Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › ESB og jeppar
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Steinmar Gunnarsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
02.11.2008 at 08:52 #203141
AnonymousNú er staðan orðin þannig að 60-70% þjóðarinnar vilja hefja aðildarviðræður við evrópusambandið. Finnst mér þetta vera svolítil örvænting í þessu, vega þess sem á okkur hefur dunið að undanförnu. Ef við skoðum málið aðeins og ræðum það út frá jeppamenningunni eingöngu, þ e ekki málefnum heimilanna, krónunnar, vaxta eða vísitölu.
Samkvæmt minni bestu vitneskju er ekki heimilt að aka um á stærri dekkjum en 33 tommu á meðal jeppa. Ég ætla þó ekkert að fullyrða í þeim málum, enda virðast fáir vita mikið um ESB og er Gróa oftast heimildarmaðurinn. Þó rakst ég á einhverja grein í sænsku blaði sem var um upptöku þeirra á regluverki bandalagsins. Og það kom fram að mig minnir að dekk mætti ekki stækka meir en sem nemur 5 cm radíus frá upphaflegri stærð. Hvað halda menn um þetta, er innganga í ESB endalok jeppamennsku á íslandi einsog við þekkjum hana. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.11.2008 at 10:01 #632004
Þetta, eins og margt annað, er samningsatriði við aðildarumsókn. Hvert ESB ríki hefur sínar eigin reglur í sambandi við gerð og búnað ökutækja. Sumstaðar má breyta, annarsstaðar ekki. Þar sem breytingar eru leyfðar, þurfa ökutæki að fara í gegnum skoðun til að fá viðurkenningu til notkunar á vegum.
Hér í Danmörku er mönnum þröngur stakkur sniðinn, en samt má gera minniháttar breytingar í sambandi við dekkjastærð, það fer þó eftir aldri bílsins. Hér er til dæmis bannað að setja Xenon ljós í bíla sem hafa ekki haft þann búnað frá upphafi, nema þú kaupir E-merkt ljós, komplett, sem eru ætluð fyrir Xenon. Margir breyta bílunum sínum og keyra um í 2 ár og breyta þeim svo aftur, svo þeir geti farið með þá í skoðun. Minnir mann á árdaga jeppabreytingar heima á Íslandi.Það er erfitt að fá heildaryfirsýn yfir þessi mál nema að kynna sér reglur allra ESB landanna og bera þær saman. En eins kom fram, þetta er samningsatriði.
Kveðja
Steinmar
02.11.2008 at 10:13 #632006"Hér er til dæmis bannað að setja Xenon ljós í bíla sem hafa ekki haft þann búnað frá upphafi, nema þú kaupir E-merkt ljós, komplett, sem eru ætluð fyrir Xenon. "
.
.Sjálfsagt það eina gáfulega í þessum reglum.
02.11.2008 at 10:35 #632008Eitt ættu menn þó að gera sér grein fyrir. Þ e SAMNINGSATRIÐIN þau eru ekki fyrir hendi. Þar að segja ísland fer ekki í samningsferli um aðild. Því evrópubandalagið semur ekki. Hægt er að fá aðlögunartíma og er það þá 2-5 ár, í einhverjum tveim tilfellum hafa fengist lengri frestir. Fyrrverandi ríkisstjórn hefur gefið út mikinn doðrant um aðild og afleiðingar að inngöngu í ESB og þar kemur fram að undanþágur frá reglugerðarbákninu eru einungis 10-15 og voru allar tímabundnar og flesta um lítilfjörleg málefni. Þess vegna finnst mér vanta púslu í heildarmyndina. Þ e hvernig getur það verið að það séu ólíkar reglur um búnað ökutækja eftir löndum ??? skil það ekki alveg hvernig það gengur upp þegar löndin undirgangast sama reglugerðar bákn. Það er eiginleg merkilegt hvað það eru margir óljósir þættir við inngöngu. Þrátt fyrir allt umtalið um aðild. Ég vill allavega vita hvað er í pokanum.
Er t.d mögulegt að reglugerðir ökutækja sé hreinlega ekki inn í reglugerðarbákni EU, þrátt fyrir reglugerði sem telja á annað hundrað þúsund.
02.11.2008 at 12:02 #632010Mér þykir yfirlýsing Ofsa um að það sé ekki samið dálítið stór. Hvað með kastaragrindamálið ógurlega? Nú og ég myndi jafnvel halda að blæti okkar um að keyra á breyttum bílum myndi vera í flokknum harla lítilfjörlegt í augum flestra Evrópubúa
[url=http://is.wikipedia.org/wiki/Evrópusambandið]Evrópusambandið[/url] hefur breyst töluvert og ég held að flestir séu farnir að sja að one-size-fits-all er ekki að ganga. Við erum í raun í verstu stöðunni núna, erum að taka upp helling af reglugerðunum í gegnum [url=http://is.wikipedia.org/wiki/Evrópska_efnahagssvæðið]EES[/url] en höfum akkúrat engin áhrif. Við viljum bara standa fyrir utan, fá fjórfrelsið en í leiðinni setjum okkur sjálfviljugt út í kuldann varðandi ákvarðanatöku og stefnumótun er varða þær reglur sem við verðum að fara eftir á alþjóðavettvangi.
Það sem gleymist alveg í umræðunni er t.d. EMR II sem gæti hentað okkur ágætlega til að taka upp alvöru gjaldmiðil í staðinn fyrir þennan handónýta bleðil sem við erum að berjast við að halda á floti núna og er að drepa efnahagslífið hér hratt og örugglega. Þar eru ágætis þjóðir fyrir eins og Vatikanið og Monakó.
Þegar þjóðir ganga í Evrópusambandið er gerður aðilarsamningur og ef fyrirstaðan eru sérhagsmunir t.d. í sjávarútvegi eða jeppabreytingum er það fyrirsláttur því hægt er að láta reyna á slíkt í samningaviðræðum um aðild. Lönd eru ekki sjálfkrafa gleymt og innlimuð við það eitt að hefja slíkar samningaviðræður.
Á Bifröst (þeim ágæta stað) er maður að nafni [b:2oznm9ve]Eiríkur Bergmann[/b:2oznm9ve] dósent og hann virðist hafa náð að koma ágætlega orðum að þessari vangaveltu og væri jafnvel fróðlegt að sjá hvert hans sjónarhorn á þessa jeppabreytingavangaveltu er.
02.11.2008 at 13:31 #632012Skýrsla nefndarinnar: Tengsl Íslands og Evrópusambandsins (pdf -2709Kb http://www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2558 http://www.forsaetisraduneyti.is/media/ … fndar-.pdf
Í þessari skýrslu á bls 77-79 kemur fram hvernig undanþágum er háttað innan evrópubandalagsins. Ég get engan veginn kallað það samningaviðræður þegar það kemur berleg í ljós að undanþágur eru nánast út úr myndinni. Þess vagna væri nær að kalla þetta könnunarviðræður um aðild að ESB.
Tryggvi minnst á það í pistli sínum að það sé ekki hægt að taka við tilskipunum frá evrópubandalaginu án þess að hafa áhrif á ákvarðatökuna. En þá verðum við að átta okkur á vægi okkar innan bandalagsin. Það er nánast ekkert og hrein sjálfsblekking aðreyna að halda öðu fram. Vægi okkar verður sífellt minna eftir því sem bandalagið mun stækka. Og víða í nefndum og ráðum fáum við ekki einusinni fulltrú. Og vægi atkvæða þeirra fer eftir fólksfjölda og því er hægt að miða okkur við Möltu í þessu sambandi og þegar áhrif Möltu eru skoðuð nánar sést að við skiptum einhverjum 0,0 einhverjum prósentum í stóra dæminu. Í stór batteríinu í Brussel vinna 170.000 manns og við munum verða minni en krækiber í helvíti, eða svipuð og snjókorn í Vatnajökli.
02.11.2008 at 14:45 #632014Ætli það megi ekki taka dæmið hans Jóns lengra og spyrja sig hvaða örlög bíða snjókornsins af Vatnajökli þegar það er fokið út á haf því þar er þangað sem þetta stefnir nú allt saman 😉 Þá er nú betra að vera snjókorn á jökli en að bráðna saman við hafið.
Evrópusambandið þarf vissulega að aðlaga sig að þessari breytingu sem orðið hefur með innkomu smærri þjóða. Við gætum í besta falli orðið eins og framsóknarflokkurinn sem í raun hefur stjórnað landinu síðustu áratugi í krafti smæðar sinnar 😉
02.11.2008 at 16:40 #632016Það er eitt sem verður að taka með í reikninginn og gefur okkur hugsanlega smá svigrúm en það er nú þannig að ísland er eyland, og þá þýðir það að við erum ekki að skreppa á ofurbreyttum (33" plús) bílum til annara landa sem heyra undir þennan "klúbb" sem við viljum svo mörg komast í. Þessi staða ætti mögulega að gefa okkur smá svigrúm í þessum málum.
[Það er líka þannig að sumstaðar í bandaríkjunum er leift að taka menn af lífi, fremji þeir einhverja ofsafengna glæpi, en annar staðar ekki. Það sýnir sig bara að það er lesið mismunandi i gegnum sömu gleraugun eftir því hvar maður á heima þótt allir séu undir sama hattinn settir.]Haffi Djúphugsi.
02.11.2008 at 17:48 #632018Ég spjallaði aðeins við jeppaáhugamann í Portúgal í fyrra, hann sagði mér að reglurnar þar væru mjög stífar varðandi breytingar á jeppum.
Hann sagði að til þess að fá að setja jeppana á stærri dekk þyrfti vottun frá framleiðanda um að bíllinn réði við að vera á þeim dekkjum sem sótt var um.
Hann sagði líka að það væri mjög sjaldgæft að fá heimild fyrir stærri dekkjum en 33"En svo er spurning hversu mikið af þessum reglugerðum verður að taka upp. Ég sé nú ekki fyrir mér að aðildalönd evrópusambandsins taki upp ein "ríkislög" fyrir allar aðildaþjóðir, aðstæður eru það mismunandi í þessum löndum að slíkt er ógerlegt, og spurning um hversu mikið þetta hefur áhrif á okkur.
02.11.2008 at 18:10 #632020Nú var ég á fyrirlestri hjá Arctic trucks á ráðstefnunni Björgun um dagin og þar voru þeir að mér skildist komnir með Toyota Hilux á 38" löglegan fyrir ESB og þá voru þeir búnir að hanna nýja klafa undir bílinn og senda hann til Hollands þar sem hann var skoðaður eftir breitingu. En áður voru þeir þegar komnir með 35" löglega.
Kveðja
02.11.2008 at 22:56 #632022Það er gaman til að vita að Toyota Hilux verði eini breytti jeppinn á íslandi.
ojbara.
Kv Jón Garðar
03.11.2008 at 02:18 #632024Nokkrar vangaveltur koma uppí hausinn á mér þegar minnst er á ESB.
Ef Herra Brussel er illa við jeppana okkar, munum við þá koma til með að lenda í því að mega ekki breyta fyrir stærra en 35"? Og ef svo verður, verðum við þá að ganga í gegnum brjálæðislegt skoðunar- og vottorðaferli til að fá það? Verða "viðurkennd" breytingarverkstæði að gera allt?
Ég persónulega, er ekki hlynntur því að þetta endi allt hjá "fag-aðilum" sem hafa sína vitneskju, aðalega úr bílskúrnum, og alls ekki að okkur sé ekki heimilt að aka á stærri blöðrum en 35" … Það myndi bara kalla á afturhvörf til 9. áratugarins.
Ég persónulega er á móti ESB, og þá alls ekki bara útaf andstæðunni gagnvart jeppunum okkar, heldur almennt frelsisskerðingin sem fylgir þessu apparati, og reglugerðarfarginu.
.
En þetta eru bara svona mínar persónulegu vangaveltur.
kkv, Úlfr.
E-1851
03.11.2008 at 23:28 #632026Mér segir svo hugur að þetta sé mál sem tímabært er að fara að velta alvarlega fyrir sér, því aðild að ESB verði hreinlega óumflúin, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta er ekki lengur spurningin um kosti og galla aðildar þar sem gjaldmiðill okkar virkar ekki lengur í alþjóðaviðskiptum og verður tæpast á hann treystandi til frambúðar framar. Sú staðreynd er ekkert að fara að breytast, jafnvel þó við komumst út úr mesta kófinu. Þetta er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær og eins gott að horfast í augu við það og vera ready, Evrópusinni eða ekki, það er ekki spurningin í dag. Við komum því til með að þurfa að berja það í gegn með einhverjum ráðum að séríslenskar aðstæður kalli á að reglur um dekkjastærð og bílabreytingar verði með öðrum hætti hér en annars staðar.
Þetta mál verður ekki stóra atriðið í samningaviðræðum við ESB, hvorki af hálfu Brussel né Íslenskrar samninganefndar. Einhvern vegin segir mér svo hugur að skriffinnum í Brussuseli standi í sjálfu sér slétt á sama hvernig við útbúum bíla til jöklaferða á Íslandi, en hugsanlegt að þeir myndu vilja girða fyrir að þessi fyrirbæri séu að flækjast á Evrópskum hraðbrautum. Aðalmálið fyrir okkur er að koma því til leiðar að þetta verði tekið fyrir, verði til umræðu ásamt líklega fleirri sambærilegum undanþágumálum vegna séríslenskra aðstæðna. Ef þetta kemst ekki inn á samningaborðið sitjum við auðvitað uppi með bannið og það er enginn annar að fara að vekja athygli á þessu fyrir okkur.. Ég held að það sé hreinlega ráð fyrir klúbbinn að setja pening í vinnu við að undirbúa þetta mál. Við þurfum í fyrsta lagi að hafa mjög góðar upplýsingar um hvernig reglur um þessa hluti eru, hvort það séu sérstakar eða mismunandi reglur um þetta eftir löndum og hvort það séu til undantekningar eða einhver tilbrigði. Við getum ekki útfært hvað við viljum nema vita þetta í smáatriðum. Upplýsingar eru grunnurinn að því að geta eitthvað varist og ekkert ólíklegt að við þurfum að kaupa vinnu lögfræðinga sem eru sérfróðir um ESB til að fá þessa mynd á hreint. Peningum sem varið er í þetta er ekki illa varið. Getgátur leikmanna eins og hér eru (með fullri virðingu) gagnast okkur afskaplega lítið. Þegar að því kemur að einhverjar viðræður fara af stað getur þess vegna verið málið að matreiða alla pappíra um þær undanþágur sem okkur sýnist að þurfi að koma til og ekki síður rökstuðninginn. Við höfum af nógu að taka þar, landið liggur rétt undir heimskautsbaug úti í miðju Atlantshafi og byggðin dreifð milli hárra fjalla þannig að hér eru allt aðrar þarfir en í þéttbýli Evrópu. Þessir bílar eru meginstoð í starfsemi björgunarsveita, ferðalög sem byggja á notkun þessara bíla algeng meðal landans og umfangsmikil ferðaþjónusta í kringum þetta. Við höfum því fullt af rökum, það er ekki vandamálið, það er bara vinnan við að tryggja að þau komist til umræðu. Þá vinnu held ég við ættum að fara undirbúa og ekki hika við að kosta því til sem þarf að kosta til, því þetta þarf að gerast af 100% fagmennsku.
Kv. – Skúli
04.11.2008 at 18:42 #632028Það er kannski óþarfi að velta fyrir sér hvernig Bandaríkjamenn hafa þetta, enda eru reglur þar mismunandi eftir ríkjum/fylkjum eða hvað menn vilja kalla stjórnsýslueiningarnar sem Bandaríkin eru mynduð af. En þar er víðast hvar ekki leyft að aka á breyttum jeppum á almennum vegum, heldur verður að flytja þá á vögnum á þau svæði, þar sem notkun þeirra er leyfð. Hef grun að einhverjar ámóta reglur gildi a.m.k. sumstaðar í EU. En eins og Skúli bendir á, þarf bara að skoða þessa hluti með faglegum hætti og kosta þá því til sem þarf. Ýmis innlend samtök eru að vinna að því að skoða stöðu sína við inngöngu í EU og það er því ekkert öðruvísi með okkur en aðra hagsmunahópa.
04.11.2008 at 19:18 #632030Mig langar aðeins að bæta við það sem ég var búinn að skrifa hér að ofan. Ég tók mig til og kynnti mér lauslega reglur um gerð og búnað ökutækja hér í DK, einnig skoðai ég ýmsa þræði á heimasíðu jeppaklúbbs hér í landi. Breytingar eru leyðar að sumu leyti en þeim verður alltaf að fylgja annað hvort vottorð frá framleiðanda þess efnis að hluturinn standist þær kröfur sem gerðar eru til aukabúnaðar, eða breytinga. Ef maður vill framkvæma breytingar sjálfur, heima í skúr, er það ekkert mál, þú þarft BARA að koma með vottorð frá skoðunarfyirtæki (n.k. Iðntæknistofnun) um hluturinn standist þær kröfur sem berðar eru á styrk, höggþpli og svo framvegis. Önnur leið til að fá skoðun á breytingar er að fá vottorð frá framleiðanda bílsins, þess efnis að þínar breytingar hafi engin, eða hverfandi, áhrif á burðavirki bílsins, styrk, stöðugleika eða aksturseiginleika. Ég læt fylgja slóðir á þennan klúbb og einnig á umferðarráð þeirra Dana. [url=http://www.fstyr.dk:230rti81]http://www.fstyr.dk[/url:230rti81] [url=http://www.toyota4wd.dk:230rti81]http://www.toyota4wd.dk[/url:230rti81]
Fyrir þá sem eru sæmilega lesandi á dönsku er lítið mál að finna allar upplýsingar hjá opinbera aðilanum, en hitt er meira í ætt við spjallið okkar, þó okkar spjall sé náttúrulega langbest.Gætið ykkar samt þegar þið lesið reglugerðirnar; þær eru eru heldur meira torf heldur en heima á Íslandi
Kveðja Steinmar
05.11.2008 at 08:44 #632032Bara til að upplýsa menn þá tók Tækninefnd klúbbsins þetta upp í vor og hefur þegar vakið athygli ráðamanna á okkar áhyggjum. Þó svo að þar sé hvergi nærri nóg gert.
Við munum að sjálfsögðu halda áfram að vinna í þessu máli og munum án efa nýta okkur marga af þeim fínu punktum sem komið hafa fram í þessari umræðu hér.
Um að gera að halda umræðunni áfram.
Benedikt Magnússon
Formaður tækninefndar
05.11.2008 at 21:06 #632034Ég hélt ég hefði verið svo klár að setja inn slóðir, en svo var greinilega ekki, seinn að fatta þetta, en náði því samt. Hér eru slóðirnar:
http://www.toyota4wd.dk
http://www.fstyr.dkVonandi verða menn eihvers vísari
Kv. Steinmar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.