Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Eru gluggagægjar perrar?
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Emil Borg 21 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.04.2003 at 10:47 #192432
Sælir félagar.
Í framhaldi af enn einni VHF umræðunni á öðrum þræði nú á dögunum, langar mig til að deila með ykkur reynslusögu.
Þannig var að ég hitti félaga minn á dögunum og hann hafði hitt kunningja sinn nokkrum dögum áður. Sá hafði í fórum sínum lista með ógrynni upplýsinga um VHF tíðnir hinna ýmsu fyrirtækja og stofnana hér á landi. Hann hafði komið höndum yfir þetta frá aðila sem hefur gefið sig út fyrir að safna og dreifa þessum upplýsingum.
Ég játa það að mér varð gersamlega misboðið. Hverslags „kinkí“ þörf drífur menn áfram í þeim tilgangi að dreifa svona upplýsingum? Menn, fyrirtæki og stofnanir fá jú úthlutað einkarásum í þeim tilgangi að hver sem er geti ekki hlustað á það sem þar fer fram. Í mínum huga er einungis stigsmunur en ekki eðlis- á þessu og því að gægjast á glugga. Flestir eru sammála um að þeir sem gægjast á glugga séu perrar og ég leyfi mér að fullyrða að fáum hugnist sú tilhugsun að einhver þannig aðili guði á gluggann hjá sér án sinnar vitundar.
Eru menn sammmála og ef svo er, er þetta þá nokkuð annað en pervertismi?
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.04.2003 at 11:03 #471862
Þetta er einnig hreinn þjófnaður.
Rásirnar (tíðnirnar) eru "eign" viðkomandi aðila og óleyfileg dreifing á þeim er ekkert annað en hreinn þjófnaður, telst til lögbrots samkvæmt fjarskiptalögum.Þá er aðgangur að þessum tíðnum fullkomlega gagnslaus fyrir alla aðra en eigendur þeirra.
Með öðrum orðum "bara heimskt"
Rúnar.
01.04.2003 at 15:58 #471864Mér persónulega finnst þetta ekki skipta neinu máli þar sem menn þurfa að fara á verkstæði til þess að láta setja rásirnar inn í stöðvarnar hjá sér til þess að geta notað þær,þær gera varla mikið gagn á blaði.
Ef menn hinsvegar hafa stöðvar sem þeir geta forritað sjálfir,en hafa ekki tilskilin leyfi fyrir þeim,þá skulu þið bara kæra þá fyrir fjarskiptaeftirliti ríkisinns ef þið eruð svona spéhræddir.
01.04.2003 at 16:19 #471866Sælir.
Ég hef stundum blaðrað hér um að vilja fá opinberaðar tíðnir okkar rása, en eftir að hafa hlustað á rök gegn því að birta þær hefur mér snúist hugur. Ég tel að þetta skuli vera falið.
Reyndar verð ég að viðurkenna að eiga sjálfur eintak af þessum umtalaða lista sem m.a. inniheldur okkar rásir. En það hvarflar ekki að mér að fá settar í mína talstöð eitthvað af þessum rásum. Hvaða gagn ætli ég hefði svosem af því að hlusta á Jón Jónsson byggingarverktaka? Varla neitt, og örugglega ekki gaman heldur. Þeir eru greinilega til sem geta forritað sínar "smígluðu" (fljótur að tileinka mér nýyrðin) stöðvar sjálfir, en mér finnst hæpið að þeir sækist eftir mörgum öðrum rásum en okkar. Því hvað er svosem meira spennandi en að hlusta á sögur af krapapyttum og tómum olíutönkum?
Emil
01.04.2003 at 17:43 #471868Sæll Emil.
Gaman að sjá framan í þig þarna um daginn, maður er í tjáskiptum hér við fjölda fólks án þess í raun að hafa hugmynd um hvern er að ræða.
Gott að þér hefur snúist hugur, enda sagðir þú okkur um daginn að þú hefðir með því að diskútera þetta sjálfur, komist að því að önnur lengd á topp er e.t.v. betri en sú sem RSH er að afhenda okkur. Þú ert m.ö.o. "do it your self" týpa… Það er út af fyrir sig bara virðingarvert, sérstaklega ef þú hefur náð að koma radiosnillingunum þar í bobba með þínum rökum.
Vandinn er sá að Jóakimarnir (eins og ólsarinn kallar þá) prógrammera þetta sjálfir í sínar "smegluðu" stöðvar, jafnvel án þess að vera félagar í F4x4. Gott að heyra að þér finnst fráleitt að setja inn (láta setja inn) rásir Jóns Jónssonar byggingarverktaka, enda eiga öll alvöru verkstæði að hafna því, nema að þú hafir skriflegt leyfi frá eiganda rásarinnar. Þessi listi er því einfaldlega í gangi í þeim tilgangi að stunda "gluggagægjur" hjá fleirum en félögum í F4x4.
Þessi mál eru í skoðun hjá Fjarskiptastofnun, en þeir eru að eignast búnað til að finna stöðvar með tilteknum rásum. Þetta þarf að sjálfsögðu að stoppa eins og aðrar gluggagægjur í samfélaginu. Ferðaklúbburinn hefur einnig hagsmuni af því að þeir sem eru að nota VHF kerfið greiði félagsgjöld, enda er hárrétt sem félagi eik hefur bent á að fjárfestingin í þessu kerfi er talsverð.
Ferðakveðja,
BÞV
02.04.2003 at 15:59 #471870
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Ég er Radíóamatör og hef verið með leyfi til að nota slíkar stöðvar síðan ég var 16 ára…
Ég á 3 Amatör stöðvar sem allar senda út á litlum bút á VHF tíðnisviðinu, en ég get hlustað á nær allt VHF+UHF tíðnisviðið.
Leyfisbréf mitt leyfir mér að senda út á ákveðnum tíðnum.
Það er munur (að ég held) að nota (senda) ákveðna tíðni og að hlusta… reyndar hef ég ekki lesið reglurnar nýlega.
Það sem menn verða að gera sér grein fyrir að það venjulegar stöðvar sem eru í notkun senda út opið merki sem "allir" geta hlustað á. Ég er með tíðnimæli og get verið við hliðina á "jeppa" eða örðum bíl sem er að nota svona stöð og fundið á hvaða tíðni stöðin sendir út og hlustar. (nmt símar einnig)
Ég myndi allavega ekki segja neitt í svona stöð eða NMT síma sem ég vildi ekki að einhver heyrði.
Að hafa tíðni rásana sem eitthvað leyndamál er eins og að reyna að setja runna fyrir framan útidyrahurðina svo engin sjái að hún er opin, en hafa hana samt opna 😉
Menn finna þessar rásir ef menn vilja það.
Það væri frekar að finna kerfi …t.d. subtone eða álíka til að opna endurvarpana.
kv
benni@kaupthing.net (mort) aka TF3BNTDem..já.. ég sendi póst fyrir nokkrum vikum til stjórnar og bað um að gerast félagi, ekki enþá fengið svar!
04.04.2003 at 23:00 #471872Ég held að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af eða velta sér upp úr. Í fyrsta lagi geta ekki nema þeir sem geta forritað stöðvarnar sjálfir sett þetta inn í stöðvarnar. Öðru lagi held ég að flestum þyki það verulega óspennandi að hlusta á flest sem fram fer á hinum ýmsu rásum. Þar sem að þetta væri líka bara að hlusta en ekki að senda á rásum sem maður hefur ekki aðgang að þá væri mun einfaldara að fá sér skanner sem tekur allt vhf tíðnibandið, þeir eru reindar ólöglegir en hafa að ég held verið seldir hér samt. Þeir sem eru í mikilli þörf fyrir að hlusta á aðra færu frekar þá leiðina heldur en að vera með talstöð. Svona listar eru heldur ekkert nýtt fyrirbrigði ég átti svona lista fyrir meira en 10 árum sem gekk þá á milli manna, þannig að þetta er ekkert sem er að koma með vhf væðingu jeppamanna og verður heldur sennilega aldrei stöðvuð.
Kv. Helgi
04.04.2003 at 23:14 #471874Til viðbótar má benda á að það sem sumum finnst kanski mest spennandi að hlusta á, lögregla og slökkvilið er að mestu komið eða á leiðinni í tetra sem ekki er hægt að hlusta á, nema hugsanlega með mjög miklum tækjabúnaði.
Kv. Helgi
05.04.2003 at 00:34 #471876Forboðið eður ei.
Þeir sem halda að þeir geti verndað samskiptarásir fyrir hlerun "óviðkomandi aðila" með því að halda tíðniúthlutunum leyndum ættu að hugsa sín mál upp á nýtt. Hvort sem það varðar við lög eða ekki þá eru staðreyndirnar þessar:
Til er fjöldi viðtækja sem nota má til að hlusta á rásir VHF sviðsins.
Fyrir áhugamenn og radíóamatöra er tiltölulega einfalt að smíða viðtæki fyrir hvaða VHF tíðni sem er.
Til er í landinu umtalsverður fjöldi af VHF-skönnum og sáraeinfalt að kaupa þá erlendis.
Tæknilega er ógjörningur að þefa uppi viðtæki og greina með fullri vissu hvort útgeislun frá því kemur til vegna hlustunar á FM-útvarp, sjónvarp eða einhverja forboðna samskiptarás.Allt sem við segjum í síma, talstöð eða sendum frá okkur með tölvupósti getur hæglega komist í hendur óviðkomandi og reyndar eru margir sem fullyrða að stóri bróðir, njósnakerfið Eschelon, fylgist vendilega með öllu saman.
Því skulið þið bara …
… aldrei segja neitt í talstöð eða síma sem alls ekki má vitnast.
… aldrei skrifa neitt í tölvupóstskeyti sem ekki má vitnast. Gildir einnig um SMS boð.
… hætta að telja ykkur trú um að það felist eitthvað öryggi í því að fara með tíðniúthlutanir sem leyndarmál.
… hætta að velta fyrir ykkur ímynduðu öryggi við það að löggiltir aðilar setji "rásir" í talstöðvar.Kveðjur
Wolf
05.04.2003 at 09:52 #471878Björn Þorri hefur látið margt vitlaust frá sér fara, en nú sýnist mér hann vera búin að slá öll met.
Fjarskipti á VHF eru opin í þeim skilningi að hver sem er getur hlustað á það sem þar fer fram. Skannar sem gera þetta á sjálfvirkan hátt kosta ekki mikið.
Þegar yfirvöld úthluta tíðnum þá er verið að veita leyfi til að senda yfir tilteknum styrk á tiltekinni tíðni. Hver sem er má senda ef sendiaflið fer ekki yfir tilskilin mörk, og hver sem er getur hlustað.
Það er tilgangslaust að reyna hafa tíðnirnar leynilegar, það er auðvelt með smá þolinmæti að komast að því hvaða tíðnir eru í notkun.
Þar sem Björn Þorri hefir ítrekað [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1225#7559:1c0grf2n]lýst miklum áhyggjum[/url:1c0grf2n] af reynslu minni af notkun VHF talstöðva, þá get ég upplýst hann um það að eg hef notað VHF stöðvar af og til síðan 1981, í tengslum við jarðelisfræðilegar mælingar. Þannig hef ég meiri reynslu af notkun talstöðva á VHF tínisviði heldur en CB stöðva í jeppaferðum.
Munurinn á CB og þeim VHF talstöðvum sem menn hafa verið að nota í jeppaferðum liggur fyrst og fremst í tíðni eða bylgjulengd, CB notar HF tíðnisviðið á bylgjulengd sem er rúmlega 10 m en rúmir 2 m á VHF. Eftir því sem bylgjulendin er lengri, því langdrægari verða stöðvarnar en það þarf stærri loftnet og meira sendiafl. Til fjarskipta milli bíla í hóp þá væri UHF tíðnisviðið (70sm) mun hentugra en bæði HF og VHF sem menn eru nú að nota. NMT síminn er á UHF. Nú eru komnar á markaðinn mjög handhægar og ódýrar UHF stöðvar, sem ekki þarf sérstök leyfi fyrir. Ef menn vilja losna við ókosti HF tíðnisviðsins þá hefði verið nær að fara í eitthvað slíkt, heldur en VHF sviðið sem var orðið úrelt fyrir lögreglu og atvinnubílstjóra.
07.04.2003 at 22:31 #471880Sæll Einar Kjartansson.
Ég vil byrja á því að taka það skýrt fram, að ég hef ekki sérstaka þekkingu á talstöðvum, tíðnum eða bylgjulengdum, svo það getur vel verið að skoðanir mínar á þessu séu bull og vitleysa eins og þú segir. Flest mín viska um talstöðvamál er til komin vegna venjulegrar notkunar, bæði á CB UHF og VHF. Ég vissi t.d. ekki að fjarskipti á VHF væru opin eins og þú lýsir og að hægt væri að kaupa hér skanna til að hlusta á allt sviðið…
Það er líka rétt hjá þér að ég hef í umræðu við þig um VHF ítrekað spurt þig um reynslu þína af þessum búnaði, þar sem þú hefur haft afdráttarlausar skoðanir og fundið VHFinu flest til foráttu, sem er í algerri andstöðu við skoðanir flestra þeirra sem ég þekki og hafa reynslu af notkun þessara talstöðva.
Það er gaman að sjá að þú hefur meira að segja haft fyrir því að setja "link" inná síðustu fyrirspurn til þín um þetta efni. Nú velti ég því fyrir mér af hverju þú ert búinn að vera tæpan mánuð að hugsa upp svar við þeirri spurningu og eins af hverju það er þessi ólund í minn garð, þrátt fyrir að við höfum ekki sömu skoðun á VHF…?
Ég held ég viti svarið. Það hlýtur að vera hálf neyðarlegt fyrir vísindamann eins og þig, sem hefur fjálglega verið að tjá þitt álit á VHF kerfi klúbbsins, að verða í miðju kafi uppvís að því að hafa aldrei prófað það… Það er auðvitað klaufalegt fyrir alla menn og ekki síst vísindamenn sem hafa sérfræðiþekkingu í því hvernig á að afla sér þekkingar í þeim tilgangi að komast að og rökstyðja tilteknar niðurstöður…
Ef ég skil svarið þitt rétt, þá hefur þú enn ekki reynslu af notkun VHF í jeppaferðum (og þar með ekki á notkun endurvarpa kúbbsins). Mér leikur hins vegar forvitni á að vita hvað það er í reynsluheimi þínum frá árinu 1981 varðandi notkun á VHF sem gerir þig svo fráhverfan því? Hingað til hef ég aðallega heyrt þig tjalda rökum sem varða kostnað við kaup og skráningu á VHF stöðvum, en hvað annað er svona gersamlega ómögulegt við þennan búnað? Ég tek það fram að mér finnst það engin rök að halda því fram að kerfið sé úrelt fyrir lögreglu og atvinnubílstjóra.
Að lokum get ég ekki annað en verið ósammála þér varðandi "ódýrar UHF stöðvar". Það vill svo til að ég á svoleiðis stöð og drægni hennar er miklu minni en VHF stöðvar (dregur svipað og CB) og því er ástæða til að vara menn sérstaklega við því að kaupa slíkar stöðvar sem öryggistæki, þótt þær geti verið ágætar milli bíla.
Ef þú hefur áhuga Einar, þá væri mér heiður að því ef þú vildir þiggja að láni VHF handstöð hjá mér áður en þú ferð næst á fjöll, það er merkilega dugleg græja, þrátt fyrir að senda ekki nema á 5W styrk á móti 25W í venjulegri bílstöð.
Ferðakveðja,
BÞV
08.04.2003 at 00:59 #471882Það er nú ekki rétt hjá Eik að atvinnubílstjórar og fyrirtæki sem eru að gera út bíla séu að skipta út VHF stöðvum fyrir eitthvað annað því það er ekki neitt annað kerfi sem getur tekið yfir VHFið í dag nema kostnaður fari upp úr öllu valdi.
Fyrir 2-3 árum var sem dæmi farið að gera þá kröfu að jeppar sem aka með ferðamenn væru allir með VHF því CB var einfaldlega ekki boðlegt fyrir leiðsögn (mjög léleg hljóðgæði og ekki nein langdrægni) og ekki sé ég fyrir mér neitt fjarskiptakerfi sem getur komið í staðin fyrir VHF á næstu árum sem gæti verið betra og ódýrara.
Neyðaraðilar í Reykjavík eru farnir að nota Tetra en það kerfi verður seint spennandi kostur fyrir okkur jeppamenn og maður heyrir mjög misjafnar skoðanir á ágætum Tetra hjá þeim mönnum sem nota það daglega en í öllu falli er það mjög dýrt með takmarkaða talstöðvareiginleika og útbreiðsla mikið minni en menn eru vanir af öðrum kerfum.
Ég fer nú bara að komst á þá skoðun að SSB sé það lang besta og svo verða jepparnir svo flottir með þessi stóru loftnet……
Hlynur R2208
08.04.2003 at 08:47 #471884
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef ekkert verið að fylgjast með á þessum vef..
En eru menn virkilega að þræta um hvort CB eða VHF er betra ?
CB er HF, 10m tíðnisvið, þannig "opnanir" frá öðrum löndum og truflanir lang frá eru mun meiri. Mun meira suð og svo eru þessar stöðvar yfirleitt svo lélegar, sérstaklega
bílastöðvarnar… það eru talað um "skilyrði til fjarskipta" á 10m bandinu (CB), þ.e. fer eftir sólblettum o.s.frv.VHF/UHF er line-of-sight og þess vegna eru endurvarpar mikilvægir, þær eru yfirleitt mun vandaðri og mun betri tóngæði…
Ég hugsa bara að menn eigi í pínu vandræðum með að stilla offsett og fatta hvernig endurvarpar virki 😉
Annað sem gerir VHF betra, er að bylgulengdin er um 2m og þess vegna auðveldara að vera með mun betri loftnet á bílnum, t.d. er ég með bílanet VHF/UHF með 5.0/7.6DBi mögnun, þ.e. merkið er að fara sem mest á sjóndeildarhringinn, en sem minnst upp og niður 😉
– benni (R-3164)
08.04.2003 at 10:21 #471886Ég held aldrei haldið því fram að VHF talstöðvar væru ómögulegar, þær VHF stöðvar sem ég hef notað hafa virkað fínt, betur en CB.
CB stöðvar duga hinsvegar vel til þess að tala milli bíla innan hóps, ef menn halda hópinn. Áður en VHF væðigin fór af stað var hægt að gera þá kröfu í ferðum að allir væri með samhæfðar talstöðvar (CB-AM). Nú er farið að hvetja byrjendur til að sleppa CB stöðinni, það er stórt skerf aftur á bak. Það hefur verið hægt að fá notaðar CB stöðvar fyrir mjög hóflega pening, ég nota núna stöð sem kostaði um 40USD + 20USD fyrir loftnet.
Ég tel ekki að VHF stöð sé fullnægandi sem öryggistæki til að kalla í aðstöð út fyrir hóp. NMT síminn er miklu betri til þess. Nú eru gerfihnattasímar fánlegir á raunhæfu verði (svipuðu og VHF með uppsetningu og loftneti), sem ná allstaðar sambandi.
Ef menn hafa fyrir því að lesa það sem stendur á VHF síðu klúbbsins, þá er þar [url=http://www.itn.is/bragi/4×4/VHF-hugleidingar.txt:22avg3gw]ekki mælt með því[/url:22avg3gw] að menn noti VHF stövðar í stað NMT eða CB.
08.04.2003 at 15:49 #471888Sæll Einar.
Ég vil bara vekja athygli á því að grein Braga sem þú vitnar til er a.m.k. 3ja-4ra ára gömul. Hann er að segja frá uppsetningu fyrsta endurvarpans á Bláfelli og uppsetningu stöðvarinnnar á Hveravöllum. Síðan þá hefur verið settur upp fjöldi endurvarpa sem hefur gerbreytt möguleikum VHF kerfisins til að nýtast sem öryggistæki.
Ferðakveðja,
BÞ
08.04.2003 at 16:11 #471890
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alltaf gott þegar menn geta verið svolítið ósammála, það gerir spjallið svolítið líflegra.
Ein spurning til þín Björn Þorri, myndir þú segja að með tilkomu endurvarpanna sé nægjanlegt að vera með VHF sem öryggistæki hvað þetta varðar, s.s. að nú sé hægt að komast af án NMT? Ef svo er þá er það mjög gott, nóg af snúrum og tækjaveseni í þessum jeppum fyrir. Þetta þarf hins vegar að vera nokkuð þétt til að geta talist raunverulegt öryggistæki (vandræðin gerast þar sem aðstæður eru verstar).
Kv – Skúli
08.04.2003 at 17:50 #471892http://www.itn.is/bragi/4×4/VHF-hugleidingar.txt.
Get með engu móti samþykkt að þetta sé heimasíða klúbbsins. Ef til vill er tilvísun í þessa síðu, en hún hefur ekkert með klúbbinn að gera. Hins vegar eru þetta hugleiðingar fyrrverandi formanns fjarskiptanefndar á hans persónulegu síðu. Rétt skal vera rétt.
kv.
Eiríkur
08.04.2003 at 22:00 #471894Sæll Skúli.
Auðvitað hef ég aldrei haldið því fram að það sé nægjanlegt að vera með VHF og sleppa NMT símanum. Ég fæ ekki skilið af hverju menn eru að reyna að snúa út úr umræðunni með því að fara nú að ræða þetta á þessum nótum. Þú komst með snilldarlega "orðskýringu" á skrifum eik um daginn þegar hann dylgjaði enn eina ferðina með að undirritaður ætti svo dýran bíl eða gæti látið fyrirtæki kaupa fyrir sig bíl að hann hefði því ekki verðskyn (a.m.k. e-ð á þá leiðina var minn skilningur á skrifum hans), en þú fannst það út að hann hefði átt við að fjárfesting í VHF væri "hlutfallslega miklu erfiðari" fyrir þá á ódýru bílunum…
Ég nennti nú ekki þá að fara að stæla frekar um skilninginn en vil hér með bera alveg af mér þann skilning sem þú ýjar að í spurningu þinni. Tek heilshugar undir með þér að spjallið væri litlaust ef þar færu ekki fram alvöru skoðanaskipti og ef enginn þyrði að segja neitt…
Í mínum huga er það einfaldlega svo, að VHF er öryggistæki. Það er NMT, SSB og gerfihnattasími líka. Best er að hafa þetta allt til að gæta fylsta öryggis, þar sem e.t.v. eru veikleikar í öllum kerfunum. CB er hins vegar alls ekki öryggistæki í þeim skilningi sem ég held að við leggjum í það hugtak (einungis til að tala á milli bíla Í HÓP, eins og eik hefur sjálfur sagt).
Ég get alveg tekið undir það með eik að talstöðvar eru allt of dýrar á Íslandi (miðað við það hvað þær kosta í USA). Það breytir hins vegar ekki virkni búnaðarins né rýrir notkunargildi hans á nokkurn hátt.
Hvet að lokum menn til að kynna sér dreifikerfi VHF á heimasíðu klúbbsins og sjá hve kerfið þekur vel helstu ferðasvæði. Ath. einnig að enn er verið að byggja upp og bæta við kerfið, þannig að þjónustan og dekkunin er enn að aukast.
Ferðakveðja,
BÞV
09.04.2003 at 00:25 #471896
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki getur það verið að einhver fasteignarsala út í bæ eigi dragdrotnninguna sem ber "númerið" ÞORRI ?
Fallegur bíll samt.
09.04.2003 at 00:55 #471898Sæll luxilíus.
Nei, Daman er mín, það á hana enginn annar.
Ferðakveðja,
BÞV
09.04.2003 at 06:41 #471900Umrædd síða er hluti af heimasíðu klúbbsins. Fyrir um það bil 3 árum var rætt um umsjón með vefsíðum deilda og nefnda klúbbsins. Niðurstaðan var sú að þær deildir og nefndir sem ættu þess kost, sæju sjálfar um að hýsa sínar vefsíður. Þetta gerðu bæði fjarskiptanefnd og umhverfisnefnd, sem og nokkrar deildir. Það er eðli vefsins að í raun skiptir ekki máli hvar hlutirnir eru vistaðir, það eru tenginarnar sem skilgreina vefinn.
Til dæmis er myndasafn klúbbsins að annari vél en hýsir spjallið.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.