Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Eru menn þroskaðir til að keyra á hálendi?
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Arnar Gunnarsson 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.04.2004 at 22:21 #194195
AnonymousSælir félagar 4×4 og aðrir ökumenn. Ég skrapp upp án Langjökul á föstudaginn langa og keyrði uppúr
Borgarfyrði og það var rosalega gaman. Þangað til að ég fór niður aftur um kvöldi, jú það var nefnilega
búið að keyra allavegna á 2 stöðum útfyrir veginn og á öðrum staðnum var spólað í hryng:( Hvað ÞARF
til að géfa þessum HÁLFVITUM sem géra svona allgjörlega að tilgangs lausu að þettra er einfallega BANNAÐ
og afskaplega barnalegt og afskaplega ljótt. þetta sýnir að ökumenn sem géra svona hluti hafa ekki þroska
til að keyra bifreiðar nema kannski á malbiki…….. HVAÐ FINNST YKKURÞeir sem lesa þetta og verða sárir (útaf þeir voru svo afskaplega heimskir að keyra utanvegar) sárin hjá ykkur
Gróa hratt EN EKKI SÁRIN AÐ VÖLDUM YKKAR Á LANDSLAGINU.Óreyndir fjallamenn takið þá til fyrirmyndar sem eru með meyri reynslu ein þeir sem spóla í hryngi eins og krakkar í sandkassa
Reyðar kveðjur
Jakob
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.04.2004 at 22:49 #498559
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ljótt er að heyra! Fyrir utan þann skaða sem þetta gerir á fallegu landi, veldur þetta öðrum skaða sem við megum síst við núna. Þetta er skaði fyrir orðstýr jeppamanna, því öll hjörðin er dæmd eftir svörtu sauðunum og varnarbarátta okkar fyrir ferðafrelsinu verður þyngri og erfiðari eftir því sem fleiri svona dæmi sjást. Það er svo auðvelt að benda á svona einstök dæmi og segja, "þið jeppamenn kunnið hvort eð er ekkert með þetta frelsi að fara!"
Annað af sama toga sem mér heyrðist vera til umfjöllunar í útvarpinu áðan er þegar menn hunsa lokanir Vegagerðarinnar og aka slóðir sem búið er að loka vegna aurbleytu.
En sennilega þýðir ekkert að þusa yfir þessu hér, því ég trúi því allavega að þeir sem liggja yfir þessum vef séu löngu búnir að læra að svona gerir maður ekki.
Kv – Skúli H.
13.04.2004 at 23:27 #498563Sælir
Að sjálfsögðu er það til háborinar skammar þegar menn haga sér svona og ætti að sekta menn sem eru staðnir að utanvegaakstri að nauðsynjalausu.
Hitt er annað mál að ég held að það sé rétt hjá Skúla að það stoðar lítt að skammast yfir þessu á þessum vef – flestir 4×4 félagar haga sér betur en þetta (vona ég)
Klúbburinn gæti hins vegar að sýna gott fordæmi og farið út í fræðsluherferð um akstur á viðkvæmum svæðum, utanvegaakstur, lokanir o.fl. tengt akstri jeppa.
Þetta kostar auðvitað helling en mætti án efa gera í samstarfi við fleiri aðlila eins og t.d. umferðarráð, náttúruvernd, vélhjólamenn o.fl. þannig að kostnaður deilist á marga.
Það að 4×4 hefði frumkvæðið að svona átaki yrði okkur gott veganesti í þeirri baráttu fyrir ferðafrelsi sem virðist standa fyrir dyrum.
Nú getur vel verið að svona lagað hafi verið gert áður en ef svo er þá er orðið löngu tímabært að gera það aftur og í raun þarf að halda uppi stöðugri fræðslu – hvert einasta vor því þetta er árvisst að svona komi upp.
Kveðja
Benni
14.04.2004 at 00:01 #498567Sammála – þetta er ömurleg hegðun.
Varðandi það sem Skúli nefnir með að það hafi verið til umfjöllunar í útvarpi að menn hafi hunsað lokanir Vegagerðarinnar, þá heyrði ég það reyndar ekki nema að litlu leyti og það á vissulega rétt á sér.
EN ég sá hins vegar fréttir Stöðvar 2 núna eftir páskana þar sem þeir fóru með Subaruinn sinn upp á Kaldadal til að sýna fram á skemmdir jeppamanna á veginum þar. 90% af myndunum sem sýndar voru, voru af úrrensli úr upphækkaða veginum frá Meyjarsæti upp að afleggjaranum niður í Borgarfjörð, en það er runnið úr honum á mörgum stöðum.
Þeir voru nú sennilega aðallega að gagnrýna að á einum stað var keyrt út fyrir veg til að komast fyrir eitt svona úrrensli, og að hluta yfir gróður (Subaru á skurðarskífum hefur sennilega skemmt gróðurinn 10 sinnum meira en jeppi á 38" dekkjum!)
Þeir gáfu líka í skyn að þarna hefðu menn keyrt alla páskana í leyfisleysi og af tómum ruddaskap ÞRÁTT FYRIR að Vegarðin hefði lokað veginum!?!Samt stendur á heimasíðu Vegagerðarinnar í sérstakri tilkynningu þann 7.apríl:
"Akstur er þó heimilaður inn í Þórsmörk, um Uxahryggi og Kaldadal, en þessir vegir eru einungis færir jeppum…"Í fréttinni var einnig sýnt skilti sem segir að vegurinn sé ófær og lokaður !? Hverju á maður að taka mark á.
Er þetta samt ekki alveg týpisk fréttamennska ?
Vegagerðin bendir sérstaklega á þessa leið – en síðan erum við gerðir að blóraböglum fyrir úrrensli á veginum, og því að keyrt er út fyrir vegin á gróðri, þó engin önnur leið væri möguleg (nema fyrir mikið breytta jeppa). Síðan mæta þeir á fólksbíl þó vegurinn sé bara opinn jeppum!
14.04.2004 at 00:01 #498571
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Veit einhver gott ráð til að ná drullu og mosatætlum úr afturbrettum og undirvagni.
Er nóg að nota bara vatn eða er til eitthvað undraefni sem maður fær kanski með afslætti í bílanaust. Þetta fer að verða meira og meira vandamál á hverju vori að ná þessu í burt.
14.04.2004 at 07:12 #498575Þetta er þarft umræðuefni og nauðsynlegt að félagið okkar taki þessi mál föstum tökum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr verður öllum jeppamönnum kennt um spjöll þeirra óvita, sem gert hafa sig seka um að fara ekki að þeim einföldu, almennu reglum sem m.a. félagið okkar hefur að leiðarljósi og ættu að vera sjálfsagður þáttur í góðri umgengni um landið. Fræðsla og áróður skilar alltaf einhverjum árangri, þótt staðan sé því miður sú að þeir sem helst þyrfti að ná til, lesa hvorki né hlusta á neitt slíkt. Svo kemur víða fram, að umhverfissóðarnir taka það illa upp ef að er fundið. Núna upp á síðkastið hef ég persónulega fengið hörð viðbrögð frá mótorhjólafólki vegna gagnrýni minnar hér á spjallsíðunum í vetur á umgengni þeirra. Eiginlega ætti ég frekar að tala um hótanir en hörð viðbrögð þegar skilaboðin eru t.d. þessi:" Spurning hvort þú ættir ekki að skríða ofan í holuna þína og láta ekki sjá þig aftur !" Skilji svo hver á þann veg sem hann kýs. En trúlega endar þetta með miklum takmörkunum á því ferðafrelsi, sem hér hefur ríkt, takist ekki að koma böndum á framferði af þessu tagi, hver sem í hlut á.
14.04.2004 at 08:55 #498579Mikið er ég sammála ykkur varðandi þessa undarlegu fréttamennsku. Tók einmitt eftir því að í flestum blöðum um helgina var klausa um að allir hálendisvegir væru lokaðir nema Uxahryggir-Kaldidalur. Og það skrítna var að á föstudaginn langa þegar að ég var á Langjökli (fór ekki um Kaldadal) heyrði ég í fréttum að illfært væri orðið um Kaldadal og Uxahryggi og að menn væru búnir að vera í miklum vandræðum þar um daginn. En hvað!!! Í blaðinu daginn eftir var þessi leið sögð opinn en allir aðrir hálendisvegir opnir.
En bara svona að skjóta því inn að það þarf því miður ekki nema nokkra skemmdavarga til að allur flotinn verður dæmdur eftir þeirra verkum, og það ekki bara meðal jeppamanna því að ég þekki þetta líka úr mótorhjólaheiminum.Kv
Peve
14.04.2004 at 09:45 #498583jæja þá er enn einn rugludallurinn mættur inná spjallið!! hr fólksbíll!! Er þetta ekki orðið svoldið þreytt???
14.04.2004 at 14:54 #498587
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Peve skrifaði: "En hvað!!! Í blaðinu daginn eftir var þessi leið sögð opinn en allir aðrir hálendisvegir opnir. "
meinar þú ekki "En hvað!!! Í blaðinu daginn eftir var þessi leið sögð opinn en allir aðrir hálendisvegir lokaðir"???
bara að fá þetta á hreynt
14.04.2004 at 14:58 #498590átti þetta að vera "allir aðrir vegir LOKAÐIR"
Þakka þér fyrir ábendinguna.Kv
Peve
14.04.2004 at 15:51 #498594
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hélt það líka 😀
14.04.2004 at 15:54 #498598Mitt álit er það að þessi sem spólaði í hring rétt við Langaskafl var líklegast ungur drengur sem er nýbúinn að fá þennan svakalega ameríska kagga og vildi sýna sig.
Ég á líka amerískan kagga og ekki er ég að keyra utanvegar. En það er af því að pabbi gamli er/var mikill jeppakall og kenndi mér að umgangast móður náttúru!
Eins og ég segi þessi sem gerði kleinuhringinn við hliðina á veginum er kannski ekki óþroskaður. Frekar skulum við nota orðið fáfróður og vissi ekki betur! Af hverju ekki að leiðbeina og koma þannig í veg fyrir að svona lagað gerist í staðinn fyrir að banna okkur sem ekki erum orðnir 20 ára að eiga jeppa.
Bensínkveðja, Ásgeir
14.04.2004 at 16:08 #498602
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hárrétt Ásgeir. Það á ekki að vera okkar stíll að leysa málin með boðum og bönnum, nógir aðrir um það. Við þurfum einfaldlega að ná með einhverjum ráðum til þeirra sem eru nýjir í sportinu, á hvaða aldri sem þeir eru, og kenna þeim þessi grundvallaratriði. Og það þarf stöðugt að hamra á þessu.
Kv – Skúli
15.04.2004 at 07:06 #498607allir dæmdir ef einn gerir…
ef einn motorhjola maður keirir einsog halviti keira þa allir einsog halvitar eða ef einn alþingis maður er fibl eru þa allir fibl þið hljomið einsog gamlar skruddur sem var verið að þurka rikið af….
kv. Drullumallari…
15.04.2004 at 10:03 #498611Ég sá þessi umræddu för á föstudaginn sl. og mér algjörlega blöskraði hvað fólk getur verið alveg sama um umhverfið. Ég vona að sá sem framkvæmdi umræddar skemmdir lesi þennan þráð og fari uppeftir og lagi til eftir sig. Svona asnaskapur á ekki að líðast! Það er sorglegt að það séu til svona hugsandi(?) fólk sem er alveg sama um náttúru landsins.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
