Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › evrópusambandið
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 16 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2008 at 17:32 #203359
http://visir.is/article/20081212/FRETTIR01/64436945/-1
vildi bara vekja örlitla athygli á þessari grein. slóð
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.12.2008 at 22:46 #634598
Flott hjá þér Bazzi að vekja athygli á þessu. Þetta segir manni að klúbburinn okkar þarf að hafa frumkvæði að því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við nefndina, en ekki bíða eftir að verða boðaður á fund. Stjórnarfólk, nú þarf að vinna hratt og fá okkar færasta fólk til að semja bréf og greinargerð til nefndarinnar!
13.12.2008 at 09:28 #634600og hvað svo…
er einhver í málinu. eða er þetta svona dæmi þar sem allir halda að einhver annar sé að spa´í þessu
13.12.2008 at 10:04 #634602Það er nú ekki margt sem við þurfum að vita um reglur ESB sem jeppamenn.
Það er í raun einungis hvort við getur fengið að halda áfram óbreyttri stefnu í jeppabreytingum. Það getum við ekki nema að fá undanþágu, og undanþágur eru ekki eitthvað sem auðvelt er að fá innan ESB. Vísinn af þessu var flækjustigið sem AT lentu í við breytingar á 38 tommu jeppa. Það væri fróðlegt að fá erindi frá AT um þessi mál á mánudagsfundi. Ég sé ekki heldur fyrir mér að það sé neitt létt verk fyrir tækninefndina að fá sólkár svör við þessum spurningum, í 120.000 þúsunda lagabákni Brussels.Til þess að fá í gegn óbreyttar reglur um jeppabreytinga á íslandi. Þá þarf :
2 Þá þarf að senda evrópunefndum flokkanna okkar sjónarmið
3 Þá þarf að taka ákvörðum um það að ganga til ESB viðræðna
4 Allir stjórnmálaflokka nema einn eru á móti samningaviðræðum um ESB
5 Það þarf að finna smugur í reglugerð um dreifbýlisreglugerð ESB um sérstöðu okkar ( urbefolkning ) þ e að vera í flokk með Sömum ( Löppum ) en til eru sérákvæði
6 Þegar kemur að samningaviðræðum við ESB, þá verður klúbburinn allur að hanga hreinlega á öxlum samninganefndar íslands og ekki einungis tækninefnd og stjórn. Því við erum jaðarhópur og ekki efstir í goggunarröðinni þegar kemur að samningum. Og svona smámál gleymast fljótt í stóra dæminu, sérstaklega ef við ætlum okkur inn í ESB á hnjánum einsog nú virðist vera að fara verða raunin.
13.12.2008 at 11:06 #634604þetta er ekkert einfallt.
1. hvaða dekkjastærðir eru leifilegar á götunum
2. hversu mikið ef eithvað frá original megum við breita bílunum.
3. þeir bílar sem hafa breitingaskoðun fá þeir skoðun áfram.
4. bílabreitingar er viss iðnaður sem er/var sér íslensktog svo framvegis.
nú er búið að gefa út ÍST 200:2006 s.s. ný rafmagns reglugerð en hann er í rauninni bara
íslensk þýðing á alþjóðlegum stöðlum.en svo eru til útibú hjá arctic trucks í noregi og svíþjóð held ég.
ég veit það eru til jeppa menn í danmörku, austurríki, noregi og sennilega á fleiri stöðum. hvað mega þeir aka á stórum dekkjum.
ég veit að kaninn má aka á þeim dekkjum sem eru viðurkend. .dot. þar má t.d. ekki nota bedlocks á götum og svo frv.mér fynnst þetta verð umræða erum við fáir í þessum pælingum.
kv. Bæring
13.12.2008 at 11:19 #634606Það er til fullt af jeppum í evrópu, sem eru keyrðir á milli staða á vögnum t.d í Svíþjóð.
Jú þetta er einfalt. Við þurfum að fá að halda í núverandi reglugerði í jeppabreytingum.
13.12.2008 at 12:01 #634608Nú hef ég verið einn af þeim sem hef verið alfarið á móti ESB aðild, en eftir að hafa lesið yfir fréttir síðustu daga úr bílaheiminum sé ég að ég hlýt að hafa rangt fyrir mér.
Mér hefur fundist umræðan hér á landi vera þannig að við séum þau einu sem eigum í vanda og skil því ekki afhverju eftirfarandi er að gerast:1. Ford, GM og Chrysler riða til falls.
2. Honda dregur sig út úr Formúlu 1.
3. Salan hjá BMW dróst saman um 20.000 bíla í september.
4. Kínverjar eru að spá í að kaupa Volvo.1. Svarið hlýtur að vera að Ford, GM og Chrysler eru Bandarísk fyrirtæki og Bandaríkin eru ekki í ESB en hljóta að vera farin að huga að umsókn.
2. Honda er Japanskt fyrir tæki og ekki er Japan í ESB.
3. BMW er Þýskt fyrirtæki, Þýskaland er reynda í ESB en þessi samdráttur er líklega vegna þess að kreppan á Íslandi hófst 29. september svo líklega er þetta bara tveggja daga sala á Íslandi sem munar svona um.
4. Kínverjar eru ekki í ESB en hljóta að fá aumingjastyrk þaðan til að geta keypt Volvo.Svo heyrði ég að Evrópusambandið var að samþykkja 200 milljarða evra aðgerða pakka vegna kreppunnar sem hlýtur að fara í að aðstoða þær þjóðir heimsins sem ekki eru í ESB því þær þjóðir sem eru í ESB eru víst á grænni grein.
Kanski maður þurfi að fara að skipta um skoðun.
Einn áttavilltur.
13.12.2008 at 12:17 #634610ég er ekki hlintur því að fara í evrópusamb.
en ef það er umræða og einhverjar pælingar í sambandi við kosti og galla, þá verðum við að hamra á okkar kröfum.
við megum ekki vera fyrir utan þessa umræðu vegna þess að við erum ósammála því að ganga í evrópu sambandið og verða svo ógeðslega sárir þegar við mætum næst í skoðun.
mig langar að taka upp dollar en ég held það sé samt engin lausn frekar en annað.
13.12.2008 at 13:47 #634612Já, gott fólk, við þurfum einmitt að ræða málið og velta upp sem flestum spurningum. Enn og aftur, flott hjá Bazza að hefja þennan þráð. – Mér var nú að detta í hug hvort einhver í forystunni myndi ekki vilja hringja í hann Örn Thomsen hjá Arctic Trucks í Noregi. Hef grun um að reynslan af nokkurra ára starfi í bransanum í því landi, þar sem allt er bannað sem ekki er sérstaklega leyft, hafi kennt honum sitt hvað ómetanlegt. Hver er formaður tækninefndar núna?
13.12.2008 at 16:16 #634614Fínt mál að vekja athygli á þessum málum hér og það hefur verið gert áður.
Tækninefnd byrjaði að skoða þessi mál í upphafi skipunartíma síns, en þó ekki af krafti fyrr en nú í haust.
Í því tilliti erum við meðal annars að skoða þær reglur og prófanir sem að þarf að uppfylla í svíþjóð og bretlandi. Í báðum þessum löndum má smíða bíla frá grunni og skrá á götun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Við höfum þegar átt fund með Arctic Trucks mönnum og höfum einnig látið áhyggjur okkar í ljós við samgönguráðuneytið og væntanlega munum við reyna að fá mann þaðan til að fara yfir þessi mál með okkur á félagsfundi.
En það er klárt mál að við þurfum að hafa okkar á hreinu og koma okkar sjónarmiðum allstaðar að þar sem að við á.
Kveðja
Benedikt Magnússon
Formaður tækninefndar
13.12.2008 at 17:18 #634616Þakka þér upplýsingarnar, Benedikt. Þetta er þá greinilega í góðum málum. Það er ljómandi gott að fá að lesa þarna svart á hvítu hvað tækninefndin er að gera, það kemur í veg fyrir misskilning.
14.12.2008 at 11:41 #634618takk fyrir. gott að vita að þessi mál eru í farvegi
14.12.2008 at 12:07 #634620en hvernig var með artic trucks… þeir eru held ég búnir að fá leifi fyrir því að breita hilux á 38". mega þeir setja eithvað annað á 38".
mega þessir bílar aka á þjóðvegum úti í evrópu.
í bretlandi er at með auglýst 35 og 37" breitingar.
ég heirði einhverstaðar að þeir væru komnir með 38" breitinguna en þeir hefðu þurft að fara með bílinn til hollands og láta taka hann út þar.
hvernig er þeim bíl breitt. er hann á tundru fjöðrum eða er hann á gormum…
eins og ég skil þetta eru þeir komnir með leifi fyrir uppskrift að breitingu f. 38" hvað gerist þegar við stígum örlítið útfyrir þann ramma…
mig langar ekkert í at breittann hilux. þótt þeir séu öruglega ágætir þá fynnst mér þeir bara ekkert spennandi.
14.12.2008 at 13:17 #634622Heimild http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/331036/ Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar brezku hugveitunnar Open Europe frá því í marz 2007 taldi lagasafn Evrópusambandsins þá 170 þúsund blaðsíður. Fram kemur í niðurstöðunum að ef allar þessar blaðsíður væru lagðar hlið við hlið á langveginn myndu þær ná yfir rúmlega 50 kílómetra vegalengd. Ennfremur að þyngdin á þeim væri 286 kíló og væri þeim raðað í einn stafla myndu þær ná 11 metra hæð. Þessu til viðbótar sagði í niðurstöðum rannsóknarinnar að meira en 100.000 blaðsíður af lagagerðum hefðu þá verið framleiddar í Brussel undanfarinn áratug og að samtals hefði Evrópusambandið samþykkt 666.879 blaðsíður af lagagerðum síðan það var sett á laggirnar í marz 1957. Væri þeim raðað saman næðu þær yfir 193 kílómetra vegalengd. Heildarfjöldi lagagerða sambandsins í dag mun vera vel yfir 130.000. Samkvæmt niðurstöðum annarrar rannsóknar Open Europe eru starfsmenn Evrópusambandsins nú um 170.000 talsins sem er sambærilegt við það ef allir íbúar Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar störfuðu fyrir sambandið eða meira en helmingur allra íbúa Íslands.
15.12.2008 at 13:22 #634624Eftir því sem ég best veit hafa AT menn fengið 38" breyttann Hilux TUV vottaðan, eða CE merktann (eða eitthvað sambærilegt).
Þetta er bara það sama og framleiðendur þurfa að fá á bílana sýna til að meiga selja þá í Evrópu. Svona vottun hafa líka t.d. Mantra bílarnir sem eru jú ekkert annað en upphækkaðir Sprinterar.
Þetta er töluvert ferli og kostar haug af peningum.kv
Rúnar.
15.12.2008 at 13:40 #634626ættli þetta virki…segjum sem svo að bannað væri að breyta jeppum ættli þetta ætti þá við þá gömlu jálka sem fyrir eru í gangi þ.e fengjum við ekki að aka út úr þeim jeppum sem fyrir væru breyttir?
15.12.2008 at 22:55 #634628en finnst engum asnalegt að þurfa að fylgja einhverjum lögum sem einhver þingmaður í brussel gerir? Þeir vita örugglega ekkert um íslenskar aðstæður og stundum er alveg nauðsynlegt að vera á íslandsbreyttum jeppum. Mér finnst það bara virkilega asnalegt og ég er alfarið á móti ESB.
Þetta er án efa gott fyrir efnahagsmálin en ekki gott fyrir fólki í landinu.
en það er virkilega gott að það sé hafin umræða um þetta í þessufélagi og vonandi að það sé hægt að redda þessum málum eitthað.
16.12.2008 at 11:54 #634630Það er auðvitað hárrétt hjá Jóhanni að jeppar breyttir eftir íslenskum aðferðum og stöðlum eru oft nauðsynlegir og gegna mikilvægu hlutverki fyrir marga. Augljósasta dæmið er auðvitað björgunarsveitir en það má benda á marga fleiri. Það er líka rétt að einhverjir greifar í Brussuseli hafa enga hugmynd um þessa hluti og reyndar er ég nokkuð viss um að slatti af íslenskum þingmönnum hafa ekki hugmynd um afhverju stór dekk séu nauðsynleg. Ef málið liggur þannig að það þurfi í framtíðinni að fá einhver samþykki ESB fyrir þessum breytingum þá er það bara sama vandamál og var hér fyrir 25 árum, eini munurinn er að skriffinnarnir eru í öðru landi. Vissulega fáránlegt í sjálfu sér en mér sýnist á öllu að það verði niðurstaðan, hvaða skoðun sem menn hafa á ESB. Krónan er búin að kosta okkur mikið upp á síðkastið og hefur í raun verið þjóðinni dýr lengi ef maður spáir í það og allar líkur á að það muni síst batna til lengri tíma litið. Í dag eru almennilegir fjallatúrar varla á færi venjulegs fólks fjárhagslega, svo ekki sé talað um ef eitthvað bilar og varahlutakostnaður bætast ofan á. Lítið gagn af breyttum jeppum við þær aðstæður. Það er margt sem má setja spurningamerki við varðandi ESB en þegar verðlag hér ræðst af gengi gjaldmiðils sem á nánast allt undir duttlungum alþjóðlegra spákaupmanna þá eru ekki margir fýsilegir kostir í stöðunni. Allavega gott að tækninefndin er komin á fullt við að undirbúa okkur málið, það er mikið verk sem þarf að vinna og hvort sem okkur líkar betur eða verr endum við innan sambandsins fyrr eða síðar.
Kv – Skúli
16.12.2008 at 12:12 #634632það að svifta íslendingum jeppamennsku væri eins og að svifta grænlendingum kæjak, vélsleðum eða banna þeim að veiða seli, ef þeir væru að sækja um í ESB, það eru hlutir sem eru þjóðarhefðir fyrir grænlendingu…..
þessi sérstæða jeppamennska okkar er orðin hluti af íslandi…. væntanlega eru sum lönd sem hafa farið í ESB verið áfram með sínar þjóðarhefðir þótt þær væru ekki fyrir í hinum löndunum…..alltílagi að fara í ESB en koma i gegn okkar þjóðarhefðir óbreyttum,,, svo sem jeppamennsku og fiskveiðum….
kv.
Davið
16.12.2008 at 14:28 #634634Menn/konur tala fjálega um ESB, segja að þetta er svona eða hinsegin, allt verður betra eða allt fari til andskotans, Spánverjar veiða allt upp í kartöflugarða eða við fáum undanþágu frá fisveiðistefnunni, vextir fara niður um leið og atvinnuleysið fer upp eða öfugt, fólk tapar eignum sínum eða græðir fleiri, sækja um aðild og setja það svo í kosningu, bla bla og allt í þeim dúr.
Það virðist engin vera að tala af viti, það sem ræður munnræpu mælenda er hvoru megin menn standa við Atlantsála.
Það er talað um að sambandið sé myntbandalag dö-, þetta er pólitískt ástarsamband.
Það er tala um að upptaka evrunnar sé eini möguleikinn á að bjarga efnahag þjóðarinnar dö-, við erum ríkasta þjóð í heimi miðað við hæð yfir sjávarmáli.
Við skulum bara tala mannamál og viðurkenna það að við vitum ekki rassgat út á hvað þetta gengur, eru þessir strumpar í Brussel að spá í jeppabreytingar á Íslandi !!. Eða hvort við eyðileggjum snjóinn með því að keyra á honum !!!.
Ég er næstum á því að senda nefnd til Brussel til að fá það á hreint út á hvað svona ástarsamband gengur en þegar Sjálfstæðismenn verða orðnir ESB-sinnar þá koma þeir klárlega til með að ljúga að okkur, eins og stjórnmálamönnum er tamt, til að plata okkur inn í þennan óskapnað.
Bæði Bretar og við höfum lýst hr. Brown sem hrekkjusvíninu í skólanum sem leggst á minnsta félagann til að ganga í augun á stelpunum en þá ætlum við að flytja heim til hans svo hann geti lamið okkur þegar honum hentar.
Það tók okkur Íslendinga margar aldir að brjótast undan oki annarra þjóða og við ætlum að gefa afkomendum okkar það í arf að halda þeirri baráttu áfram.
Máltækið “þangað leitar Asninn þar sem hann er kvaldastur“ á vel við á þessum tíma.
kv. vals.
16.12.2008 at 15:26 #634636Er mjög sammála Val með það sem hann setur fram hér á undan, eina leiðin til að vita hvað við erum að fara inn í er að lesa sig í gegnum þessar tugþúsundir af blaðsíðum sem esb hefur sent frá sér og það sem meira er, reyna að skilja það. Það er allavega mér ofviða og ég efa að nokkur geti bent á þann mann sem er það vel inni í regluverki esb að hann geti svarað öllu rétt sem þar er að finna, þess vegna er ekki nokkur leið að taka almennilega afstöðu til þessa reglugerðarskrímslis sem esb er. Og ef menn halda að það að ganga í esb verði einhver alsherjarlausn á öllum okkar peningavandamálum þá eru þeir að einfalda málin verulega. Vinnum okkur út úr þessu, uppistandandi með uppbrettar ermar eins og okkur sem þjóð er tamt. Og ef okkur er ekki velkomið að taka upp evru án þess að ganga í þetta heilaga bandalag þeirra þá geta þessir blýantanagandi flatrassar þarna í esb bara átt sína evru og þið vitið hvað,,,,.
Stöndum utan esb og tökum upp dollar, við erum velkomin inn í það myntkerfi án einhverra ofurkosta. Logi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.