This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Öðru hverju kemur upp umræðan um að skella okku í evrópusmabandið og sitt sýnist hverjum. Það gæti jafnvel orðið kosningamál í vor.
Fróðlegt væri að vita og kryfja, burtséð frá því hvð mönnum finnst annars um inngöngu í Evrópusmandið, hvaða áhrif þetta hefði á rétt okkar til að hafa sérreglur um breytingar á bílum.
Þegar EES samningurinn var í umræðunni hér um árið, þá óttuðust jeppamenn þetta mjög. Mikið keypt frá USA og menn óttuðust aukna tolla á vörur þaðan. Aðallega vorum við þó hræddir við að Brussel gæti þurrkað útt sérreglur um jeppabreytingar. Á borðinu lá að bannað yrði að aka með gul aðalalljós þegar við gengjum í EES en það var algengt þá á jeppum hér.
Umræða var svo mikil að Karl Ragnars, þá forstjóri Bifreiðaskoðunar og Árni Páll Árnason, þá (minnir mig starfandi í ráðuneyti Jóns Baldvins) komu á fund hjá f4x4 og ræddu þessi mál.
Þeir fullvissuðu félagsmenn um að EES myndi ekki breyta neinu um sérreglur um jeppabreytingar (sem gekk eftir) en fullyrtu hins vegar að ef við gengjum í Evrópusmabndið þá myndu allar sérreglur um bílabreytingar verða þurrkaðar út með það sama.
EES samningurinn var samþykktur þrátt yfir deilur og eftir á að hyggja held ég að það hafi berið gott skref fyrir okkur.
Ég veit ekki með ykkur, en ég fæ alltaf hálfgert flog síðan þegar minnst er á inngöngu í Evrópusambandið vegna yfirlýsingar Árna Páls um breytingar bíla á sínum tíma.
Er ekki kominn tími á þessar pælingar aftur? Gott væri að vita stöðu okkar fyrir víst áður en umræðan í pólitíkinni fer á fullt. Etv munum við þurfa að ganga í að fyrirvari verði hafður frá upphafi í umræðum við Evrópusambandið um sérstöðu okkar hér í ferða og samgöngumálum, þar með talið bílabreytingum.
Veit einhver hér meira um þetta mál?
Snorri
R16
You must be logged in to reply to this topic.