This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðni Þór Björgvinsson 15 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir,
keypti mér ódýr „þokuljós“ sem ég ætla að setja framan á Pajeroinn, í stuðarann þar sem stundum eru þokuljós (ekki á mínum). Þetta eru Sirius NS29 http://www.ns-sirius.com/public/products/85.gif frá Stillingu og stendur á þeim „Classic fog/foul weather lamp“. Perur eru 55W H3. Ég ætla þá til notkunar í skafrenningi eða þoku utan þéttbýlis og þá helst með bara stöðuljósum.
Þá er það spurningin, eru þetta skv. íslenskum lögum þokuljós eða ljóskastarar? Afgreiðslumaðurinn í Stillingu sagði að ég ætti að tengja þetta inn á háljósin, en mér er það þvert um geð, vil geta notað þetta án þess að blinda sjálfan mig með háljósum í viðeigandi skyggni. Er búinn að ná mér í rofa með gaumljósi til að stýra þessu og vil helst geta haft þetta þannig að ég geti kveikt á þeim með stöðuljós kveikt, hvort sem önnur ljós eru á eða ekki, en þannig að þetta virki ekki með dagljósunum (þá er ég ekki óvart með kveikt á þessu innanbæjar).
Hvað segið þið sem eruð fróðir um ljósabúnað, mun ég geta sannfært skoðunarmenn um að þetta séu í alvöru þokuljós og megi koma á með stöðuljósum?
Svo er spurning um annan ljósabúnað. Bíllinn er ekki með jeppaskoðun, þannig að ég trúi að ég þurfi hlífar yfir kastara þegar ég fæ mér svoleiðis framan á bílinn. Mér á hins vegar að vera óhætt að setja vinnuljós á hliðar og aftaná, á sérrofa með gaumljósi, tengt við stöðuljós? Ætlaði að setja tvö á hvora hlið og tvö aftaná og nota litla kastara í það frekar en fullvaxin vinnuljós.
You must be logged in to reply to this topic.