This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Emil Borg 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Í framhaldi af enn einni VHF umræðunni á öðrum þræði nú á dögunum, langar mig til að deila með ykkur reynslusögu.
Þannig var að ég hitti félaga minn á dögunum og hann hafði hitt kunningja sinn nokkrum dögum áður. Sá hafði í fórum sínum lista með ógrynni upplýsinga um VHF tíðnir hinna ýmsu fyrirtækja og stofnana hér á landi. Hann hafði komið höndum yfir þetta frá aðila sem hefur gefið sig út fyrir að safna og dreifa þessum upplýsingum.
Ég játa það að mér varð gersamlega misboðið. Hverslags „kinkí“ þörf drífur menn áfram í þeim tilgangi að dreifa svona upplýsingum? Menn, fyrirtæki og stofnanir fá jú úthlutað einkarásum í þeim tilgangi að hver sem er geti ekki hlustað á það sem þar fer fram. Í mínum huga er einungis stigsmunur en ekki eðlis- á þessu og því að gægjast á glugga. Flestir eru sammála um að þeir sem gægjast á glugga séu perrar og ég leyfi mér að fullyrða að fáum hugnist sú tilhugsun að einhver þannig aðili guði á gluggann hjá sér án sinnar vitundar.
Eru menn sammmála og ef svo er, er þetta þá nokkuð annað en pervertismi?
Ferðakveðja,
BÞV
You must be logged in to reply to this topic.