Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › ESB aðild
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.04.2009 at 09:16 #204318
Í ljósi nýafstaðinna kosninga og hugsanlegrar aðildar að ESB í kjölfarið á þeim,
verðum við jeppamenn og konur að passa okkur að sofna ekki á verðinum hvað varðar okkar hagsmunamál. Það hefur nú oft verið umræða hér á spjallinu um þetta og ýmislegt komið þar fram en það er ekki nóg ef við fylgjumst ekki vel með þessu ferli þegar það fer í gang. Við gætum setið uppi með sárt ennið svo að brýnum alla þá sem vinna á okkar vegum og þá sem hafa hag okkar félaga að leiðarljósi, EKKI SOFNA Á VERÐINUM.Kv. BIO
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.04.2009 at 12:00 #646612
Tek undir þetta, við þurfum að hafa á hreinu hvort einhverju í okkar sérhagsmunum sé ógnað. Fyrsta spurningin kannski er einfaldlega eru yfir höfuð einhverjar reglugerðir á vegum ESB um breytingar á bílum eða eru bara lókal reglur í hverju landi. Það er það fyrsta sem þarf að fá staðfestar upplýsingar um og hlytur að liggja einhvers staðar fyrir. Síðan ef einhverjar slíkar reglugerðir eru til er þá næsta skref að kryfja þær, ef þær eru ekki til getum við hætt að hafa áhyggjur af þessu og látið duga að haldið áfram að hafa áhyggjur af íslensku stjórnvaldi.
Kv – Skúli
27.04.2009 at 17:46 #646614Samkvæmt þeim upplýsingum sem tækninefnd aflaði sér í haust og vetur þá eru engar samhæfðar reglur í ESB um breytingar á ökutækjum og hverju ríki í sjálfsvald sett hvaða reglur þeir hafa.
En það er sjálfsagt og eðlilegt að vera á tánum og passa að ekki læðist yfir okkur einhverjar reglur eða bönn.
Annars hef ég í raun meiri áhyggjur af íslenskum embættismönnum og pólitíkusum þegar kemur að þessum reglum heldur en ESB – þó svo æeg vilji ekki sjá að ganga í það samband… En það er allt önnur umræða.
Svo hef ég líka mun meiri áhyggjur af því að boð og bönn vegna friðanna og Þjóðgarðagerðar eigi eftir að rústa þessari ferðamennsku okkar. Nú er búið að stofna vatnajökulsþjóðgarð og svo stækka hann og svo verður hann stækkaður meira – síðan fara boðin og bönnin að ganga í garð fljótlega eftir að Þjónustumiðstöðvarnar verða komnar í gagnið – Við þekkjum vel hvernig sumir landverðir haga sér á sumrin – Svo þegar þessir kverúlantar og Kolbrúnar eru orðnar þjóðgarðsverðir þá endar með því að þetta fæst bara skoðað úr lofti…. Ég spái 10 árum í þetta ef ekkert er að gert….
Benni
27.04.2009 at 18:35 #646616Rétt er það Benni, það þarf að vera á tánum í þessum málaflokkum báðum. Og þá sérstaklega hérna innanlands. Það hopum við frá hverri víglínunni til þeirra næstu. Sumir félagsmenn hafa þó ló vilja líta á þetta stanslausa tap okkar undanfarinn ár sem sigra. En þjóðgarður sem fylgir reglugerð um hvað má og hvað má ekki er ekki bætt aðgengi.
Klúbburinn verður að fara að taka á þessu að hörku. Í því sambandi hef ég og Tryggvi lagt til að lögum klúbbsins verði breitt til þess að hnykkja á hagsmunatengslum klúbbsins1 Tillaga að nýrri 2. grein.
Markmið félagsins eru:
Að standa vörð um ferðafrelsi félagsmanna.
Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum.
Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd.
Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.
Að efla þekkingu félagsmanna á öllu því er við kemur útbúnaði fjórhjóladrifsbifreiða og ferðalögum um byggðir og óbyggðir landsins.
Að efla tengsl og kynni félagsmanna.Þá kæmi eftirfarandi setning inn í 2 gr laga. Tilgangurinn væri sá að minna félagsmenn á það að klúbburinn er í grunninn hagsmunafélag jeppamanna. Ef oft virðis það gleymast.
( Að standa vörð um ferðafrelsi félagsmanna. ).
27.04.2009 at 20:42 #646618Gott að tækninefndin er búin að fá upplýsingar um þetta atriði, vona að þetta þýði að það þurfi ekki lengur að láta þessa hættu naga sig. Hvað varðar ferðafrelsi þá er mikilvægt að vera stöðugt að fylgjast með því og það kostar hellings vinnu. Það eru í gildi ýmsar reglur sem hafa takmarkað hvað má og hvað ekki varðandi akstur á hálendinu, sumt af því er nauðsynlegt, annað kannski umdeilanlegt. Mér vitanlega hafa ennþá ekki verið settar neinar í Vatnajökulsþjóðgarði sem takmarkar akstur umfram það sem áður var í gildi, en ég held að það eigi þó ein slík regla eftir að koma og það varðar akstur á Kverkjökli yfir hásumarið, þe. meðan mesta traffíkin er þar af gangandi umferð. Þá held ég að hugmyndin sé að miða við jökulinn innan við skála Jörfí. Það er hins vegar aðrir aðilar sem fá takmarkað athafnafrelsi þegar svæði fara undir þjóðgarð og það eru rafmagnsframleiðendur. Þess vegna vill ég gjarnan að Langisjór fari undir þjóðgarð og helst Torfajökulssvæðið líka. Virkjanir takmarka kannski ekki ferðafrelsið (og þó, LV setur oft upp allskonar bannmerki í kringum sín mannvirki) en þær fækka stöðum sem er áhugavert að ferðast um. Þetta þarf líka að hafa í huga varðandi þjóðgarða.
Kv – Skúli
27.04.2009 at 20:56 #646620Þegar mesta umferðin er um Kverkjökul að sumri af gangandi. Þá er jökulinn líka ófær farartækjum. Af hverju er þetta bann þá sett á, af Þórhalli Þorsteinssyni og félögum. Er þetta svona svipur hugmynd og
Bann við því að hafa gæludýr laus í þjóðgarðinum
Banni við því að tjalda á jökli
Skilda að hafa samband við þjóðgarðsvörð er maður færi inn yfir þjóðgarðslínu á jökli
Minnir að það hafi einnig verið eitthver reiðhjólabann þarna líka.
Þetta voru meðal annars hugmyndir að reglugerðarákvæðumÞað sem þarf auðvita að setja í reglugerð er að reglugerðarsmiðir ríkisins, séu almennt skynsamir
27.04.2009 at 21:17 #646622benni minn ekki hafa áhyggjur af henni kolbrúnu hún er atvinnulaus í dag og vonandi angrar hún ekki sótsvartan almúgan í framtíðinni 😉
27.04.2009 at 21:39 #646624Við eru að verða reglugerðaland dauðans. Eitt gott dæmi um hvað ESB hefur skilað okkur eru hraðatakmarkara í jeppa/pallbíla sem eru yfir 3.5 tonn. Þetta er ekki í boði í pallbílum frá USA og þarafleiðandi er ekki hægt að nýskrá lengur Ford F350 og sambærilega bíla. Eins hefur reglum verið breytt þannig að Ford Econoliner fæst ekki skráður lengur sem hópferðabíll, allt er þetta ESB að þakka. Klárlega eru eitthvað meira skemmtilegt til í pokahorninu hjá ESB til að gleðja okkur jeppamenn, sama hvað Robert Marshall dásamar þetta á fundi hjá 4×4.
Hvað Vatnajökulsþjóðgarð varðar er sagt að uppbygging á honum kosti 1.300 m.kr. Mér þykir þetta vera sóun á peningum og þessi upphæð er alltof há. Í ár á hann að fá 342,5 millur, en þá peninga er hægt að nota í skárri hluti en þessa vitleysu.
Góðar stundir
27.04.2009 at 22:03 #646626Minnir að reglugerðirnar séu 120.000 í Brussel. Gæti leynst eitt og annað þar. Ég á ekki vona á því að það sé nú búið að lega sig í gegnum Brussels doðrantana. En Samfó, þarf nú að fara að þýða ósköpin svo landinn fá að lesa sér betur til út á hvað drauma landráðasamningurinn felur í sér hjá Samfó. Það ætti nú að vera hægt að fá hjálp hjá þessum 140 þúsund eða voru það 170 þúsund möppudýr sem sofa fram á skrifborðin hjá EB.
Sammála þér með bruðlið í Vatnajökulsþjóðgarð, væri sennilega ódýrara að hafa hrífuliðið á féló. Þeir væru þá ekki að eltast við venjulegt ferðafólk með reglugerðir upp á vasann. Það væri ágætt í bankahruninu að setja Vatnajökulsþjóðgarð efstan á listann yfir það sem ætti að skera niður í O. Síðan leggjum við Umhverfisráðuneytið niður um leið og Kollu. Og skellum svo Ust undir Landbúnaðarráðuneytið
27.04.2009 at 22:55 #646628Það er nú gott að sjá að menn eru með á nótunum í þessu máli en það er svo bara eitt í viðbót sem gæti læðst aftanað okkur jeppafólki, en það eru skattahækkanirnar, því að það verða örugglega hækkaðir skattar og alveg örugglega á öllu sem lítur að rekstri bifreiða því þar er alltaf hægt að taka meira. Einkabíllinn á Íslandi er án efa eitt það mest skattpínda fyrirbæri sem til er.
Kv. BIO
28.04.2009 at 09:19 #646630Eftir því sem að ég best veit þá gilda allar ESB reglur um bíla einnig hér á frónni nú þegar, í gegnum EES samninginn, alveg eins og Hlynur bendir óvart á. Menn eru ekki að taka upp ESB reglur í einhverjum málaflokki bara svona random!
Af þessum 120.000 reglum sem Ofsi bendir á þá eru líklega um 70.000 af þeim þegar í gildi hér (eða eiga allavega að vera það)
Hvað þennan þjóðgarð varðar, þá er þetta það mesta umhverfisslys sem gerst hefur á Íslandi. Og hvar er Saving Iceland núna þegar þeirra er þörf?
Rúnar.
28.04.2009 at 09:46 #646632Í ljósi þess að Ofsi hefur fjallað mikið um það á undanförnum árum að með inngöngu í ESB verði jepparnir okkar örugglega bannaðir með öllu, sem skv. ofansögðu er ekki rétt, þá verð ég eiginlega að benda honum á að bönnin sem hann talar um hérna í sambandi við þjóðgarðinn eru með sama hætti, þ.e. ekki til.
Bann við því að hafa gæludýr laus í þjóðgarðinum: Ekkert slíkt bann, hins vegar segir í reglugerðinni að gæludýr skuli vera í öruggri vörslu eigenda sinna. Varla er það ósanngjörn krafa á hundaeigendur að passa upp á kvikindin.
Banni við því að tjalda á jökli: Nei það er ekki bannað að tjalda á jökli.
Skylda að hafa samband við þjóðgarðsvörð er maður færi inn yfir þjóðgarðslínu á jökli: Neibb ekkert í reglugerðinni né lögum kveður á um þetta.
Reiðhjólabann: Þarna kemst hann kannski næst einhverju raunverulegu því í reglugerðinni segir að umferð reiðhjóla sé heimil á göngustígum nema sérstök bönn kveði á um annað. Það þýðir að líklega verða sett bönn um umferð reiðhjóla á fjölförnustu stöðunum svosem í Skaftafelli. Fyrir allnokkrum árum hjólaði ég Laugaveginn (ekki Laugaveg 101 heldur úr Laugum í Mörk). Gekk í sjálfu sér ágætlega en eftir að hafa prófað þetta hef ég miklar efasemdir um að hjólaumferð á þetta fjölmennri gönguleið. Við vorum á köflum örugglega talsverð truflun fyrir gangandi. Þess vegna sé ég ekki mikið að því að sá möguleiki sé fyrir hendi að banna reiðhjólaumferð á einhverjum göngustígum innan þjóðgarðsins.
Mitt point er bara það að það er heppilegra að byggja á raunveruleikanum frekar en draugasögum, hvort sem menn eru að velta fyrir sér ESB eða þjóðgörðum.
28.04.2009 at 10:24 #646634Fann smá bálk í ESB reglugerðinni um stærðir bifreiða, þeir mega vera 12 metra langir, 4 metra háir og 2,5 metra breiðir
Fyrir þá sem hafa gaman af reglugerðum þá á ESB nóg af þeim, hér er eitthvað um stærðir og þyngd bíla
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/Lex … 21:EN:HTML
28.04.2009 at 16:06 #646636það var nú að heyra á Kolbrúnu í hádegisfréttum í dag að hana langaði til að vera umhverfisráðherra áfram þó hún væri ekki þingmaður lengur þannig að hún er ekkert endilega atvinnlaus ennþá.
Kv, Óli
28.04.2009 at 18:50 #646638Svar til Skúla. Fyrsta skilyrðið, þegar pistlum er svarað. Er það að lesa rétt pistlana sem maður ætla að svara. Á því hefur Skúli klikkað. Ég sagði eftirfarandi:
( Þetta voru meðal annars hugmyndir að reglugerðarákvæðum )Skúli hefði átta að muna eftir frumreglugerð um stækkun Skaftafellsþjóðgarðar ( Vatnajökulsþjóðgarðar ) þar sem hann vann sjálfur að gerð athugasemda við þær.
Samút og fleiri náðu að snúa ofanaf þeirri heimsku. Til þess að Skúli nái þessu. Ætla ég að skrifa það tvisvar.
Skúli hefði átta að muna eftir frumreglugerð um stækkun Skaftafellsþjóðgarðar ( Vatnajökulsþjóðgarðar ) þar sem hann vann sjálfur að gerð athugasemda við þær.
Samút og fleiri náðu að snúa ofanaf þeirri heimsku. Til þess að Skúli nái þessu. Ætla ég að skrifa það tvisvar.Nú ætti Skúla að vera orðið ljós hvað er verið að fjalla um. Það er merkilegt að sjá Skúla verja þessa hryggðarmynd sem kallast Vatnajökulsþjóðgarður. Þar sem hann hefur sjálfur þurft að leggja sitt að mörkum til þess að eitthvað vit verði í reglugerðunum í kringum ósköpin. T,d bann við akstri um Skeiðárjökul.
Þessi umræddu bönn sem ég taldi upp voru inni í reglugerð, hvort sem Skúli vill viðurkenna það eða ekki. En hann verður að bera blak af Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem hann er orðin hluti af möppudýrunum sem eiga að gera þetta landsvæði að Tívolí. Því miður fyrir Skúla, þá voru draugasögurnar sannar í tilfelli Vatnajökulsþjóðgarðar.
28.04.2009 at 19:46 #646640Jón, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af hugmyndum um reglur sem ekki verða að veruleika. Það eru reglurnar sem eru í samþykktri reglugerð sem skipta máli. Það er ekki nema von að þetta misskiljist hjá þér því þú ert meira að segja tvísaga þarna í síðasta pistli þar sem þú endar hann með að segja
‘Þessi umræddu bönn sem ég taldi upp voru inni í reglugerð’
Þetta er auðvitað ekki rétt því þessi bönn hafa aldrei verið inni í reglugerð. Eitthvað af þessu hefur verið sett fram í reglugerðaDRÖGUM en hafa aldrei ratað í reglugerð sem er allt annar hlutur. Það sem kemur fram í drögum er í raun bara hugmyndir sem er varpað fram til umræðu. Svipað og hugmyndir sem hafa komið fram um t.d. virkjanalón í Þjórsárverum sem átti að ná upp að Hofsjökli, það var hugmynd sem einhverjir settu fram en varð ekki að veruleika vegna þess hversu vitlaus hún er, eða lón í Arnardal fyrir Jökulsá á Fjöllum sem hefði skrúfað fyrir Dettifoss, hugmynd sem heldur ekki varð að veruleika. Það er auðvitað fullt svona af vitlausum hugmyndum sem aldrei verða að verðuleika. Það er auðvitað athyglisvert að svona vitlausar hugmyndir komi upp en blessunarlega er ýmislegt sem kemur í veg fyrir að vitlausar hugmyndir verði að veruleika. Í tilfelli hugmynda að vitlausum reglugerðaákvæðum er Samút eitt af því sem kæfir þær í fæðingu og eftir að það er búið að því skipta þær ekki máli. Reyndar er þetta athyglisvert í því samhengi að Ofsi hefur stundum sett fram þá skoðun að varnarbarátta okkar fyrir ferðafrelsinu hafi ekki skilað neinum sigrum, en þarna eru auðvitað mjög skýr dæmi um hið gagnstæða.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.