This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Finnur Sæmundsso 11 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ég ætlaði að pósta þessu undir „Hagsmunamál“ en helvítis kerfið leyfir mér ekki að búa til nýja pósta þar…
En hvað um það;
Ég sendi fyrirspurn til Evrópustofu og vildi vita hvaða áhrif það hefði á jeppamennsku á Íslandi ef við gerðumst aðilar að ESB;
Sender: Jón G. Guðmundsson
Text:
Ég vil fá að vita hvort gera verður breytingar á reglugerð nr 822 frá árinu 2004 um gerð og búnað ökutækja ef Ísland gengur í Evróðusambandið. Sértaklega vil ég spyrja um breyttar bifreiðar (torfærubifreiðar) sem eru séríslenskt fyrirbrigði, allavega í Evrópu.Sæll Jón,
Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fundið á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins um aðildarviðræður Íslands við ESB að þá uppfyllir reglugerð nr. 822/2004 skilyrði ESB, en reglugerðin í raun innleiðir reglugerð frá ESB (70/156/EBE) um sama efni inn í íslensk lög og er því í fullu samræmi við lög ESB vegna skuldbindinga Íslands í gegnum EES samninginn.
Ég myndi ætla að það myndi ekki breytast ef Ísland myndi ganga inn í ESB þar sem þessi þessi reglugerð fellur undir EES samninginn, sem þýðir að Ísland fullyrðir skilyrði ESB alveg óháð hugsanlegri aðild að ESB.Á blaðsíðu fimm í samningsafstöðu Íslands geturðu séð hvað er sagt um reglugerð 822/2004;
http://www.vidraedur.is/media/ESB/samningskaflar/01/Samningsafstada_kafli1.pdfÉg þú hefur frekari spurninar þá skaltu endilega hafa samband aftur.
kveðja,
GuðbergurBestu kveðjur/ Best regards
Guðbergur Ragnar Ægisson
Skrifstofustjóri/ Office Manager
Evrópustofa – Upplýsingamiðstöð ESB / EU Information Centre
http://www.evropustofa.isÉg rétt leit yfir reglugerðina og á bls.5 er eftirfarandi;
„Áætlað er að innleiða tilskipun 2007/46/EB, með síðari breytingum, þar sem kveðið er á um
ramma um samþykki á vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra, og kerfum, íhlutum og
aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru slíkum farartækjum“Eftir að hafa blaðað lauslega í reglugerð 2007/46 þá virðist hún (með síðari breytingum) aðallega fjalla um mengunarreglugerðir EURO IV oen einnig virðist hún snúa töluvert að því að gera smærri fyrirtækjum auðveldara að markaðssetja íhluti og fá gerðaviðurkenningu á þá (sbr. dráttarbeisli)
En ég vil gjarnan fá að vita hvort tækninefnd Ferðaklúbbsins 4X4 hefur litið á þessar reglugerðir með tilliti til okkar hagsmunamála, þar sem þær munu taka gildi hér á landi hvort eð er vegna EES samningsins.
You must be logged in to reply to this topic.