefnubreyting hjá þeim. Það er hins vegar ekki rétt að þetta sé vinsældarbrella hjá þeim, þetta er bara kalt mat á stöðunni.
Kv – Skúli
16.12.2008 at 23:34 #634646.
.
en hvað með að taka up norska krónu, eða dollar. er það ómögulegt …. ef við græðum ekkert annað en evruna afhverju erum við ekki að ræða við noreg…. ég er nú ekki vel inní svona málum, en var ekki til eithvað sem heitir færeysk króna?
og hvað erum við að græða á ees ég skil það ekki…
16.12.2008 at 23:57 #634648Þetta var langur doðrant um blessaða krónuna. Og hefur sennilega verið stolinn af einhverjum pólitískum fundi Samsullsflokksins hennar Ingibjargar. Þú setur mann eiginlega í hálfgerð vandræði með þessu copy-paste þínu fá hagfæðingum samfó.
en eftir þennan sagfræði pistil þinn um íslensku krónuna þá er kannski málið með litla hagkerfið ( sem hefur reyndar ekki verið það eina í evrópu ) að ekki er hægt að kenna krónunni eingöngu um vandræði íslendinga í gegnum tíðina. Heldur hinni eilífu vertíðar pólitík sem viðgengst á íslandi. T.d mætti minnast viðreinsnarstjórnarinnar sem eftir á að hyggja af ýmsum var ein besta stjórn landsins, kannski vegna þessa að í kassanum voru nokkrar krónur en hún skapaði landflóttann 1968-1971 þegar um 5000 manns flúðuð til Ástralíu, Svíþjóðar og fleiri landa og var það vegna og mikillar aðhaldsemi. Síðan kom kúvending vinstristjórnarinnar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og þá var allt sett á fullt og mokað inn skuttogara í hvert þorp sem hafði bryggju og allt á 100% láni og rúmlega það því sumir fengu lánað svolítið extra með því að ljúga til um kaupverð og versluðu sé eitthvert prjál í leiðinni einsog Einar Oddur gerði sem alltaf var talinn bjargvættur þjóðarinnar vegna þjóðarsáttarinnar.
Hann hefði kannski átt að leggja meiri áherslu á Flateyri þar sem hann rak útgerð. Þá hefðu heimamenn geta kvittað upp á bjargvættarnafnbótina. Það sem ég er að rembast við að segja er að íslendingar hafa tekið stjórn landsins í vertíðarsveiflum og það er ekki krónunni að kenna. Og árinn kennir illur ræðari, á hugsanlega vel við í þessum tilfellum.
En hverjir eru möguleikarnir:
.
1 Íslenska krónar áfram
2 Einhliða upptaka evru ( og við lendum í pólitískri deilu við ESB )
3 Upptaka Dollars ( USA leggja sig ekki á móti því )
4 Upptaka evru með inngöngu í ESB. ( uppfyllin Martridssáttmálans þarf að ná og gæti tekið 4+ ár, sem er algjör óvissa )Aðeins að verðtryggingunni sem Skúli er búin að ákveða að sé náttúrulögmál.
Þessu meinta náttúrulögmáli var skellt á þjóðina á einni nóttu og væri því alveg hægt að afnema hana á einni nóttu. Enda er marg búið að segja það að útreikningar vísitölu séu ekki útreikninga á rauntíma. Og væri því alveg eins eðlilegt að vera eingöngu með vexti sem gæfu rétta mynd af raunveruleikanum hver sem hann væri á þeim tíma. Frekar en vexti og vísitölu sem er ekkert annað en vextir hvort eð er. Og er því einungis verið að setja málið á flækjustig og lýðurinn leiddur áfram með bundið fyrir augun. Og þar fara verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir fremstir í flokki að níðast á sótsvörtum almenningnum.
17.12.2008 at 00:36 #634650Bazzi, að taka upp norsku krónuna væri örugglega ágæt leið, ef norsararnir væru ekki mótfallnir því. Að taka upp gjaldmiðil annars lands gegn vilja þess er tæplega góð lausn því þá höfum við ekki sem bakhjarl seðlabankann sem gefur út myntina. Mér skilst að þetta sé hægt en sé bara engan vegin góð lausn. Og Norðmenn hafa þegar gefið það út að þetta sé eitthvað sem þeir séu ekki tilbúnir í, en ef þeirri hindrun væri rutt úr vegi má vel vera að þetta væri leið.
Þegar Ofsi skilur ekki eitthvað heldur hann að það hljóti að vera eitthvað copy/paste frá Samfylkingunni. Sagnfræðin hjá honum er kannski ágæt svo langt sem hún nær og kannski voru útrásarvíkingarnir bara á vertíð, en efnahagskerfið þyldi vertíðarsveiflurnar mun betur ef gjaldmiðillinn væri ekki alltaf að dingla upp og niður eftir því hvort vel fiskaðist eða illa. Það er stór hluti af vandamálinu og svo núna á síðustu árum hefur bæst við sá vandi að braskarar og spákaupmenn (og jafnvel íslenskir bankamen) leika sér að því að braska fram og til baka með krónuna og sveifla henni sitt á hvað upp og niður til þess að græða á henni. Það virðist vera býsna auðvelt, enda hagkerfið á bak við hana það lítið. Með verðtrygginguna þá veistu Jón að ef ég lána þér viskíflösku og þú ætlar að borga mér hana eftir ár með því magni af viskí sem þú færð fyrir sömu krónutölu og flaskan kostaði í upphafi, þá gengi það ekki upp hér á landi því þá fengi ég ekki nema pela til baka. Sem þýðir að hvorki ég né nokkur annar myndi lána þér né nokkrum öðrum viskí á þessum kjörum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að þú borgaðir til baka heila flösku og ekkert minna en það. Þetta heitir verðtrygging.
Kv – Skúli
17.12.2008 at 00:40 #634652svo ég haldi áfram að auglýsa heimsku mína.
hvað græðum við á ees. er það ekki evrópska efna hags sambandið?og hvaða gjaldmiðill er notaður í færeyjum. er það mín fáheimska að halda að færeyska krónan hafi verið til eða sé ennþá til?
17.12.2008 at 00:48 #634654[url=http://no.wikipedia.org/wiki/F%C3%A6r%C3%B8ysk_krone:2szx04dq][b:2szx04dq]kr[/b:2szx04dq][/url:2szx04dq]
færeyjar eru s.s. 50 þúsund. þeir eiga sinn eiginn gjaldmiðil sem er reyndar gefinn út af danska seðla bankanum og hefur sennilega sama verðgildi og danska krónan…
.
.
það væri gaman að vita hvernig sagan væri. hefur færeyska krónan alltaf verið til?
.
tóku danir þá undir sinn verndarvæng?ég hlít að hafa mist af því þegar norðmenn vildu ekki snúa bökum að okkur.
17.12.2008 at 01:47 #634656það væri örugglega best að gera þá einsog færeyingar og hafa íslensku krónunna í örðum seðlanaka svosem einsog norksa. Gerum bara Davíð atvinnulausann og verum bara flottir.
17.12.2008 at 08:46 #634658Regluverk evrópusambandsins má finna [url=http://eur-lex.europa.eu:3nvnubg3][b:3nvnubg3]hér[/b:3nvnubg3][/url:3nvnubg3]
En það er ekki von að Ofsi finni mikið um jeppabreytingar í Svíþjóð – enda væntanlega lítið til af reglum um þær þar. Það sama á við um önnur lönd – þessar reglur eru almennt ekki til.
En hitt er annað mál að reglugerðir ESB um bíla eru mjög opnar á báða enda, líklega samdar af framsóknarmönnum ESB. En hins vegar hafa aðildarríkin hvert um sig sínar sérreglur. Þetta á við um bílabyggingar / breytingar. En eins og ég sagði áður þá má byggja bíl frá grunni í a.m.k Svíþjóð og UK en mér er t.d. ekki kunnugt um að slíkt sé mögulegt í Danmörku eða Frakklandi.
Um skoðun bifreiða gilda líka sitthvorar reglurnar eftir því í hvaða land þig ber niður.
Það sem þetta segir mér er að innan ESB gilda mjög margar og mismunandi reglur um gerð og búnað bifreiða og skoðun þeirra. Þess vegna hef ég ekki lengur svo miklar áhyggjur af okkar sporti og iðnaði í jeppabreytingum ef að við förum inn í ESB.
Ég hef hins vegar mun meiri, og í raun töluvert miklar áhyggjur af íslenskum embættismönnum sem virðast nota hvert tækifæri til að setja undarlegar reglur um jeppabreytingar og manni virðist sem að sumir þeirra hafi mikin áhuga á að koma þessum bílum af götunum. Þannig hef ég áhyggjur af því að slíkir embættismenn muni nota ESB sem skjól til að koma sínum reglum að – þó svo að engin krafa um slíkt kæmi frá Bullsel.
En ég get upplýst það hér að á næsta félagsfundi sem að verður 12. janúar verður umfjöllun um þessi málefni á vegum tækninefndar.
Benni
17.12.2008 at 09:09 #634660Þá hefst lesturinn
.
En leiðinlegt hvað íslenskir embættismenn ætla að reynast okkur illa í mörgum málaflokkum. Einsog er gert í slóðamálunum. Þar sem við getum aflað gagna en svo meigum við éta það sem úti frýs.
Og friðlandið í Þjórsárverum
17.12.2008 at 09:14 #634662maður einn hringdi í útvarpið og kom með gott koment, þar sem við eigum bankanna í dag hljótum við að eiga fiskikvótan, þar sem hann er í flestum tilfellum veðsettur í topp, hann vill þjóðnýta kvótann og leigja hann aftur fyrir 100kr á kg þá ættum við að geta borgað alþjóðagjaldeyrissjóðnum til baka þetta lán í lok árs 2009. ef þetta er rétt þá ættum við ekki að hafa áhyggjur af því að kjósa um aðild í esb.en talandi um esb hvernig í ands…. á maður að geta kosið um aðild í esb ef engar upplýsingar eru að fá um okkar hagi. allavega ætla ég ekki að kjósa um aðild í esb bara fyrir einhverja ráðherra sem koma og fara,þetta er okkar framtíð kv Georg
20.12.2008 at 12:16 #634664[url=http://evropunefnd.is/almennt/gott-ad-vita/:5k5lg0km][b:5k5lg0km]evrópunefnd sjálfstæðisfl.[/b:5k5lg0km][/url:5k5lg0km]
ég skrollaði aðeins í gegnum þetta og fann ekkert sem kemur að okkar málstað…. en kanski eru einhverjir aðrir sem vilja skoða þennann vef, sem ég vissi ekki um.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.